Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1994, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1994 15 Úrgangur togaranna Á þaö hefur verið bent í blöðum að togarar og bátar henda árlega þúsundum tonna af úrgangi í sjó- inn á takmörkuðum veiðisvæðum. Þar sekkur dauður fiskur, hryggir og hausar o.fl. til botns, þar sem þessi úrgangur hggur úldinn um lengri tíma. Það fer nokkuð eftir aðstæðum, hve mikið þessi úrgangur mengar, en það getur ekki verið heppilegt fyrir góð fiskimið og eðlilegt líf í sjónum. Fóðrun smáþorska Undanfarið hafa farið fram til- raunir með að fóðra smáþorsk inni á fjörðum. Þetta hefur gengið vel og hefur þessi fiskur stækkað meira og hraðar en smáþorskur sem ekki hefur fengið fóður. Þessu æti, sem er saxað smátt, er rennt niður í sjóinn gegnum rör, þannig að fóðrið kemst strax nokk- uð niður frá yfirborði og fuglar taka það t.d. ekki. KjaUarinn Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður Fæðukeðjan Eins og kunnugt er þá er fæðu- keðjan undirstaða lífsins í sjónum. Stærri fiskar éta þá minni og afla sér þannig fæðu. Um leið helst jafn- vægi á milli tegunda. Úrgangur togara og báta þarf að komast inn í fæðukeðjuna aftur um leið og fiskiskip henda honum. Það mætti gera með því að fóðra fiski- miðin með úrganginum í stað þess að láta hann sökkva til botns og liggja þar oft lengi úldinn. Hér er þeirri hugmynd komiö á framfæri að gerð verði tilraun með það aö hakka og saxa í smátt úr- gang frá togurum og bátum. Síðan yrði þetta látið renna út um rör niður í sjónum. Þá er þessi úrgang- ur nýr og ferskur. Magur smáfisk- ur tæki þetta til sín sem æti og fisk- úrgangurinn færi beint inn í fæðukeöjuna aftur, þ.e. stækkaði fiskstofnana í stað þess að falla til botns. Það er nokkuð öruggt að fisk- stofnum við landið, t.d. smáfiski, væri mikið gagn í því að geta tekið strax til sín allan fiskúrgang frá togurum og bátum, en til þess þarf úrgangurinn að fara niður í sjóinn hakkaður, þannig að smærri fiskar geti nýtt sér hann. Þetta er vert að hugleiða. Lúðvík Gizurarson „Það er nokkuð öruggt að flskstofnum við landið, t.d. smáfiski, væri mikið gagn í því að geta tekið strax til sín allan fiskúrgang frá togurum og bát- n w-» « „Úrgangur togara og báta þarf að komast inn í fæðukeðjuna aftur um leið og fiskiskip henda honum,“ segir m.a. í grein Lúðvíks. Popptónlist og pistlar ísland er orðið heldur fjölmiðla- fátækt land, því miður. Dágblöð- um, sem aldrei voru mörg, hefur fækkað. Hættan á einstefnu í skoðanamyndun hefur aukist og stundum læði'st sá grunur að mönnum aö í íslenskum ljölmiðla- heimi séu einhverjir jafnari en aðr- ir, afglöp sumra stjórnmálamanna séu fremur tíunduð en annarra, svo dæmi sé nefnt. Svo virðist sem það íjölmiðlakerfi, sem við búum við sé of veikt, einstakir miðlar með ólíka stefnu bæti ekki hver annan nógu vel upp af því að þeir eru of fáir. Jafnvægi milli viðhorfanna Á þessum tímum fákeppni í ís- lenskum fjölmiðlaheimi verður krafan um framlag Ríkisútvarps- ins, sameignar allra landsmanna, hávær. Sérstaklega er mikilvægt að stofnunin gæti jafnvægis milli viöhorfanna í landinu. Pistlahöfundar, sem eru ráðnir til að viðra skoðanir sínar, eru lyk- ilþáttur í starfi Ríkisútvarpsins. Þeir kristalla viðhorf í þjóðfélag- inu, samúð og samstöðu, ándúð og andstöðu - þeir halda umræðunni gangandi. í Þýskalandi huga menn af sögulegum ástæðum mjög að hlutverki fjölmiðlanna, einkum hinna ríkisreknu. Pistlahöfundar, sem hafa skoðun á ýmsum málefn- um, eru ríkur þáttur í starfi þeirra og hafa til dæmis látið mjög til sín KjaUarinn Einar Heimisson sagnfræðingur og rithöfundur taka í baráttunni við hægriöfga- stefnu í þjóðfélaginu. Ef einhver þýskur dagskrárstjóri myndi fóma pistlahöfundunum fyrir popptón- hst af því það væm að koma kosn- ingar og stuöningsmenn einhverra flokka hefðu kvartað þá myndu menn hrökkva við og bera upp spurningar um tjáningarfrelsið. En héma komum við að kjarna málsins: það er viss tilhneiging til þess á íslandi nú um stundir að grynnka umræðuna, fækka því sem sagt er opinberlega - en spila misgóða popptónhst í staðinn, rétt eins og menn vilji með hljómstyrk hennar koma í veg fyrir að sitthvað heyrist. Þetta er miður. Því óánægjan í landinu er mikh og hún á að heyrast, þaö á ekki að grafa hana niður, ekki láta hana hverfa inn í algleymisglauminn því þá eykst tvöfeldnin í þjóðfélaginu, munurinn á því sem sagt er og hugsað. Fólk vhl minna prívatrétt- læti á íslandi, önnur vinnubrögö stjórnmálamanna, meira aðhald með þeim - og svo mætti lengi telja nauðsynleg viðfangsefni pistlahöf- unda. Ekki aðeins pólitík En sú ákvörðun Ríkisútvarpsins að segja upp pistlahöfundum hefur heldur betur beint sjónum manna að því sjálfu - og ekki aðeins póh- tískri umfjöllun þess, heldur einnig annarri umfjöllun, til dæmis um menningu. Á síðustu árum hefur það ítrekað gerst að þeir menn sem fjallað hafa - og það iðulega hla - um bækur í jólabókaflóði hafa um leið verið í störfum fyrir önnur for- lög og hefur Ríkisútvarpið til þessa ekki tekið mark á athugasemdum við störf þeirra fyrir stofnunina. í komandi jólabókaflóði munu augu manna mjög beinast að shkum markaðstengslum í bókmennta- umfjöllun Ríkisútvarpgins, enda ábyrgðin mikh í íjölmiðlaíátæku landi þar sem gangvirki menning- arinnar, sem er hið sama og stjórn- málanna - hin óhku viðhorf - á mjög erfitt uppdráttar. En aðal- atriðið er þetta: Ríkisútvarpið ætti að fjölga póhtískum pistlahöfund- um, hafa ekki færri en einn á dag, rækta þannig betur hlutverk sitt sem almannaeignar í fjölmiðlafá- tæku landi. Því segja má um góðan pistlahöfund hið sama og stúlka nokkur sagði sem einu sinni fórn- aði lífi sínu fyrir orðin: „Það sem við sögðum og skrifuðum, hugsa nú svo margir!" Einar Heimisson „Ríkisútvarpiö ætti að fjölga pólitísk- um pistlahöfundum, hafa ekki færri en einn á dag, rækta þannig betur hlut- verk sitt sem almannaeignar 1 Qöl- miðlafátæku landi.“ Meðog Jöfnun atkvæðisrétlar „Þaðereng- in spurning í minum huga aö breyta á vægi atkvæða þannig að það verði full- komlega jafnt vægi atkvæða manna, alveg burt séð frá því hvar fólk a|t>infli3maí>ur. býr á landinu. Ég tel að rökin fyrir því að atkvæöavægi eigi að vera misjafnt, vegna mismunandi lífsskilyrða í hinum ýmsu lands- hlutum, eigi ekki við. Ég fæ ómögulega séð að hfskjör Vest- firðinga eða Austfirðinga batni eitthvað með því að þeir hafa meira atkvæðavægj en við hin. Ég fæ ekki séð að það hafi orðið þeim th bóta á nokkurn hátt. Ég tel að vonum sjálfsagt að við höf- um full mannréttindi og þessum grundvallar mannréttindum verðum við að koma í lag til þess að viö séum fær um að fjalla um önnur. Varðandi breytingar tel ég fleiri en eina leið koma th greina. Ég er alls ekki hlynntur því að landið aht verði gert að einu kjördæmi. Ég tel lhns vegar hugsanlegt aö fækka þingsætum sem eru bundin viö kjördæmi en hafa áfram nokkur sem eru fær- anleg, þannig að hægt sé að hafa viðbrögð við búsetuflutningum. Á það hefur skort í þvi kerfi sem viö búum við. Það þarf að fjölga þingsætum i stóru kjördæmun- um, Reykjavík og Reykjaneskjör- dæmum. Ég tel hins vegar að umræðan um fækkun þingsæta sé annað viðfangsefni. Það kemur mannréttindum ekkert við hvort þingmenn eru fáir eða margir. Það er hins vegar marmréttindi að hafa jafnan atkvæðisrétt." Vara við flaustri „Ég er al- mennt þeirr- ar skoðunar aö fara eigi mjögvarlegaí allar grund- vaharbreyt- ingar eins og til aö mynda breytingar á kosninga- EinarK.Qu«lnns«on löggjöfmni. alþingísmaður. Ég minni á að hér er um afar vandmeðfarið, flókið og við- kvæmt mál að ræða. Það er að mínum dómi fáránlegt að ætla nú að fara að hrapa að þessu máli rétt fyrir kosningar í mikilh tímapressu eins og nú er. Ég er sannfærður um að það mun gef- ast iha. Varöandi hugmyndir um jafnvægi atkvæða almennt vil ég segja þetta, Fyrir því hefur skap- ast ákveöin þingræðisleg hefö hér á íslandi að menn viðurkenna að eðlilegt sé að vægi atkvæða sé nokkuð misjafnt milli landshluta. Þetta er mjög í samræmi við þær þingræðislegu hefðir sem mynd- ast hafa til að mynda í Bretlandi. Þess vegna er það alrangt sem hér hefur verið lialdið fram að um sé að ræða spurninguna um mannréttindi eða ekki mannrétt- indi. Þess vegna vara ég mjög við því fara að gína við þessari flugu. Þar fyrir utan held ég að þaö sé hollt fyrir fólk í próíkjörum sem ætlar að slá sig til riddara á þessu máli aö minnast þess að í hugum fólks, samkvæmt kosningarann- sókn hinna virtustu sérfræöinga hér á landi, vigtar þetta mál ákaf- lega lítið í þjt>ðmálaumræðunm.‘'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.