Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1994, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1994, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1994 31 Meiming Rán hefur veriö framið á skrifstofu útgerðarinnar. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Randver Þorláksson i hlutverkum sínum. Sjónvarpið - Sigla himinfley: Mannlíf í hægagangi Kvikmyndagerðarmenn okkar hafa ekki mikla reynslu í gerðieik- inna sjónvarpsþáttaraða, enda slíkt dýr biti fyrir litla sjónvarpstöð að leggja út í. Á meðan fátækt okkar í gerð slíks efnis hefur staðið yfir hefur Sjónvarpið oft verið að bjóða upp á það besta sem gert er í heim- inum af slíkum sjónvarpsseríum og það eru þvi kröfuharðir áhorf- endur sem leggja dóm sinn á fyrstu alvöru sjónvarpsseríu okkar ís- lendinga, Sigla himnfley. Og hvar skyldi hún svo standa í saman- burðinum. Jú, betri sjónvarpsser- íur hafa sést, sérstaklega frá ná- grönnum okkar á Bretlandseyjum en í samanburði við það sem frændur okkar á Norðurlöndum gera þá stenst hún fyllilega saman- burð og næst þykir mér Sigla him- infley standa þeim dönsku sjón- varpsseríum sem sýndar hafa ver- iö, þar sem allt gerist oftar en ekki í einhverjum smákima þar sem all- ir þekkja alla. Það var mikil skynsemi hjá Þráni Bertelssyni að velja Vestmannaeyj- ar sem sögusvið. Náttúrufegurðin er mikil og einstök og lyftir því oft glæsileg kvikmyndataka upp frek- ar daufum atriðum. Sagan um Malín, sem kemur útgerðarmann- inum Sigurjóni, afa sínum, til hjálpar í þrengingum hans, er ekki ýkja merkileg en hún er mannleg og eðlileg. Það eru ekki margar persónur sem skipta einhverju máh fyrir atburðarásina, Malín er nýútskrifaður viðskiptafræðingur og milli þess sem hún reynir að fá botn í skúffurekstur afa síns bítast tveir um ástir hennar, annar er alinn upp á möhnni og hefur gengi menntaveginn, hinn er sjómaður og óvirkur alkóhóhsti. Ýmsar hlið- arpersónur koma mismikið við sögu en flestar tengjast á einhvem hátt Sigurjóni gamla. Vondar per- sónur eru ekki til í sögunni og eini „glæpamaðurinn" stal til þess eins að geta gefið peningana til kirkju- byggingar. Löng sjónvarpsmynd, sem skipt er í fjóra hluta, er ekki sama og kvikmynd í bíói og ef Sigla himin- fley er tekin í einu lagi þá er það KvTkmyndir Hilmar Karlsson fyrsta sem manni dettur í hug að hægt hefði verið að stytta myndina mikið án þess að nokkur skaði yrði af. Samræður eru yfirleitt of langar og spennan í lágmarki. Það kann- ast allir við að í framhaldsmyndum á borð við Sigla himinfley er passað upp á að enda hvem þátt þannig að áhorfandinn hafi eitthvað til að hugsa um og hlakka til fram að næsta þætti. Því miður gefur sagan í Sigla himinfley lítll tækifæri til shkra skiptinga enda er það kannski helsti gallinn að stígand- inn í sögunni er of hægur. Á móti kemur að einstaka per- sónur verða mjög Ufandi, sérstak- lega nær GísU HaUdórsson að gera Sigurjón eftirminnilegan. Hann er sannur fulltrúi gömlu útgerðar- mannanna sem lifðu lífinu meira meðal starfsmanna sinna en á skrifstofunni. Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir og Ingvar Sigurðsson eiga einnig ágæta spretti., en verða stundum vandræðaleg. 011 tækni- vinna er til fyrirmyndar og tónUst Oddgeirs Kristjánsson og Asa í Bæ hefur sjaldan eða aldrei notiö sín betur. Sigla himinfley. Leikstjóri og handritshöfundur: Þráinn Bertelsson. Kvikmyndun: Jón Karl Helgason. Klipping: Júlíus Kemp. Tónlist: Siguróur Rúnar Jónsson. Aóalhlutverk: Gísli Halldórsson, Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir, Ingvar E. Sig- urðsson, Kristbjörg Kjeld, Rúrik Har- aldsson og Valdimar Flygenring. VIRKA Tískufataefni - Bútasaumsefni Nýkomið: taft, velúr, fínplíseraður velúr, þykkt teygjanlegt prjónasilki, Lover Knot-bókin, dúkku- gleraugu, Burdasnið, kwik sew-snið o.fl. o.fl. Opið mánudaga til föstudaga kl. 9-18, á laugardögum frá 1. sept. til 1. júní kl. 10-14. 9 VIRKA Mörkinni 3, simi 687477 (við Suðurlandsbraut) í miklu úrvali Perur, Ijós, lampar, heimilistæki, dyrasímar og loftnet iIL Raflagnaverslunin llA RAFSÓL Löggiltur rafverktaki Skipholti 33, sími 35600 T'WWW1WnVWW W T WWWWWWWW SPARIÐ ALLT AÐ 50% OG SETJIÐ SAMAN SJÁLF fi^jöminn býður upp á gott og fjölbreytt úrval efniviðar til smíði á eldhús- og baðinnréttingum og fataskápum. Fagmenn okkar sníða efnið eftir þínum þörfum. Þú setur innréttinguna saman sjálf(ur) og sparar þannig peninga. Gerðu verðsamanburð. — Það borgar sig. Eldhúsinnréttingar. Fataskápar u u BJORNIN B0RGARTÚNI28 S. 6215 66 '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.