Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1994, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14. 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Norskt sjórán íslendingar hafa sögulegan rétt til veiða við Svalbarða og í Barentshafi, ef slíkur réttur er á annað borð viður- kenndur. Þeir hafa veitt þar þorsk allt ffá árinu 1930, síld frá 1967 og loðnu frá 1975. Norsk stjómvöld fara með rangt mál, er þau segja íslendinga nýja á miðunum. Norðmenn eiga ekki Svalbarða og hafa alls ekki sama vald yfir honum og eigin landi. Um Svalbarða gildir samningur frá árinu 1920. Rúmlega fjörutíu ríki em aðil- ar að samningnum og þar á meðal ísland. Norsk lög og norskar reglugerðir gilda ekki sjálfkrafa um Svalbarða. Samkvæmt annarri grein samningsins njóta allir þegnar og skip aðildarríkjanna sama réttar til veiða í landhelgi Svalbarða. Norskar vemdaraðgerðir skulu ávallt eiga jafnt við um alla þegna samningsaðilanna, „án nokkurra undantekninga, forréttinda eða ívilnana“. Ekkert ríki Svalbarðasamningsins, að Finnlandi und- anskildu, hefur viðurkennt sjálftöku Noregs á fiskveiði- lögsögu, þar á meðal úthlutun veiðikvóta að norskum geðþótta til að hygla eigin sjómönnum. Mörg ríkjanna og þar á meðal ísland hafa harðlega mótmælt þessu. Ofbeldi norskra stjómvalda í sumar á miðunum við Svalbarða er hreint sjórán, sem brýtur gegn hefðarrétti og gegn samningi, sem Noregur hefur gert um svæðið. Þessi árásarhneigð minnir raunar sterklega á offbrs Norðmanna gegn Islandi í Jan Mayen fiskveiðideilunni. Þessu ofbeldi fylgir ótrúlegur munnsöfnuður ráðherra í ríkisstjóm norska Verkamannaflokksins, þar á meðal gribbugangur í sjálfum forsætisráðherranum. íslending- ar telja ekki allt ömmu sína í þessum efnum, en verða að játa sig gersigraða í óhefluðu ráðherraorðbragði. Munnsöfhuður ráðherranna er sagður ætlaður til notkunar í norðurhéruðum Noregs, þar sem sjávarútveg- ur er eins konar félagsmálapakki, sem á að koma í veg fyrir, að fólk flykkist suður til Osló. Einnkennilegir mega þeir kjósendur vera, sem finnst munnsöfnuðurinn ljúfur. • Jafnft-amt er sagt, að norskir ráðamenn verði viðmæl- andi í nóvember, þegar lokið er þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild ríkisins að Evrópusambandinu. Með gribbu- gangi eigi að draga fjöður yfir þá staðreynd, að Noregur hefur gert lélegan fiskveiðisamning við sambandið. Stundum finnst okkur íslenzkir stjómmálamenn vera of ódýrir í orði og á borði. Það bliknar þó í samanburði við ráðamenn Noregs, sem láta skjóta fóstum skotum á skip; láta taka skip með ofbeldi; og setja lög og reglugerð- ir, sem brjóta jafnræðisreglu Svalbarðasamningsins. Ef allt þetta framferði ríkisstjómar Gro Harlem Brundtland er aðeins þáttur í gróffi kosningabaráttu í Norður-Noregi, er fundinn í Noregi pólitískur botn, sem ekki hefur fundizt til dæmis á íslandi, þótt sitthvað kunni að vera upp á íslenzka stjómmálamenn að klaga. Samhliða atgangi norskra stjómvalda hafa þau stað- fastlega neitað að setjast að samningaborði. Endurteknar tilraunir til að draga þau til samninga hafa engan árang- ur borið. Óhjákvæmilegt virðist því, að ísland fari dóm- stólaleiðina í málinu, er hin leiðin virðist brostin. Um leið þurfa íslenzk stjómvöld að styðja betur við bak sjómanna sinna, til dæmis með því að taka þátt í sameiginlegri baktryggingu fyrir skaða, sem sjómenn og útgerðarfélög kunna að verða fyrir vegna töku skipa, annars ofbeldis og lögleysu af hálfu norska ríkisins. Leiðinlegt er að þurfa að standa í útistöðum við ná- granna. En það er líka leiðinlegt að láta þá valta yfir sig. Því stöndum við fast gegn norskri ffekju og yfirgangi. Jónas Krisfjánsson Carlos auka- geta í leik- fléttu Pasqua Handsömun hryðjuverkafor- sprakkans Carlosar er kórónan á viðleitni franska innanríkisráð- herrans Charles Pasqua til að slá sig til riddara í augum landa sinna og umheimsins fyrir skelegga framgöngu gegn misindismönnum. En jafnframt er Carlos og mál hans ekki annað en hður í flókinni leik- fléttu tilvonandi forustumanns franskra íhaldsafla. Sú flétta nær bæði til stjórnmálaþróunar í Frakklandi og framvindu á franska áhrifasvæðinu í Afríku. Venesúelamaðurinn Ilhch Ram- irez Sanches var nefndur Carlos í íjölmiðlum, efdr söguhelju í reyf- ara, þegar hann lét mest til sín taka fyrir nær tveim áratugum. Nú er hann löngu úr leik. Yngstu sakir sem hann er borinn eru eins ára- tugar gamlar. Breyttar aðstæður í heimsmálum, sér í lagi í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs, urðu til þess að ríkisstjómir sem áður not- færðu sér þjónustu hans til hryðju- verka höfðu ekki þörf fyrir hann lengur. Loks var aflóga skipuleggjanda sprengjutflræöa og mannrána skákað til Súdans og þar afréðu stjómvöld að nota hann sem skipti- mynt í margþættu samspih við núverandi Frakklandsstjóm. Á annan áratug hefur stjómin í Khartoum átt í höggi við Frelsisher alþýðu í Suður-Súdan. Uppreisn hófst þar þegar áhrif strangtrúar- manna í Súdansstjóm urðu tfl þess að ákveðið var að íslamskur réttur, sharia, skyldi gflda um landið allt. Því vildu svertingjarnir í Suður- Súdan, sem ýmist em kristnir eða rækja fom trúarbrögð af afrískri rót, með engu móti una. Síðan hef- ur ríkt hernaðarástand með miklu mannfalh og hrakningum óbreyttra borgara trá heimkynn- um sínum. Núverandi stjóm arabískumæl- andi múslíma í Khartoum rekur harðari strangtrúarstefnu en nokkur hinna fyrri og hefur náið samband við klerkastjómina í ír- an. Hreyfingar stiangtrúarmanna í Egyptalandi og Alsír njóta stuðn- ings frá Súdan. Olgan í Alsír, þar sem sveitir strangtrúarmanna reyna með víga- ferlum að steypa stjóm hersins, hefur þegar haft áhrif í Frakk- landi. Morðárásir á útlendinga í landinu hafa einkum beinst gegn Frökkum og er skemmst að minn- ast að fimm sendiráðsstarfsmenn þeirra vom skotnir í Algeirsborg. Charles Pasqua svaraði með því að láta frönsku lögregluna hefja leit meðal Alsírmanna í Frakklandi og Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson nanataKa tugi þeirra. Það sem þegar hefur gerst er þó smámunir hjá því sem við blasir ef innanlandsófriður magnast í Alsír, svo ekki sé talað um ef strangtrúarmenn ná þar völdum. Af myndi hljótast flóðbylgja flótta- fólks tfl Frakklands sem réð Alsír fram yfir miðja öldina. TU að fresta eða afstýra slíkri hremmingu hefur Pasqua haft for- göngu um hrossakaup við Súdans- stjóm. Franska stjómin leggur henni hð í baráttunni við uppreisn- arherinn í Suður-Súdan en ætlast í staðinn tfl að stjómin í Khartoum beiti áhrifum sínum tfl að halda aftur af strangtrúarmönnum í Al- sír. Parísarblaðið Libération skýrir svo frá að frönsk stjómvöld hafi látið Súdansstjóm í té loftmyndir af Suður-Súdan sem auðvelda Sú- dansher að miklum mun hemaðar- aðgerðir gegn Frelsisher alþýðu. Sömuleiðis hafa súdanskar her- sveitir fengið að undirlagi Frakka að leggja leið sína um nágrannarík- ið Mið-Afríkulýðveldið tfl að kom- ast þannig að baki sveitum Frelsis- hersins. Að svo stöddu virðist einkum vaka fyrir Pasqua að reyna með þessu móti fyrir milhgöngu Súdans að fresta því fram yfir forsetakosn- ingar í Frakklandi á næsta ári að upp úr sjóði í Alsír. Og með því að grípa Carlos um leið og baða sig í fjölmiðlaathyglinni sem fylgir tryggir innanríkisráðherrann sér stóraukin áhrif á undirbúning flokks síns, gamia gauhistaflokks- ins, að vah forsetaframbjóðanda. Flokksformaðurinn og borgar- stjóri Parísar, Jacques Chirac, vfll fyrir hvem mun fá tækifæri tfl að hefna fyrri ófara fyrir Mitterrand, núverandi forseta. Kaus hann því að láta einatt óvinsælt forsætisráð- herraembætti fram hjá sér fara eft- ir kosningasigur hægri- og mið- flokkanna og valdi tfl starfans Edouard Balladur. En þá brá svo við að Balladur vann sér á skömmum tíma óhemju vinsældir og komst brátt í skoðana- könnunum langt fram úr Chirac. Hefur lengi verið ljóst að þeir muni takast á um tilnefningu í forseta- framboð. Nú er Pasqua kominn í þá aðstöðu að hann getur ráðið því hvor þessara tveggja verður val- inn, ef ekki skákað báðum. Charles Pasqua innanríkisráðherra sigrihrósandi á fundi með frétta- mönnum í ráðuneyti sínu. Símamynd Reuter Skodaiúr annarra Fleiri sjakalar „Dagar Sjakalans Carlosar em taldir, en hundmð annarra hryðjuverkamanna em tflbúin að taka við hlutverki hans. Endir kalda stríðsins og fall komm- únismans hjálpuðu tfl við endalok Carlosar en and- ht hryðjuverkastarfseminnar hefur samt sem áður gerst ljótara og ógnvænlegra. Á síðasta ári vom 109 persónur drepnar af hryðjuverkamönnum og fjöld- inn er jafnvel orðinn meiri það sem af lifir þessu ári. Það er engin ástæða til þess að slaka á kiónni gegn hryðjuverkum. Vaxandi hótanir um innan- landsöryggi skyggja jafnvel á illvirki Carlosar." Ur forystugrein USA Today 18. ágúst. Kjamorkumál „Hvaða öryggistryggingar eiga Bandaríkin að lofa íbúum Norður-Kóreu ef þeir hætta við áform sín um kjamorkuvopn? Myndi það verða tfl þess að aðrar þjóðir ógni síður öryggi þeirra? Verða Samein- uðu þjóðimar neyddar tfl að koma N-Kóreu til hjálp- ar ef aðrar þjóðir ógna öryggi landsins með kjarn- orkuvopnum? Þessum spumingum verður ríkis- stjóm Clintons að svara um leið og hún tekur af- stöðu til kjarnorkumála yfirleitt." Úr forystugrein Herald Tribune 17. ágúst. Woodstock „Það var aldrei tfl nein umtalsverð fiöldahreyfing sem getur kennt sig við Woodstock. Það var til goö- sögn um Woodstock og draumur um Woodstock. En árið 1969 var veröldin mun flóknari en Woodstock. Veröldin var ekki friðsæl, ekki samfélagsleg og ör- ugglega ekki nakin.“ Úr forystugrein USA Today 12. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.