Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1994, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1994, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994 25 Fréttir Leikhús Veiði dræm fyrir norðan: 730. laxinn veiddist í Laxá á Ásum í gær Þrátt fyrir rólega veiði í veiðián- um fyrir norðan í sumar hefur veiðin í Laxá á Ásum, dýrustu veið- iá landsins, staðið undir vænting- um veiðimanna. Þó sumir veiði- menn hafi reyndar kannski ekki veitt mikið í ánni gaf hún 730. lax- inn í gær. Það er mjög gott í veiðiá þar sem aðeins er veitt á tvær stangir. „Þetta var allt í lagi hjá okkur félögunum, við fengum 9 laxa og þetta voru laxar frá fjórum upp í sex pund,“ sagði Hilmar Ragnars- son í gær en hann var við fjórða mann að hætta veiðum í Laxá á Ásum á hádegi í fyrrdag. „Við fengum þessa laxa á nokkr- um stöðum í ánni og reyndar alls ekki alla í Langhylnum. En Lang- hylurinn hefur gefið mjög vel í sumar. Síðan 28. ágúst hefur veiðst feiknavel í ánni og það hafa verið þetta 10-15 laxar á dag. Við lentum í ijómaveðri en fengum þrátt fyrir það þessa 9 laxa. Veiðimenn, sem voru á undan okkur, veiddu 31 lax á tveimur dögum. Það er veitt í ánni núna til 20. september og það eru lausar stangir 12. til 16. sept- ember og stöngin kostar 30 þúsund. Það eru laxar í ánni en þeir hafa oft verið fleiri," sagði Hilmar enn- fremur. Veiðitíminn þetta árið er ekki þrír mánuðir heldur þrír og hálfur í fyrsta skipti í fjölda ára. Þetta þýðir að veiðimenn geta veitt lax- inn lengur en ella. Brynjudalsá hefur gefið á milli 70 og 80 laxa Veiðin hefur verið róleg í Brynju- Egill Guðjohnsen með 19 punda lax úr Miðfjarðará en stærstu laxarnir þetta sumarið úr ánni eru enn' þá þrir 19 punda. DV-mynd FER dalsá í Hvalfirði og hafa aðeins veiðst á milh 70 og 80 laxar núna. Laxinn er kominn um aha á. Álftá hefur gefið 220 laxa „Álftá á Mýrum hefur gefið 220 laxa og þeir eru þrír 16 punda þeir stærstu ennþá,“ sagði Dagur Garð- arsson í gærkvöldi er við spurðum frétta af Álftá á Mýrum og Brenn- unni í Borgarfirði. „Sjóbirtingsveiðin hefur verið nokkuð góð í Álftá og veiðimaður, sem var að veiða fyrir skömmu, veiddi fjóra á stuttum tíma. Stærstu sjóbirtingarnir eru fjögur pund. Brennan hefur gefið 144 laxa og hann er 18 punda sá stærsti. Það hefur verið jöfn og góð laxveiði í Brennunni í sumar. Sjóbirtingur- inn hefur verið að gefa sig í Brenn- unni líka eins og í Álftá síðustu vikur,“ sagði Dagur ennfremur. Merming_____________________________________ RúRek - sunnudagur Þrír Danir lögðu af stað... Heiðursgestur RúRek, kontrabassasnillingurinn Niels Henning 0rsted Pedersen, lék á opnunartónleikum hátíðarinnar á Hótel Sögu á sunnu- dagskvöldið. Þetta mun vera í níunda sinn sem hann spilar hér á landi. Með honum að þessu sinni voru landar hans sem einnig hafa báðir kom- ið hingað áður, Ole Kock Hansen píanisti og stjómandi Radioens Big Band, og Alex Riel trommuleikari. Þetta sama tríó heillaði íslenska áheyr- endur fyrir tæpum sautján árum í Norræna húsinu með dönskum þjóðlög- um og öðru. Og áheyrendur urðu ekki fyrir vonbrigðum í þetta sinn frek- ar en fyrri daginn. Fyrri hluta tónleikanna léku þeir tvær syrpur, sem að ég held voru allt tónsmíðar bassistans sjálfs. Tónleikarnir hófust á fallegu lagi með miklum orgelpunkti í bassanum í upphafi, en svo var skipt yfir í hálfgerö- Jass Ársæll Másson an mambóhryn í næsta dansi. Þar á eftir kom rólegur vals, en fyrri syrp- unni lauk með nýju stefi yfir hið mikið notaða form í „I Got Rythm“ Gershwins. Seinni syrpan hófst á hægum töltara, og við tók vals, einnig í rólegu tempói. Bassinn hljómaði svo einn um stund áður en yfir dundi lokadans syrpunnar, geysihraður bebopfrasi. Lá við að ýmsum tónleika- gestum létti þegar Pedersen missti niður eina línu og brosti við; hann er þá mannlegur eftir allt saman. Seinni hluti tónleikanna var þjóðlagas- víta, samsett úr ýmsum vel þekktum barnastefjum og norrænt ættuðum lögum. „Þrír filar lögðu af stað í leiðangur" var upphafs- og lokastef syrp- unnar. Þessir hugljúfu Danir héldu athygli allra fanginni allan tímann með eindæma smekklegu og hugmyndaríku spili. Þótt tónlist þeirra boði ekki nýja tíma í djassi eru þau ekki mörg píanótríóin sem hafa bassann sem fyrsta sólóhljóðfæri, og sjálfsagt er enginn annar sem gæti farið í hlut- verk Niels Hennings í svona spilamennsku. Ole Kock Hansen og Alex Riel spiluðu einrng frábærlega vel og smekklega; kannski er það líka eitt þaö skemmtilegasta við þetta tríó að það er ekki bara verið að skiptast á sólóum, heldur eru þeir mikið allir í framlínunni í einu. Þrátt fyrir heiðar- lega tilraun Niels Hennings til að losna við aukalög þá urðu þau tvö; fyrst rólegt lag sem ég kannaðist ekkert við, en svo var heilagur Tómas ílutfur í lokin af einstökum gáska, ekki hvað síst hjá Ole Hansen sem ég sá ekki að stykki bros allan tímann þrátt fyrir að félagar hans væru meira og minna glottandi. Það er óhætt að segja að RúRek 94 fari vel af stað. Gleðilega hátíð! Tilkyniungar Silfurlínan Sími 616262. Síma- og viðvikaþjónusta fyrir eldri borgara alla virka daga kl. 16-18. Septembertónleikar Selfosskirkju halda áfram í kvöld, þriöjudagskvöld, þann 6. sept. Ungur ítalskur orgelleikari, Marco Lo Muscio frá Róm, leikur. Tón- leikamir byrja kl. 20.30 og er aðgangur ókeypis. Námskeið í skyndihjálp Reykjavíkurdeild RJKÍ gengst fyrir nám- skeiöi í almennri skyndihjálp sem hefst miðvikudagmn 7. sept. Kennt verður frá kl. 20 til 23. Kennsludagar verða 7., 8., 12. og 13. sept. Námskeiðið verður haldið í Fákafeni 11, 2 hæö. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Þeir sem hafa áhuga á aö komast á þetta námskeið geta skráð . sig í síma 688188 frá kl. 8-16. Námskeiðs- gjald er kr. 4000. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Rvík fer í sína árlegu haustferð fóstudaginn 9. september. Nánari upplýsingar í síma 43549 (Ásta Sigríður) og 875573 (Sigur- borg). Hópþjálfun fyrir gigtarfólk hefst að nýju 14. september nk. á vegum Gigtarfélags íslands. Skráning fer fram hjá Gigtarfélagi íslands í síma 30760, dag- ana 7., 8. og 9. september milli kl. 13 og 15. Söngnámskeið ítalska söngkonan og söngkennarinn Eugenia Ratti heldur námskeið fyrir söngvara og söngnema í Reykjavík og hefst það 26. september. Hún kemur hing- að á vegum Jóhönnu G. Möller söng- konu. Innritun á námskeiðið, sem hefst 26. september og lýkur 25. október, er þegar hafln. Öryggi við skurð- gröft og gryfjur Myndbær hf. hefur lokið viö gerð fræðslumyndar um öryggi við skurðgröft og gryfjur. Myndin er unnin í samstarfi viö Vinnueftirlit ríkisins, veitufyrirtæki og Póst og síma og nýtist öllum þeim sem vinna viö stjóm og í nánd við vinnuvél- ar. Myndbandið er gefið út á VHS mynd- bandi. Nánari upplýsingar í s. 35150. ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Sala áskrlftarkorta til nýrra korttiafa er hafin. Með áskrittarkorti má tryggja sætrað óperunni Vald örlaganna. Miðasala á óperuna hefst 9. september. Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20 meðan á kortasölu stendur. Tekið á móti simapöntunum alla virka daga frá kl. 10. Græna línan 99 61 60. Bréfsími 6112 00. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Litlasviðkl. 20.00 v. ÓSKIN (G ALD R A-LOFTU R) eftir Jóhann Sigurjónsson Leikgerð og búningar: Páll Baldvin Bald- vlnsson. Lýsing: Lárus Björnsson. Leikmynd: Stigur Steinþórsson. Hljóðmynd: Hilmar Örn Hilmarsson. Þjálfun: Árni Pétur Guðjónsson. Leikstjórn: Páll Baldvin Baldvinsson. Leikarar: Árni Pétur Guðjónsson, Benedikt Erlingsson, Ellert A. Ingimundarson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Theodór Júliusson. SONGLEIKURINN Simi 112 00 - Greiðslukortaþjónusta. Frumsýning laugardaginn 10. sept., upp- selt. Sunnud. 11. sept., uppselt. Þriðjud. 13. sept. Miðvikud. 14. sept. Fimmtud. 15. sept. Föstud. 16. sept. SALA AÐGANGSKORTA ER HAFIN. SEX SÝNINGAR AÐEINS KR. 6.400. Miðasala er opin alla daga kl. 13.00-20.00 á meðan kortasalan stendur yfir. Pantanir í sima 680680 alla virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavikur - Borgarleikhús Textílkjallarinn Laugardaginn 3. september sl. opnaði Hrönn Vilhelmsdóttir textílhönnuður nýja vinnustofu og verslun á Barónsstig 59, Reykjavík, sem hún kallar Textílkjall- arann. Hrönn hefur sérhæft sig í hönnun á textílvörum í svefnherbergi, svo sem sængurverum, rúmteppum og náttfótum auk ýmiss annars smávarnings. Sérstaka athygli hafa vakið persónulegar áletranir á varninginn en Hrönn hefur þróað að- ferð til að rita nöfn eða texta á efnið eftir óskum fólks án þess að þaö komi niður á þvottþvoli litanna. Textílkjallarinn verður opinn frá kl. 11-16 virka daga og fyrsta laugardag í hverjum mánuði (lang- ur laugardagur). Tombóla Þessar ungu hnátim, sem heita Erla, Valgerður, Elin, Oddrún og Salka, héldu nýlega tombólu til styrktar Rauöa krossi íslands vegna hjálparsjóðs Rúanda. Þær söfnuðu alls 1760 kr. Bridgeklúbbur Félags eldri borgara í Kópavogi í kvöld kl. 19 veröur spilaöur tvímenning- ur að Fannborg 8 (Gjábakka). Kynningarfundur hjá Björgun- arsveit Ingólfs Björgunarsveit Ingólfs er nú aö byrja vetrarstarfiö af fullum krafti og leitar eftir nýjum félögum í sveitina. Kynning- arfundur vegna nýhöastarfsins verður haldinn í kvöld kl. 20 í Gróubúð, Granda- garði 1, Reykjavík. Allt ungt fólk, sem náð hefur 17 ára aldri, stelpur sem strák- ar, er velkomið. Á Hótel íslandi. Frumsýning 10. sept. Miða- og borðapantanir á Hótel Islandi í síma 687111. SÖNGSMIÐJAN TÍSKA //////////////////////////// Aukablað TÍSKA Miðvikudaginn 14. september nk. mun aukablað um tísku fylgja DV. Fjallað verður um tísku í víðum skilningi. M.a. verður umfjöllun um nýjungar í tískiheiminum. Föt, snyrtivörur og fylgihlutir verða þar í brennidepli. Auk þess verða birtar stuttar greinar um tískutengt efni og ýmsar hagnýtar leiðbeiningar. Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu blaði vinsamlega hafi samband við Björk Brynjólfsdóttur, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 632723. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 8. september. ATH.! Bréfasími okkar er 632727.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.