Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1994, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1994, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994 7 x>v Fréttír Þorskveið- arnar fara ró- lega af stað Engir togarar eru á Halamiöum, samkvæmt upplýsingum frá Loft- skeytastöðinni á ísaflröi. Svo virðist sem menn ætli aö spara sér þorskinn þrátt fyrir endumýjaðan kvóta á nýju fiskveiðiári. Mjög góð þorskveiði hefur verið á Vestfjarðamiðum hjá þeim sem kom- ið hafa þar við en endurteknar kvóta- skerðingar hafa leitt til þess að skip- in forðast þorskinn. Loðnanyfir200 þúsundtonn Loðnuaflinn á sumar- og haust- vertíð er kominn yfir 200 þúsund tonn og var nánar tiltekið samkvæmt upplýsingum Samtaka fiskvinnslu- stöðva í gær 202.904 tonn. í fyrrinótt var tilkynnt um rúmlega 4 þúsund tonn. Sem fyrr hefur lang- mest borist af loðnu til Siglufiarðar eða 49.577 tonn, til Seyðisfiarðar 20.926 tonn og til Raufarhafnar 20.033 tonn. Mývatnssveit: Deilt um sam- einingu skóla „Það á eftir að koma í ljós hvort eitthvað gerist í þessu máli annað en að börnin fari í skólann í Reykja- hlíð,“ segir Eyþór Pétursson, einn íbúanna við sunnanvert Mývatn sem hafa harðlega mótmælt því að börn þaðan verði send með bílum í skóla í Reykjahlíð. Annað árið í röð hefur risið deila í sveitinni um grunnskólahald í Skútustaðahreppi. Að þessu sinni eru þó línur skýrari, meirihluti skólanefndar og sveitastjórnar hefur algjörlega hafnað að hluti skóla- haldsins verði á Skútustöðum sunn- an vatnsins og fulltrúi menntamála- ráðuneytisins segir að ráðuneytið gangi ekki gegn vilja meirihluta sveitarstjómar og hafi ekki frekari afskipti af málinu. Kolbeinsey: Breytingum að Ijúka Breytingum á togaranum Kol- beinsey frá Húsavík er að ljúka þessa dagana, en verkið er unnið hjá Stál- smiðjunni í Reykjavík sem átti lægsta tilboðið í verkið. Að sögn Einars Njálssonar, bæjar- stjóra á Húsavík, er reiknað með að skipið komi til heimahafnar um miðjan mánuðinn. Settur var búnað- ur í skipið til að heiifrysta aflann um borð sem þýöir að hægt verður að beita skipinu á veiðar utan kvóta. „Það þýðir einnig að við getum eftir atvikum miðlað kvóta skipsins til báta hér á Húsavík," segir Einar Njálsson bæjarstjóri. Og* nú er hann tvöfaldur! Veröur hann 100 milljónir? Grilljónauppskrift Emils: 7. Skundaðu á næsta sölustað íslenskrar getspár. 2. Veldu réttu milljónatölurnar eða láttu sjálfvalið um getspekina. 3. Snaraðu út 20 krónum fyrir hverja röð sem þú velur. 4. Sestu I þægilegasta stólinn ístofunniá miðvikudagskvöldið og horfðu á happatölurnar þínarkrauma í Víkingalottó pottinum I sjónvarpinu. 5. Hugsaðu um alltþað sem hægt er að gera fyrir 700 milljónir. Verðiykkurað góðu! V MÁ ESJÓÐA ÞER í DANS? Gjaldskrá óbreytt frá liðnum vetri. KENNSLUSTAÐIR • Reykjavík: Brautarholt 4, Árbær, Foldahverfi, Breiðholt • Mosfellsbær • Hafnarfjörður • Innritun í síma 91-20345 kl. 13-19 í Brautarholti 4 • Suðurnes: Kefiavík • Innritun í síma 92-67680 • frá kl. 20 til 22, 12.-16. sept. KENNSLA HEFST MANUDAGINN 12. SEPT. • Afhending skírteina í Brautarholti 4, sunnu- daginn 11. sept. kl. 16-19 • Síðasti innritunardagur laug- ardaginn 10. sept. Systkinaafsláttur - fyrsta barn fullt gjald, annað barn hálft gjald, þriðja barn og þar yfir fritt. Aukaafsláttur ef foreldri er einnig í dansnámi. Samkvæmisdansar (suður-amerískir, Doop og standard) - Gömlu dansarnir Hip Hop - Disco - Tjútt og Rockn'roll. Erlensdir gestakennarar. Allir aldurshópar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.