Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1994, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1994, Page 32
44 MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1994 Ólafur Ragnar Grímsson. Félagsmála- rádherra kominn á endastöðina „Mér þykir dapurlegt aö þurfa aö segja þaö aö þetta mál er kom- iö á þá endastöð að annaðhvort verður hæstvirtur félagsmála- ráðherra á næstu dögum að sjá sóma sinn í því að biðjast sjálfur lausnar eða hæstvirtur forsætis- ráðherra verður að taka þá ákvörðun fyrir hann,“ segir Ólaf- ur Ragnar Grímsson í DV. Ummæli Sprengja ekki utan af sér flokksherbergið ....sælutíðin á Alþýðublaöinu endaði svo á dramatískan og eft- irminnilegan hátt. Ritstjórinn var rekinn sumarið 1978 eftir fjórtán þingmanna kosningasig- ur og ákveðið var að gefa út lítið Alþýðublað... Þingflokkurinn mun á hinn bóginn ekki sprengja utan af sér flokksherbergið í þinghúsinu eftir kosningar, ef svo fer sem horíir," segir Atli Rúnar HaUdórsson í Alþýðublaðinu. Menning og listir í nýrri Evrópu í kvöld boöar Bandalag ís- lenskra listamanna til fundar i Hlaðvarpanum kl. 20.30. Yfir- skrift fundarins er Menning og listir í nýrri Evrópu. Þar verður fjallað um lög og reglur Evrópu- sambandsins sem mun hafa á ýmsan hátt áhrif á menningu og listir, sem og á starfs- og lífskjör listamanna. Á fundinum mun Carl Morten Iversen, formaöur norska listamannaráðsins, miðla af þekkingu sinni. Fundir Óskiljanlegt er grasið Fyrsti regulegi fræðslufundur Hins íslenska náttúrufræöifélags verður í kvöld í stofu 101 í Lög- bergi kl. 20.30. Þar mun Guðrún Á. Jónsdóttir plöntufræðingur flytja erindi sem him nefnir Óskiljanlegt er grasið. í erindinu mun hún segja frá rannsóknum ákveðinna grastegunda. Fyrirlestur um lithimnu- greiningu I kvöld heldur Hallgrimur Þ. Magnússon læknir fyrirlestur, um lithimnugreiningu og hvemig viö getum bætt líöan sálar og lík- ama, i Gerðubergi, A-sal kl. 20.00. Er fyrirlesturinn i boði tímarits- ins Nýir tímar og mun HaUgrím- ur svara fyrirspurnum áheyr- enda. Verðið er orðið flmm prósent hærra. Gætum tungurtnar Rétt væri: Veröiö er oröiö fímm próseatum hærra. OO Snjókoma og slydda Noröaustlæg átt verður áfram á land- inu, sums staðar stinningskaldi við norðvesturströndina í fyrstu en ann- Veðrið í dag ars gola eða kaldi. Dálitil slydda eða snjókoma verður vestanlands og stöku él við austur- og norðaustur- ströndina en léttskýjað á suðaustur- landi. Hiti frá -3 upp í +4 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður norö- austan og austan gola. Skýjað og snjó- koma með köflum. Hiti 0 til 3 stig. Sólarlag í Reykjavík: 17.15 Sólarupprás á morgun: 9.10 Síðdegisflóð í Reykjavík: 15.46 Árdegisflóð á morgun: 4.16 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjað -2 Akurnes léttskýjað 1 Bergsstaðir alskýjað 1 Bolungarvík snjóél -3 Kefla víkurflugvöllur snjókoma 0 Kirkjubæjarklaustur léttskýjað -2 Raufarhöfn léttskýjað -5 Reykjavík snjókoma 1 Stórhöfði léttskýjað 3 Bergen alskýjað 6 Helsinki þokumóða 4 Kaupmannahöfn rigning 8 Stokkhólmur skýjað 5 Þórshöfn rigning 8 Amsterdam rigning 14 Berlín rigning 14 Chicago alskýjað 12 Feneyjar þoka 8 Frankfurt skýjað 15 Glasgow skúr 10 Hamborg rigning 14 London alskýjað 13 LosAngeles heiðskírt 16 Luxemborg skýjað 13 Madrid léttskýjað 5 Mallorca léttskýjað 11 Montreal heiðskírt 7 New York léttskýjað 14 Nice skýjað 14 Orlando skýjað 21 París rign. ásíð. klst. 15 Róm þokumóða 11 Vín skýjað 9 Winnipeg heiðskirt -3 Þrándheimur léttskýjað 3 „Það hefur gefið mér mikið að vinna fyrir bandaríska herinn. Þetta eru mjög góðir húsbændur, sem fara eftir öllu sem samíð er um og ég tel mig vera hamingju- saman stjórnanda að fá að vinna með þessu ágæta fólki,“ segir Har- aldur Stefánsson, slökkviliðsstjóri á Keflavíkurflugvelli, sem er búinn að starfa nær fjörutíu ár á Kefla- Madur dagsins vikurflugvelli. Æðstu ráðamenn í bruna- og neyðarþjónustu sjóhers Bandaríkj- anna sáu ástæðu til að tilnefna hann í nefnd sem fjallar um bruna- og neyðarþjónustumál vamar- málaráöuneytisins bandaríska og er Haraldur eini útlendingurinn í nefndinni, en alls eru í henni sex manns. „Þetta er stórt og viðamikið verkefní og á nefhdin að skila skýrslu til varaforseta Bandaríkj- Haraldur Stefánsson. anna, A1 Gore." Haraldur hefur unnið til margra verðlauna og nú síðast var hann verðlaunaður sem yfirburðastarfs- maður hjá bandaríska sjóhemum, en sjaldgæft er að útlendingur hljóti slíka tilnefningu. Haraldur byrjaði hjá slökkviliö- inu á Keflavíkuflugvelli árið 1955, en þá var hann 18 ára. Hann vann fyrst sem sjúkrabílstjóri og neyðar- þjónustumaður. Varðstjóri varð hann 1968-1976, varaslökkviliðs- stjóri 1976-1986 og hefur verið slökkvíliðsstjóri síðan. Undir hans handleiðslu hefur slökkvilið unnið til margra verðlauna á undanförn- um árum. Þar starfa nú 143 ein- staklingar, allt íslendingar, 85 brunaverðir en aðrír vinna viö flugþjónustudeild, en það er sú deild sem sér um að halda flugsam- göngum opnum. „Hér starfar mjög agað og gott starfsfólk, þannig að framtíð slökkviliðsins er björt. Þetta fólk hefur lagt mikið á sig til að komast í góða þjálfun." Haraldur er fæddur og uppalinn í Reykjavík en býr í dag í Garðabænum ásamt konu sinni, Erlu Ingimarsdóttur, og eiga þau fjögur börn. Ægir Már Kárason Myndgátan Lausngátunr. 1057: Hlaðborð Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Þá mun enginn skuggi vera til Einleikurinn Þá mun enginn skuggi vera til eftir Kolbrúnu Ernu Pétursdóttur og Björgu Gísladóttur verður fluttur í Lista- klúbbi Leikhúskjallarans í kvöld. Þetta er eina opna sýningin á næstunni en sýningin stendur nú til boða sem farandsýning á vinnustaði og í skóla. Leikþáttur- LeiMist inn fjallar á áhrifamikinn hátt um sifjaspell og afleiðingar þess. Var hann frumfluttur á Nordisk Forum í ágúst síðastliðnum og fékk góðar viðtökur. Að sýningu lokinni mun starfskona frá Stíga- mótum ásamt aðstandendura leikþáttarins leiða umræður. í upphafl dagskrárinnar verða les- in Ijóð. Leikkona er Kolbrún Erna Pétursdóttir en leikstjóri Hlin Agnarsdóttir. Skák Jóhann Hjartarson varö skákmeistari íslands í þriöja sinn um helgina er hann bar sigurorð af Helga Ólafssyni og Hann- .esi Hlifari Stefánssyni í aukakeppni um titilinn, sem fram fór í Vestmannaeyjum. Jóhann fékk 3 vinninga en Helgi og Hannes 1,5 v. í seinni skák Hannesar og Helga kom þessi staöa fram, Helgi haföi svart og átti leik. Hannes hefur fórnað manni og hyggst nýta sér bágborna kóngsstöðu svarts en þau áform urðu ekki að veru- leika: 8 7 6 5 4 3 2 1 23. - Rd3+! og eftir þennan óvænta leik gafst Hannes upp. Ef 24. cxd3 Dxe3 + 25. Bxe3 Bxt5 og svartur á manni meira í endataflinu. I # A 1 kW A % ' Jl 1 ii Wk & A A <á? s Bridge Þaö liggur ekki alltaf ljóst fyrir hvemig dæma skal í kærumálum, enda eru vandamálin oft flókin. Eftirfarandi dæmi þótti vera fjarri því að vera einfalt þegar það kom upp á heimsmeistaramótinu í Albuquerque í haust. í a-v sátu Pólverj- arnir Marcin Lesniewski og Marek Szy- manowski og þeir voru kærendur í spil- inu. Sagnir gengu þannig, nórður gjafari og allir á hættu: * 1064 * 2 ♦ ÁK752 + K865 * Á753 V 75 ♦ G10 + ÁD973 ♦ D2 ¥ K843 ♦ D983 + 1042 ♦ KG98 V ÁDG1096 ♦ 64 + G Norður Austur Suður Vestur pass pass 1» pass 2* pass 2* pass 2* pass 3» pass 3 g pass 4f P/h í n-s sat ónefnt sænskt par og fyrstu þrjár sagnimar hjá því vom eðlilegar. Opnun suðurs á hjarta í upphafí lofaði ekki nema fjórum spilum í htnum. Tveggja spaða sögn norðurs var gervisögn og spurði suður um skiptingu spilanna. Þijú hjörtu lofuðu fjómm spöðum en norður var eitt- hvað búinn að gleyma svarþrepum félaga síns, hugsaði sig lengi um en sagði síðan þijú grönd. Þá breytti suður sögninni í fjögur hjörtu sem voru nokkuð einfóld til vinnings. Pólverjarnir kölluðu á keppnisstjóra og töldu að suöur hefði grætt á umhugsun norðurs. Keppnis- stjóri úrskurðaði að þijú grönd væm spiluð á hendumar, einn niður. Svíamir vom óhressir með þann úrskurð og áfrýj- uðu. Eftir langar fundarsetur ákvað áfrýjunarnefnd að breyta skorinni og taka samanlagt meðaltalsskor þess sem menn fengu í fjórum hjörtum og þremur gröndum. Nefndin taldi að jafnar líkur væm til þess að suður hefði breytt þrem- ur gröndum í fíögur hiörtu, þó norður hefði ekkert hugsað sig um. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.