Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1994, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aöstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjórar: JÖNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Kjarkmikil spilling Guðmundur Árni Stefánsson vakti snemma athygli, þegar hann varð heilbrigðisráðherra fyrir rúmu ári. Mannaráðningar hans og embættaveitingar þóttu verri en annarra ráðherra og er þá mikið sagt. Síðan hafa hlað- izt upp tilvik, sem hljóta að teljast umdeilanleg. Þegar hann skildi við ráðuneytið eftir eitt ár í starfi, mátti heita að flest væri þar í rúst. Sparnaður, sem for- veri hans hafði náð fram með ærinni hörku, hafði rokið út í veður og vind á einu stjórnlausu ári og ráðuneytið hafði farið milljarð króna fram úr ráðgerðum útgjöldum. Embættislega er heilbrigðisráðuneytið með slakari ráðuneytum. Ráðherrar þurfa að halda þar vel á spöðun- um til að halda utan um mál. Guðmundur Ámi kom með ættingja sína og vini inn í ráðuneytið og þeir reynd- ust auðvitað engir bógar til að hjálpa honum og vernda. Hann virðist hafa vanizt því 1 bæjarstjórasessi Hafnar- fjarðar að þurfa ekki að setja sig sjálfur inn í mál. Þetta leiddi meðal annars til, að hann úrskurðaði, að alþjóð- lega viðurkenndur arfgengissjúkdómur væri sjálfskapar- víti, sem ætti að vega léttar hjá ríkinu en aðrir. Hafnarfjörður hefur sérstöðu meðal sveitarfélaga. Hann hefur lengi haft mjólkurkú í álverinu. Þess vegna ætti fjárhagur bæjarins að vera betri en hinna, sem ekki hafa slíka kú. Þvert á móti er að koma í ljós, að Guðmund- ur Árni kom bænum í tveggja milljarða skuldasúpu. Eitt dæmið um sukkið í Hafnarfirði var formaður húsnæðisnefndar bæjarins, sem varð að fara frá, þegar íjármál hennar voru gerð upp. Síðan gerði ráðherrann formann nefndarinnar að formanni Hollustuvemdar rík- isins. Sukkarinn var fluttur frá bæ til ríkis. í ljós kom eftir vistaskipti ráðherrans, að hann hafði sem bæjarstjóri látið greiða sér og vildarmönnum sínum miklar greiðslur umfram umsamin laun. Þessi iðja hélt síðan áfram í ráðuneytinu, þar sem ráðherrann lét greiða fylgdarsveini sínum 600.000 króna mánaðarlaun. Fræg em milljónabiðlaunin, sem hann lét Hafnarfjarð- arbæ greiða sér, enda þótt hann væri þegar kominn í ráðherrastarf. Ummæli ráðherrans um þetta bentu til, að hann hefði ekki hefðbundin viðhorf í siðferðismálum og ætlaði sér ekki að láta neitt fé úr hendi sleppa. Ráðherrann réð þekktan flokksbróður sinn sem for- stjóra Tryggingastofnunar ríkisins og lét áfram greiða forveranum full forstjóralaun, enda var hann líka flokks- bróðir. Þetta er svo sem ekki önnur spilling en sú, sem tíðkast í gerspilltum Alþýðuflokki, en spilhng samt. Smám saman hafa verið að birtast fréttir af sérkenni- legum embættisverkum hans og ættrækni sem bæjar- stjóra í Hafnarfirði. Hann réð tengdafóður sinn sem skólahúsvörð, án þess að staðan væri auglýst. Hann lét náfrænku sína hafa nánast leigufría íbúð hjá bænum. Ennfremur hefur komið í ljós, að hann heimilaði fram- kvæmdastjóra Alþýðublaðsins sjálfdæmi í birtingu aug- lýsinga frá Hafnarfj arðarbæ. Mátti framkvæmdastj órinn klippa auglýsingar úr öðrum blöðum og birta hjá sér. Reikningar, sem hann sendi, voru orðalaust greiddir. Meðan slík atriði hafa verið að koma í dagsins ljós, hefur Alþýðuflokkurinn verðlaunað ráðherrann með því að gera hann að varaformanni í stað þeirrar konu, sem áður hélt uppi siðferðisímynd flokksins. Má nú segja að skel hæfi kjafti í þeirri valdastöðu flokksins. Póhtískur frami Guðmundar Árna er dæmi um, hve langt menn geta komizt á kjaftavaðh, kunnáttuleysi og kjarklegri spillingu, ef kjósendur eru nógu heimskir. Jónas Kristjánsson Loftbrú frá hægri til vinstri? - Brúarsmiðirnir sem greinarhöfundur kallar svo: Björn Bjarnason og Ólafur Ragnar Grímsson alþingismenn. Brú íhalds og komma Þegar forsætisráðherra var bú- inn að ákveða með sjálfum sér og þröngum hóp í Sjálfstæðisflokkn- um að boða til kosninga í haust birtist í Morgunblaðinu grein undir fyrirsögninni Loftbrú frá hægri til vinstri. Inntak greinarinnar var að kalda stríðinu væri lokið og tíma- bært að kalda stríðinu í íslenskum stjórnmálum lyki. Morgunblaðið lýsir þannig yfir að þaö hafi hug á að draga saman í ríkisstjórn allt mesta afturhaldið í íslenskum stjórnmálum. íhaldið í Sjálfstæðis- flokknum sem kallar sig frjáls- hyggjumenn og gömlu Sovét- kommana í Alþýðubandalaginu. Brúarsmiðirnir eru Björn Bjarna- son og Ólafur Ragnar Grímsson. Brú úr þessum efnivið yrði fúin innan frá og því hættuleg þeim sem hana fara. Af hverju þessar blekkingar? Á sama tíma og Ólafur Ragnar er í brúarvinnu hjá Birni Bjama- syni talar hann um nauðsyn á sam- fylkingu félagshyggjufólks. Hve- nær varð Sjálfstæðisflokkurinn þessi félagshyggjuflokkur og Björn Bjarnason ímynd félagshyggjunn- ar? Hver er tilgangurinn? Áf hverju þessar blekkingar? Félagshyggju- fólkið í landinu, Röskvu-kynslóðin í Háskólanum og unga fólkið sem upplifði að sjá íhaldið í Reykjavík kolfellt í borgarstjórnarkosningum í vor er ekki að leita að brú yfir til íhaldsins. Þetta fólk er ekki að leita að svona foringja, það er heldur- ekki að leita að fyrrverandi félags- málaráðherra ríkisstjómar Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks sem foringja. Jóhanna Sigurðardóttir hefur ávallt veriö dyggur stuðn- ingsmaður ríkisstjómarinnar og staðið að öllum hennar verstu verkum, atvinnuleysinu, sjúkl- ingasköttum, skerðingu á lífeyrir elli- og örorkulífeyrisþega, lyfla- bandalags og Sjálfstæðisflokks geti cddrei orðið að veruleika ættu að hafa í huga að í kjördæmi Ólafs Ragnars, Reykjaneskjördæmi, kom Alþýðubandalagið Sjálfstæðis- flokknum til valda í Hafnarflrði og Alþýðubandalagið endurreisti fall- inn meirihluta íhaldsins í Bessa- staðahreppi. Það skyldi þó ekki vera að þetta ættu að vera staðirn- ir, þangað sem fyrirmyndir að næstu ríkisstjórn verða sóttar. Brúin mun verða svikul Það eru ekki hugsjónir sem vaka fyrir brúarsmiðunum heldur per- sónulegur metnaður og óstjórnleg löngun í ráðherrastóla. Persónu- legur metnaður Björns Bjamason- ar fyrir því að geta orðið utanríkis- ráðherra því þar sem kalda stríð- inu í íslenskum stjórnmálum er ekki alveg lokið er útilokað að af- „Þaö er full ástæða til fyrir þá sem vilja sjá svipaða hluti gerast í komandi al- þingiskosningum og gerðust 1 borgar- stjórnarkosningunum að hafa varann á þegar sjálfskipaðir leiðtogar þessa hóps, þau Ólafur Ragnar Grímsson og Jóhanna Sigurðardóttir, fara á kreik.“ KjaUarinn Finnur ingólfsson alþingismaður Framsóknar- flokksins í Reykjavík skattinum og skerðingunni á Lána- sjóði íslenskra námsmanna. Sjálfskipaðir leiðtogar Þaö er full ástæða til fyrir þá sem vilja sjá svipaða hluti gerast í kom- andi alþingiskosningum og gerðust í borgarstjórnarkosningunum að hafa varann á þegar sjálfskipaðir leiðtogar þessa hóps, þau Ólafur Ragnar Grímsson og Jóhanna Sig- urðardóttir, fara á kreik. Þeir sem trúa að stjórnarsamstarf Alþýðu- henda Alþýðubandalaginu utan- ríkisráðuneytið. Sjúkleg löngun Ólafs Ragnars Grímssonar í ráð- herrastól er öllum kunn. Félags- hyggjufólkið í landinu, Röskvu- kynslóðin í Háskólanum, unga fólkið sem sá vonina rætast með sigri R-listans í Reykjavík má ekki láta blekkjast og leiða sig út á brúna hvað þá yflr því brúin mun verða svikul og hrynja með alvar- legum afleiðingum fyrir þjóðfélag- ið. Finnur Ingólfsson Skoðanir aimarra Erlent f é eða íslenskt? „Ef við meinum eitthvað meö því að við viljum fá fé útlendinga inn í landið sem íjárfestingu, þá verðum við að bjóða þeim þá fjárfestingu, sem gefur bestan arð. Annað væri ekki heiðarlegt. Við verðum að opna þeim þjónustufélög okkar eins og olíufélög, tryggingarfélög, skipafélög, Bifreiðaskoðun íslands o.fl„ o.fl.... Hin aðferðin, að bjóða útlendingum að- eins það sem við viljum ekki sjálflr er klaufaleg blekking.“ Jóhann Ólafsson stórkaupm. í Mbl. 2. sept. Hallærisleg viðbrögð RÚV „Ríkisútvarpið er vissulega gagnmerk stofnun sem landsmenn eru flestir mjög ánægðir með og þess vegna var það ekki síður hallærislegt að heyra hvernig sú stofnun brást við SUS skýrslunni. Aö fá fjármálastjóra RÚV í viðtal í RÚV til að spyrja hann hvort RÚV væir nokkuð illa rekið, eru full „sovésk- ir“ tilburðir til að hljóma sannfærandi á íslandi! Sannleikurinn er auðvitað sá að það er löngu tíma- bært að heija skynsamar umræður um hvar og hvernig Ríkisútvarpið getur aflað sér tekna.“ Birgir Guðmundsson í Tímanum 3. sept. Skattalegir hagsmunir ríkisins „Byrjandi bati í þjóðarbúskapnum hefur þegar sett mark sitt á tekjur ríkisins. Þannig reyndist greiðsluhalli af A-hluta ríkissjóðs fyrstu sex mánuði þessa árs 4,7 ma. kr. - eða einum miUjarði minni en ætlað var... Það eru ótvíræðir skattalegir hagsmun- ir hins opinbera að íslenzkt atvinnulíf nái að rétta úr kútnum í vaxandi samkeppni við umheiminn, skila auknum verðmætum í þjóðarbúið og mæta at- vinnuþörf stækkandi þjóðar." Úr forystugrein Mbl. 3. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.