Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1994, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1994, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1994 Fréttir____________________________________** Vaxandi vandamál í viðhaldi húseigna: Þriðjungur steinhúsa í land- inu með steypuskemmdir - viðhald kostar rúma 2 milljarða á ári „Steypuskemmdir eru enn stórt vandamál í nýbyggingum. Maöur sér enn jámabindivandamál í nýjum húsum. Alkalívandamál eru ekki þaö versta í þessum málum. Það má greina vandann í þrennt. Það eru alkaliskemmdir, frostskemmdir og skemmdir vegna þess að járnabind- ingin í steypunni liggur allt of utar- lega. Allt þetta kallar almenningur steypuskemmdir einu orði. Það getur verið um að ræða góða steypu en jámabindingu sem liggur of utar- lega. Slíkt kallar á íjárútlát upp á hundmð þúsunda. Að mínu mati er steypuskemmdatímabilinu ekki lok- ið,“ segir Magnús Sædal, byggingar- fulltrúi Reykjavíkur, um þau vanda- mál sem snúa að steypuskemmdum á húsum og mannvirkjum. Þriðjungur stein- húsa skemmdur Talaö er um að í allt að þriðjungi aUra steinhúsa í landinu séu steypu- skemmdir og þau þurfi þess vegna á meðferð að halda með reglubundnu millibili eða á 5 til 8 ára fresti. „Við höfum gert kannanir á þriggja ára fresti sem sýna að það em engar alkalískemmdir eftir 1979. Það er mjög mismunandi hversu mikið er skemmt og kallar á mismunandi að- gerðir. Frostþolsvandamál er miklu stærra vandamál og miklu stærra mál. Það kemur alltaf til ef steypa er mjög Dla gerð og mikið mæðir á henni,“ segir Hákon Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Rannsóknastofnunn- ar byggingariðnaðarins, en stofnun- Pfea -Hut mánudags- og þriðjudagskvöld kl. 18:30 - 21:00 - Hlaðbord með tveimur tegundum af pizzum, heitum pastaretti, brauðstongum og salatbar. i y Steypuskemmdir eru vaxandi vandamál hér á landi. in vinnur nú að rannsókn á heildar- stærð viðhaldsmarkaöarins á ís- landi. „Samkvæmt norskri könnun er viðhaldskostnaður á húsum þar um 5 prósent á ári. Við erum stærðar- gráðu lægri sem kemur til af þvi að við erum með tilltölulega nýrri hús sem ekki eru farin að kalla á eins mikið viðhald," segir Hákon. Steypu- viðhaldið er aðeins hluti af heild- inni. í skýrslu sem Björn Marteins- son vérkfræðingur hefur unnið kem- ur fram aö hann áætlar að 10 prósent þeirra húsa sem byggð voru á árun- um 1960 til 1980 búi við steypu- skemmdir. Það kosti um 9 milljarða að klæða þessa veggi. Viðhald stein- veggja miðað við að þeir séu málaðir á 8 ára fresti kostar samkvæmt skýrslunni 800 milljónir á ári. Þá er tahð að það kosti 550 milljónir á ári a.m.k. næstu 20 árin aö gera við minni háttar steypuskemmdir á helmingi steyptra veggja. Loks er það áætlað að ef til einnar umfangsmik- illar steypuviðgerðar komi á þriðj- ungi veggjanna kosti það 15 millj- arða. Að samanlögðu þýðir þetta við- haldskostnað upp á rúma 2 milljarða ári næstu 20 árin. Ef litið er til kostnaðar einstakra bygginga þá er það ljóst að um er aö ræða mjög háar upphæðir. Talað er um að viðgerð á blokk geti kostað á bilinu 500 þúsund til milljón á hverja íbúð. Þegar um er að ræða raðhús og einbýlishús eru upphæðimar taldar í milljónum. Nýlegt dæmi er af raðhúsi sem kostaði um 3 milljón- ir að klæða að utan. Þetta eru pening- ar sem ekki eru á fjárhagsáætlun hjá fólki. Ekki inni í lífsdæminu „Við vitum að fólk býr í blokk af hagkvæmnisástæðum. Þegar það verður fyrir svona ótímabærum skelh er það einfaldlega ekki inni í þess lífsdæmi," segir Magnús Sædal. Hann segir jafnframt að lausnir í þessum málum séu ekki auðfundnar og það sé ekkert sem tryggir að menn losni frá þessum vanda. „Það er hægt að lengja tímann þangaö til leggja þarf út í stórar við- gerðir með því að sílanverja húsin. Það getur verið hagkvæmt með það að leiöarljósi að hugsanlega finnist ný efni síðar sem geta hjálpaö," segir Magnús. „Það er mjög mismunandi hvemig hús eru farin eftir því hvar þau eru á landinu. Við getum tekið sem dæmi af Höfn í Homafirði þar sem hús em steypt úr sjávarsandi. Þar em steypuskemmdir mjög áberandi á húsum. Þá er í Breiðholtinu mikið um skemmdir og raunverulega má segja að í vissum tilvikum sé ekkert annað að gera en að setja á sum þess- ara húsa jarðýtu og jafna við jörðu, þau em það iúa farin að viðgerðir á þeim era í raun glórulausar," segir viðmælandi DV sem þekkir mjög vel til í byggingariðnaöinum. Hann segir að fjölskyldur sem standa frammi fyrir miklum steypu- skemmdum standi í mörgum tilvik- um andspænis mjög alvarlegu efna- hagslegu áfalli. Hin köldu skörð nútímans „Ég þekki mál í Breiðholtinu þar sem einstæð tveggja bama móðir keypti sér íbúð af takmörkuðum efn- um. Hún var búin að vera örfáa mánuði í íbúðinni þegar upp kom að það þurfti að framkvæma stórvið- gerð á húsinu að utan. Hennar hlut- deild í verkinu var um milljón. Þetta eru mikil alvörumál sem em á ferð þegar um er að ræða steypuskemmd- ir á húsum. Það má segja aö þetta séu hin köldu skörð nútímans þar sem einstæðar mæður verða úti,“ segir viðmælandinn. Það er ljóst að samanlögðu að steypuskemmdir em hér viðvarandi og vaxandi vandamál. Sé litið til könnunar Norðmanna og reiknað með að íslendingar muni innan ákveðins tíma standa í svipuðum sporum er ljóst að viðhaldskostnað- urinn er 20 ár að ná upp í heildar- verð fasteignarinnar. Viðhaldskostnaður upp á 750 þúsund á ári Sé reiknað með að viðhaldskostn- aður fasteigna sé nú um 2,5 prósent þá er það sýnt að hann mun tvöfald- ast á næstu áratugum. Eigandi blokkaríbúðar sem kostar átta millj- ónir þarf aö greiða 400 þúsund á ári í viðhald miðað viö norsku niður- stöðuna. Ef íslenskar byggingar taka til sín helming þeirrar upphæðar er nú um að ræða meðaltal upp á 200 þúsund á ári í heildarviðhaldskostn- að. Einbýlishús upp á 15 milljónir tekur til sín 750 þúsund á ári í Nor- egi en 375 þúsund samkvæmt sömu forsendum. Einn viðmælenda DV segir að þróun hér verði eins og í nágrannalöndunum að viðhalds- markaðurinn muni taka við af ný- byggingamarkaðnum. Óhagstæð veðurskilyrði sem valdi mun meira álagi geri það þó að verkum að hér verði viðhaldsmarkaðurinn stærri en annars staðar. Samkvæmt því mun viðhald hér verða meira en hjá Norðmönnum í fyllingu tímans. ÁI- kalívandamál em að því leyti úr sög- unni aö búið er að komast fyrir vandamálin í nýbyggingum. Frost- skemmdum fer fækkandi vegna betri vinnubragöa við byggingar og fidl- komnari steypuefna. Eftir stendur að enn em veruleg vandamál í kring- um jámabindingu í nýbyggingmn. Þá stendur að sjálfsögðu eftir risa- vaxinn fortíðarvandi sem felst í því að megnið af húsakosti og mann- virkjum er byggt á þeim tíma sem steypuvandamál riðu hér húsum. Fómarkostnaöurinn af öllu þessu leggst nú með auknum þunga á þá sem eiga og reka fasteignir. Akureyri: Rekstur Laxár gengur vel Rekstur fóðurverksmiöjunnar Laxár hf. á Akureyri gengur vel og er reiknað með umtalsverðri fram- leiðsluaukningu á árinu að sögn Guðmundar Stefánssonar, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. Mestur hluti framleiðslunnar, sem er laxafóður, er seldur til Noregs, en norska fyrirtækið Skretting kaupir umtalsvert magn af framleiðslu Lax- ár. Undanfama mánuði hefur verið um 20% söluaukning á framleiðslu- vörum Laxár til Noregs og útlitið um framhaldið er gott. Á síðasta ári framleiddi Laxá.um 3.200 tonn af laxafóðri og er reiknað með að framleiðslan á yfirstandandi ári geti orðið a.m.k. 4 þúsund tonn. Fastir starfsmenn fyrirtækisins eru 8 talsins en fleiri vinna við fyrirtæk- iö á háannatímum, eins og t.d. sl. sumar þegar unnið var á vöktum í fyrirtækinu í fyrsta skipti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.