Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1994, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994 5 Fréttir Ríkisábyrgðasjóður ábyrgðist rúman miUjarð til smíði fjögurra togara 1987: Talið að um 700millj- ónir króna séu tapaðar - sáralitiðhefurfengistuppívextiogafborganir „í útboðinu var tekið fram að skip- unum fylgdi kvóti sem nam meðalk- vóta minni togara af bolfiski, svo og ótakmarkaður réttur til rækjuveiða. Þetta gekk ekki eftir og það var reiknað út að til að þetta standi þurf- um við 500 þorskígildi í viðbót. Það hafa verið haldnir fundir um máhð en engin niðurstaða fengist. Það verður að finna á þessu máli lausn," segir Kári Snorrason, útgerðarmað- ur Nökkva HU sem er eitt svokall- aðra raðsmíðaskipa. Ríkisábyrgðasjóður ábyrgðist árið 1987 rúman milljarð á núvirði til smíða fjögurra togara, svonefndra raðsmíðaskipa. Lán til smíðanna nam um 75 prósentum af smíðaverði skipanna. Þessi skip voru á sínum tíma smíðuð samkvæmt póhtískri ákvörðun tíl þess að skapa íslenskum skipasmíðaiðnaði verkefni. Tvö skip- anna voru smíðuð á Akureyri, eitt á Akranesi og eitt í Garðabæ. Skipin hafa síðan flest verið í fuh- um rekstri og gert það gott, það hefur þó ekki nægt til þess að lánardrottn- ar fengju sitt th baka því hvorki vext- ir né afborganir hafa verið reiddar af hendi. Tap skattborgaranna vegna þessa „ævintýris" er, ef reiknað er með því að afskrifa megi vexti af meirihluta lánanna, rúmar 700 mhlj- ónir króna. Það sem kannski er einkennilegast við málið er þaö að svo viröist sem einu sinni í mánuði öh þessi ár hafi sjóður á vegum ríkisins endurgreitt útgerðum skipanna samviskusam- lega þau 7 prósent sem lögum sam- kvæmt eru dregin af aflaverðmæti skipanna th að standa straum af skuldbindingum. Þarna er um að ræða Stofnfjársjóð fiskiskipa sem fær þetta hlutfall af tekjum ahra fiskiskipa. Ríkið ábyrgist 1100 milljónir Skipin sem eiga í hlut eru Jöfur ÍS, Oddeyrin EA, Gissur ÁR og Nökkvi HU. Samkvæmt veðbókarvottorði á Ríkisábyrgðasjóður fyrsta veðrétt í skipunum. Lánin sem á þeim hvíla eru tvískipt. Annars vegar eru 3 milljónir 250 þúsund dollarar og hins vegar 750 þúsund dollarar eða sam- anlagt 4 mhljónir dollara. Einhveijar útgerðir hafa greitt af lægri upphæð- inni en látið stærra lánið óhreyft. Samtals er skuldin þar sem ekkert hefur verið greitt að upphæð 4 millj- ónir dollara eða 272 mihjónir ís- lenskra króna eða samanlagt til þess- ara flögurra skipa tæpar 1100 millj- ónir. Sigurgeir Jónsson, forstjóri Lána- sýslu ríkisins sem hefur meö Ríkis- ábyrgðasjóð að gera, sagði máliö vera raunasögu frá upphafi. Hann segir að Lánasýsla ríkisins hafi tekið við sjóðnum í febrúar sl. en áður var hann í umsjá Seðlabankans. „Þaö voru lagatæknhegir vankant- ar á að hægt væri að ganga að skip- unum með uppboði. Nú er það komið í lag og fyrsti veðrétturinn tryggður. Við eigum í samningum við útgerð- irnar og ég er aö vona að það sjái fyrir endann á því og samkomulag náist m.a. um að þeir greiði afnota- gjald fyrir þann tíma sem liðinn er,“ segir Sigurgeir. ÍSLAND - SVÍÞJÓÐ á Laugardalsvelli 7. september kl. 20:00 Þeir bestu í markakóngsþrautum KSÍ og Coca-Cola sýna listir sínar Heimsmeistarinn í Jó-Jó er mættur til landsins og mun halda sína fyrstu sýningu í hálfleik Tryggið ykkur miða í tíma og verið þátttakendur í stórviðburði ársins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.