Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1994, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1994, Blaðsíða 28
28 oo ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994 Jóhannes hinn brjóstumkennan legi. Kannski er útlit mitt svona ömurlegt „Þetta er ekkert annaö en öf- und. Ég skil þetta ekki. Kannski er útlit mitt svona ömurlegt að allir vorkenna mér og vilja selja mér ódýrar en öllum hinum," sagði Jóhannes Jónsson, kaup- maður í Bónusi, í DV daginn sem hann lagði fram úrsögn úr Kaup- mannasamtökunum. Guðmundur býður í galdrabrennu „Það er alveg ljóst að einhvers Ummæli staðar er einhver að leggja mig og mín störf í fullkomið einelti. Ég býð DV velkomið í hóp þeirra sem taka þátt í þessum galdra- brennum og ofsóknum," segir Guömundur Ámi Stefánsson í DV um úttektir fjölmiðla á póli- tískum ferli hans. Vill ekki vera vondur við Guðmund Árna „Mér finnst þó vera komiö nóg af slíku upp á síðkastiö og gæta viss misskilnings. Við erum ekki að elta uppi Guðmund Áma Stef- ánsson, fyrrverandi bæjarstjóra, heldur emm við að gera allsherj- ar úttekt á íjárreiðum hæjarins," segir Magnús Jón Ámason, bæj- arstjóri í Hafnarfirði, í Mbl. um ásakanir á hendur Guömundi Árna í kjölfar rannsóknar á emb- ættisfærslum fyrrverandi meiri- hluta. Lægstu launin eru smán „Verkamannafélagið Hlíf mun fylgja hveijum þeim sem tilbúinn er til að ijúfa þá smán sem lægstu launin í landinu em og krefjast stórhækkunar þeirra," segir Sig- urður T. Sigurðsson, formaöur Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði, í DV. Þorskurinn vill láta veiða sig á stöng „Þorskurinn virðist vilja halda sig við stöngina og ég hef enga skýringu á því,“ segir Gunnar Valdimarsson, 63 ára gamall Flat- eyringur, í samtali við Mbl. Gunnar hefur mokað upp inn- fjarðarþorski og fengið aúan afl- ann á sjóstöng. Hann hefur fengið þijú tonn af þorski í níu róðmm. Heyrsthefur: Konan varð ekki var viö neitt Rétt væri: Konan varð ekki vör viðneitt. Skúrir í höfuðborginni í dag verður austlæg átt á landinu, sums staðar allhvöss eða hvöss við suðurströndina en annars stinnings- Veðriðídag kaldi víðast hvar. Súld eða rigning verður austast á landinu en annars skúrir í dag. í nótt verður austlæg átt, víðast kaldi. Austast á landinu verður áfram súld eða rigning með köflum, þurrt að mestu vestanlands en skúrir í öðrum landshlutum. Hiti verður á bilinu 5 til 13 stig. Á höfuöborgarsvæðinu verður austan stinningskaldi og skúrir í dag en norðaustankaldi og skýjað með köflum í nótt. Hiti verður á bilinu 6 til 12 stig. Sólarlag í Reykjavík: 20.27 Sólarupprós á morgun: 6.26 Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.50 Árdegisflóð á morgun: 07.10 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjað 9 Akurnes rigning 10 Bergsstaðir skýjað 8 KeílavikurflugvöUur skýjað 8 Kirkjubæjarklaustur skúr 8 Raufarhöfn skýjað 8 Reykjavík skúr 9 Stórhöfði skúr 9 Bergen skúr 9 Helsinki rigning 13 Kaupmannahöfn léttskýjað 13 Berlín alskýjað 11 Feneyjar þokumóða 22 Frankfurt skýjað 16 Glasgow skýjað 12 Hamborg skúrásíð. kls. 12 London skýjað 11 Nice léttskýjað 19 Róm heiðskírt 19 Vín skýjað 17 Washington skýjað 16 Winnipeg heiðskírt 11 Þrándheimur skýjað 7 •• Gunnlaugur Júlíusson, hagfræð- ingur Stéttarsambands hænda, hef- ur verið ráöinn sveitarstjóri á Raufarhöfn og tekur við því starfi innan skamms. Gunnlaugur er Vestfiröingur, fæddur og uppalinn á Rauöasandi í Vestur-Barðastrandarsýslu. Hann Maður dagsins útskrifaðist sem búfræðikandidat frá bændaskólanum á Hvanneyri árið 1975, fór síöan í framhaldsnám til Svíþjóöar í landbúnaðarhag- fræði og rekstrarfræði árið 1980 og var þar i þrjá vetur. Þaðan lá leiðin í danska landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfh þar sem Gunn- laugur var í 3 vetur og þegar hann kom heim árið 1987 réðst hann til starfa hjá Stéttarsambandi bænda sem hagfræðingur. Þar hefur hann starfað sfðan ef undan er skilið um eitt og hálft ár er Gunniaugur var aðstoðarmaður Steingríms J. Sigf- ússonar landbúnaðarráðherra. Gunnlaugur Júliusson. „Það leggst mjög vel í mig að taka við starfi sveitarstjóra á Raufar- höfh, annars væri ég ekki að hugsa um þetta. Ég held að það geri manni gott að takast á við ný verkefni í nýju umhverfi. Ég þekki lítið til á Raufarhöfh, þekki þar ekki marga en ég hef þó komið þangað nokkr- um sinnum að undanförnu og verið miög vel tekið.“ „Tómstundimar eru nú ekki þegar maöur er með litla Ég hef þó haft gaman af að taka þátt í þjóðmálaumræðu, bæði hvað varðar landspólitíkina og ýmislegt annaö. Ég hef starfað í Samstöðu sem hefur beitt sér gegn aðild að Evrópubandalaginu, þá hef ég verið í forsvari fyrir félagsskap sem heitir Útvöröur og var áöur Samtök um jafnrétti milli lands- hluta. Byggöa- og landsmálapólitík hefhr því tekið talsvert af mínum tíma. Ég hef einnig haft gaman af ljós- myndun og hér áður fyrr, þegar ég bjó úti á landi, hafði ég gaman af að labba upp á íjöll með byssu. En það hefur því miður h'till tími gefist til slíks upp á síökastið.“ Gunnlaugur er giftur Sigrúnu Sveinsdóttur lyfiafræöingi og eiga þau þrjú böm, syni sem eru 9 og 5 ára og dóttur sem er á 2. ári. Myndgátan Lausngátunr. 1010: Myndgátan hér að ofan lýsir athöfn. 1 • 1 r leikuri líapld- iz"i^í i/'íi JVJLIJVCL Klukkan kortér yfir fimm síð- degis í dag fer fram landsleikur í Kaplakrika i Hafnarfirði milli landsiiða íslands og Svíþjóðar íþróttir undir 21 árs. Má segja að leikur- inn sé upphitun fyrir aðalleikinn milli A-landsliðanna sem fram fer á Laugardagsvellinum kl. átta annað kvöld. Þaö er vonandi aö ungu strákarnir geti sigraö Svíana þvi eldra landslið þeirra virðist illvinnanlegt. í kvöld eru einnig tveir leikir i úrslitakeppninni í 4. deild karla um hvaða lið komast í þriöju deild. Skák Helgi Ólafsson missti vænlega skál gegn Þresti Þórhallssyni niður í jafntefli undir lok íslandsmótsins í Vestmanna- eyjum. í þessari stöðu virtist Helgi, sem hafði hvítt og átti leik, eiga sigurinn vis- ann, með tveimur peðum meira í drottn- ingarendatafli: Skákin tefldist 99. e6? Db2+ 100. Ka5 Da2+ 101. Kb6 Eða 101. Kb5 De2+ sem leiðir til sömu niðurstöðu. 101. - Dxe6! og þar sem svartur er patt eftir 102. Dxe6 og skákin jafntefli, er ljóst að svartur hefur náð að bjarga sér. Eftir 121 leik sættist Helgi á jafntefli. Jón L. Árnason Bridge Hér er spil sem kom fyrir í sumarbridge í síðustu viku þar sem fram kom sjaldgjæf þvingun sem á íslenskri tungu hefur verið köliuð broddgaltarþvingun. Sagnir gengu þamúg í spilinu (áttum snú- ið til hagræðis), suður gjafari: ♦ D7 V ÁG1095 + Á109643 ♦ Á5 V K764 ♦ K983 + D82 ♦ KG9643 V 8 ♦ D1065 + K7 Suður Vestur Noröur Austur 14 Dobl 2+ 24 Pass Pass 2¥ Pass 24 Pass 44 p/h Vestur taldi nauðsynlegt að fækka trompum í blindum en vildi ógjama gefa sagnhafa færi á því að kasta tapslögum í tígli heima í lauflit í blindum. Þess vegna spilaði vestur út spaðafimmunni til að halda eftir valdi í tromphtnum. Útspilið setur sagnhafa í nokkum vanda. Hann fékk fyrsta slaginn á gosa heima og nú virtist vera lítill tilgangur í þvi aö trompa tígul í blindum. Hann ákvað því að spila spaða öðm sinni og vestur átti slaginn á ás. Vestur spilaði nú lágum tígli, austur tók ásinn og spilaði lágum tígli til baka. Sagnhafi hitti á að sefja tíuna, kóngur vesturs átti slaginn og þá spilaöi vestur hjarta. Sagnhafi setti ásinn, trompaði hj arta heim og var nú kominn með þving- unarstöðuna. Ef hann rennir nú niður trompunum og passar sig á að halda eftir hjarta í blindum getur hvomgur vamar- spilaranna varist því vestur þarf að passa þtjá liti og austur láglitina. En þessi staða kom ekki upp við borðið því að sagnhafi henti öllum hjörtunum í spaðana. Vam- arspilarinn í austur gaf spihð með því að henda laufi. Sagnhafi lagöi niður lauf- kónginn, fehdi gosann blankan og hitti á að svína tíunni. Glöggir lesendur sjá að vestur gat komið í veg fyrir þessa þving- unarstöðu með þvi að spUa hjarta í þriðja slag. ísak örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.