Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1994, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 31. OKTÖBER 1994 Fréttir Hljómsveit setti allt á annan endann með ólöglegum tónleikum í miðbænum: Ráðist á logreglumenn og glerf lösku kastað „Það var um klukkan þrjú um nóttína sem stórum sendibíl var ekið inn í Austurstræti og lagt við Póst- husið. Hliðin á bílnum var opnuð og það byrjaöi bara hljómsveit að spOa. Þetta var aigjörlega ólöglegt og settí allt á annan endann. íbúar byijuðu fljótlega að hringja og kvarta undan Tveirteknir með kíló afhassi Tveir ungir menn hafa viður- kennt við yflrheyrslur hjá fíkni- efnadeild lögregiunnar að hafa flutt til landsins tæplega 900 grömm af hassi. Það var leitarhundur á vegum fíkniefnadeildar tollgæslunnar á Keflavikurflugvelli sem veittí at- hygli ferðatösku farþega sem var aö koma frá Kaupmannahöfn á fostudag. Engin fíknieihi fundust í töskunni en við leit á eiganda hennar, 18 ára manni, fundust um 400 grömm af hassi. í ljós kom aö hann var ekki einn á ferð og þegar farið var aö grennslast fyrir um ferðir félaga hans og jafnaldra kom i Ijós að hann var farinn úr flugstöðinni. Fíkniefnadeild lögreglunnar 1 Reykjavík var gert viðvart og béið hún mannsins á Hótel Loft- leiðum þar sem rútan af Keflavík- urflugvelli áttí endastöö og var maðurinn handtekinn þegar hann steig úr bílnum. Við leit á honum fundust á fhnmta hundr- að grömm afhassi. Mönnunum var báöum sleppt eftír yfirheyrslur lögreglu en þeir hafa ekki komið viö sögu fikni- efnamála fyrr. Eyrarbakki: Tveirmeð sveppaeitrun í sjúkrahús Tveir piltar, 16 og 17 ára, voru Ðuttir í sjúkrahúsið á Selfossi upp úr hádegi á laugardag með eitr- unareinkenni vegna sveppaáts. Piltamir höfðu verið í húsi á Eyrarbakka og setíð að sumbli og snætt sveppi þegar einkenn- anna varð vart. Þriðji maöurinn, sem er tvítugur og hafði aðhafst hið sama en þoldi veigarnar og málsverðinn betur, var handtek- inn og fluttur á lögreglustöð. Þar fékk hann aö sofa úr sér vímuna og var síðan yfirheyrður. Piltamir tveir vora útskrifaðir einkennalausir um kvöldiö. Innbrot í bát Brotist var inn í Albert GK í Grindavíkurhöfíi um helgina. Þjófurinn hafði á brott með sér sjónvarpstæki úr bátnum og hef- ur ekki fundist. Talsvert hefur verið um inn- brot í báta á Suðumesjum í sum- ar og haust og fá þeirra verið upplýst. mátti litlu muna að illa færi, segir aðalvarðstjóri hávaða því aö rafstöð var inni í bíln- um og gátu því hljómsveitarmenn notað hátalara. Lögreglumenn gripu fljótt inn í og það máttí htlu mima að illa færi. Það var ráðist að lögregl- unni og gerður aðsúgur að henni. Hins vegar náðum við að stöðva þetta af því að hljómsveitin hafði ekki náð að spila lengi,“ sagöi Geir Jón Þóris- son, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Reykjavík, um uppþot sem urðu í miöbæ Reykjavíkur í kjölfar óboð- aðra tónleika hljómsveitarinnar Qu- icksand Jesus aðfaranótt laugardags. Glerflösku var kastað 1 einn lög- regluþjón og ráðist að starfsbræðr- um hans. Um tíma var svo komið að allir lögreglumenn í miðbænum voru komnir á staðinn til að skakka leik- inn, að sögn Geirs Jóns, en á annaö þúsund manns vora í miðbænum þegar atvikið átti sér stað. Fimm ungmenni, sem höfðu sig mest í frammi, vora handtekin og gistu þau fangageymslur. Sendibíllinn mun hafa verið leigð- ur og bílstjóranum talin trú um áð tilskilinna leyfa til tónleikahalds hefði verið aflað. Hann var fluttur á lögreglustöð til skýrslutöku en hljómsveitarmeðlimir komust und- an. Hald var þó lagt á hljóðfærin. Stuttar fréttir Tveir piltar, 16 og 17 ára, voru fluttir á Borgarspítalann eftir að bíll sem þeir óku hafnaði 152 metra utan vegar við bæjarmörk Þorlákshafnar í gærmorgun. Annar piltanna var útskrifaður fljótlega en hinn liggur á gjörgæsiu- deild og er líðan hans eftir atvikum góð. Aðkoman á slysstað var mjög Ijót og lítið heillegt af bílnum. Annar pilt- anna náði þó að komast upp á veg og gera vart við sig en eins og fyrr segir staðnæmdist bíllinn 152 metra frá þeim stað þar sem hann fór út af. Ljóst er að hann var á mikilli ferð og leikur grunur á að ökumaðurinn hafi verið öl vaður. DV-mynd Reynir Traustason Brottreksturinn hjá Slysavamafélaginu: Stjórnin í hættu finnist ekki lausn - tugir mótmæla björgunarsveita hafa borist ákveði hveijir sitja í stjórn. Málið sé „Björgunarmenn víða um land eru mjög ósáttír við brottrekstur Hálf- dans. Við höfum ekki fengið neina skýringu á þessu sem við getum sætt okkur við,“ segir Reynir Ragnarsson, umdæmissljóri björgunarsveita í V- Skaftafellssýslu, vegna fyrirvara- lausrar uppsagnar Hálfdans Henrys- sonar, deildarstjóra hjá Slysavama- félagi íslands. Megn óánægja er með brottrekst- urinn. Borist hafa tugir stuðnings- yfirlýsinga við Hálfdán frá björgun- arsveitum vítt og breitt um landið. Þá hafa starfsmenn Slysavamafé- lagsins, að tveimur undanskildum, mótmælt brottrekstrinum mjög harkalega. Annar þeirra sem ekki mótmæla, Páll Ægir Pétursson, er reyndar sá sem tók við starfi Hálf- dans. Það viðhorf ríkir. einnig meðal starfsmanna og björgunarsveitar- manna að brottreksturinn hafi verið tilefnislaus og stjómin geti ekki gefið neinar tilhlýðilegar skýringar. Talið er að ágreiningurinn sé til kominn vegna þess að stjómin vilji leggja meiri áherslu á fyrirbyggjandi starf sem myndi þá skerða hlut bj örgunarsveitanna. Hálfdán hefur verið tengiliður félagsins við björg- unarsveitimar sem hafa verið ósátt- ar við áherslubreytingamar hjá fé- laginu. Stjórn Slysavamafélagsins hefur nú skipað nefnd sem á að freista þess að leita sátta í málinu og tahð er vist að starf nefndarinnar ráði því hvort mál þróast út í harðari átök en oröin era þegar, með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum fyrir sitjandi stjórn. Þeir björgunarsveitarmenn sem DV ræddi við í gær eru sammála um að málið sé komið á mjög alvarlegt stig og nauðsynlegt sé fyrir stjórnina, vilji hún sitja, að leysa það á viöun- andi hátt fyrir Hálfdan. Gunnar Tómasson, varaformaður stjómar Slysavamafélagsins, segir það Ijóst að björgunarsveitimar á viðkvæmu stígi og því ekki astæða til að tjá sig um það. „Það er búið að skipa sáttanefnd í málið og það mun koma í ljós hvað kemur út úr því,“ segir Gunnar. Á Guðmundur Árni Stefánsson að segja af sér ráðherraembætti? Nei ðvissa um barnaspítala \ Engir fjármunir eru hjá ríkinuj til að hefja byggingu barnaspítala næsta vor þrátt fyrir loforð þess| efnis. Skv. RÚV ríkir óvissa um efndimar innan ríkisstiómar. | Ofbeldiðeykst Ofbeldi í íslenskum skólum er nú tíðara en það var fyrir nokkr- um árum. Mbl. hafði þetta eftír forstöðusálfræöingi hiá Fræðslu- skrifstofu Reykjavíkur. Fraktflugfelítniður Flugleiðir hættu í gær viö frakt- flug tíl Bandaríkjanna. Þetta er í annaö sinn sem slíkt flug er fellt niður. Cargolux flaug hins vegar boðað fraktflug vestur um haf. RÚV greindi frá þessu. Endurbæturáþofum Boeing-verksmiðjumar hafa tilkynnt endurbætur á hreyfi- búnaði stýristilla á stéli Boeing 737 þotna. Flugleiðir ætla að breyta þotum sínum um leið og nýr búnaður fæst til endurbót- anna. Mbl. greindi frá þessu. Þjóðarsátthafnað Iðnnemar hafna nýrri þjóðar-i sátt og gera kröfu um aukinn kaupmátt. Þetta var samþykkt á; nýafstöðnu þingi Iðnnemasam- bandsins. Tíminn greindi frá. Námsgögn skorin niður Fjárframlög til Námsgagna- stofnunar hafa verið skorin niður um 24% á undanfomum þremur árum. Skv. Mbl. má rekja þetta til beins niðurskurðar og tilkomu viröisaukaskattsskyldu. Prófkjörboðað Sjálfstæðismenn á Noröurlandi vestra halda prófkjör i lok nóv- ember, það fyrsta í 12 ár. RÚV greindi frá þessu. Bætur ekki greiddar Alls 40 sveitarfélög hafa ákveð- ið að greiða ekki húsaleigubætur á næsta ári. Einungis 19 sveitar- félög hafa ákveðiö að greiða bæt- umar. Mbl. greindi frá þessu. NiÐURSTAÐA J § Ú á FOLKSINS 99-16-00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.