Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1994, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994 Fréttir Hópurinn saman kominn í Hraunsrétt i Aðaldal. Hestaferð yfir Sprengisand: Ævintýraf erð í al- gjörri eyðimörk Jóhanna S. Sigþórsdóttir, DV, Laugum: „Ferðin hefur gengiö mjög vel og það eru allir afskaplega ánægðir. Við vorum tvo daga í algjörri eyðimörk, meðan við riðum yfir sandinn, en fólkinu fannst þetta mikið ævin- týri,“ sagði Bjarni Páll Vilhjálmsson, fararstjóri hjá ishestum, þegar blaðamaður hitti hann með hóp hestafólks sem riðið hafði yfir Sprengisand. Þetta er fyrsti skipulagði hópurinn sem fer á vegum Ishesta þessa leiö en ferðin tekur samtals níu daga. Lagt var af stað frá Saltvík í S.-Þing. og komiö í Fossnes í Gnúpverja- hreppi. Þar var skipt um hóp og hald- ið sömu leið til baka. Ferðamennirn- ir sem tóku þátt í þessari fyrstu ferö voru frá ýmsum löndum, Þýska- landi, Ítalíu, Frakklandi, Sviss, Bret- landi, Belgíu og svo aö sjálfsögðu hérlendir hestamenn. Dagleiðirnar voru frá 30 og upp í 50 kílómetrar. „Við höfum verið fremur heppin með veður," sagöi Bjarni Páll „en þó lentum við í stórrigningu á leiðinni noröur yfir. Það var ákveðið að fara meö hópinn í hótel Kiðagil um kvöld- ið og gista þar. Þar fengum við frá- bæran viðurgjörning og ekki spillti fyrir að við lentum í tööugjöldum. Þetta hefur verið alveg frábær ferð í alla staði.“ Það sáust engin þreytumerki, hvorki á mönnum né hestum, þótt níu daga ferö væri senn að baki. DV-myndirJSS ________________________________DV Ofbeldismál 1 Reykjavík um helgina: Ráðist á 3 konur og einni nauðgað - grunur leikur á aö einnig hafi verið reynt aö nauöga hinum Ein nauðgun og önnur tilraun til nauðgunar var kærð til Rannsóknar- lögreglu ríkisins um helgina. Þá hafði lögreglan í Reykjavík afskipti af, að því er virðist, enn annarri nauögunartilraun aðfaranótt sunnu- dags. Nauðgunin var kærð til RLR á sunnudagsmorgun. Stúlka, sem er 19 ára, kærði 26 ára karlmann til lög- reglu fyrir að hafa nauðgaö sér í húsi í Breiðholti þá um nóttina. Gleðskapur hafði veriö í húsinu og átti atvikið sér stað þegar stúlkan var sofnuð. Maðurinn lagðist við hlið stúlkunnar þar sem hún var sofandi og heldur hún því fram að hún hafi vaknaði við það að maðurinn var að athafna sig ofan á henni. Maðurinn var kallaður til yfirheyrslu hjá RLR í gær og fóru yfirheyrslur þar fram. Ekki þótti ástæða til aö óska gæslu- varöhaldsúrskurðar yfir manninum. Þá var tilraun til nauðgunar eöa árás á konu á Snorrabraut kærð til rannsóknarlögreglu. Atvikiö átti sér stað aðfaranótt laugardags. Réðst maðurinn aftan að konunni og skellti henni í götuna og reif utan af henni fötin. Konan streittist á móti og kall- aði á hjálp. Þá hljóp maðurinn á brott. Henni tókst ekki að gefa grein- argóða lýsingu á manninum og geng- ur hann enn laus. Þriðja atvikið átti sér stað aðfara- nótt sunnudags á torgi á bak við Kirkjustræti. Þar átti í hlut tvítug stúlka og maður sem þekkti til henn- ar. Hafði honum, að sögn sjónar- votta, tekist aö rífa fot hennar og gerði sig líklegan til að koma fram vilja sínum. Heyrðu vegfarendur hróp stúlkunnar og komu henni til hjálpar. Héldu þeir árásarmanninum þar til lögregla kom á vettvang. Hann gisti fangageymslur um nóttina en formleg kæra hafði ekki borist RLR í gær. Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambandsins: Atgangurinn f Guðmundi veikir hreyf inguna - ekkert veriö ákveðiö um komandi samninga „Ég óttast það verulega að þessi ummæli og atgangurinn í Guð- mundi J. Guömundssyni veiki verkalýðshreyfmguna. Það er mjög slæmt þegar formaður stórs félags eins og Dagsbrúnar, sem er virt verkalýðsfélag og þýðingarmikið í okkar keðju, er með allskonar íjölmiðlayfirlýsingar sem vara- formaður þess dregur svo til baka daginn eftir. Það er alltaf slæmt þegar forystumaður, sem er eitt- hvað hlustað á og tekið eftir, skuli koma fram með þessum hætti. Og alveg sérstaklega þegar hann gerir það áður en í raun er nokkuð farið að ræöa það innan hreyfingarinnar með hvaða hætti staðið verði aö kjarasamningum að þessu sinni,“ sagði Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, þegar borin voru undir hann ummæh Guðmundar J. Guð- mundssonar um forystumenn ASÍ og að Dagsbrún verði ekki meö í samfloti ASÍ-félaga í næstu kjara- samningum. „Ég vil benda á að það hefur ver- ið með ýmsum hætti hvernig staðið hefur verið að kjarasamningum undanfarin ár. Stundum hafa félög- in eða samböndin byrjað hvert fyr- ir sig í samningagerð en síðan kom- ið saman 1 samflot. Stundum hefur verið samflot frá upphafi. Það er ekki hægt að vinna þessa hluti öðru vísi en að menn hagi sér eftir aö- stæðum hverju sinni. Eins og Guð- mundur J. segir í upphafi sinnar baráttusögu, sem hann kallar svo, segir hann: „í kjarasamningum er ekki hægt að hafa neina eina aðferð eða eina tilhögun á öllum viðræð- um.“ Þetta er grundvallaratriði sem Guðmundur hefur hitt á að segja rétt í bók sinni,“ sagði Bene- dikt. Hann sagði að eins og komið hefði fram í umræðum ýmissa verka- lýðsfélaga og sambanda, bæði við gerð síðustu kjarasamninga og raunar við samningagerðina þar áður, þá væri orðið mjög brýnt fyr- ir hvert félag fyrir sig að komast að samningaborðinu til að fara í gegnum sérmál félaganna. „Þetta á allt eftir að ræöa og eng- ar ákvarðanir hafa veriö teknar ennþá um eitt eða neitt varðandi komandi kjarasamninga. Þetta er allt á byrjunarstigi," sagði Bene- dikt Davíösson. Á valdi örlaganna Þjóðleikhúsið hefur haft á prjónun- um að setja upp óperu eftir Verdi. Hún heitir Vald örlaganna og þykir gott verk og hentugt til sýningar. Leikhúsið vildi gera þetta með stæl, enda langt síðan ópera hefur verið sett á svið í Þjóðleikhúsinu. Varð því að ráði að fá Kristján Jóhanns- son tenórsöngvara til þátttöku, enda búinn að gera garöinn frægan erlendis. Tónlistarunnendur tóku þessum fréttum fagnandi og forstjórar í vel megandi atvinnufyrirtækjum buð- ust strax til að taka þátt í kostnaði vegna komu Kristjáns og æfingar hófust og spenningur í lofti. Kristj- án var mættur á svæðiö og íslend- ingar höfðu loksins heimt tenór- hetjuna sína heim. En ekki er allt sem sýxúst. Músíkantar og aðrir meðaljónar í menningarlífinu voru ekki jafn hrifnir. Það spurðist fljótt að Kristj- án fengi betri laun en aðrir ogfjöðr- in flaug og áður en varði var full- yrt að Kristján fengi átta hundruð þúsund krónur fyrir hverja sýn- ingu! Sagan komst í fiölmiðlana og nú tóku hljóöfæraleikarar til sinna ráða. Þeir heimtuðu kauphækkun eins og Kristján. Kórinn hótaði líka öllu Ulu og leikaramir voru með kurr og spurðu: hvað með okkur? Svo ekki sé nú talað um alla hina einsöngvarana sem heyrðu engan mun á sér og Krisfiáni og töldu sig órétti beitta. Allt þetta hð safnaðist saman og mótmælti. Þaö var staðráðið í að koma í veg fyrir að Kristján fengi að syngja fyrir meiri pening en það sjálft. Það var eiginlega staðráðið í því að koma í veg fyrir að Kristján syngi. Kristján Jóhannsson getur sungið í útlöndum fyrir þá peninga sem honum sýnist, en hér heima eru allir jafnir og enginn betri en annar og sumir segja jafnvel að Kristján syngi ekki nærri eins vel og hinir. Þetta er barasta plat með Kristján. Hann er Garðar Hólm og svoleiöis mistök henda ekki aftur ef músíkantar fá að ráða. Hljófærarleikaramir standa saman sem einn maöur. Þeir neita að spila undir þegar Krisfián syng- ur fyrir meira kaup en þeir fá. Og almenningur tekur undir og spyr í forundran: hvemig má það vera að einn maöur geti fengið átta hundr- 5 uö þúsund krónur fyrir að standa ■ á sendunni í Þjóðleikhúsinu og syngja aríur eftir Verdi? Og hver borgar spyr þessi sami almenning- ur. Ekki ætlum við aö borga, ekki ætlum við að láta Kristján Jó- hannsson komast upp með það aö féfletta okkur. í stuttu máli sagt: íslendingar hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að hrinda þessum tenór- söngvara af höndum sér. Hann má sosum syngja fyrir ekki neitt, enda er hann ekki of góður til þess, ís- lenskur sem hann er. En ef honum dettur í hug aö fá himinháa greiðslu fyrir að syngja fyrir landa sína þá má hann eiga sig. Þá höfum við ekkert gott um hann að segja. Er hann eitthvað betri heldur en hinir? Hafa aörir söngvarar fengið að spreyta sig í útlenskum óperu- húsum eins og Kristján og hver segir aö þeir geti ekki sungiö alveg eins vel og hann ef þeir fengju tæki- færið? Krisfián Jóhannsson er svo sannarlega á valdi örlaga sinna þegar hann uppgötvar að það kost- ar sitt að vera Islendingur. Ef hann hefur haldið að hann komist upp með það að vera íslendingur og syngja betur en aðrir íslendingar þá er það misskilningur. Hér geng- ur nefnilega maður undir manns hönd í að Scmnfæra sjálfa sig og aðra um að Kristján eigi ekkert meira eða betra sktlið en hver ann- ar hljóðfæraleikari eða kórsöngv- ari þegar kemur að því að troða upp. Verdi og Þjóðleikhúsið og Kristj- án Jóhannsson eru á valdi þeirra örlaga að íslenskt músíklíf vill ekki söngvara sem skara fram úr. Vei þeim manni sem ætlast til aö fá borgað meira heldur en aðrir. Vei þeim atvinnufyrirtækjum sem voga sér að leggja pening í kaup handa Krisfiáni en neita að borga. öðrum. Vei því Þjóðleikhúsráði sem lætur sér detta í hug aö það komist upp með aö fá Krisfián til aö syngja rullu sem alhr aðrir geta sungið alveg eins vel. Þetta er ekki spurning um að fá Kristján Jóhannsson til að syngja. Þetta er spurning um jafnrétti, sanngimi og gott kaup handa öll- um þeim hinum sem eru á valdi þeirra örlaga að stööva söng Krisfi- áns. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.