Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1994, Blaðsíða 8
R ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994 Útlönd______________________________________dv Sérsveitarmaöurinn Don Feeney tekinn til við fyrri iðju 1 Bandaríkjunum: Feeney rændi barni með hjálp lögreglu - álíka brögðum beitt og þegar reynt var að ræna dætrum Ernu Eyjólfsdóttur Stuttar fréttir Ráðherrar hittast Breskir og írskir ráðherrar ætla að vinna sameiginlega að því að efla vopnahléíð á Norður-ír- landi. KanaríBosníu Bandarískir embættismenn voru í Bosníu til að stappa stáhnu í sambandsríki múslíma og Kró- ata. Páfiíhættu Jóhannes Páli páfi ætlar til Sarajevo á ílmmtudag og hafa friðar- gæsluliðar SÞ lýst yfir áhyggjum sín- um um öryggi páfa á meðan hann dvelur í borg- inni. Kúbu boðin málamíðlun Bandarísk stjórnvöld buðu þeim kúbversku málamiölun sem heíði í fór með sér fjölgun lög- legra innflytjenda. KarpaðiKairó Búist er við miklu karpi á mannfjöldaráðstefnu SÞ i Kaíró um leiðir tíl aö draga úr fólks- fjölgun. Hættviðhótanir íbúar Lesotho anda rólegar þar sem nágrannar drógu hótanir sínar um viðskiptaþvinganir til baka. Sprengtámarkaði Fjórtán fórust og 46 slösuðust þegar skjalatöskusprengja sprakk á markaði í Armeníu. Kosningaræða Clintons Bill Clinton Bandaríkjafor- seti gerði hlé á fríi sínu í gær og ílutti ræðu í skipasmíðastöð þar sem hann hvatti menn til að kjósa rétt í komandí þingkosningum. Stærsta moskan íraskir verkfræöingar und- irbúa byggingu stærstu mosku í sögu íslamstrúarinnar. Carlosþegir Hryðjuverkamaöurinn Carlos neitaði að svara spurningum dómara um sprengjutilræöi í Par- ís. Eldfjallbærirásér Visindamenn hafa nánar gætur á eldljalli í útjaöri Mexíkóborgar vegna gasútstreymis. Gegnsmygli ESB vill skera upp herör gegn smygli á kjarnorkuefnum og fíkniefnum í samvinnu við Aust- ur-Evrópuþjóðir. Ekkert drykkjuvandamál Martti Ahtisaari, for- seti Finnlands, sagði í sjón- varpsviðtali um helgina að hann ætti ekki við neitt drykkjuvanda- mál að etja þrátt fyrir blaðaíregn- ir þar um. Útdeilirpeningum Gaddafí Líbýuforseti ætlar að láta þegnana njóta olíugróöans. Stuðningurdalar Tvær nýjar kannanir sýna aö stuðningur viö sænska jafnaðar- meim fer minnkandi. Reuter „Þetta var eins og að horfa á kvik- mynd um allt annað fólk,“ hefur bandaríska stórblaðið Los Angeles Times eftir Michelle Al-Nasseri, 23 ára gamalli konu þar í borginni um ævintýralegt rán á tveggja ára syni hennar. Michelle hafði leitað aðstoðar sér- sveitarmannsins Donalds Feeneys til að fá aftur í hendur soninn eftir að faðirinn hafði rænt honum í sumar. Feeney varð alkunnur á íslandi eftir að hann lagði á ráðin um misheppn- að rán á tveimur dætrum Ernu Eyj- ólfdóttur. Nú tókst Feeney hins vegar Johann Mortensen, DV, Færeyjum: Öllum að óvörum komst skriður á stjórnarmyndun hér í Færeyjum í nótt. Leiðtogar fjögurra stjórnmála- flokka sátu á ströngum fundi hér í Þórshöfn og í morgun höfðu menn úr þessum hópi á orði að möguleiki væri fyrir að mynda stjórn, eins kon- ar þjóðarsáttarstjórn hægri- og vinst- riflokka. í gær var ákveðið að efna til könn- unarviðræðna milh Sambands- flokks, jafnaðarmanna, Verka- mannafylkingarinnar og Sjálfstæðis- flokks. Ólíklegt þótti að fundurinn skilaði árangri þar sem þessir flokk- ar standa lengst til vinstri og hægri Donald Feeney i höndum réttvís- innar á íslandi. í færeyskum stjómmálum. Þegar fundurinn dróst á langinn þótti hins vegar ljóst að tíðinda væri að vænta. Fundurinn stóð enda fram á nótt og lauk með því að ákveðið var að halda annan fund klukkan tvö í dag. Þar verður ákveðið hvort farið verður í formlegar viðræöur eða ekki. í nótt var farið yfir helstu málefni og kannað hvað flokkarnir gætu komið sér saman um. Það reyndist fleira en menn væntu. Með stjórn hægri- og vinstriflokka verður Fólkaflokkurinn einangraöur en vinstri flokkamir leggja mikla áherslu á aö draga úr áhrifum flokksins. betur upp og hernaðaráætlun hans stóðst frá upphafi til enda. Michelle gekk að eiga íraska verk- fræðinginn Haitham Khalid Al- Nasseri fyrir tveimur árum eftir að hafa eignast með honum soninn. Þau bjuggu í Kaliforníu en í sumar fór manninum að leiðast vistin í Banda- ríkjunum og vildi heim til íraks. Nú í júlí sagði hann konu sinni að þeir feðgar ætluðu aö dvelja um helgi á tjaldstæði nærri Los Angeles. Þá haföi hann ákveðið að stinga af meö drenginn til heimalands síns. Allar tilraunir Michelle til að fá Hægrimennirnir í Sambands- flokknum hafa og horn í síðu Fólka- ílokksins eftir langvarandi en árang- urslausar tilraunir til að mynda stjórn í sumar. Þar tókst Fólka- flokksmönnum aö þynna út hug- myndir Sambandsmanna um að- gerðir í efnahagsmálum áður en við- ræðurnar sigldu loks í strand á sunnudaginn. Talið er að erfiöast reynist að ná sáttum milli og hægri og vinstri varð- andi lækkun launa um 12%. Þá ber einnig mikið á milli í hugmyndum um einkavæðingu. Mikið ríður hins vegar á að leysa stjórnarkreppuna hér nú þegar tveir mánuðir eru liðn- ir frá lögþingskosningunum. drenginn aftur reyndust árangurs- lausar. Leitaði systir Michelle þá til Donalds Feeney. Hann mæiti með aö Michelle hefði samband við fyrrum mann sinn, segði honum að hún elsk- aði hann enn og vildi sættast. Varð að samkomulagi að þau skyldu hittast í Lundúnum nú um helgina. Þar var írakinn þegar hand- tekinn af bresku lögreglunni, sem var með í ráðum að sögn Reuters- fréttastofunnar. Drengurinn er nú kominn mneð móður sinni til Los Angeles en Haitham Khalid fær að fara heim til íraks einn en óáreittur. Rússarsýna flaggiðí Smugunni „Við lítum svo á að Rússar vilji „sýna flaggið" í Smugunni. Það er ástæöan íýrir að þeir senda skip þangað núna,“ segir Lars Kjören, skipherra hjá norsku strandgæsiunni. Rússneska varðskipið Múrena kom í gærkveldi i Smuguna en Norðmenn og Rússar telja sig hafa þar þorsks aö gæta. Ekki er vitaö til að Rússarnir eigj að haf- ast nokkuð að á miðunum. Ný eru 46 togarar að veiðum í Smugunni eftir því sem norska strandgæslan kemst næst. Um 40 skip úr þessum flota eru frá Is- landi eða í íslenskri eigu. í dag er fyrirhugaður fundur norskra og rússneskra strand- gæslumanna í Sortland á Lófóten. Fyrir liggur að ræða vemdun flsks í Barentshafi. NTB Nýfengið frjálsræði i Rússlandi hefur orðið til að lífga að mun upp á strandlífið við Svartahafið. Þar er enn sól og sumar þótt farið sé að halla að hausti hér norður frá. í gær spókuðu nemar í tískuhönnun sig á ströndinni við Sochi og sýndu nýjustu strandtiskuna. Hún var nógu spennandi til að fá í það minnsta suma karlbelgina til að líta upp. Simamynd Reuter Færeyskir stj órnmálamenn á ströngum næturfundi: Stjórnarmyndun fór öllum að óvörum á skrið í nótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.