Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1994, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1994, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1994 Sérsteeð sakamál Darren litli. Renee Machen var aöeins þrjátíu og eins árs þegar hún komst að því að hún var með bijóstakrabba- mein. Hún gekkst undir aðgerð en að henni lokinni skýrðu læknar henni frá því að meinið hefði náð að breiðast út. Þeir gætu ekki kom- ist fyrir það og hún ætti skammt eftir ólifað. Nokkru síöar sat maður hennar, Dick Machen, hjá henni á sjúkra- stofu í Memphis í Tennessee í Bandaríkjunum þar sem sagan gerðist. Hann var með tárin í aug- unum því aö hann vissi að þau hjónin ættu ekki eftir að eiga marg- ar stundir saman. Þá sagöi hún við hann: „Þegar ég er dáin vil ég að þú flnnir þér góða eiginkonu." „Hvernig geturðu látið þér detta annað eins í hug?“ spurði hann. „Ég þekki þig, Dick,“ sagði hún. „Þú hefur mikla þörf fyrir kær- leiksríkt samband við aðra og ný eiginkona myndi hjálpa þér við að ala Darren upp.“ Darren sonur þeirra var hálfs annars árs. Ný eiginkona Renee lést nokkru eftir þetta en í eitt af síðustu skiptunum sem hún ræddi við mann sinn sagði hún: „Mundu að Darren er ávöxtur ást- ar okkar tveggja. Hugsaðu til mín þegar þú virðir hann fyrir þér.“ í rúmt ár bjó Dick einn með syni sínum. Þá ákvað ekkilhnn að ganga í hjónaband með Roxanne Holman, þrjátíu og þriggja ára gamalli konu sem hafði nokkrum mánuðum áð- ur gerst ritari hjá tryggingafélagi þvi í Memphis sem hann vann hjá. Roxanne hafði strax litist vel á Dick og gat hugsað sér að annast uppeldi Darrens litla. Brúðkaupið stóð síðsumars. Fyrstu mánuðirnir urðu Rox- anne nokkuð erfiðir. Hún átti í vandræðum með að sýna Darren þá þolinmæði sem nauðsynleg var. Fyrir kom að hún löðrungaði hann, hefði hann hátt eða gerði eitthvað sem var henni á móti skapi. Hún sá hins vegar að þetta var ekki rétta aðferðin og smám saman tókst henni að ná betri tökum á uppeld- inu. Nýrvandi Þegar Roxanne gifti sig hætti hún að vinna hjá tryggingafélaginu. Þess í stað gerðist hún húsmóðir en þar kom að henni fannst hún „bundin á höndum og fótum“ eins og hún komst sjálf að orði. Hún dró því enga dul á að þótt þeim Darren semdi betur en áður þætti henni uppeldið erfitt sem fyrr. Þar kom að Roxanne fór að reyna að stytta sér stundir. En sú við- leitni beindist yfir í annan farveg en hún hafði ætlað sér í fyrstu. í vörumarkaði kynntist hún tuttugu og sjö ára gömlum manni, Bobby Sark, og hann virtist hafa nógan tíma þegar aðrir voru við vinnu. Það leið svo ekki á löngu þar til hann fór að vera með henni lang- tímum saman. Þeim tókst að halda sambandinu leyndu um allnokkurt skeið en þá gerðist afdrifaríkur atburður sem ýmsir hafa viljað hkja við atriði í kvikmynd. Síðdegi í janúar Nokkru eftir fyrstu áramótin eft- ir að fundum þeirra Roxanne og Bobbys bar saman kom hann í heimsókn til hennar eftir hádegið. Hún leiddi hann að venju upp í svefnherbergið á efri hæðinni en Darren var að leik á neðri hæðinni eins og hans var venja þegar þann- ig stóð á. Hann var nú orðinn íjög- urra ára og afar forvitinn eins og títt er um drengi á þessum aldri. Þaö var fátt sem hann þurfti ekki að skoða og þennan dag rak hann augun í handtösku stjúpmóður sinnar. Roxanne hafði um alllangt skeið átt skammbyssu sem hún hugðist nota kæmi einhvern tíma að því að á hana yrði ráðist. Þetta var 22 hlaupvíddar sjálfvirk byssa og nú fann Darren hana í töskunni. Hann tók um hana og beindi henni í allar áttir. Þannig haíði hann séð byssumenn fara að í sjón- varpinu og því yrði hann að gera eins. Og hann vissi að það var ekki nóg að veifa byssunni. Það yrði líka að taka í gikkinn. Það gerði hann nú. Fáklæddur á vettvang Skothvellurinn endurómaði um húsið. Skyndilegur endi var bund- inn á ástarleikinn á efri hæðinni. Skötuhjúin settust upp í rúminu, og nokkrum augnablikum síðar ákvað Bobby að fara niður á neðri hæðina til að kanna hvað þar væri um að vera. Hann fór niður stigann í kúrekabuxum einum saman. Darren litll hafði ekki orðið neitt hræddur þegar skothvellurinn kvað við. Það var bara eðlilegt að hann heyrðist þegar skotiö var af byssu. Honum brá hins vegar þegar Bobby, maður sem hann hafði aldr- ei kynnst neitt, kom fáklæddur inn í stofuna. Darren taldi því eðlileg- ast að halda honum í skefjum með skammbyssunni og augnabhki síð- ar tók hann aftur í gikkinn. Kúlan fór í bijóstið á Bobby, þaö tók að blæða og hann féll á góífið. Darren sá nú að eitthvað alvarlegt Bobby Sark. hafði gerst. Hann settist á gólfið og fór að gráta en hélt enn á skamm- byssunni og þannig kom Roxanne að honum. Lögregla á vettvang Roxanne tók skammbyssuna af drengnum en tók hann síðan upp. Hún gat engri stjórn komið á hugs- anir sínar og gekk enn um í hug- arvíli þegar grannkona hennar, frú Lipman, kom til að athuga hvað gerst hefði en hún hafði heyrt báða skothvellina. Frú Lipman stóð um sturid kyrr og virti fyrir sér látna manninn á gólfinu. Síðan sagði hún: „Hvað í ósköpunum hefur gerst hér?“ Roxanne hafði nær alveg misst máhð. Hún gat ekki tjáð sig á skilj- anlegan hátt og reyndi ekki að koma í veg fyrir að frú Lipman hringdi á lögreglu og sjúkrabíl. Þegar hún haföi gert það tók hún Darren htla í fangið. Þegar lögreglan kom gat Roxanne ekki skýrt greinilega frá því sem gerst hafði. Svo var sem það væri henni ofviða og hún missti meðvit- und. Varð að kalla á lækni. Heim úr vinnunni Klukkan hálfsex kom Dick heim úr vinnunni. Þegar hann ók að húsinu sá hann að þar voru lög- reglubílar fyrir utan og nokkur mannsöfnuður. Hann ýtti til hliðar lögregluþjóninum sem stóð við úti- dymar og gekk inn fyrir. Það sem við honum blasti minnti í flestu á atriði úr sakamálamynd. Roxanne sat úti í horni hjá manni sem var að taka af henni skýrslu. Á gólfinu var útlínuteikning gerð með krítarmola og var Dick ekki lengi að sjá að einhver hafði verið myrtur á heimili hans. Og nokkr- um augnablikum síðar fékk hann skýringuna sem hann beið eftir. „Ert þú herra Machen?" spurði einn rannsóknarlögreglumann- anna. „Já,“ svaraði hann. Játningin Dick fékk nú að heyra aUt það sem gerst hafði en nokkru áður hafði Roxanne jafnað sig nóg til að geta skýrt frá því á hvern hátt Bobby Sark hafði látið lífið. Þegar Dick hafði heyrt söguna sneri hann sér að Roxanne og spurði: „Er þetta satt?“ Roxanne var niðurlút um stund en þegar hún leit loks upp svaraði hún: „Já, það er aUt satt.“ Þá þegar þótti ljóst að ekki yrði Uafinn neinn málarekstur vegna þess sem Darren Utli hafði gert. Hann hlaut að teljast óviti í þeim skUningi að hann hefði ekki gert sér neina grein fyrir þvi hvað því gæti fylgt að leika sér með hlaðna skammbyssu. Flestir viðstaddra bjuggust hins vegar við því að til mikils rifrildis kæmi milh hjón- anna vegna framferðis eiginkon- unnar. En það fór á annað veg en ætla hefði mátt og einn viðstaddra sagði síöar: „Ef það sem blasti við Dick Machen þegar hann kom heim líktist atriði úr sakamála- mynd þá var það sem nú gerðist eins og sá hamingjusamlegi endir sem einkennir svo margar kvik- myndir." Sættirnar Roxanne bjóst við að Dick myndi vísa sér á dyr og hjónaband þeirra væri á enda. Hún hafði játað að hafa haldið við Bobby, fyrst og fremst, að því er hún sagði, af því hún að hún hefði leitað einhvers annars en sitja heima alla daga. Og með það í huga til hvers fram- hjáhaldið hafði leitt var hún ekki í neinum vafa um hvað biði. En henni til mikiUar furðu sagð- ist Dick skilja að henni hefði oft leiðst heima á daginn. Hún spurði þá: „Táknar þetta að þú getir hugsað þér að halda áfram að vera kvæntur mér?“ „Já,“ svaraði hann, „en því að- eins að þú lofir mér því að halda ekki framhjá mér oftar." Roxanne féll grátandi í faðm Dicks. Sjálfur sagði hann svo frá síðar að þá hefði hann Utið yfir öxl henn- ar og séð Darren Utla þar sem hann stóð hjá þeim. Um leið heíði sú hugsun sótt að sér hvort verið gæti að Renee hefði á einhvern óskýran- legan hátt átt þátt í því sem gerst haföi og hvort hún hefði þannig viljað kenna Roxanne lexíu sem hún myndi aldrei gleyma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.