Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1994, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1994, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994 Fólk í fréttum Bima Bragadóttir Bima Bragadóttir, nemi í Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ, Tún- götu 27, Bessastaðahreppi, var kjör- in ungfrú Norðurlönd eins og kom fram í DV í gær en keppnin var haldin í Finnlandi um síðustu helgi. Fjölskylda Bima er fædd í Reykjavík 29.10. 1974 og ólst upp í foreldrahúsum í Kópavogi, Grindavík og á Álftanesi. Hún stundar nú nám í Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ. Birna sigraði í Ford-keppninni, sem DV stendur fyrir, árið 1991. Unnusti Bimu er Ingólfur Már Ingólfsson, f. 11.4.1973, nemi við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Systkini Bimu em Gísli Baldur Bragason, f. 2.4.1980, og Ragna BjörkBragadóttir, f. 5.11.1990. Foreldrar Bimu eru Bragi Guð- mundsson, f. 12.4.1948, matreiðslu- meistari og kona hans, Guðrún Gísladóttir, f. 2.6.1951, kennari. Ætt Bragi er sonur Guðmundar Krist- ins, sjómanns og síðar bílstjóra í Reykjavík, Sigurðssonar í Bolung- arvík, Hafliðasonar frá Efstadal. Móðir Guðmundar var Salome, systir Guðmundar jarðfræðings, föður Finns fuglafræðings. Salome var dóttir Bárðar, hreppstjóra á Eyri í Seyðisfirði við Djúp, Jónsson- ar og Steinunnar Guðmundsdóttur, b. í Kálfavík, Sturlusonar, b. í Þjóð- ólfstungu, Sturlusonar. Móðir Guð- mundar var Ingibjörg Bárðardóttir, ættföður Arnardalsættarinnar, 111- ugasonar. Móðir Braga er Jakobína Soffla Grímsdóttir Snædal, vitavarðar á Siglunesi, Hálfdánarsonar og Hall- dóru Sigríðar, systur Þorsteins, skólastjóra Mýrarhúsaskóla, og Sig- urðar, fóður Aðalsteins fiskifræð- ings. Halldóra var dóttir Sigurðar, b. á Strjúgsá í Eyjaflrði, Sigurðsson- ar og Guðnýjar Þorsteinsdóttur frá Uppsölum. Guðrún er dóttir Gísla, starfs- manns hjá Pósti og síma, Vilmund- arsonar, b. í Kjarnholtum, Gíslason- ar, b. í Kjarnholtum, Guðmundsson- ar, b. í Kjamholtum, Diðrikssonar, b. í Laugarási, bróður Þorláks, lang- afa Önnu, ömmu Bjöms Bjarnason- ar alþingismanns og Markúsar Arn- ar Antonssonar, fyrrv. útvarps- og borgarstjóra. Annar bróðir Diðriks var Þorsteinn, langafi Sigurðar, föð- ur Eggerts Haukdal alþingismanns. Diðrik var sonur Stefáns, b. í Neðradal, Þorsteinssonar, b. í Dalbæ, Stefánssonar. Móðir Stefáns var Guðríður Guömundsdóttir, b. á Kópsvatni, Þorsteinssonar, ættfoð- ur Kópsvatnsættarinnar, langafa Magnúsar Andréssonar, ættföður Langholtsættarinnar, langafaÁs- mundar Guömundssonar biskups og Sigríðar, móður Ólafs Skúlason- ar biskups. Móðir Diðriks var Vig- dís, dóttir Diðriks, b. á Önundar- stööum, Jónssonar og Guðrúnar, systur Böðvars í Holti, langafa séra Þorvaldar í Sauðlauksdal, afa Vig- dísar forseta. Guðrún var dóttir Högna prestafóður, prests á Breiða- bólstað í Fljótshhð, Sigurðssonar. Móðir Vilmundar var Guðrún Sveinsdóttir, b. á Rauðafelh undir Birna Bragadóttir. Eyjafjöllum, Amoddssonar. Móðir Gísla Vilmundarsonar var Þorbjörg Guðjónsdóttir, b. á Óttars- stöðum, Guðmundssonar Tjörva, Guðmundssonar. Móðir Guörúnar er Sigríður Stefánsdóttir, b. á Arn- órsstöðum á Barðaströnd, Jónsson- ar afTröllatunguætt. Móðir Sigríð- ar var Guðný Guðmundsdóttir. Afmæli Jóhanna Jónsdóttir Jóhanna Jónsdóttir húsmóðir, Þórufelh 16, Reykjavík, er sextug í dag. Starfsferill Jóhanna fæddist í Bolungarvík. Hún lauk prófi frá Húsmæðraskól- anum Ósk á ísafirði 1953, stundaði um hríð enskunám í Bretlandi og nám í sagnfræði við HÍ. Jóhanna vann í allmörg ár við Verslun Einars Guðfinnssonar í Bolungarvík. Hún starfaði við sjúkrahús í Bretlandi en hefur verið búsett í Reykjavík frá 1962. Þar starfaði hún um skeið hjá Hús- næðisstofnun ríkisins, síðan hjá Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar og stundaði verslunarstörf við nokkrar verslanir í Reykjavik en hefur stundað húsmóðurstörf sl. fimmár. Fjölskylda Jóhanna giftist 29.8.1964 Sveini Kristinssyni, f. 2.3.1925, blaða- manni, sagnfræðingi og dagskrár- gerðarmanni. Hann er sonur Krist- ins Jóhannssonar, bónda og verka- manns, og k.h., Aldísar Sveinsdótt- urhúsmóöur. Jóhanna og Sveinn eignuðust eina dóttur, Álfheiði Þorbjörgu, f. 1964, d. sama ár. Systkini Jóhönnu eru Jón Rafn, sölumaður í Hafnarfirði, kvæntur Guðrúnu Sæmundsdóttur skrif- stofustjóra; Bergþóra, leiðbeinandi í Hafnarfirði, gift Gunnari Gunnars- syni trésmíðameistara; og Þórunn Jónína, húsmóðir í Hafnarfirði, gift Sigurleifi Kristjánssyni flugumferð- arstjóra. Foreldrar Jóhönnu voru hjónin Sturla Jón Þórarinsson, f. 16.12. 1902, d. 18.5.1973, sjómaður, smiður og síðast húsvörður í Hafnarfirði, og Álfheiður Einarsdóttir, f. 18.4. 1914, d. 31.10.1993, húsmóðir. Ætt Sturla Jón var sonur Þórarins, verkstjóra í Bolungarvík, Jónsson- ar, og k.h., Þórunnar Magnúsdóttur, b. á Breiðabóh, Jónssonar, b. á Hóli í Bolungarvík, Guömundssonar, b. í Minnihlíð, Ásgrímssonar, b. í Arn- ardal, Bárðarsonar, ættfoður Arn- ardalsættarinnar, Illugasonar. Móðir Magnúsar var Þóra Árna- dóttir, b. á Meiribakka, Ámasonar, b. á Ósi, Magnússonar, auðga í Meirihlíð, Sigmundssonar, umboðs- manns í Meirihlíð, Sæmundssonar, lögréttumanns á Hóli, Magnússon- ar, sýslumanns á Hóli, Sæmunds- sonar. Móðir Magnúsar var Elín Magnúsdóttir prúða, sýslumanns í Ögri, Jónssonar. Álfheiður var dóttir Einars, sjó- manns í Bolungarvík, Hálfdánar- sonar, b. á Hvítanesi, bróður Guð- finns, föður Einars, útgerðarmanns í Bolungarvík. Hálfdan var sonur Einars, trésmiðs á Hvítanesi, Hálf- danarsonar, prófasts á Eyri í Skut- ulsfirði, Einarssonar, afa Jóns Helgasonar biskups og langafa Helga Hálfdanarsonar skálds og Péturs, föður Hannesar skálds. Móöir Hálfdanar á Hvítanesi var Kristín, systir Bergs Thorbergs landshöföingja og Hjalta, langafa Jóhannesar Nordal. Kristin var dóttir Ólafs Thorbergs, prests á Breiðabólstaö, og konu hans, Guð- finnuBergsdóttur. Móðir Álfheiðar var Jóhanna Ein- Jóhanna Jónsdóttir. arsdóttir, formanns á Kleifum, Jónssonar, b. á Fæti, Jóhannesson- ar. Móðir Einars var Gróa Bene- diktsdóttir, skutlara í Vatnsfirði, Björnssonar. Móðir Benedikts var Guðný Jónsdóttir, b. á Laugabóli, Bárðarsonar, ættföður Arnardals- ættarinnar, Illugasonar. Móðir Jó- hönnu var Jónína Jónsdóttir, skálds á Folafæti, Jónatanssonar. Jóhanna og Sveinn taka á móti gestum að heimili sínu eftir kl. 20.00 áafmælisdaginn. Til hamingju með afmælið 6. september 80 ára 70 ára Eyjólfur Eiríksson, Víðihhð, Austurvegi 5, Grindavík. Þórunn Lárus- dóttir húsmóð- ir, Hlaðhöm- rum2,Mos- fellsbæ. Eiginmaður Þómnnarvar Sveinn Sigur- jónssonvél- stjórisemléstl949. Þórunn verður að heiman á aftnæi- isdaginn. ÁsgeirBjama- son, fyrrv.bóndiog alþm., Ásgarði, Hvamms- hreppi. Fyrri konaÁs- geirsvarEmma Benediktsdóttir sem er látin. Seínni kona hans er Ingibjörg Sígurðar- dóttir. Ásgeir verður aö heiman á afmæl- isdaginn. 75ára Ragnar H. Sæmundsson, Grundarstíg 12, Reykjavík. Valgerður Óiafsdóttir, Hliðargötu 23, Neskaupstað. Kristbjörg Ingvarsdóttir, Norðurbyggð 18, Akureyri. Helga Petrína Einarsdóttir, Skólastíg 6, Stykkishólmi. Guðjón Kristjánsson, Hofsvallagötu 20, Reykjavík. 50ára Jakob Þorsteinsson, Ölduslóð 2, Hafnarfirði. Alfa Jenny Gestsdóttir, Norðurgötu 15, Sandgerði. Jórunn Ingibjörg Magnúsdóttir, Lundarbrekku 6, Kópavogi. ElínÞ.Melsted, Hólum, Hvammshreppi. Hólmfríður H. Agnarsdóttir, Fagranesi, Skarðshreppi. Krístin Guðbjörnsdóttir, Vesturbergi 10, Reykjavík. Grettir Ásmundur Hákonarson, , Vallarbraut 1, Ákranesi. 40ára__________________________ Ómar Einarsson, Breiðvangi 18, Hafnarflrði. Þórður Ingvi Guðmundsson, Langholtsvegi 108d, Reykjavík. Ása Björg Stefánsdóttir, Árbæ, Reykhólahreppi. Jón Haukur Sverrisson, Kringlumýri 12, Akureyri. Salmína Sofie Pétursdóttir, Mel, Staðarhreppi. Sveinn Bergmann Hallgrímsson, Laugavegi28d, Reykjavík. Sveinbjörn A. Sigurðsson, Brimhólabraut 3, Vestmannaeyj- um. Sigurveig Guðmundsdóttir Sigurveig Guðmundsdóftir kennari, sem nú dvelur að Hrafnistu í Hafn- arfirði, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Sigurveig fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hún gekk í Flensborg- arskólann og síðar í Kvennaskólann í Reykjavík og tók kennarapróf frá KÍ árið 1933. Sigurveig var kennari við Landa- kotsskólann í Reykjavík 1933-41, kenndi um skeið á Patreksfirði og síðar við Barnaskóla Hafnarfjarðar 1957-77. Sigurveig sat í stjórn Kvenrétt- indafélags ísland 1964-72 og var formaður þess 1971, var formaður orlofsnefndar húsmæðra í Hafnar- firði 1970-76, var stofnandi Banda- lags kvenna í Hafnarfirði og formað- ur þess 1972-77, formaður Félags kaþólskra leikmanna 1972-74, sat í flokksráði Sjálfstæðisflokksins 1959-60, skipaði heiðurssæti Kvennalistans í Hafnarfirði við bæj- arstjómarkosningarnar 1986 og 1994, sat í stjórnum slysavamadeild- anna á Patreksfirði og í Hafnarfirði og er heiðursfélagi Kvennréttinda- félags íslands frá 1987. Sigurveig hefur skrifað íjölda greina í blöð og tímarit, tekið saman bækling um heilaga Barböru, rit um Landakotskirkju og flutt útvarpser- indi. Ævisaga Sigurveigar, Þegar sálin fer á kreik, skráð af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, kom út 1992. Fjölskylda Sigurveig giftist 26.12.1939 Sæ- mundi L. Jóhannessyni, f. 26.9.1908, d. 8.12.1988, skipstjóra og síðar starfsmanni Áburðarverksmiðj- unnar í Gufunesi. Hann fæddist á Efra-Vaðli á Barðaströnd, sonur Jó- hannesar Sæmundssonar sjómanns og Guðrún Guðmundsdóttir hús- freyju. Sigurveig og Sæmundur eignuð- ust sjö böm en elsti sonur þeirra er látinn. Börnþeirra: Jóhannes, f. 25.7.1940, d. 10.4.1983, íþróttakennari við MR, íþróttafull- trúi ÍSÍ og handknattleiksþjálfari, var kvæntur Margréti G. Thor- lacius, kennara og umsjónarmanni Barna-DV; Guðrún, f. 13.4.1942, skrifstofustjóri, gift Jóni Rafnari Jónssyni sölumanni; Margrét, f. 22.9.1943, fóstra ogfræðslufulltrúi Umferðarráðs, gift Þorkatli Erhngs- syni verkfræðingi; Gullveig, f. 26.10. 1945, ritstjóri Nýs lífs, gift Steinari J. Lúðvíkssyni, aðalritstjóra hjá Fróða; Hjalti, f. 11.8.1947, loftskeyta- maður og aðalvarðstjóri hjá Land- helgisgæslunni, kvæntur Jennýju Einarsdóttur skrifstofumanni; Logi f. 27.11.1949, verkstjóri, kvæntur Jóhönnu Gunnarsdóttur markaðs- stjóra; Frosti f. 24.5.1953, prentari, kvæntur Dagbjörgu Baldursdóttur félagsráðgjafa. Barnabörn Sigurveigar eru nú tuttugu en þar af eru tvö látin og langömmubörnin eru átta. Bróðir Sigurveigar var Hjalti Ein- ar Guðmundur, fæddur 22.12.1913, d. fárra mánaða. Systir Sigurveigar var Margrét Halldóra, f. 28.12.1897, d. 1972, kenn- ari í Hafnarfirði, var gift Halldóri Kjæmested, bryta í Hafnarfirði, og Sigurveig Guðmundsdóttir. eru böm þeirra þrjú, Guðmundur Kjærnested, fyrrv. skipherra, Fríða Hjaltested húsfreyja og Sverrir Kjærnested prentari. Foreldrar Sigurveigar vom Guö- mundur Hjaltason, f. 17.7.1853, d. 27.1.1919, alþýðufræðari og far- kennari víða norðanlands, og k.h., Hólmfríður Margrét Bjömsdóttir, f. 4.2.1870, d. 7.2.1948, húsmóöir. Ætt Guðmundur Hjaltason var sonur Hjalta Hjaltasonar, ættaðs úr Borg- arfirði og Kristínar Jónsdóttur, sem einnig var Borgfirðingur. Guð- mundur stundaði nám í lýðháskól- um í Noregi og Danmörku. Hann var kennari alla ævi en skifaði auk þess nokkrar bækur, þar á meöal ævisögusína. Hólmfríður, móðir Sigurveigar, var dóttir Björns Einarssonar og Sólveigar Magnúsdóttur, búenda í Haganesi í Fljótum. Um hana skrif- aði Elínborg Lámsdóttir ævisösg- unaTvennirtímar. Sigurveig verður að heiman á af- mælisdaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.