Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1994, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1994, Side 8
8 MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1994 Stuttar fréttir Utlönd Björgunarsveitir hafa bjargað öUurn 155 sem voru í rússnesku verksmiðjuskipi sem strandaði við Hjaltlandseyjar. Sanfer bakar reiði Jacques Sant- er, nýr forseti framkvæmda- stjórnar ESB, bakaði sér reiði Brcta þegar hann svipti helsta; fram- kvæmdastjóra þeirra umsjón með tengslunum við Austur-Evrópulöndin. Rættum viðskipti Þjóðaleiðtogar og kaupsýslu- menn ræða viðskipti i Miðaustur- löndum á ráðstefnu i Casablanca. Slakaðáspennu ísraelsmcnn slökuðu á spenn- unni í samskiptum viö PLO þegar þeir lofuðu að opna Gazasvæðið af'tur. Mandelalækkarlaun NelsonMand- ela, forseti. Suð- ur-Afríku, og ráðherrar í stjórn hans hafa fallist á að lækka laun sín umtalsvert til að sýna gott fordæmi í sparnaðaraðgerðum. Áflótta Hermenn Bosníu-Serba flúðu undan stjórnarhernum inn í Króatíu. Reuter Byssuóður einfari tæmdi hálfsjálfvirkan riffil sinn á Hvíta húsið: Forsetinn horf ði á sjónvarp og slapp - deildir lögreglunnar komnar í hár saman um hver eigi að rannsaka málið „Forsetinn var aldrei í hættu. Hann sat á efri hæðinni og horfði á sjón- varpið,“ sagði yfirmaður öryggis- mála í Hvíta húsinu eftir að byssuóð- ur einfari tæmdi hálfsjálfvirkan rifíil sinn á Hvíta húsið á laugardags- kvöldið. Byssumaðurinn, Francisco Martin Duran að nafni, skaut frá öryggsi- girðingunni við bústað Bandaríkja- forseta. Pjölmargar kúlur hæfðu húsið og brotnaði m.a. rúða í her- bergi fréttamanna á jarðhæðinni. Bill Clinton var hins vegar á annarri hæð og sakaði ekki. Nokkur kúlnafór eru á húsinu. Byssumaðurinn Duran var yfirbug- aður þegar hann þurfti að hlaða vopn sitt. Hann hefur ekkert fengist til að segja um tilganginn með skotárás- inni en mun þó hafa skilið eftir bréf með útskýringum ef svo færi að ör- yggisverðir skytu hann til bana. Dur- an vann á hóteli en var áður í hem- um. Hann notaði kínverskan rifíil við árásina. Hinar ýmsu deildir lögreglunnar í Bandaríkjunum eru komnar í hár saman vegna málsins. Alríkislög- reglan, FBI, vill kæra Duran fyrir VETRARDEKK! Það býður enginn betur ef þú kaupir bæði dekk og felgur. Eigum til ný og sóluð dekk á sandblásnum felgum undir flesta bíia. Ef felgur og dekk eru keypt saman fæst umfelgun og ballansering frítt. Að sjálfsögðu tökum við gömlu felguna upp í ef óskað er. Verðdæmi: Nissan og Toyota, 13" 175/70, sóluð, ónegld kr. 26.600 negld kr. 31.300 Mitsubishi og Golf, 13 175/70, Gislaved, ónegld kr. 33.500 negld kr. 38.200 Tilboðið gildir meðan birgðir endas t SANDTAK Dalvegi 2 - 200 Kópavogi, símar 641904 og 642046. SKOTIÐ A HVITA HUSIÐ Byssumaður skaut á laugar-, dagskvöldið 20 til 30 skotum að Hvíta húsinu. Tveir ferða- menn stöðvuðu manninn þegar hann þurfti að hlaða vopnið Kl. 19.00 Byssumaður skýtur Onnur hæð af hálfsjálfvirkum Bill Clínton forseti situr og riffli frá öryggis- horfir á sjónvarpið girðingunni við Hvíta húsið Pennsylvania Ijreidstræti Viiif •v fœ Kpx »fí ..V f | 1 \ r i ! r mmm-s Önnur hæð, vesturálma. íbúð forsetahjónanna tilraun til myrða forsetann. Þá fær hún málið í hendur. Öryggisverðir Hvíta hússins vilja kæra Duran fyrir ólöglegan vopna- burð og fyrir að valda tjóni á opinber- um byggingum. Þá heldur hún mál- inu hjá sér. Laganna verðir eru sammála um það eitt aö framvegis verði að gæta forsetans betur. Þá mun Clinton ætla að nota árásina sem tilefni til að herða baráttuna gegn vopnaburði almennings. Þykir ekki vanþörf á í landi þar sem 44 milljónir glæpa voru skráðir á síðasta ári. Reuter Öryggisvörður í Hvíta húsinu bendir á skaðann sem orðið hefur á híbýlum Bandaríkjaforseta. Byssumaður lét kúlum rigna yfir húsið en hæfði ekkert sem máli skipti. Þetta er önnur árásin á Hvita húsið á skömmum tíma. Fyrr i haust var reynt að fljúga á það. Simamynd Reuter Voprxaður maður rændi ungum drengjum: Eins og horf nir af yf irborði jarðar „Eg grátbæni náungann um að skila okkur bömunum heilum á húfi,“ sagði David Smith fyrir helgi og beindi máli sínu til manns sem rændi drengjunum hans tveimur, þeim Michael, 3 ára, og Alexander, 14 mánaða, á þriðjudagskvöld í síð- ustu viku í bænum Union í Suður- Karólínu í Bandaríkjunum. Susan Smith, móðir drengjanna, sagði yfirvöldum að vopnaður maður hefði ruðst inn í bílinn til hennar og sagt henni að aka af stað. Skömmu síðar skipaði hann henni að fara út úr bílnum og ók svo af stað með drengina, enn í öryggissætum sínum. „Mér finnst ég vera algjörlega varnarlaus. Ég get ekki gert nægilega mikið. Bömin mín þráðu mig og þurftu á mér að halda. Og ég get ekki hjálpað þeim. Mér finnst ég vera algerlega misheppnuð," sagði Susan Smith. Um fimmtíu lögregluþjónar fóm Bræðurnir Michael, 3 ára, og Alex- ander, 14 mánaða, hafa ekki sést í tæpa viku eftir að þeim var rænt. Símamynd Reuter yfir rúmlega eitt þúsund visbending- ar úr öllum landshornum um að sést hefði til vínrauðs bfis hjónanna eða drengjanna eða hvorra tveggju, án árangurs. „Það er eins og þeir hafrhorfið af yfirborði jarðar,“ sagði Hugh Munn, talsmaður lögreglunnar í Suður- Karólínu. ÞrýstáMajorað rannsakafyrir opnum tjöldum Stjórnarand stæðingar í Vcrkamanna- tlokknum munu leggja hart að John Major, forsæt- isráðherra Bretlands, i dag að þingrannsókn á spillingarmálum stjórnmálamanna verði haldin fyrir opnum tjöldum en ekki lukt- um dyrmn, eins og fyrirhugað er. Þingmenn Verkamannafiokks- ins ætla ekki að sitja fundi rarrn- sóknarnefhdarinnar og Tony Blair flokksformaður sagöi að orðspor þingsins væri í veði. Breskir fiölmiðlar fluttu í síð- ustu viku fréttir af ráðherrum í stjóm Majors sem höföu þegið fé fyrir að þera upp fyrirspurnir í þinginu. Ráðherrarnir sögðu af sér vegna þrýstings í kjölfarið. Tveir ihaldssamir lávaröar lögðu stjórnarandstöðu lið í gær og hvöttu stjómina til að endur- skoðaafstöðusína. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.