Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1994, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1994, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994 9 Utlönd Hjúkrunarkonur þvosérilla umhendurnar Norskar og danskar hjúkrunar- konur eru ekki nægilega hrein- legar til handanna og standast hvorki þær kröfur sem gerðar eru í heimalöndunum né alþjóð- legar kröfur um snyrtimennsku. Þetta kemur fram í blaðinu Sykepleien og segir að þessi sóða- skapur staii .ekki af þekkingar- leysi. Hjúkrunarkonur þvoi sér þó sjaldnar um hendur en þær haldi sjálfar. Rannsóknir í Noregi og víðar sýna að hjúkrunarfólk þvær sér um hendurnar aðeins í helmingi tilvika þar sem slíkt er nauðsyn- legt. Hreinlæti handa er þó mjög mikilvægt til að koma í veg fyrir að smit berist milli starfsfólks og sjúklinga. Danska stjórnin styðurSloIten- bergíNATO Danska stjórnin: ætlar: að mæla með því að Thor- vald Stolten- berg, fyrrum utanríkisráð- herra ; Noregs,: verði fyrir val- inu sem næsti framkvæmdasfjórí NATO. Þar með er fyrrum kollegi hans í Danmörku, Uife Elle- mann-Jensen, ekki lengur með í myndínni. Róðurinn verður þó erflður fyr- ir Stoltenberg því norsk blöö segja aö hvorki Bandaríkjamenn né Frakkar kæri sig um hann sem arftaka Manfreds Wörners sem lést fyrir skömmu. Gengið verður frá málinu i þessum mánuði. Enginn kvenna- flokkurísænsku kosningunum Sænskir kjósendur fá ekki tækifæri til að greiða sérstökum kvennaflokki atkvæði sitt í þing- kosningunum síðar í mánuðinum þar sem sænskar kvennalista- konur telja sig ekki enn tilbúnar í slaginn. „Viö höfum því miður ekki nægilegan styrk til að bjóða fram til þings. Við ætlum að vinna í fjögur ár enn og sjá til í næstu kosningum," sagði Anna-Greta Ceesay í Stokkhólmi. Kvennaflokkurinn ætlar aftur á móti að bjóða fram í tvennum bæjarsfjómarkosningum, í Gautaborg og Östersund. NTB, Ritzau, TT Mannát 1 kínversku menningarbyltingunni: Kennarar á útigrillið „í nokkrum menntaskólum slátr- uðu nemendur kennurum sínum og skólastjórum, grilluðu þá á skólalóð- inni og gæddu sér síðan á kjötinu af þeim til að fagna sigri yfir „gagnbylt- ingaröflunum“.“ Þessi orð er að finna í nýrri bók, China Wakes, sem kom út í Banda- ríkjunum í gær þar sem segir að í matstofum hins opinbera í Kína hafi mannakjöt verið á boðstólum eftir aö leiðtogar kommúnistaílokksins skipuðu svo fyrir á tímum menning- arbyltingarinnar að „stéttaróvinir" skyldu vera etnir. Utgefandi bókarinngr, Time Books, sagði að leyniskjölin, sem bókin byggist m.a. á, bentu til þess að um- fangsmesta mannát á vorum dögum hefði átt sér stað í suðurhluta Kína, einkum árið 1967. Höfundar bókarinnar eru hjónin Nicholas Kristof og Sheryl WuDunn og segja þau að ekki einasta hafi op- inberar matstofur boðið viðskipta- vinunum mannakjöt, heldur hafi lík- in hangið uppi á kjötkrókum svo all- ir gætu séð þau. En það var ekki hungur sem lá að baki þessu mikla mannáti, segja höf- undar bókarinnar, heldur voru ástæðurnar pólitískar. „Fyrsta manneskjan til að skera Ræðu Brundt- landfagnað ákaf lega í Kaíró Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra Noregs, var ekkert að skafa utan af hlutunum á manníjöldaráð- stefnu SÞ í Kaíró í gær þegar hún krafðist þess að fóstureyðingar yrðu leyfðar og sakaði þá sem eru á móti markmiðum ráðstefnunnar á trúar- legum grundvelli um hræsni. Góður rómur var gerður að ræðu Brundtland og þurfti hún hvað eftir annað að gera hlé á máh sínu vegna lófataks viðstaddra, einkum fulltrúa alþjóðlegra kvennasamtaka. „Ekkert okkar, burtséð frá því hvaða trú við aðhyllumst, getur horft framhjá því að fóstureyðingar eru framkvæmdar og að þar sem fóstur- eyðingar eru ólöglegar er hf og heilsa konunnar oft í hættu," sagði Brundt- land. Hún bætti því svo m.a. við að heild- arfjöldi fóstureyðinga í Noregi hefði ekki aukist eftir að þær voru leyfðar. Hlutfallslega væru hvergi færri fóst- ureyðingar framkvæmdar. NTB Maó formaður stóð fyrir menningar- byltingunni í Kína. sér kjötbita af líki eins skólastjórans var fyrrum kærasta sonar mannsins. Hún vildi sýna að hún hefði enga samúð með honum og að hún væri alveg jafn „rauð“ og hver annar,“ segir í bókinni. Hundruð þúsunda Kínverja voru drepin í menningarbyltingunni sem stóð frá 1966 til 1976. Maó formaður hratt henni af stað þar sem hann hafði áhyggjur af því að menn innan kommúnistaflokksins væru að verða of værukærir og of miklir skrif- finnar. Reuter 1TA\3X1 TTVTITT 35.leikvika 3.-4. sept. 1994 Nr. Leikur: Röðin 1. Bari - Lazio - -2 2. Brescia - Juventus -X- 3. Fiorentina - Cagliari 1 -- 4. Napoli - Reggiana 1 -- 5. Parma - Cremonese 1 -- 6. Roma - Foggia -X- 7. Sampdoria - Padova 1 - - 8. Torino - Inter --2 9. Ascoli - Lucchese 1 - - 10. Cesena - Verona - - 2 11. Lecce - Acireale -X - 12. Palermo - Fid.Andria -X- 13. Pescara - Udinese -X - Heildarvinningsupphæð: 7,2 milljónir 35. leikvika 3.-4. sep.1994 Nr. Leikur: Röðin 1. Göteborg - Helsingbrg 1 -- 2. Norrköping - Örebro -X- 3. UMEÁ - Luleá -X- 4. Vasalund - Sirius 1 - - 5. Elfsborg - Oddevold 1 - - 6. GAIS - Kalmar FF --2 7. Notts Cnty - Swindon --2 8. Port Vale - Luton --2 JL Reading - Millwall -X- 10. Southend - Oldham 11. Sunderland - Wolves 12. Tranmere - Sheff. Utd 13. Watford - Middlesbro Heildarvinningsupphæð: 80 milljónir 13 réttirj 12 réttir j 11 réttirj 10 réttirj 1.644.400 38.020 3.160 -X- 1 - - -X- ■ kr. kr. kr. kr. BROSUM í umferðinni - og allt gengur betur! yUMFERÐAR RÁÐ aítarskóli ÓLAFS GAUKS Innritun hefst 7. september Innritun hefst miðvikudaginn 7. september í skóianum, Stórhoiti 16. Sími 27015, fax 621715. REIÐHJOLAUTSALA - VERSLIÐ ODYRT 10-50% AFSLÁTTUR 14,5-52,5% GEGN STAÐ- GREIÐSLU 20" Verð frá kr. 1 3.900. stgr. 13.205. 24" Verð frá kr. 17.280, stgr. 16.416. 26" og 28" frá kr. 1 6.600, stgr. 1 5.770. 28" 10 gíra kr. 15.750, stgr. 14.962. 20" fjölskylduhjól kr. 15.400, stgr. 14.630. HJÓLIN ERU AFHENT SAMSETT 0G STILLT A FULLK0MNU REIÐHJÓLAVERKSTÆÐI. ÁRSÁBYRGÐ 0G FRÍ UPPHERSLA Á NÝJUM HJÓLUM VARAHLUTIR 0G VIÐGERÐIR, VANDIÐ VALIÐ 0G VERSLÍDISERVERSLUN FJALLAHJOL 20" m/fótbremsu, stgr. frá 15.105. 20" 12 gíra, stgr. frá 18.900. 24" 18 gíra, stgr. frá 20.430. 26" 18 gíra. stgr. frá 20.430. 26" 21 gírs, stgr. frá 26.930. NOTUÐ HJOL A FRABÆRU VERÐI ALGENGT VERÐ KR. 3.000-6.500 Barnastólar frá HAMAX, viður- kenndir og vandaðir. tilboð kr. 2.900. verð áður kr. 3.800. Barna- hjálmar, BELL, kr. 1.000. unglinga- hjálmar, BOERI, kr. 2.490. Armúia 40. Símar 35320 - 688860 Iferslunin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.