Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1994, Blaðsíða 2
Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994 DV Mexíkóskur listamaður gaf Listahátíð Hafnarflarðar hf. feiknastórt útihstaverk: Bærinn greiddi Listahátíð 3 milljónir fyrir verkið „Mexíkóski listamaðurinn gaf Listahátíð Hafnarfjaröar hf., sem stofnuð var um listahátíðina, þetta Ustaverk. Bærinn keypti síðan verk- ið af félaginu á sléttar 3 milljónir króna. Verkið stóð við Hafnarborg í fyrrasumar en síðan taldi enginn sér skylt að sjá um það og klára málið, það er aö koma því fyrir í högg- myndagarðinum á Víðistaðatúninu. Þá var verkinu komið fyrir á vökt- uðu geymslusvæði áhaldahússins og er þar enn,“ sagði Gunnar Rafn Sig- urbjörnsson, bæjarritari í Hafnar- firði, við DV. Umrætt listaverk er eftir mexí- kóska listamanninn Alberto Guti- errez Chong. Verkið er nú geymt á geymslusvæði bæjarins í Kapellu- hrauni. Starfsmaður geymslusvæð- isins leit reyndar ekki á verkið sem listaverk, notaði það sem landamerki fyrir Hafnarfjarðarbæ og hengdi þar til gert skilti á það. Samkvæmt heimildum DV tengjast kaup listaverksins um 6 milljóna króna hallarekstri sem varð á Lista- hátíð Hafnarfjarðar, er í raun viðbót- arfjárveiting frá bænum. Bæjarsjóð- ur Hafnarfjaröar veitti 20 milljóna króna styrk til hátíðarinnar í fyrra í samræmi við fjárhagsáætlun sem þá lá fyrir. Reikningar hátíðarinnar hafa verið í endurskoðun og hefur nýr meiri- hluti bæjarstjórnar vakið athygli á greiðslum vegna listaverksins. Stjórn Listahátíðar Hafnarfjarðar og endurskoðandi ársreikninga munu hittast hjá Magnúsi Jóni Ámasyni bæjarstjóra í dag og fjalla um reikn- ingana. Verður svara óskað hjá Ar- nóri Benónýssyni, fjármálastjóra hátíðarinnar, í því sambandi. Guðmundur Ami Stefánsson, fyrr- um bæjarstjóri, réð Arnór sem fjár- málastjóra listahátíðarinnar. í samn- ingi milh hans og bæjarins, sem und- irritaður er af bæjarritara, segir: „Arnór tekur áð sér listræna ráð- gjöf og eftirlit með listahátíð í Hafn- arfirði fyrir Hafnarfjarðarbæ. Einnig skal hann hafa umsjón meö fjármál- um og fylgja starfinu efdr þar til til- tekt og uppgjör hefur farið fram. Amór starfar með stjóm Listahátíð- Óttastaðbörn séumeð sprengiefni Sprengiefnið sem stolið var úr gámi sem stendur á vinnusvæöi viö Korpúlfsstaöi um helgina er enn ófundið. Um er aö ræða að allt að 80 túbur af sprengiefni og 200 hvellettur, auk sprengihnalls. Sjónarvottar telja slg hafa séö börn að leik á vinnusvæðinu um það leyti sem taliö er að brotist hafi verið inn og útilokar Rann- sóknarlögregla rikisins ekki aö börnin hafi komist yfir sprengi- efniö. Hvetur hún foreldra i Graf- arvogi til að grennslast fyrir um það hvort börn þeirra geti haft hluta af þýfinu undir höndum. Stuttar fréttir Fætri fiskeldisstöðvar Fiskeldisstöðvum hér á landi hefur á undanfómiun fjórum ámm fækkaö um 29%, eða úr 105 árið 1990 í 75 á síðasta ári. Heild- arverömæti seldra afurða í fisk- eldi var 970 milljónir í fyrra. Aftaka á þjóðveginum Varaoddvitinn í Kolbeinsstaða- hreppi drap nýverið 2 tófur með því aö blinda þær meö ökuljósum og aka síðan yfir þær. Morgun- blaðið greindi ffá þessu. Norski þorskurinn bestur Norskur þorskur er betri til endurvinnslu en sá íslenski og rússneski. Sjónvarpið hafði þetta eftir kanadiskum fiskverkanda. Lánsféð uppurið Lánsfé Húsnæðisstofnunar í húsbréfakerfinu er nær uppumö. Talið er að 2 til 3 milijarða vanti til að sinna lánsfjáreftirspurninni út áriö. Mbl, greindi frá þessu. Rannsóknápiilunni Tugir íslenskra kvenna taka nú þátt í rannsókn á nýrri tegund getnaöarvamarpillu á Landspíta- lanum. Könnuð er mjólk kvenna sem hafa böm á brjósti. Sjón- varpiö skýrði frá þessu. Borgarstjórinn í Reykjavík seg- ir það óeðlilega afgreiöslu hjá fyrrverandi borgarráði að veita 10 milljónir króna til smíða vík- ingaskips tveimur dögum eftir sveifarstjórnarkosningamar. Sjónvarpið greindi ffá þessu. Friðrik G. Friðriksson, varaformaður Félags dagvörukaupmanna, Þórhallur Steingrímsson formaður og Guðni Þorgeirsson hjá Kaupmannasamtökunum dreifa hér gögnum á blaðamannafundi sem haldinn var til að kynna efnisatriði kæru sem félagið sendi Samkeppnisstofnun. DV-mynd GVA Ákveönar vörutegundir hjá rnnflytjendum og framleiðendum: Allt að 70 prósent dýrari en í Bónusi - samkvæmt könnun Félags dagvörukaupmanna Ásamt erindi til Samkeppnisstofn- unar lagði Félag dagvömkaupmanna fram niðurstöður verðkönnunar á 12 matvörutegundum hjá 10 innflytj- endum og framleiðendum sem sýna að sumar vörur eru allt að 70% dýr- ari hjá innflytjendum og/eða fram- leiðendum viðkomandi vöru heldur en í Bónus-verslununum. Tilefni könnunarinnar er grunur félagsmanna um að í viðskiptum þeirra við heildverslanir og iðnfyrir- tæki njóti þeir viðskiptakjara sem séu í „hróplegu ósamræmi" við þau kjör sem þessar sömu heildverslanir og iðnfvrirtæki veita Bónusi og dreif- ingarfyrirtæki þess og Hagkaups, þ.e. Baugi hf. Félag dagvörukaupmanna efndi til blaðamannafundar í gær þar sem sjónarmið þeirra voru kynnt. Þar kom fram hjá lögmanni félagsins, Sigurði G. Guðjónssyni, að þetta væri ekki spurning um hvort verið væri að fara fram á eitt heildsöluverð heldur að eðlileg samkeppni ríkti í viöskiptum kaupmanna og heildsala. í því skyni var Samkeppnisstofnun sent erindi eins og DV greindi frá fyrir helgi. Þar er óskað eftir úr- skurði um hvort sú meinta mismun- um innflytjenda og framleiðenda á milli kaupmanna standist ný sam- keppnislög. Friörik G. Friöriksson, varafor- maður Félags dagvörukaupmanna og formaður verðlagsnefndar félags- ins, hefur einkum unnið að gagna- söfnun í þessu máli. Hann sagði á blaðamannafundinum að það yrði ekki upplýst hvaöa 10 fyrirtæki væru í könnun félagsins á meðan Sam- keppnisstofnun væri að afla gagna í málinu. Þetta eru þó allt stór fyrir- tæki. Eins og áöur sagði kom fram allt að 70% verðmunur hjá innflytjend- um og framleiðendum annars vegar og Bónusi hins vegar. Að sögn Frið- riks má ætla að meðaltalsmismunur- inn sé á bihnu 25 til 40%. Eingöngu vorú kannaðar algengar neysluvör- ur með stöðugu verði yfir árið en þó ekki mjólkurvörur og sætindi. Samkvæmt þessum tölum er þaö hagkvæmt fyrir kaupmanninn á horninu að kaupa þessar vörur hjá Bónusi en ekki hjá heildsalanum. Segja forráðamenn Félags dagvöru- kaupmanna mörg dæmi um þetta. En þeir vilja fá niðurstöðu hjá Sam- keppnisstofnun sem fyrst. ar í Hafnarfirði að framkvæmd há- tíðarinnar en í nánu samráði við bæjarritara og bæjarsljóra. Verk þetta skal Arnór vinna á tímabilinu 15. janúar til 31. júlí 1993. Hafnar- fiarðarbær greiðir Arnóri kr. 1.300.000 fyrir þetta verk.“ Samkvæmt heimildum DV var þessi samningur gerður án vitundar stjórnar Listahátíðar Hafnarfiarðar. Hefur stjórnin því fyrirvara á undir- ritun reikninga hátíðarinnar. SverrirÓlafsson: Peningamálin ekki í höndum stjórnar „Stjórn Listahátíðar Hafnar- fiarðar hf. hafði eingöngu faglega og listræna ráögjöf undir hönd- um auk verksfiórnarinnar. Pen- íngamál listahátíðarinnar komu aldrei inn á borð stjórnarinnar. Þar af leiðandi vitum við ekki hvemig fiárhagsdæmið lítur út. Fjármálastjórnin var algerlega mál Amórs Benónýssonar, sem til þess var ráðinn, bæjarstjóra og bæjarritara,“ sagði Sverrir Ólafsson myndhöggvari sem sæti átti í sfiórn Listahátiðar Hafnar- fiarðar hf. ásamt þeim Erni Ósk- arssyni og Gunnari Gunnarssyni. Hólmavík og Drangsnes: Undirbúasam- einingu þriggja fyrirtækja „Við erum að vinna að samein- ingu við Hólmadrang hf. Þaö er búið að samþykkja innan stjórna fyrirtækjanna að vinna að því að sameining geti orðið," segir Jón Alfreðsson, kaupfélagssfjóri á Hólmavík. Jón er þarna að vitna til fyrir- hugaðrar sameiningar á fisk- vinnslu á Ðrangsnesi og rækju- vinnslu á Hólmavík auk Hólmadrangs hf. sem rekur sam- nefndan frystitogara. Samanlögð velta þessara fyrir- tækja var um 400 milljónir á síð- asta ári og voru þau öh rekin með tapi. Norðurlandaráð: Björk tilnefnd til tónlistar- verðlauna Björk Guðmundsdóttir söng- kona hefur verið tilnefnd til tón- listarverðlauna Noröurlanda- ráðs 1995 en þau verða afhent á þingi ráðsins í Reykjavík í febrú- arlok. Auk Bjarkar er Kristinn Sigmundsson óperusöngvari til- nefndur af hálfu íslands. Tónlistarverðlaunin hafa verið veitt frá 1965. Hafa tveir íslend- ingar unniö til þeirra, Ath Heimir Sveinsson 1976 og Hafliði Hall- grímsson 1986. 4 I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.