Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1994, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1994
Dagur í lífi Ingva Hrafns Jónssonar:
Bingó spilað
Ingvi Hrafn Jónsson, hinn nýi bingóstjóri. DV-mynd GVA
Ég vaknaði klukkan sjö þrjátíu í
glampandi sólskini og mundi um
leið hveiju ég hafði sofhað út frá
kvöldið áður, upptaka á kynning-
arþætti á nýja Bingó Lottó þættin-
um okkar á Stöð 2 í samvinnu við
sjómannadagsráð og Happdrætti
DAS var framundan. Undirbúning-
ur hefúr staðið frá því áður en ég
hætti í fréttunum, mánaðamótin
aprfl/maí. Það hefur verið sérstak-
lega gaman að vinna með hópnum
sem að þessu stendur, bæðiaf hálfu
DAS, Saga film og Stöðvar 2. Þar
er vaíinn maður í hverju rúmi og
alfir sammála um markmiðið, það
eitt að gera sem bestan og vandað-
astan þátt. Eftir að hafa lesið Mogg-
ann minn, þar sem ég byrjaði í
blaðamennsku fyrir 28 árum, fékk
ég mér tesopa og rölti út í sólina á
svölunum. Eg ákvað þá að fara út
í stuttbuxum og stuttermabol en
rétt áður hringdi gamalkunnur
stangaveiðimaður, Hákon Jó-
hannsson, sem lengi var virkur í
Landssambandi stangaveiðifélaga
og sagðist þurfa að hitta mig til aö
ræða hugmynd í sambandi við
Norður-Atlantshafslaxasjóðinn,
sem ég á aðild að ásamt vini mínum
og kraftaverkamanninum Orra
Vigfússyni. Við ákváðum að hittast
á fimmtudaginn. Því næst hringdi
Bergur Guðnason vinur minn í mig
út af einhverjum fylgiskjölum sem
vantaði með skattframtalinu mínu
sem ég tíndi saman hið fyrsta enda
eins gott að hafa þau mál á hreinu.
Með vöðlur í viðgerð
Ég renndi síðan vestur á Dun-
haga, á skóstofúna þar sem eru
galdramenn í því að laga lekar
vöðlur og setja filt undir. Þegar ég
segi galdramenn var svo komið áð
ég átti uppi á háalofti hjá mér 10
Neoprane vöðlur sem annaðhvort
voru með ónýtan sokk eða láku
einhvers staðar og ég hafði hrein-
lega ekki tímt að henda en þegar
strákamir á Dunhaga sérhæfðu sig
í viðgerðum á slíkum vöðlum átti
ég allt í einu 10 stráheilar vöðlur
sem væntanlega munu endast mér
og mínum langt fram á næstu öld.
Að því búnu skaust ég til Bergs
með plöggin og síðan upp á skrif-
stofu mína á 13. hæð í Húsi verslun-
arinnar þar sem ég dáðist að stór-
fenglegri fjallasýninni og Esjunni
sem er eins og eilífðarfastur punkt-
ur í tilverunni. Ef Hús verslunar-
innar hefði staðið aðeins vestar
hefði ég næstmn haft beina sjón-
línu upp í sumarbústaðinn okkar
viö Langá á Mýrum. Nú lagðist ég
yfir textann að kynningarþættin-
um og gleymdi mér yfir honum
þangaö tfl hægri hönd mín, hún
Helga Margrét Reykdal, hringdi
um tvöleytið tfl að segja mér að það
væru aflir klárir og eiginlega famir
að bíða eftir mér.
Ég skaust heim í sturtu og var
kominn inn í Bingó Lottó stúdíóið
í Saga Fflm í Vatnagörðum innan
hálftíma. Það er svolítið gaman til
þess að hugsa þegar maður er orð-
inn svona gamall hundur í frétta-
mennskunni að ég sagði Helgu
Margréti, sem er að stíga sín fyrstu
skref á fjölmiðlabrautinni, að ég
hefði verið búinn að vinna tvö ár á
Mogganum áður en pabbi hennar,
starfsbróðir minn Jóhannes
Reykdal á DV, hefði einu sinni ver-
ið farinn að hugsa um að búa hana
tfl. Hún brosti góðlátlega að þessu
karlagrobbi.
Kennsluþáttur
í bingói
Það næsta sem blasti við okkur
var að setja endanlegan texta inn
á „telepromterinn" eða lesskjáinn
svokallaða sem við ætluðum að
nota við upptökuna á þessum
kennsluþætti á Bingó Lottó en þeg-
ar alvaran byijar þann 17. sept-
ember nk. þá fyrst byijar baflið því
þá verður allt í beinni útsendingu
í ólæstri dagskrá, ég með engan
lesskjá, ekkert senditæki í eyranu,
verð sem sagt að treysta algerlega
á sjálfan mig og það að geta hugsað
hratt. En ég hugsaði svona svolítið
dijúgur með mig að ég hefði nú
einu sinni talað næstum stanslaust
í 24 klukkustundir í sjónvarpi á
meðan á leiðtogafundinum stóð, ég
ætti því ekki að vera í vandræðum
með að klára einn svona klukku-
tíma þátt á laugardagskvöldi.
Upptakan hófst stundvíslega
klukkan fimm. María Ólafsdóttir,
sem velur á mig fótín, Elín Reynis-
dóttir sminka og Amar Tómasson
hárgreiðslumeistari voru í samein-
ingu búin að yngja mig upp um 10
ár og þannig gekk ég inn í stúdíó,
eftir að Helga Margrét og Sigurður
Jakobsson útsendingasfjóri höfðu
blessað dressið og það sem því
fylgdi. Það er kannski ekki mikið
frá þessari upptöku að segja nema
hún gekk með miklum ágætum og
eins og fyrr segir allir sammála um
aö gera þetta sem best úr garði.
Sviðsmyndin hans Bjöms Bjöms-
sonar myndaði glæsilegan og hlýj-
an ramma sem skflaði sér á skján-
um eins og Bingó Lottóið væri spfl-
að í notalegri stofu í heimahúsi.
Þetta er akkúrat sú tilfinning sem
við erum að leita eftir fyrir þennan
fjölskylduþátt, sem viö emm sann-
færð um að eigi eftir að slá ræki-
lega í gegn hjá Islendingum á löng-
um og ströngum vetrarkvöldum
sem framundan eru. Við voram
búin rétt um miðnætti og aflir sæl-
ir og glaðir þegar við gengum út í
hlýja og raka ágústnóttina.
Finnur þú fimm breytingar? 271
Ég myndi vilja fá 30 þúsund króna lán. Samkvæmt stjörnuspánni
verð ég forrikur fyrir helgi.
Nafn:............................................................
Heimili:
Vinningshafar fyrir tvö hundrað sextugustu og
níundu getraun reyndust vera:
1. Davíð Aron Björnsson, 2. Sigriður E. Jónsd.,
Lindasmára 7, Höfðabraut 2,
200 Kópavogi. 300 Akranesi.
Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn
eins en þegar betur er aö gáð kemur í ljós
að á myndinni til hægri hefur fimm atrið-
um verið breytt. Finnir þú þessi fimm at-
riði skaltu merkja við þau meö krossi á
myndinni tfl hægri og senda okkur hana
ásamt nafhi þínu og heimilisfangí. Aö
tveimur vikum liðnum birtum við nöfn
sigurvegaranna.
1. verðlaun:
Grundig útvarpsklukka að verðmæti 4.860
krónur frá Sjónvarpsmiðstöðinni lif.
2. verðlaun:
Fimm Úrvalsbækur. Bækumar, sem eru
í verðlaun, heita: M ert spæjarinn, Sím-
imi, Á ystu nöf, í helgreipum haturs og
Lygi þagnarinnar. Bækumar eru gefnar
út af Fijálsri fjölmiðhm.
Merkiö umslagið raeð lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 271
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík >