Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1994, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994 ■' ' "■ ■II'ID.IMI : Tsrsmn ■a i? Bff £« ■aia' »» ««: ■trr-ír* c pc| STT- s r - * —. v.7’ í » “ Allir erfingar, að mökum og sambúðaraðilum undanskildum, þurfa að greiða skatt. Erfðafjár- skattur Megineinkenni erföafjárskatts- ins er aö greiða skal skatt af hveij- um einstökum arfshluta, þ.e. hver erfingi greiðir skatt af sínum arfi, en ekki er greiddur skattur af dán- arbúinu í heild. Sitji maki í óskiptu búi greiðist erfðaíjárskattur ekki, fyrr en búinu er skipt. Skatthæðin er mismunandi og fer hún eftir skyldleika arfláta og erfingja. Hún verður hærri því fjarskyldari sem aðilar eru. Því hærri sem arfurinn er því hærri er skattprósentan. 1. Hverjir eru erfingjar? Erfmgjar skiptast í tvo flokka, lögerfinga og bréferfinga. Lögerf- ingar eru taldir upp tæmandi í Erfðalögunum frá 1962, en þeir eru: Maki hins látna, böm hans og aðr- ir niðjar, þ.e. bamabörn og barna- bamaböm o.s.frv. Sé þeim ekki fyrir að fara þá em erfingjar for- eldrar arfláta og niðjar þeirra, en ella ömmur og afar arfláta og böm þeirra en ekki aðrir niðjar. Bréferf- ingjar eru alhr þeir sem hinn látni nefnir erfingja sína í erfðaskrá eða öðrum erföagerningum. Um erfða- skrár gilda strangar form- og efnis- reglur og verður ekki farið nánar út í þær hér. 2. Hverjir þurfa að greiða skattinn? Meginreglan er sú að allir erfingj- ar þurfa að greiða skatt. Ekki skipt- ir máh hvort um er að ræða arf skv. lögum, erfðaskrá, dánargjöf- um, fyrirframgreiddum arfi eða gjafaarfi. Skyldleiki breytir hér engu um. Frá þessari meginreglu er þó mikilvæg undantekning, en hún er sú að maki hins látna greið- ir aldrei skatt, hvort sem um arf er að ræða eða hann situr í óskiptu búi. Sambúðaraðilar njóta einnig þessara skattfríðinda, þótt ekki séu lögerfðatengsl þeirra á milh, þ.e. sambúðaraöilar erfa ekki hvor annan sjálfkrafa samkv. lögunum heldur þurfa þeir að gera þar sér- stakar ráðstafanir t.d. með erfða- skrá. Þegar talað er um sambúða- raðila er átt við óvígöa sambúð aðha af gagnstæðu kyni en á ekki við um sambúð samkynhneigðra aðila. Umsjón ORATOR félag laganema 3. Af hvaða eignum þurfa erfingjar að greiða skatt? Alhr erfingar, að mökum og sam- búðaraðilum undanskildum, þurfa að greiða skatt. Erfingjar þurfa þó aðeins að greiða skatt af sínum hluta arfsins, en ekki af öllu dánar- búinu í hehd sinni. Aöeins er greiddur skattur af fjárhagslegum verðmætum, þ.e. peningum og bankainnstæðum og eignum sem hægt er meö góðu móti að meta til fjár. Ekki er greiddur skattur af persónulegum munum hins látna og munum sem hafa minjaghdi, en þetta er alltaf háð mati hveiju sinni. Ef arfurinn er undir 10.000 kr. þarf ekki að greiða skatt af hon- um. 4. Flokkun skattaðila Erfingum er skipt í þrjá mismun- andi flokka, fer skipan eftir skyld- leika erfingja og arfláta. Bréferf- ingjar geta fallið undir hvaða flokk sem er. Greiða erfingjar mismun- andi háa skattprósentu, eftir því í hvem flokkinn þeir lenda. Flokkur A. Undir hann faha, allir niðjar hins látna, kjörbörn, stjúpbörn, fóstur- böm eða niðjar þeirra, hvort sem þeir hafa fengið arf skv. lögum eöa erfðaskrá. Stjúp- og fósturbörn erfa þó ekki stjúp- og fósturforeldra sína lögum samkvæmt heldur þarf erfðaskrá eða annan löggeming th. Þetta er skattlægsti flokkurinn og jafnframt sá vinsælasti. Skattpró- sentan fer stighækkandi eftir fjár- hæð arfsins, lægst er hún 5% en verður aldrei hærri en 10%. Flokkur B. Undir hann falla foreldrar hins látna og niðjar hins látna sem ekki falla undir flokk A. Sem dæmi má nefna systkini hins látna og systk- inabörn. Kjörforeldrar faha hér undir. Væntanlega falla hér einnig undir fóstur- og stjúpforeldrar, en þau þurfa þá að vera erfingjar skv. erfðaskrá því lögerfðatengsl eru ekki hér á milli. Sama á við um stjúp- og fóstursystkini. Skattpró- sentan fer hér einnig stighækkandi eftir fjárhæð arfsins lægst er hún 17% en verður aldrei hærri en 25%. Flokkur C. Undir hann falla afar og ömmur hins látna og börn þeirra. Einnig fjarskyldari og óskyldir erfingjar sem hafa tekiö arf skv. erfðaskrá. Hér er skattprósentan hæst, og fer einnig stighækkandi eftir fjárhæð arfsins. Hún byijar í 30% og verður hæst 45% Varðandi nánari útreikn- ing vísast í 4. gr. 1. 83/1984. 5. Erfðafjárskýrsla o.fl. Skylt er að fylla út erföafjár- skýrslu, hvort sem erfingjar annast sjálfir skipti dánarbúsins, eða fái til þess aðstoö frá opinberum aðil- um. í erfðafjárskýrslunni þurfa að koma fram ahar eignir búsins og áætla þarf verðmæti þeirra. Ekki er þó skylt að telja upp aha per- sónulega muni hins látna né þá muni er hafa minjagildi ef verð- mæti þeirra er ekki mikiö. Einnig þarf að tiltaka allar skuldir hins látna, þ.m.t. væntanleg opinber gjöld, útfarakostnaður og annar nauðsynlegur kostnaður varðandi búskiptin. Þessi liðir koma til frá- dráttar stofninum áður en erfða- fjárskattur er reiknaður. Sviðsljós í hringiðu helgarinnar Þeir voru einbeittir á svip þessir ungu skákmenn á fyrstu skákæfingu vetr- arins á vegum Taflfélags Reykjavíkur um helgina. Á æfingunum eru tefldar stuttar skákir en auk þess er boðið upp á fjölmargt annað, t.d. fyrirlestra um skák, getraunaskákir, keppnir og vandaðar endataflsæfingar. Það verður því heilmikið um að vera hjá ungu skákfólki næstu laugardaga. Það er gott að fá sér hressingu eftir erfitt hlaup, eða það fannst þessari ungu stúlku að minnsta kosti eftir að hafa tekið þátt í hinu árlega íslandsbanka- hlaupi á laugardaginn. Alls skráðu 140 keppendur sig til leiks og voru þeir á öhum aldri þó að mikiö hafi borið á börnum og unghngum sem gáfu full- orðna fólkinu ekkert eftir. Þeir Sveinbjörn Hjálmarsson, Þórður Hall Og Jón Reykdalvoru viðstaddir opnun á sýningu Þórðar í Norræna húsinu á laugardaginn. Viöfangsefni Þórðar á sýningunni eru náttúran, birtan og mismunandi tímaskeið í lands- lagi. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14-19 og lýkur þann 18. september. „Thbrigði við ryksugu“ nefnist verk Bjarkar Sigurðardóttur sem er til sýnis á Nýlistasafninu um þessar mundir. Björk nam í Frakklandi 1991-1992, í Myndhsta- og handíða- skóla íslands 1990-1991 og 1992-1994, og í Myndhstaskólanum í Reykjavík 1988-1990 og auk þess hefur hún 1 stundað tónhstarnám bæði hérlendis log erlendis. LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKAÐA! yujJSWAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.