Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1994, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 199' Fréttir dv Lyflareglur samþykktar samhljóöa á landsþingi hestamannafélaga: Deyfilyf bönnuð fyrir hestamót - ekki samkomulag um gjald til að standa straum af kostnaöinum Fundarstjórar á 45. þingi LH, Fannar Jónasson og Eggert Pálsson ræða við Eyjólf Sveinbjörnsson og Guðmund Jónsson, formann LH. DV-mynd E.J. Gæsluvarðhald: Nauögun og hrottaleg líkamsárás Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðaö karlmann á fertugs- aldri í 11 daga gæsluvaröhald. Maðurinn var handtekinn, gran- aður um að hafa lagt hendur á fyrrum sambýliskonu sína og nauðgað henni á heimili sínu á fbstudag. Konan liggur nú með alvarlega áverka á Borgarspítala. Rannsóknarlögregla ríkisins, sem fer með rannsókn málsins, hafði farið fram á 32 daga gæslu- varöhald. Braut rúðu bílstjóramegin Málavextir eru þeir aö konan kom á heimili mannsins, að hans ósk að sögn konunnar, í Kópavogi á föstudagskvöld. Þar mun hann hafa ráðist á hana og nauðgað henni. Konan komst út eftir at- burðina og hélt heim til sín en þegar þangað kom beið fyrrum sambýlismaður hennar eftir henni. Fór hann að bil hennar og braut rúðu í bílnum bílstjóra- megin. Hann mun þó hafa flúið þegar ættingjar konunnar komu út henni til aðstoðar. Hún var þá með talsverðá áverka í andliti og á líkama auk þess sem föt hennar voru rifin. Maðurinn, sem var undir áhríf- um áfengis, var handtekinn seinna og vistaður í fanga- geymslu. Hann mun ekki hafa komiö áður við sögu lögreglu svo vitað sé. Hann var yfirheyrður hjá RLR um helgina. Bílslys á Vatnsskarði: Sneristíhálku Tveir bílar skullu harkalega saman á veginum yfir Vatnsskarð við Jbishól i fyiTadag. Annar bílanna var á leiöinni upp en hinn niöur og mun öku- maður síöarnefnda bílsins hafa misst stjóm á honum með þeim afleiðingum aö hann snerist á veginum. Skall afturendi þess bíls framan á bílnum sem kom neðan að þannig aö báðir bílamir eyðilögðust. Minni slys urðu á mönnum en útlit á slysstað gaf tilefni til. „Að setja lyfjareglur fyrir hesta er tímamótaákvörðun,“ sagöi Guð- mundur Jónsson, endurkosinn for- maður Landssambands hesta- mannafélaga (LH), þegar 45. þingi sambandsins lauk á Hvolsvelli á laugardaginn. „Það hafa mörg gagnleg mál komið fram sem er gott veganesti fyrir stjórnina. Það liggur fyrir í dag að mikil vinna verður lögð í að skoða keppnisreglur og fyrirkomulag á mótum, en ég tel ekki að reglur muni þó taka stórum breytingum," sagði Guðmundur ennfremur. Búist var við miklum umræðum um lyfjamál en reglugerð sem stjórn LH lagði fyrir þingið var samþykkt samhljóða nær óbreytt og tók gildi strax. Notkun hormóna eða deyfi- lyfja Reglugerðin tekur til hrossa sem taka þátt í keppni og sýningum hvers konar og gildir 14 dögum fyrir loka- dag skráningar til keppni, en 14 dög- um fyrir upphafsdag sýningar. Þar segir meðal annars að óheimilt sé að nota hormón eða deyfilyf eða hliðstæð efni til að hafa áhrif á af- kastagetu dýra í keppni og að stjórn LH ákveði eigi síðar en í desember hversu mörg lyfjapróf taka skuli á komandi keppnistímabili. Ekki náðist samkomulag um 100 króna gjald á hvern félagsmann LH til að bera þann kostnað sem hlýst af lyfjaprófum og verður stjórn LH að finna peninga upp í þann nýja útgjaldalið. Landsmótafjölgun í milliþinganefnd Tillögu um að landsmótum verði íjölgað og þau haldin annað hvert ár og öðrum tillögum um breytingar á keppnisreglum var visað til milli- þinganefndar, en þó samþykkt að hjálmar knapa skuli tryggilega festir. og knapi vera úr leik ef hann missir hjálminn í keppni. Tillaga um að stóðhestum sé mein- uð þátttaka í gæðingakeppni var felld en töluverðar umræður uröu um þátttökurétt stóðhesta. Meðal annars var lögð fyrir þing og felld tillaga um að ræktunarsamböndum sé ekki heimilt að sýna hross í sinni eigu þvi að erfitt getur reynst að skilgreina hvaö sé ræktunarsamband og hvert eignarhlutfall einstaklinga í stóð- hesti megi veræ Þá var samþykkt tillaga frá kyn- bótanefnd um að kynbótahross fái lokadóm í yfirlitssýningu, en geti ekki aukið við sig í verðlaunaafhend- ingu. Óbreytt stjórn Stjóm LH verður óbreytt næsta árið. Hana skipa: Guðmundur Jóns- son formaður, Guöbrandur Kjart- ansson varaformaður, Sigfús Guð- mundsson gjaldkeri, Halldór Gunn- arsson ritari og meðstjórendur: Sig- bjöm Björnsson, Jón Bergsson og Kristmundur Halldórsson. -E.J. Mikið eigna- Ijóní hálkuslysum Mikið eignatjón varð í hálku- slysum um helgina. Skömmu iyrir hádegi á laugar- dag valt bíll við Sléttuland í Asa- hreppi. Engin slasaðist en veru- legar skemmdir urðu á ökutæk- inu. Þá valt bíll skammt sunnan Húsavikur i fyrrakvöld. Engin slys urðu á fólki en bíllinn er ónýtur. Árekstur varð lika vegna hálku, eins og í hinum tilvikun- um, í Köldukinn í fyrradag. Eng- inn slasaðist og var eignatjón óverulegt í þvi tilvikinu. Þá valt bíll eftir að hann skall á öðmm bíl á Biskupstungna- braut á móts við fossinn Faxa síð- degis í gær. Óhappiö var slysa- laust en skemmdir urðu nokkrar á ökutækjum. Loks valt bill við Miðfell í Þing- vallasveit vegna hálku. Engin slys urðu en bilhnn var óökufær eftir óhappið. Tveir í sjúkrahús eftir útafakstur Tveir menn vora fluttir í sjúkrahús á Akranesi eftir útaf- akstur og bílveltu við afleggjar- ann að Hvammstanga snemma á sunnudagsmorgun. Mennirnir munu hafa kvartaö undan eymsl- um i baki en munu þó ekki vera alvarlega slasaðir. Mikil hálka var þegar slysið varð og er taliö víst að ökumaður- inn hafi ekki náð beygjunni, en hann var að koma af þjóðvegi eitt. Bíllinn er ónýtur. Miðbærinn: Einn rotaður íátökum Einn maður var fluttur á slysa- deild eftir að hann var sleginn í andlitið, skallaður og sparkað i hann um helgina. Maðurinn rot- aðist en hann hafði átt í deilum við annan mann í miöbænum. Hann fékk að fara heim eftir að gert hafði veriö aö sárum hans. Máhð er til rannsóknar hjá RLR en annar mannanna hefur komið við sögu lögreglu áður. í dag mælir Dagfari Guömundur Ámi Stefánsson fé- lagsmálaráðherra mætti í Sjón- varpinu í síðustu viku. Þar hefur hann að vísu verið daglegur gestur um langan tima með athöfnum sín- um og bráðsmellnum athugasemd- um um eitt og annað sem honum kemur ekki við. En í þetta skiptið mætti ráðherrann til að skiptast á skoðunum við núverandi bæjar- stjóra í Hafnarfirði um þaö hlægi- lega mál listahátíðar í Hafnarfirði sem þessi blessaði bæjarstjóri hef- ur verið að blása upp af engu til- efni. Bæjarstjórinn hefur sem sagt verið að halda því fram að einhver óreiða hafi verið í fjármálum lista- hátíðarinnar og verið með þá fár- ánlegu kenningu að Guðmundur Ami beri ábyrgö á þeirri óreiðu. Ráðherrann hefur auövitað margbent á aö honum komi það ekki við hvemig með peninga bæj- arsjóðs sé farið, að öðra leyti en því að hann ber pólitíska ábyrgð á hátíðinni og þeim kostnaði sem af henni hlaust. Það er allt annar handleggur og kemur ekki bæjar- stjóranum við hvaöa ávísanir framkvæmdasfjóri listahátíðar fékk eða hvemig hann fór með þær. Það eina sem ráðherranum í íslenskri þýðingu kom við meðan hann var sjálfur bæjarstjóri var að hann lét henda bæklingi um listahátíðina þar sem gleymdist að láta bæjarstjórans getiö til að gefa út annan bækling þar sem hans var getið og skrifaði ávarp í bæklinginn og hann setti hátíöina og stóð fyrir henni og kynnti listina fyrir bæjarbúum með því að efna til hátíðarinnar. Að öðra leyti kemur honum ekki þessi hátíð við, hvað sem núver- andi bæjarstjóri segir. Nema það aö bæjarstjórinn hélt áfram í þessu sjónvarpsviðtali, þar sem hann skiptist á skoðunum við ráðherrann. Og ráðherrann lætur ekki hvaða seglskip sem er segja sér fyrir verkum og minnti bæjar- stjórann á ráðherradóm sinn og þá staöreynd að bæjarstjórinn væri aö tala við yfirmann sveitarstjóm- armála og sagði: „Nú vil ég gjaman eiga við þig orðastað um þau mál, því ég hef orðið satt að segja dálitlar áhyggjur af því í mínum heimabæ og tala fyrir sjálfan mig, að menn eru þar sennilega að því er virðist, aö vera að festast í fari og ég vil nú vara þig við, sem reynslumikill í þínu starfi, að þú farir nú að horfa fram fyrir þig, því að við þurfum aö ræða ýmis mál og þá tala ég sem félagsmálaráðherra um reynslu- sveitarfélögin, um tilflutning grunnskólans, um húsaleigubætur og nú fer að koma fyrsti nóvember þegar Hafnfirðingar þurfa að taka ákvöröun hvort að leigjendur í Hafnarfirði ef þeir eigi að fá sínar bætur.“ Þetta er orðrétt eftir ráðherran- um í sjónvarpinu og er afar skýrt og skilmerkilegt í íslenskri þýðingu og ótrúlegt að það skuli vefjast fyr- ir mönnum hvað ráðherrann á við og hvað hann er að segja. Samt hefur Ólafur Ragnar Grímsson reynt að snúa út úr þessum um- mælum og túlka þau sem hótun. Hvemig er það hægt? Skilur Ólafur Ragnar ekki íslensku þegar hún hefur verið þýdd yfir á íslensku? Þetta er engin hótun eins og Guð- mundur Ámi hefur útskýrt á þingi. Hann kannast ekki við neina hót- un. Það sem Guðmundur Ámi er einfaldlega að segja við bæjarstjór- ann er að nú „fer að koma fyrsti nóvember" og þeir þurfi að fara að tala saman! Það er allt og sumt. Hann er að minna bæjarstjórann á dagatahð. Guðmundur Árni veit sem er að margur Hafnfirðingurinn er alls ekki klár á almanakinu og hann hefur áhyggjur af þvi að bæjar- stjórinn viti ekki hvað tímanum líður og notar þess vegna tækifænð þegar hann hittir bæjarstjórann í sjónvarpssal til að minna hann á að fyrsti nóvember sé að nálgast og þeir þurfi að fara að tala saman. Saklausara getur það ekki verið og svo leyfa menn sér að túlka þessi skýra og ótvíræðu ummæli ráð- herrans sem svo að hann sé að hafa í hótunum, þegar hann í góð- semi sinni og væntumþykju yfir þeim í Hafnarfirði er að árétta að nú sé nóvember að koma. Nóvemb- er kemur næst á eftir október. Það var þaö eina sem ráöherrann sagði þegar grannt er skoðað, það sem hann sagði í íslenskri þýðingu. Hver ætlar að rengja þaö að nóv- ember sé að koma? Er það einhver hótun? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.