Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1994, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994 13 Jóhanna Bogadóttir í Hafnarborg: Litbrigði náttúrannar í myndlist samtímans er ríkjandi naum hyggja og innsetningar þar sem lágmyndaformiö er nýtt til hins ýtrasta. Þó er ekki þar meö sagt aö allir listamenn snúist um shka möndla. Margir eru þeirrar gerðar aö vilja rækta garöinn sinn í friöi frá stefnum og straumum í núhstum og Myndlist Ólafur J. Engilbertsson kæra sig kollótta um tískubólur. Meöal slíkra listamanna má nefna Jóhönnu Bogadóttur sem hefur á undanfömum árum þróað sérstakan expressjóniskan stíl í málverki er hefur náttúrulegar skírskotanir án þess að fara yfir á svið hlutveruleik- ans. Markmiö hennar hefur verið að fanga stemningar og hughrif frá ólík- um stöðum. M.a. sá áhrifa frá Ind- landsferö listakonunnar stað á sýn- ingu hennar á Kjarvalsstöðum fyrir þremur árum og í Listasafni ASÍ á síðasta ári þar sem gul- og grænleit htbrigði hófu sókn gegn hinum rauðu og bláu. Nú hefur Jóhanna sett upp sýningu á tuttugu olíumál- verkum, tuttugu og einni vatnslita- mynd og fjórum olíukrítarmyndum í Hafnarborg og fetar þar svipaðar slóðir og á síðustu sýningum. Sjálfsprottin pensilteikning Olíumálverkin eru hvað þéttust í sér og eðh ohuhtarins gefur hstakon- unni færi á að byggja upp stemningu með htbrigðum. Jóhönnu gengur þó misvel að byggja undir þá stemningu sem er inntak myndanna hverju sinni. Henni hættir th að ofvinna myndflötinn þannig að sjálfsprottin penshteikningin verður stíf og þétt í staö þess að fljóta og vera léttleik- andi. Sem dæmi um shka ofvinnu má nefna mynd númer nítján, sem ber þann magnaða titil „Ljósið I“, og er við innganginn í Hafnarborg og nýtur hvað mestrar birtu. Öðru máh gegnir um verk á borð við númer eitt, „Höfuöskepnur" og númer sjö, „Eyjar og haf ‘ þar sem uppbygging er í senn léttleikandi og dýpt er í flet- inum. Víxlverkun Vatnslitamyndimar eru mun lausari í sér og þar er ekki um jafn sannfærandi vinnubrögð aö ræða og í ohumálverkunum. Það er helst í myndum númer 27, „Hinni bláu ver- öld“ og 31, „Skúraskini" sem Jó- hanna nær að láta línuteikningu og undirlag vinna saman að djúpstæðri heild. Ohukrítarmyndirnar í kaffi- stofunni eru að mörgu leyti sama marki brenndar. Mynd númer 44, „Gróandi 11“ er þar undantekning. Þar koma fram eigindir sem grafík- verk Jóhönnu búa jafnframt yfir. Vekur þetta verk væntingar um frek- ari myndgerð af hennar hálfu á sviði grafíkhstar, en hstakonan einbeitti sér að grafík um árabil, einkum steinprenti. Þess eru mörg dæmi að víxlverkandi áhrif hinna ýmsu listm- iðla kveiki nýjar hugmyndir og veki aðra myndsýn og er greinilegt að listakonan rær á þau mið um þessar mundir. Sýning Jóhönnu Bogadóttur í Hafnarborg stendur th 19. septemb- er. Rúrek - sunnudagur: „Einungis fyrir djass“ Sunnudaginn 4. september var hin árlega RúRek- djasshátíð sett í Útvarpshúsinu við Efstaleiti. Að loknu ávarpi Guðmundar Emilssonar léku tveir af erlendum gestum hátíðarinnar, Niels-Henning Orsted Pedersen og Ole Kock Hansen, þrjú íslensk þjóðlög. Þetta var fremur stutt hjá Dönunum enda áttu þeir að leika á tónleikum um kvöldið. En útsetningarnar hljómuðu vel, ekki síst „Kindur jarma í kofunum" sem virtist hér tengjast bæði blús og barokktónlist tryggðabönd- um. Hljómsveit Carls Möllers lék þvínæst nokkur lög eftir hljómsveitarstjórann og saxófónleikarann Stefán S. Stefánsson. Auk þeirra skipa hljómsveitina bassa- leikarinn Gunnar Hrafnsson, tenórsaxófónleikarinn Ólafur Jónsson, Guðmundur Steingrímsson trommari og söngkonan Ehen Kristjánsdóttir. Fyrsta lag þeirra var „Haustdagar" eftir Carl. Gott lag sem virtist að einhverju leyti rekja ættir sínar í nánd við svalan djass og harðbopp. Sama má segja um hin lög Carls, „Ein með þér“ og „Hver ert þú?“, bæði við texta Þorsteins Eggertssonar. Ehen gerði þeim góð skh sem og hljóm- sveitin og er vist óhætt að bjóða Carl velkominn í th- tölulega htinn en þó stækkandi hóp íslenskra djasstón- skálda. Harðbopp-undirtónninn í lögunum kann að stafa meira frá útsetningunum en hinum melódísku lagasmíðum. Annar meistari melódíunnar er Stefán S. Hér mátti heyra hann í essinu sínu í laginu „Ogguhtið Bossa" sem er óður í texta og tónum th þeirra Ghbertos og Djass Ingvi Þór Kormáksson Getz og ástarinnar anno 1973. í „Sykur og salt“ er laglínan aðeins strembnari enda brestur á ný tóntegund með norðanáttinni í textanum. Þessu lauk svo með lagi theinkuðu hátíðinni, „Einung- is fyrir djass", svona léttgeggjaðri djassveiflu sem kem- ur flestum í gott skap. - Hljómsveitin var fín og vert er að minnast á ágæta frammistöðu nýhðans í hópn- um, Ólafs Jónssonar. Næstkomandi fimmtudagskvöld er hægt að heyra meira í honum með hljómsveitinni Lovemakers á Kaffi Reykjavík. Menning Verk eftir Jóhönnu Bogadóttur. Nú eru skólarnir ab byrja og tilvalib ab fá sér sam- stæbu fyrir veturinn, sem gerir námib aubveldara MAGNARI: 60W með tónsvið 20 - 30.000, rafdrifnum styrkstilli, 5 banda tónjafnara, 3 innbyggðum hljómstillingum, aðgerða- Su a Ijósaskjá, JJItra Bass Booster- Ijómi, plötuspilaratengi og tengi fyrir heyrnartól o.fl. UTVARP: 30 stöðva forval, FM/MW/LW-bylgjur, PLL Synthesizer-stillir o.fl. KASSETTUTÆKI: tvöfalt tæki, sjálfvirk spilun beggja hliöa, Dolby B, sjálfvirk byrjun viö upptöku frá geislaspilara o.fl. • GEISLASPILARI: 16 bita spilari,32 laga forval, síspilun, handahófsspilun, synishornaspilun o.fl. • 2 HATAþARAR • FJARSTYRING: fyrir allar aðgerðir hljómtækjasam- sjæbunnar • UTVARPSVEKJARI innbyggður. Tilbobsverð aðeins 44.900,- kr. eða 3^.900^ - stgr. VISA: U.þ.b. 3.012,- kr. á mán. í 17 man. EURO: 4.585,- kr. á mán. í 11 mánubi Munalán: 11.225,- út og 3.362,- á mán í 12 mán. NAMSMENN SKIPHOLT119 SÍMI 29800 Samkmt munIlAn Frábær grei&slu- kjör viö allra hæfi FjÁRFESTING í tölvunámi veitir þér forskot á VINNUMARKAÐINUM! 82 klst. starfsmenntunarnámskeið með áherslu á undirbúning fyrir störf á nútíma skrifstofum. Verð aðeins 58.600.- kr. stgr. Afb.verð kr. 61.700.- eða 3.943 • ~ kr. á mánuði! Skuldabréf í 19 mánuði, allt innifaUð. KENNSLUGREINAR: . ÍT.u%'«..4,„V.... - Almenn tölvufræði . fEm iöl • - MS-DOS og Windows - Ritvinnsla ' ' '' • - Töflureiknir og áætlanagerð - Glærugerð og auglýsingar - Tölvufjarskipti - Umbrotstækni Innritun fyrir haustönn er hafin. Hringdu og fáðu sendan bækling eða kiktu til okkar í kaffi. Tölvuskóli Reykjavíkur B0RGARTÚNI 28. 105 REyKJAOÍK. sími 616699. fax 616696 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.