Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1994, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1994, Blaðsíða 36
F R É T 1 • r A S K O T 1 Ð Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 3.000 krónur. Ritstjórn » Auglýsl 1111 • - Áskrift - Dreifing: Sími 632700 MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1994. Jóhannes í Bónusi: Ætla að f lytja inn kjúklinga „Þaö er alveg hrikalegt að búa við 'petta. Það hefur verið skortur á kjúklingum í allt sumar og verðlagið er uppi í skýjunum. Við erum að skoöa í kringum okkur. Ætlunin er að flytja inn soðna kjúklinga. Það er ekkert sem hindrar innflutning nema þessi pólitík," segir Jóhannes Jónsson, framkvæmdastjóri Bónus. Skortur hefur verið á kjúkhngum í verslunum síðan í sumar og er búist við að svo verði áfram næstu mánuð- ina. Vegna þessa hefur Bónus ákveð- ið að hefja innflutning á soðnum kjúklingum sem yrðu mun ódýrari en þeir íslensku. Að sögn Jóhannesar er von til þess að fyrsta sendingin komi til landsins þegar á fimmtudaginn. Þá komi í ljós ""'hvort verðjöfnunargjaldið taki mið af flutningskostnaðinum. Aðspurður kveðst Jóhannes alit eins eiga von á því að yfirvöld reyni að stöðva inn- flutninginn meö einhverjum hætti 0 þrátt fyrir kjúklingaskort í landinu og aö að lög heimili innflutning. Táragas á mann með hníf Lögregla þurfti að beita táragasi þegar maður brá fyrir sig hnífi á heimili sínu í miðbænum í gærdag. Maðurinn, sem á við geðræn vandamál að stríða, greip til hnífs í gær þegar ná þurfti honum af heirp- ili sínu í gær. Hann mun ekki hafa beint hnífnum að neinum ákveðnum en þó var hætta talin stafa af honum. Ættingjar mannsins óskuðu aðstoð- ar lögreglu og var gripið til þess ráðs að nota táragas til að afvopna hann. Engin meiðsl urðu á fólki þegar hann var afvopnaður og var hann fluttur í sjúkrahús að aðgerðum loknum. Umferðarteppa: Seint saltað Fá umferðaróhöpp vegna hálku voru tilkynnt til lögreglu í morgun. Hins vegar myndaðist umferðar- teppa til og frá Grafarvogi þar sem mikil hálka hafði myndast vegna snjókomunnar í nótt. Auk þess voru umferðarljós óvirk á Höfðabakka. Guðbjartur Sigfússon, yfirverk- fræðingur hjá Gatnamálastjóra, sagði í samtali við DV að ekki væri búið að setja á saltvaktir hjá þeim enn þá og því hefðu menn farið seinna af stað en ella. Hins vegar hefði verið búið að salta aðalleiðir um klukkan 8 í morgun og frá og með næstu helgi yrði komið á vökt- LOKI Þessi brottrekstur virðist nú vera dulítið skrítin slysavörn! Sátu hálfan sólarhring í bíl sem var fastur í krapastíflu á hálendinu: Vistin var heldur nöpur - segir ökumaðurinn - jökulkalt vatnið náði upp á sætisbríkur „Það myndaðist krapastífla við bílinn og vatnsborðið hækkaði í kring og hka inni í bílnum þannig að vistin var svona heldur nöpur, sérstaklega síðustu þrjá timana. Maður óttaðist helst að blotna en vissi þó að landið í kring myndi taka við nógu af vatni þannig að það hækkaði mjög hægt vatnsborð- ið í bílnum síðustu tímana. Ég sat þó orðið á geymsluhólfi milli fram- sætanna síðustu tímana og félagar mínir sátu á aftursætinu saman- brotnu til að blotna ekki,“ segir Jóhann Ögmundsson, einn þriggja manna í jeppa sem festist í krapa- stíflu í læk skammt frá Hellisá við Lakagíga á laugardag. Jóhann og félagar hans festu bíl- inn í læknum skömmu fyrir hádegi og það var svo ekki fyrr en skömmu eftir miðnætti sem björgunarsveit- armenn frá Kirkjubæjarklaustri og Vík komust á vettvang. Þeir höfðu farið frá skála í Hrossatungum snemma á laugardagsmorgun eftir að hafa verið þar frá því deginum áður vegna veðurs. Veðurspá hafi verið ágæt og því þeir því ákveðið að láta slag standa og komast til byggða. Jóhann segir að bíllinn hafi fest illa í krapasvelg og tvö hjólanna undir bílnum hafi ekki náð festu. Því hafi ekki verið um það að ræða að losa hann. Þeir hafi mokað og mokað en ekkert gengið. Tveir mannanna í bfinum hafi fariö í um klukkustundar göngu og ekki litist á umhverfið né veðrið og því hald- ið aftur að bílnum og ákveðið að láta fyrirberast þar til hjálp bærist. Töluverð snjókoma hafi verið og því kolófært í næsta nágrenni. „Við bjuggumst alltaf við hjálp. Ég hafði haft samband við kunn- ingja minn á Klaustri áður en við fórum og það hafði orðið að ráði að við myndum verða aftur í sam- bandi seinna um daginn. Þegar ekkert heyrðist til okkar las hann þetta vel og vissi hvað hafði gerst. Öll skilyrði til fjarskipta voru öm- urleg og við náðum ekki einu sinni útvarpssendingum. Hann lét því björgunarsveitir vita,“ segir Jó- hann. Jóhann vill koma á framfæri kæru þakklæti til björgunarsveit- armannanna sem komu honum og félögum hans til hjálpar. Segist hann viss um að hann líti gíróseðla og happdrættismiða björgunar- sveitanna öðrum augum í framtíð- inni en hingað til. Það snjóaði af krafti þegar þessi mynd var tekin af jeppanum i krapastíflunni. DV-mynd Grétar Einarsson Veðrið á morgun: Vægtfrostum mestallt land Á morgun verður norðan stinn- ingskaldi norðvestan til á landinu en annars breytileg eða norðlæg átt, gola eða kaldi. Á Vestfjörðum verður talsverður éljagangur en dálítil snjó- eða slydduél á víð og dreif í öðrum landshlutum. Búast má við vægu frosti um mestallt land. Veðrið í dag er á bls. 44 Vinnslustöðin: Erum allir að leggja höf- uðið að veði Flexello Vagn- og húsgagnahjól Poufeftfl Suðuiiandsbraut 10. S. 686493. Ltm alltaf á Miðvikudögum - segir Sighvatur Bjamason „Það fylgja þessum kaupum okkar ekki aðrar hugmyndir en að Sighvat- ur Bjarnason verði áfram fram- kvæmdastjóri. Við veittum forstjóra okkar fullt umboð til að ganga frá samningi um kaup á 30 prósenta hlut í Vinnslustööinni og þaö var gert í gær,“ segir Hemann Hansson, stjórn- arformaður íslenskra sjávarafurða, um kaup félagsins á eignarhlut Bjarna Sighvatssonar og fjölskyldu í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Hermann segir að kaupin á fyrirtæk- inu skipti verulegu máli fyrir ís- lenskar sjávarafurðir hf. „Þaö er ekki auðvelt að nefna nein- ar tölur um það hversu mikla hlut- deild er um aö ræða. Vinnslustöðin er fjórða stærsta sjávarútvegsfyrir- tæki á landinu þannig að það hlýtur að skipta miklu máli,“ segir Her- mann. Með þessari breytingu eru íslensk- ar sjávarafurðir stærsti hluthafínn, næst kemur Olíufélagið hf. með 17 prósent, þá kemur Haraldur Gísla- son í Vestmannaeyjum með 15 pró- sent og Sæhamar hf., hka í Eyjum, meö um 10 prósenta hlut. „Það eru einhverjir sem þykjast sjá í þessu einhverja pólitík, það er mik- ill misskilningur. Þetta eru bara við- skiptasjónarmið og sú krafa hvílir á okkur sem komum að þessu máh að við skilum árangri. Við erum alhr að leggja höfuöið að veði,“ segir Sig- hvatur Bjarnason. Makaskiptin: Lausir endar - hótelinu lokað á morgun Að sögn Margeirs Daníelssonar, framkvæmdastjóra Samvinnulífeyr- issjóðsins, eru ennþá nokkrir lausir endar í viöræðum um makaskipti sjóðsins og íslandsbanka á Sam- bandshúsinu við Kirkjusand og Holiday Inn hótehnu og tveimur hæðum í Húsi verslunarinnar. Til stóð að ganga frá þessum samning- um um helgina en það tókst ekki. Margeir bjóst við að máhð leystist fljótlega. Þróunarfélagið hefur verið í viðræðum við væntanlega eigendur hótelsins um kaup á því og rætt er um að leigja það síðan Flugleiðum. Wilhelm Wessman, hótelstjóri á Holiday Inn, sagði við DV í morgun að hótehnu yrði lokað á morgun eins og til hefði staðið. Hann sagðist ekk- ert hafa heyrt í Flugleiðamönnum og taldi allt í lausu lofti um að hótel yrði rekið í húsnæðinu. 4-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.