Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1994, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1994, Blaðsíða 23
ÞRIÐ'JUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994 23. Memung Mark Sway (Brad Renfro) í réttarsalnum ásamt lögfræðingi sinum, Reggie Love (Susan Sarandon). Bíóborgin/Sagabíó - Umbjóðandinn: ★★★ Drengur sem vissi of mikið Á stuttum tíma hafa þijár kvikmyndir verið gerðar eftir skáldsögum lögfræðingsins og metsölurithöfundarins John Grisham. Fyrst var það The Firm, síðan The Pehcan Brief og nú er það Umbjóðandinn (The Ch- ent). Myndir þessar hafa allar verið sýndar við mikla aðsókn og úrvalsl- ið staðið að gerð þeirra, enda er skemmtanagildi kvikmyndanna þriggja mikið. í sögum Grisham koma lögfræðingar mikið við sögu og er Umbjóð- andinn engin undantekning þótt aðalpersónan sé ellefu ára drengur sem hefur mikla ábyrgðartilfinningu og býr yfir lífsreynslu sem flestir dreng- ir á hans aldri þekkja aðeins af afspum. Drengurinn, Mark Sway, verður ásamt yngri bróður sínum Ricky vitni að því þegar lögfræöingurinn, Romey Clifibrd, fremur sjálfsmorð, en áður hafði hann sagt Mark frá leyndarmáli sem gerði það að verkum að hann telur hfslíkur sínar engar. Vitneskjan sem Mark hefur skiptir miklu máh við tvo aðila, ófyrirleitinn saksóknara í New Orleans, Roy Foltrigg, sem ætlar sér að verða fylkisstjóri, og mafíuglæpamanninn Barry Muld- ano. Báða þessa aðha grunar réttilega að Mark búi yfir upplýsingum um hvar lík af þingmanni er fahð, en th þess að geta sakfeht Muldano þarf Foltrigg á líkinu að halda. Mark gerir sér grein fyrir að segi hann saksókn- aranum frá vitneskju sinni sé líf hans og fjölskyldu hans í hættu og hans lausn er að ráða sér lögfræðing th að sjá um sín mál. Fyrir vahnu verður Reggie Love, sem í fyrstu virðist ekki besti kosturinn, enda með mörg persónuleg vandmál á bakinú, en reynist þegar á hólminn er komið betri en enginn. John Grisham virðist eiga einstaklega létt með að skrifa áhugaveröar spennusögu og um leiö að skapa litríkar persónur sem gefa mikið frá sér Kvikmyndir Hilmar Karlsson hvort sem þær eru góðar eða ihar. Vel hefur tekist að koma þessum per- sónum til skha í þremur framantöldu myndunum en hvergi eins vel og í Umbjóðandanum enda er hún best þeirra. Skiptir ekki svo htlu máh að einstaklega vel hefur tekist með val á leikurum í hlutverkin, leikarar sem hjálpa th að gera Umbjóðandann að góðri skemmtun. Öfugt við The Firm og The Pelican Brief er Umbjóðandinn betri en bókin. Susan Sarandon og Tommy Lee Jones leika lögfræðingana Reggie Love og Roy Foltrigg. Leikur Sarandon er einstaklega góður og sannfærandi. Líf Reggie Love hefur ekki alltaf verið dans á rósum, skilnaður, áfengis- vandamál og forræðisdeilur skapa tilfinningavandamál sem Susan Saran- don túlkar á einkar sannfærandi hátt. Leikur Tommy Lee Jones er ekki síðri, en það má kannski th sanns vegar færa að hann gerir hinn slótt- uga saksóknara í lokin að of viðkunnanlegum manni í stað þess að ein- blína á hrokann og valdagræðgi sem kemur fram í framkomu hans við aðra. Sjálfsagt er Brad Renfro, sem leikur Mark eldri en ellefu ára, en túikun hans á drengnum er sannfærandi þótt erfitt sé að sætta sig við að ehefu ára drengur geti ákvarðað sumt af því sem Mark gerir. Umbjóöandinn (The Client). Leikstjóri: Joel Schumacker. Handrit: Akiva Goldsman og Robert Getchell. Kvikmyndataka: Tony Pierce-Roberts. Tónlist: Howard Shore. Aóalleikarar: Susan Sarandon, Tommy Lee Jones, Mary-Louise Parker, Brad Rentro og Anthony La Paglia. Leiðrétting vegna Mómó Vegna mistaka féllu niður tvær línur úr leikdómi Auðar Éydal um leik- ritiö Mómó sem Leikfélag Hafnaríjarðar sýnir um þessar mundir. Leik- dómurinn birtist í blaðinu í gær. Endurbirtum við hér fyrstu málsgrein- ina og biðjumst um leið velvirðingar á mistökunum. „Sagan um Mómó er á yfirborðinu einfait ævintýri en felur þó í sér stórar spumingar og ákveðin varnaðarorð th önnum kafinna nútíma- manna. Leikfélag Hafnarfjarðar hefur fengið Kolbrúnu Halldórsdóttur th hðs við sig við uppsetningu verksins og það kemur sannast sagna ekki á óvart að hér er komin á fjalirnar vel unnin og eftirtektarverð sýning fyr- ir ungmenni á öllum aldri." Fréttir Nýliðun 1 þorski bregst enn: Síðustu forvöð að snúa við - segir Ólafur Karvel Pálsson fiskifræðingur „Aöalatriðið er það að þetta styður það sem við höfum haldið fram varð- andi þorskinn að hrygningarstofn- inn sé of lítih th að geta gefið af sér eðhlega nýliöun. Þetta er að vísu aöeins vísbending en hún lofar svo sannarlega ekki góðu. Við erum á mjög háskalegri braut og það eru síð- ustu forvöð að snúa við, segir Ólafur Karvel Pálsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, vegna þeirrar niðurstöðu að nýhðun í þorski hafi enn misfarist. Leiðangri skipa Hafrannsókna- stofnunar, Bjarna Sæmundssonar og Árna Friðrikssonar, sem hófst í byrj- un ágúst, lauk fyrir síðustu helgi. Niðurstaðan er sú að nýhðun hafi misfarist í þorski, ýsu og karfa en tekist í loðnunni. Ólafur segir að það alvarlegasta við þetta mál sé það að það hafi verið hagstætt ástand í sjón- um alveg síðan 1990. Þrátt fyrir það náist ekki góð nýhðun. „Við höfum ekki náð góðri nýhðun síðan 1985. Góð skhyrði hafa verið th staðar síðustu 4 ár en þaö dugif* ekki th. Þetta virðist vera orðinn vítahringur," segir Ólafur. Hann segir að marktækust sé nið- urrstaðan varðandi þorskinn. Þá sé alvaran ahs ekki eins mikil hvað varðar ýsuna þar sem nýhðun þar hafi tekist á undanförnum árum. „Það verður þó að taka það með í reikninginn að þetta er aðeins vís- bending. Viö fáum betri mynd af þessu að afloknu togararallinu sem hefst í mars,“ segir Ólafur. Ágreiningur kom upp á aðalfundi Jafnaðarmannafélags íslands í gærkvöldi um hvort rétt væri að rjúfa tengslin við Alþýðuflokkinn. Meirihlutinn, á þriðja tug félagsmanna, samþykkti hins vegar að stíga skrefið til fulls. Á mynd- inni eru þau Þorlákur Helgason og Ólina Þorvarðardóttir að bera saman bækur sínar á fundinum. DV-mynd BG Aðalfundur Jafnaðarmannafélags íslands: Meirihlutinn ákvað að rjúfa f lokkstengslin - Jóhanna Sigurðardóttir segir Alþýðuflokkinn hafa Qarlægst fólkið „Það voru skiptar skoðanir um th- löguna en niðurstaðan var sú að slíta tengslin. Þó sumir hafi verið á móti tihögunni þá samþykktu alhr að Al- þýðuflokkurinn væri ekki vettvang- ur allra jafnaðarmanna. Ég er ánægð með þessa niðurstöðu og held að hún sé gæfuspor," segir Ólína Þorvarðar- dóttir. Aðalfundur Jafnaðarmannafélags íslands samþykkti í gærkvöldi að shta tengshn við Alþýðuflokkinn. Um 50 manns mættu á fundinn og atkvæði greiddu 38. Þriðjungur fund- armanna greiddi atkvæði gegn thlög- unni. Margir þeirra sem samþykktu thlöguna ætla að vera áfram í Al- þýðuflokknum í gegnum önnur flokksfélög. „Þetta eru persónulegar ákvarðan- ir sem fók tekur,“ sagði Óhna Þor- varðardóttir eftir fundinn. Hún og eiginmaður hennar, Sigurður Pét- ursson, fyrverandi formaöur SUS, hafa bæði ákveðið að hætta í Alþýðu- flokknum. Jóhanna Sigurðardóttir tók th máls á fundinum en tók ekki beina afstöðu til tihögunnar um að shta tengslin við Alþýðuflokkinn. Þess í stað ræddi hún stöðu jafnaðarmanna almennt og erfiðleikana í Alþýðuflokknum sem hún sagði að hefði fjarlægst fólk- ið. Þá sagðist hún sjá fram á það að óbreyttu að aðskilnaður yrði milli hennar og flokksins. Ný stjórn var kosin á fundinum. Kjör oddvita framkvæmdaráðs og málefnaráðs stendur hins vegar yfi» næstu vikuna og sækjast þeir Sigurð- ur Pétursson og Þorlákur Helgason einir eftir kjöri. Sigurður Tómas Björgvinsson, framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins, segir að þar sem Jafnaðarmannafé- lag íslands hafi ekki formlega veriö í flokknum geti það ekki sagt sig úr honum. Hann áætlar að um 40 pró- sent félagsmanna séu jafnframt í Alþýðuflokknum í gegnum önnur félög. Nýtt verkfall boðað í dag Búist er við að stjórn Félags ís- lenskra hljóöfæraleikara, FÍH, boði til verkfahs í dag og tekur verkfahið þá ghdi á miðvikudag en Félagsdóm- ur komst aö þeirri niðurstöðu í gær að fyrri verkfahsboðun væri ólögleg. Kjartan Óskarsson klarinettuleik- ari segir að hljóðfæraleikarar hafi hitt samninganefnd ríkisins hjá rík- issáttasemjara í gær og hefur nýr fundur verið boðaður á morgun. Stefnt er að því að ná sáttum í kjaradehu hljóðfæraleikara og ríkis- ins fyrir frumsýningu á Valdi örlag- anna í Þjóðleikhúsinu 17. september.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.