Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1994, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994 Neytendur __________________________________ Freon bannað frá og með áramótum: Umhverfisvænni efnitakavið - getur orðiö erfitt að fá viðgerðarþjónustu fyrir freonskápa hreinsað vel út og ný pressa sett í. Oftast gengur sama stærð af pressu eða númeri stærri og kostar hún á bilinu 12-15 þúsund krónur eftir stærð. Eftir breytinguna er varma- flutningsgetan þó eitthvað minni. Aðrir viðmælendur okkar töldu að shk breyting yrði að öllum líkindum mjög erfið þar sem nýja efnið er mjög vandmeðfarið og nefndu sem dæmi að sú hætta væri fyrir hendi að mót- or ísskápsins yrði hávaðasamari á eftir. Einn sagði að þeir sem ættu freonísskápa sem leka gætu lent í vandræðum með að fá gert við þá eftir áramótin þegar freon fæst ekki lengur til að bæta á þá. Hugsanlega verður þó tímabundið hægt að fá fre- on af eldri ísskápum sem eru búnir að syngja sitt síðasta. Er ísskápurinn með freoni? Auðvelt ætti aö vera að komast að því hvort ísskápur er með freoni því í öllum skápum eiga að vera upplýs- ingar um það efni sem notað er, ýmist á skilti utan á eða inni í skápn- um. Gamla freonefnið hét R12 en það nýja og umhverfisvænna heitir R134 a. Oft stendur líka „CFC free“ sem þá þýðir laust við freon eða umhverf- isvænt. Ef skápur er eldri en frá ár- inu 1990 má reikna með að á honum sé freon þvi það fór fyrst aö bera á hinum efnunum eftir þann tíma. Gamli ísskápurinn til Sorpu Þeir sem þurfa að losa sig við kæh- og frystiskápa meö freoni ættu fyrir alla muni að fara með þá á gáma- stöðvar Sorpu þar sem kælivökvan- um er tappað af og hann endumýtt- ur. Ef óvarlega er farið með gömlu skápana gæti freonið komist út í and- rúmsloftiö. Þeir sem hyggjast endurnýja ísskápinn eða frystikistuna ættu að hafa í huga að kaupa ekki slíkar vörur sem innihalda freon, þ.e. ósoneyðandi efni. Nýju efnin dýrari Freon er gastegund sem leitar auð- veldlega út í andrúmsloftið. í ísskáp- um er dæla sem flytur freonið á mihi hólfa í skápunum. Freon sýður við mínus 32 gráður og er hitinn í ís- skápnum notaður til að sjóða freonið en við það myndast frost. Nýju efnin virka eins en eru aðeins seinvirkari og það þarf meira af þeim. Þau þurfa að vera undir öðrum þrýstingi en eldri efnin sem útheimt- ir aðrar olíur á vélarnar, jafnvel aðr- ar vélar og em nýju efnin meira en helmingi dýrara en freon. Þetta hefur þó að því er virðist ekki komið fram í hærra verðlagi á freonlausum ís- skápum. Hægt að breyta gömlum skápum Að sögn Ríkarðs Hansen, tækni- fræðings hjá Héðni, er þegar byrjað aö breyta gömlum ísskápum, þ.e. taka freonið af og setja nýtt efni í staðinn. Hann segir að ekki sé hægt að breyta pressunum í gömlu ísskáp- unum en það er hins vegar hægt að nota sama rörakerfið. Kerfið er þá Notkun freons (CFC) Nú þegar sláturtíðin nálgast fara margir að huga að því að endumýja ísskápinn eöa frystikistuna. Af því thefni er vert að benda á að frá og með næstu áramótum er óheimht að flytja inn og selja ísskápa og frysti- kistur sem innihalda klórflúorkol- efni (CFC), þ.e. freon. Freon hefur mjög skaðleg áhrif á ósonlagið sem verndar lífríki jarðar gegn útfjólu- bláum geislum sólarinnar. Margir seljendur hér á landi era þegar farnir að flytja inn og selja ís- skápa sem ekki innihalda freon og er þá oft notað vetnisflúorkolefni (HFC) í staðinn. Það er ekki talið skaölegt ósonlaginu en stuðlar þó að gróðurhúsaáhrifum. Einnig er tölu- vert um ísskápa með blönduðu efni, þ.e. freoni blönduðu saman við um- hverfisvænni efni. Öllum ber saman um að afkastageta ísskápanna breyt- ist ekki nokkurn hlut við að skipt er um efni. USA Önnur ríki Þróunar- Sovétrikin Kína og löndin fyrrv. Indland og A-Evrópa Notkun CFC og halóna á íslandi - skiptist þannig (magn í tonnum); CFC: 1986 1993 Harö- og mjúkfroöueinangrun 105,7 27,5 Fatahreinsun og leysiefni 8,5 9,1 Úðabrúsar 50 0 Kælikerfi og varmadælur 36 30 200,2 66,6 Halónar:* 1986 1993 Slökkvimiölar 14,6 0,29 •Halónar hafa allt aö 10 slnnum meiri ósoneyöingarmátt en CFC IfPV Ósonlagið er sólhlíf jarðarinnar Lofthjúpur jarðar er nauðsynlegur th að lífvænlegt sé á jörðinni. Loft- hjúpurinn, sem skiptist í mörg hvolf, gleypir skaölega geislun frá sólu. Hann hindrar einnig að hluti varm- ans, sem jörðin geislar frá sér, hverfi út í geiminn. Aukin loftmengun hef- ur þau áhrif að samsetning lofthjúps- ins breytist. Aukin gróðurhúsaáhrif í veðrahvolfinu geta breytt loftslagi og þynning ósonlagsins leiðir th auk- innar útfjólublárrar geislunar. Þetta mun hafa áhrif á menn, dýr og gróð- ur á jörðinni. Ósonlagið er sólhlíf jarðarinnar. Það vemdar menn, dýr og gróður gegn skaðlegri útíjólublárri geislun frá sólu. Óson er lofttegund sem er að finna í lofthjúpi jarðar en magn þess er mest í heiðhvolfinu í 20-50 km hæð frá jörðu í svonefndu óson- lagi. Óson myndast og brotnar niður í lofthjúpnum. Það sem nú er að ger- ast er að losun klórflúorkolefna (CFC) og skyldra efna frá iðnaði og annarri starfsemi raskar eðlilegu jafnvægi þannig að niðurbrotið er hraöara en myndunin. Eftir því sem losun CFC er meiri þynnist ósonlagið hraðar. Ef losun ósoneyðandi efna verður stöðvuð næst jafnvægi smám saman aftur. Það eru aðahega klórflúorkolefni sem valda þynningu ósonlagsins. Ein klórfrumeind getur eyöilagt mörg þúsund ósonsameindir. Önnur efni, sem stuðla að þynningu ósonlagsins, eru t.d. halónar sem notaðir era í slökkvitæki og glaðloft. Sértilboð á ritföngum: Bókaversl- un Sigfúsar Eymunds- sonar Þar fást eftirfarandi pakkatil- boð: disklingar, 3,5", HD format- eraöir, 10 stk., á 890 kr., gormaðar glósubækur (Skrudda), 5 stk., á 398 kr„ vírheftar glósubækur (Skradda), 5 stk., á 280 kr., A4 vírheftar sthabækur (Skrudda), 5 stk., á 496 kr., A4 Kollege gorma- stílabækur m/rifgötun, 5 stk., 80 blöð m/línu og rúöu, á 496 kr„ A4 „Mennt er máttur" gorma- sthab. m/rifgötun, 10 stk., 80 blöð, á 998 kr. Einnig eru eftirfarandi stykkjatilboð: 100 diskóbréfa- klemmur á 48 kr„ endurannar og klórfríar stilabækur á 146 kr„ glærar L-möppur á 7 kr„ 100 laus vinnubókarblöð á 97 kr„ Pentel kúlutúss R50 á 78 kr„ A4 skýrslublokkir á 80 kr„ 500 styrktarhringh• á 90 kr„ hvítt Tippex á 97 kr. og glærir gatapok- ar, „euro“ götun, á 4 kr. Penninn Þar íæst vasareiknivél, Ibico 098, á 1.692 kr„ disklingar, SLT, 3 1/2", HD, 10 stk„ á 1.196 kr„ A4 gormabækur, 10 stk„ 80 bls„ á 994 kr„ 100 vinnubókarblöð, 5 pk„ á 499 kr„ 100 gatapokar á 320 kr„ 100 L-möppur 560 kr„ blýantar, 6 stk„ á 43 kr„ pennaveski á 99 kr. og trélitir, 20 stk„ á 193 kr. menmng Þar fást A4 stílabækur, 5 stk„ rúðustrikaöar eða linustrikaðar, á 550 kr„ pennaveski úr rúskinni á 255 kr„ gatapokar á 2 kr„ skóla- töskur á 1.070 kr„ skipuleggjarar á 985 kr„ pennaveski m/blýöntum o.fl. á 342 kr„ Boxy strokleður á 70 kr„ stílabækur á 134 kr„ áhcrslupennar á 80 kr„ möppur m/glærri forsíðu á 27 kr„ milli- blöð 1-15 á 143 kr„ bréfabindi á 195 kr„ klemmuspjöld á 280 kr. og blýantar á 13 kr. Spamaður við kaup á skólabók- um í pökkum: Les- og vinnubók, A Propos 1, kostar 3.699 kr„ les- og vinnubók Accent on English á 2.799 kr„ les- og vinnubók Eso sí á 3.399 kr. og lesbók og æfinga- safn í stærðfræöi l SA kostar 4.999 kr. Thboðið ghdir th fimmtudags, eða á meðan hirgðir endast. Þar fást gormabækur meö rifgötum (Collega bækur) bæði línustrik- aðar og rúðustrikaðar, 10 stk. i pakka, á 890 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.