Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1994, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1994, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994 17 Iþróttir s Brolin um ísland - Svíþjóð á morgun: í góöu formi og hjálpar það til að hafa leikið á HM í Bandaríkjunum í sumar. Ég hef bætt mig síðan ég fór til Ítalíu og á vonandi eftir að bæta mig enn frekar,“ sagði Brolin. Hann bjóst við að slagur um ítalska titilinn myndi standa á milli Parma, Juvent- us, AC Milan, Lazio og Sampdoria. Brolin hefur leik- iö 38 landsleiki og skorað í þeim 23 mörk. Þetta er í ann- að sinn sem Brolin kemur til íslands en hann lék með 21- árs Uði Svía í Eyjum 1988. „Veitir ekki af því besta“ Tommy Svensson, landsliðs- þjálfari Svía, varaði sænska blaðamenn við að vera of sig- urvissa fyrir leikinn gegn ís- lendingum á Laugardalsvell- inum annað kvöld. Um 50 sænskir blaðamenn eru komnir hingað til lands í tengslum við leikinn. „Ég er að vona að að þeir leik- menn sem hafa átt við meiðsli að stríða verði orðnir góðir fyrir leikinn. Okkur veitir ekkert af að stilla upp besta liðinu okkar. Ég þekki íslenska liðið vel og það verð- ur örugglega mjög erfitt að eiga við það á heimavelli," sagði Svensson á blaða- mannafundinum. Thomas Ravelli, markvörð- ur sænska liðsins, æfði í fyrsta sinn með liðinu að Varmá síðdegis gær. Svens- son var bjartsýnn á að Ra- velli myndi byrja í markinu en það ætti samt eftir að koma í ljós. Svensson til- kynnir byijunarliðið í kvöld. „ísiand fær mörg stig“ „Ég get ekki leynt því að við stefnum að sigri í þessum riðli keppninnar. Það verður síður en svo auðvelt en liðið þroskaðist mikið í heims- meistarakeppninni í sumar og hefur alla burði til að standa sig vel. íslenska liðið á eftir að fá mörg stig í riðlin- um og flest þeirra koma á sterkum heimavelli. Eins hef ég trú á tyrkneska liðinu sem eru í stöðugri sókn. Nokkrir leikmanna íslenska hðsins búa yfir góðri reynslu úr at- vinnumennskunni. Ég þekki vel til Arnórs og Hlyns hjá Örebro en þeir báðir hafa staðið sig vel á tímabilinu. Eins kannast ég við Guðna, sem var hjá Tottenham, og Eyjólf sem nú leikur í Tyrk- landi,“ sagði Svensson. Þess má geta að Svíar hafa aldrei komist í úrslit í Evr- ópukeppninni en á síðasta móti, sem var í Svíþjóö, voru þeir gestgjafar. Brolin. ig Eggert Magnússon, formaður KSÍ. elmingsmöguleika á sigri gegn Svíum. ir 6000 miðar á leikinn á morgun. dngar r í kvöld M-7 í Evrópukeppninni í körfuknatt- vík. Þetta er frumraun Grindvíkinga itaborg, og varð í 5. sæti úrvalsdeild- ir landsliðsmenn, þar af tveir sænsk- n). Þar eru einnig tveir bandarískir Lm McCoy, sló stigamet háskólaliðs mar en Julius „Dr.J.“ Erwing, sem Meðalaldurinn í sænska liðinu er 25 heima, mætum ákveðnir til leiks og aðra umferð. Ég vona að sem flestir air eru með mjög hávaxið lið en geta m, þjálfari Grindvíkinga, sem hafa u til alls líklegir í leiknum. áðefnilegi, verður með í leiknum en anum og góðar líkur eru á að hann rinn Joe Wright meiddist í leik gegn inn að ná sér. Sfrákarnirsem mætaSvíum Ásgeir Elíasson tilkynnti í gær byrjunarlið U-21 árs landsliðsins sem mætir Svíum á Kaplakrika- velli klukkan 17.15 í dag. Eggert Sígmundsson stendur í markinu. Lárus 0. Sigurðsson, Pétur Marteinsson og Óskar Þor- valdsson eru varnarmenn. Á miðjunni Ottó K. Ottósson, Krist- inn Hafliðason, Sturlaugur Har- aldsson og Tryggvi Guðmunds- son og í framlínunni Eiður S. Guðjohnsen, Helgi Sigurðsson og Guðmundur Benediktsson. Þórður Guðjónsson hjá Boc- hum átti sæti í U-21 árs liðinu en tilkynnti forföll vegna meiðsla. Búiðaðsefja um 6000 miða Forsalan á landsleik íslendinga og Svía á morgun hefur gengið mjög vel og þegar var uppselt í stúku á fóstudagskvöldið. í gær- kvöldi höfðu selst um 6000 rniðar á leikinn en áhorfendametið er rúmlega 15.000 manns sem sáu Skota vinna sigur á íslendingum. Eggert Magnússon, formaður KSI, segir að þá hafi miðar í stúku ekki selst upp fyrr en tveimur dögum fyrir leikinn og miðað við það ætti að vera möguleiki að setja nýtt aðsóknarmet. Kanastúlka til Blikanna Penni Pepper, 22 ára gömul bandarísk stúlka, er gengin til liðs við Breiöablik, nýliðana í l. deild kvenna í körfuknattleik. Pepper er 1,75 m á hæð, góð skytta og með góðar sendingar og kemur frá Ozarks-háskólan- um í Arkansas. Ljóst er að hún styrkir Blikaliðið geysilega. UBK var áður búiö að fá landsliöskon- urnar Olgu Færseth og Hönnu Kjartansdóttur og við hefur bæst Elfsa Vilbergsdóttir, hávaxin og öflug stúlka úr Snæfelli. Svíamir fá 120 þúsund fyrir sigur gegn íslandi - Ravelli verður með Svíum á morgun, segja sænsk blöð Eyjótfur Harðarson, DV, Sviþjóð: Sænskir fjölmiðlar fialla mjög mikiö um landsleik íslendinga og Svía á morgun. Sumir þeirra segja að leikurinn verði auðveldur fyrir Svíana en aðrir að íslendingar verði mjög erfiðir heim að sækja. í blaðinu I dag er birt stór mynd af Roland Nilsson, fyrirliða Svía, þar sem hann situr á skurðgröfu í Laugardalnum. í blaðinu er sagt að Svíarnir séu komnir til íslands til að grafa eftir gulli, alveg eins og á HM í Bandaríkjunum. Svíam- ir fái 50 þúsund íslenskar krónur, hver leikmaður, fyrir jafntefli gegn íslandi en 120 þúsund íslenskar krónur ef Svíarnir sigri. Ef sænska liðið kemst í lokakeppni Evrópu- keppninnar fær það 25 milljónir íslenskra króna og skiptast þær jafnt á milli leikmanna. Flestir sænsku fiölmiðlanna full- yrða að markvörðurinn Thomas Ravelli verði í sænska markinu annað kvöld og einnig sé víst að Martin Dahlin leiki. í Dagens Nyheter er heilsíðu- grein um Eið Smára Guðjohnsen, son Arnórs, og birt er viðtal viö þá feðga. Eitt sænsku blaðanna greinir frá dví að Joachim Björklund hafi fengið tilboð frá Arsenal sem hljóði upp á 144 milljónir ísl. króna. Þá hefur Jörgen Petterson, sem átti að leika með u-21 árs liði Svia gegn íslandi í dag, verið dæmdur í 8 leikja bann af UEFA og verður því ekki með. Petterson hefur verið iðinn viö að skora fyrir lið Malmö undanfarið. Arnór og Eiður Smári ræöa við sænskan blaðamann á Laugardalsvelli i gær. DV-mynd Hson Nafn: KAUPBEIÐNI Kennit: Heimilisfang: S'imi: □ EuroCH Visa.nr: Gildistími: □ Póstkrafa: I I Stór-Reykjav'ikursvæðið C3 Akureyri D 1 slembimiði CH 2 slembimiðar Þú fyllir út kaupbeiöni/r og velur hvort þú viljir sjá leikina á Akureyri eöa Stór-Reykjavikursvæöinu. í slembimiöapottinum verúa 5000 miíar og því er ekki öruggt aú þú fáir miúa. Slembimiöinn gildir á eitt leikkvöld sem eru 2 eúa 3 leikir. I pottinum verúa 250 miúar á útsláttarkeppnina og eru þeir mun verúmeiri. Ef heppnin er meú þér getur þú fengiú miúa á úrslitaleikinn fyrir aúeins 2500 kr.! Þeir aúilar sem verúa dregnir út fá skriflegt svar fyrir I október og greiúa þeir 2500 kr. fyrir slembimiúann. RA^VÍS Pósthólf 170, 602 Akureyri. S: 96-12999, 96-12800, 91-641522

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.