Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1994, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994 Spumingin Ætlar þú á gæsaskyttirí? Jónas Erlendsson: Ég veit það ekki. Kristófer D. Pétursson: Nei, ég er á móti öllum dýraveiðum. Árni Páll Hansson: Nei, það ætla ég ekki að gera. • Einar Aðalsteinsson: Nei. Jóhann Magnússon: Já. Ingunn Jónsdóttir: Nei. Lesendur Umræðan um Evrópusambandið: Kosningamál eða kæf ubelgur? Þorsteinn Einarsson skrifar: Það er eðlilegt að menn verði hvumsa þegar þeir lesa blöðin þessa dagana um mismunandi álit stjóm- arflokkanna á því hvemig eigi að snúa sig út úr vaxandi erfiðleikum sem eru nú að gera vart við sig í efna- hagslífinu. - Og það þrátt fyrir verð- bólgu sem mælst hefur um missera- skeið í kringum töluna 1. Ekki skal gert lítiö úr þeim vanda sem framundan er í sjávarútvegi og flestum greinum þjóðlífsins. En sá vandi verður allra síst leystur með því að lýsa frati á umræðu um Evr- ópusambandið og auðvitað heldur ekki með því að fullyrða að okkar vandi sé fyrir bí með aðild okkar að sambandinu. En það er sannarlega tími til kom- inn að „tala við umheiminn" eins og einhver orðaði það nýlega. Málið er það, (og því verðum við að kyngja), að við Islendingar erum hjálparvana án þess að eiga að st.erkan og góðan bakhjarl í formi þjóðar eða ríkja- heildar sem við getum sótt styrk til og a.m.k. rætt vanda sem upp kemur svo iðulega hjá okkur vegna óstöð- ugrar verðmætasköpunar úr sjávar- afla. - Hingað til hafa Bandaríkin verið þetta utanaðkomandi afl sem veitt hefur stuðning, bæði beinan og óbeinan, jafnvel mælt meö lánveit- ingum á alþjóðamarkaði eða stutt þær. Og ekki skööuðu tengslin við Bandaríkin sem fólust í vamarsamn- ingi auk aöildarinnar að NATO. Nú hafa menn þóst sjá bhkur á lofti hvað snertir stuðninginn að vestan. Og þá er spurt í austur og vestur. Aðallega þó í austur þar sem menn Sterkur og góður bakhjarl. - „Hingað til hafa Bandaríkin verið þetta utanað- komandi afl,“ segir m.a. í bréfinu. vænta verulegrar samstöðu Evrópu- ríkja með stækkun Evrópusam- bandsins. Auðvitað verður þetta mál málanna á komandi vikum og mán- uðum, og í raun allt þar til við höfum fest okkur í sessi í samfloti með hin- um sterku, hvort sem þaö verður áfram með Bandaríkin að bakhjarh eða í Evrópusambandinu. En hvor- um megin eru þeir sterku? Ég hef þá trú að helsta umræðuefn- ið og þá um leið kosningamáliö hér, verði bundið umræðunni um aðild okkar að ESB annars vegar, og hins vegar möguleikanum á að ganga enn til samstarfs við Bandaríkin. Og eng- inn getur skipað okkur að binda bagga okkar sömu hnútum og þeir í Evrópu hyggjast gera. - Umræðan um Evrópusambandið mun þó halda áfram en ekki verða skorin niður við trog til aö fylla einn kæfubelg í eitt skipti fyrir öll. Hvalfi arðargöngin: Hverra er hagurinn? Einar Vilhjálmsson skrifar: Upphaf umræðunnar um göng undir Hvalfjörö má rekja til þess að Norðmenn voru verkefnalausir fyrir mannafla sinn og tækjabúnað til jarögangagerðar. - Lokið var við gerð þeirra jarðganga sem fyrirhug- uö voru í Noregi. Til þess að nýta betur fjárfestingu í tækjum og þjálf- un starfsmanna leituðu Norsarar verkefna erlendis. Augu þeirra beindust að íslandi sem oft hefur orðið þeim fengsælt til fjáröflunar á sviði ráðgjafar og verk- tækni! Göng undir Hvalíjörð, er gæfu borgenginu ótalda milljarða, urðu fyrir valinu. Ávallt er auðvelt aö finna hjálparmenn hérlendis eins og dæmin sanna, t.d. í fiskeldismálum, minkaeldi, skipasmíðum og verslun. Þrátt fyrir fjársvelti til vegagerðar sjá menn engan annmarka á því að kasta milljörðum króna í áhættu- verkefni á borð við jarðgöng undir Hvalfiörð. - Þegar er búið að kosta til drjúgum fiárhæðum vegna könn- unar verksins. Einhverjir hafa þar fengið vel fyrir snúð sinn og snældu. Eðlilegra hefði verið að halda áfram jarðgangagerö á Vestfiörðum og svo á Austfiörðum, þar sem hægt er aö rjúfa vetrareinangrun á milli byggöa með innlendu vinnuafli og tækjabúnaði sem Vegagerðin eða ís- lenskir verktakar ættu. Þjálfun og menntun íslenskra tæknimanna við jarðgangagerð get- ur ef til vill síðar leitt til þess að tal- ið verði æskilegt að þeir bori göng undir Hvalfiörð. Vandrædi í verktakaiðnaði Hörður skrifar: Eins og venja er á þessum árstíma taka verktakafyrirtæki, einkum í byggingariðnaði, ákvörðun um nið- urskurð á mannafla. Þetta er orðin regla, nema alveg sérstaklega standi á og ný stórverkefni séu í augsýn. Þótt jarðgangagerö sé á teikniborð- inu er ekkert öruggt enn með þær framkvæmdir og því er útlitið ekki mjög bjart í byggingariðnaði í ár fremur en á umhðnum árum á þess- um tíma. Eitt stórfyrirtækið í greininni, ís- tak hf., hefur sagt upp 35 manns vegna verkefnaskorts. Og síðar, ef ekki rætist úr með verkefni, koma fiöldauppsagnir til framkvæmda. - Allt er þetta merki um að veruleg DV áskilur sér rétt til að stytta aðsend lesendabréf. Innanhússviðhald að vetrinum á sérstökum kjörum? vandræði séu að skapast í verktaka iðnaði og sjaldan hefur útlitið verið jafn dökkt vegna óvissu víða í þjóðfé- laginu, t.d. vegna fiskveiðideilna við Norðmenn og komandi kjarasamn- inga. En er hægt að komast hjá þessum samdrætti í verktakaiðnaði? Eru ekki nóg verkefni á lausu? Frá mínu sjónarhorni er einmitt svo. Húseig- endur eru ahan ársins hring að huga að húsum sínum og sumarið endist engan veginn til þeirra verka. Auk þess sem að sumri th er erfitt að fá menn til verka og ahs ekki góða fag- menn. Þeir eru hins vegar mun dýr- ari en þeir sem auglýst hafa á al- mennum markaði hingað th. Hvers vegna vhja iðnaðarmenn ekki sinna t.d. viðhaldi innanhúss að vetrinum gegn eitthvað lægri taxta en þeir fá í uppgripunum hjá verktökunum á sumrin? - Eða verk- takafyrirtækin tækju upp svona þjónustu yfir veturinn með mönnum sem annars yrði að segja upp? Talsetjum sjónvarps- kvikmyndir Fanney hringdi: Ég vh hvetja íslensku sjón- varpsstöðvarnar th að kanna þann möguleika til fuhs að tal- sefia ahar erlendar sjónvarps- myndir. Það er ekki það sama fyrir fulloröíð fólk og þá sem eru t.d. sjónskertir, að heyra textann eða að reyna að lesa hann af skjánum. Talaö er inn á allt er- lent efni í flestum löndum Evrópu og er Þýskaland besta dæmið um það hve þetta hefur tekist vel. Æth þetta sé nokkuð dýrara en textaþýðing? Auk þess sem vinna skapaöist fyrir marga leikara eða aðra með góða framsögn. Litlaverðbólgan: Hvarerhún? Eysteinn skrifar: Lengi vel hefur verðbólgan hér á landi verið með því ahra minnsta sem þekkist í allri Vest- ur-Evrópu. Nú er gert ráð fyrir að hún verði aðeins rúmt 1% samkvæmt nýjustu spá Seðla- bankans. Þetta eru góð tíðindi svo langt sem þau ná. En þau ná ekki langt, því miður. Þrátt fyrir litla verðbólgu í nokkur ár er ekkert sem bendir til þess aö hún hafi mikh áhrif almennt í þjóðlífinu. Vextir eru hærri hér en nokkurs staðar og verötaxtar hækka frá mánuði th mánaðar, á innlendu sem innfluttu. Hvar gætir litlu verðbólgunnar eiginlega? Smugusjómenn ogtollffrelsið Sigriður Ólafsdóttir skrifar: Þeir ætla ekki að gera það enda- sleppt, sjómennirnir okkar, þess- ar elskur. Þeir fá skattaafslátt umfram aðra launamenn og laun sem hver ráðherra gæti verið hreykinn af. Nú vilja þeir líka fá tohinn sinn (vín, tóbak og sæl- gæti) eftir að hafa veitt í Smug- unni. Og í vændum eru viðræður við þá um frekari kjarabætur. Það var von að formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur byrsti sig við umsjónarmenn morgun- þáttar rásar 2 í sl. viku er þeir dirfðust aö minnast á laun sjó- manna. Enda báðu umsjónar- mennimir auðmjúklega afsökun- ar. Styggjum ekki sjómennina. Þeir færa okkur fisk að landi og afla gjaldeyris, þessar elskur. Hræddurvið jarðgöngin Ó.S.F. hringdi: Ég var að lesa frétt í DV um að stórt bergstykki hefði hrunið á gólf Ólafsfiarðarganga. Þetta hef- ur nú gerst líka í Strákagöngum en þau til Ólafsfiarðar eru þó nýrri. Þetta óttast ég mjög í Hval- fiarðargöngum. íslenskt berg er afar gljúpt í sér og hvergi treyst- andi. Það væri ekkilítih hnekkur fyrir Hvalfiarðargöng ef svona gerðist þar. Og þessa má ávallt vænta hér hjá okkur vegna ein- muna linra bergtegunda. Skellti hurðá ffréttakonuna Kristjón Kristjánsson skrifar: Mér fannst það ekki góð latína hjá blessuöum prestinum á Nes- inu, sem var að byija sinn fyrsta dag eftir fratöf vegna skhnaðar- máls, að skeha á fréttakonu frá Stöð 2, sem vildi eiga við hana viötal. Og sem líklega hefði getað oröiö til þess aö presturinn hefði náð að skýra sítt sjónarmið mihi- liöalaust fyrir áhorfendum. Það er nú kannski ekki að undra þótt einhverjir myndu flokka þessa framkomu prestsins undir hroka. Vonandi þó hverfandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.