Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1994, Blaðsíða 6
6
MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1994 •
Fréttir
Þingmermirnir röðuðu sér í sjö efstu sætin 1 Reykjavík:
Pétur Blöndal náði
áttunda sætinu
- Katrín lenti 1 níunda sæti og Markús Öm í því tíunda
Þingmenn röðuöu sér í sjö efstu
sætin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík sem fram fór á föstudag
og laugardag. Davíð Oddsson og
Friðrik Sophusson, formaður og
varaformaður flokksins, hlutu yfir-
burðakosningu í fyrsta og annað
sæti. Tæp 83 prósent atkvæða Davíðs
voru merkt fyrsta sæti en tæp 68
prósent atkvæða Friðriks voru
merkt öðru sætinu.
Björn Bjamason sigraði í barátt-
unni um þriðja sætiö meö 273 at-
kvæða mun. Geir H. Haarde, sem
sóttist eftir þriðja sæti, var allan tím-
ann öraggur í fjórða sæti og hlaut
hæsta samanlagðan atkvæðafjölda,
6.567 atkvæði.
Sólveig Pétursdóttir, sem einnig
sóttist eftir þriðja sæti, hafnaði í því
fimmta. Á hæla henni kom Lára
Margrét Ragnarsdóttir, sem sóttist
Friðrik Sophusson:
Mínlangbesta
útkoma
„Þetta er mín langbesta útkoma
úr prófkjöri. Ég er að sjálfsögðu
mjög sáttur við hana og þakka
stuðninginn. Þetta er góöur dóm-
ur um það sem ég hef verið að
gera og ég mun halda áfram að
gera mitt besta," sagði Friörik
Sophusson sem fékk afgerandi
kosningu í annað sæti.
BjömBjamason:
Gleðstmjög
„Ég gleðst mjög yfir því að hafa
náð settu markmiði og ég mjög
þakklátur fyrir þann stuðning
sem ég fékk í það sæti. Ég er líka
mjög ánægöur með úrslitin fyrir
hönd minna samþingsmanna og
tel að þeir geti mjög vel við unað.
Almennt séö fagna ég niðurstöð-
unni,“ sagði Björn Bjarnason sem
hélt þriðja sæti.
Björn kom nýr inn fyrir fjóium
árum og náði þá þriðja sæti en
enginn nýliöanna nú fékk svo
góða kosningu.
LáraMargrét:
Mjögsátt
„Niðurstaöan kemur mér þægi-
lega á óvart. Þó ég hafi stefnt á
fimmta sæti eru engin vonbrigði
í mínum huga. Það voru svo
margir sem stefndu á þriöja sætið
og þvi ekki óeðlilegt að ég komi
í næsta lausa sæti á eftir þeim.
Ég er mjög sátt við niöurstöð-
una,“ sagði Lára Margrét Ragn-
arsdóttír við DV en hún varö í
sjötta sæti prófkjörsins.
Sólveig Pétursdóttir:
„Sjálfstæðisfiokkurinn höföar
tíl mjög breiðs hóps kjósenda og
ég taldi því eðlilegt að kona skip-
aði sæti ofarlega á listanum. Þess
vegna stefhdi ég á þriíöa sætíö.
En það voru mjög hæfir fram-
bjóðendur sem einnig sóttust eftir
þiiðja sætinu og hlutu góöa kosn-
ingu. Ég því ánægö með minn
árangur og þakka þann stuöning
sem ég fékk,“ sagði Sólveig Pét-
ursdóttir sera lenti l fimrata sæti
prófkjörsins.
eftir fimmta sætí. Lára Margrét
velgdi Sólveigu reyndar undir ugg-
um alla talninguna en munurinn var
52 atkvæði þegar upp var staðið.
Guðmundur Hallvarðsson hlaut
nokkuð örugga kosningu í 7. sæti,
hafði 203 atkvæða forskot á næsta
mann í lok talningar.
Markús fékk slæma útreið
í heild var heldur dauft yfir próf-
kjörinu og lítíð um spennu ef undan
er skilin baráttan um 8. og 9. sætið.
Þar lutu fyrrum borgarfulltrúar í
Reykjavík, Katrín Fjeldsted og Mark-
ús Örn Antonsson, í lægra haldi fyr-
ir Pétri Blöndal stærðfræðingi. Pétur
hreppti 8. sætíð þegar upp var staðið.
Markús lentí í því tíunda, langt frá
auglýstu markmiði sem var fjórða
sæti. Fékk Markús versta útreiö í
þessu prófkjöri.
Þegar eitt þúsund atkvæði höfðu
verið talin var Markús Örn í 8. sætí,
Katrín Fíeldsted í níunda og Pétur í
því tíunda. Sú staða breyttist fljótt.
Þegar tölur eftir þrjú þúsund at-
kvæði voru birtar var Katrín komin
í áttunda sætíð og Pétur í það níunda.
Forskot Katrínar var naumt, 23 at-
kvæði, og einungis 6 atkvæði skildu
Pétur og Markús Örn. Eftir að 5.500
atkvæði höfðu verið talin hafði Pétur
hins vegar stokkið í áttunda sætíð
með 20 atkvæða forskot á Katrínu.
Þá hafði hún hins vegar verulegt for-
skot á Markús Öm eða 146 atkvæði.
Staðan hélst óbreytt til loka talning-
ar, styrktíst reyndar. í lokin skildu
39 atkvæði Pétur og Katrínu og 195
Katrínu og Markús Örn.
Ungu frambjóðendumir fjórir voru
óravegu frá því að komast í hóp tíu
efstu. Ari Edwaid, sem sóttist eftir
sjöunda sæti, varð ellefti, Ásgerður
Jóna Flosadóttir tólfta, Ari Gísli
Bragason þrettándi og Guðmundur
K. Oddsson fjórtándi.
Ekki bindandi niðurstaða
Alls greiddu 7.297 manns atkvæði
í prófkjörinu. Gild atkvæði reyndust
6.885 en auöir og ógildir seðlar 412. Á
kjörskrá voru 15.016 svo prófkjörs-
þátttakan var 48,6 prósent. Þar sem
innan við helmingur greiddi atkvæði
eru niðurstöður prófkjörsins ekki
bindandi fyrir kjörnefnd.
í samtölum DV viö frambjóðendur
kom fram að þeim þóttí afar ólíklegt
að hróflað yrði við niöurstööunni
hvað varðaði tíu efstu sætin þó kjör-
nefnd hefði tíl þess fulla heimild.
Pétur Blöndal spáir í stöðuna þegar 5.500 atkvæði höfðu verið talin í prófkjöri sjálfstæðismanna i Reykjavík. Þá
' var hann i áttunda sæti, með 20 atkvæða forskot á Katrinu Fjeldsted í níunda. Pétur héit áttunda sætinu allt til loka
og varð efstur þeirra frambjóðenda sem ekki voru fyrir á Alþingi. Á myndinni, lengst til hægri, má einnig sjá
Guðrúnu Birnu Guðmundsdóttur, eiginkonu Péturs, og Ingveldi Björnsdóttur, tengdamóður hans. DV-mynd JAK
PéturBlöndal:
Menn vilja breytingar
„Ég er mjög ánægöur þar sem allar
líkur eru á að ég komist á þing ef
ekki verður hróflað við röðinni. Það
er jú það sem menn eru fyrst og
fremst að keppa að. Ég er nokkuð
vel kynntur í þjóðfélaginu. Það eru
margir sjálfstæðismenn og aörir sem
eru sammála mínum skoðunum á
mörgum sviðum og vilja sjá þær
meira í sviðsljósinu. Ég hef líka orðið
var við að menn vilja breytingar,“
sagði Pétur Blöndal sem lenti í átt-
unda sætí, á undan Katrinu Fjeldsted
og Markúsi Erni Antonssyni.
- Óttast þú að niðurröðun í tíu efstu
sætin verði breytt þar sem prófkjörið
er ekki bindandi?
„Ég hygg að menn hrófli ekki við
niðurstöðunni.“
GeirH.Haarde:
Ánægður með að fá f lest atkvæði
„Þetta er langbesta útkoma sem ég
hef fengið í prófkjöri og lýsi sér-
stakri ánægju með að hafa fengið
flest atkvæði í prófkjörinu. Ég er að
sjálfsögðu raíög ánægöur og þakka
stuðningsmönnum. Mér finnst for-
maöur og varaformaður hafa fengið
verðskuldaða útkomu og tel Bjöm
Bjamason afskaplega vel að því kom-
inn að skipa þriðja sæti hstans. Hann
hefur áunnið sér traust sem greini-
lega dugði honrnn til að halda þessu
sætí,“ sagði Geir H. Haarde viö DV.
Geir varð í fiórða sæti prófkjörsins
en lenti í áttunda sætí fyrir fiórum
árum.
Geir sagðist ekki verða fyrir von-
brigðum þótt hann hefði ekki náð
auglýstu markmiði, þriðja sætí. „Út-
koma þingmannanna í prófkjörinu
sýnir að þeir hafa áunnið sér traust
og aðalatriðið er að úr prófkjörinu
kemur sterkur framboðslisti fyrir
kosningamar í vor.“
Sandkom dv
Eðli málsins
Framhcfiu- ■ ;
komiöíum-
rasðunni um
brunahættu í
jarðgöngunum
SÓlafsfiarðar-
múlaaðem-
hvertogstreita
hefurvériðum
þaðhvortgöng-
iniiafiáiiaðfá
brunahönnun
eins og önnur mannvirki, og þá á
vegum Brunamáiastofnunar. Helst
hefur mátt skilja að vegamálastjóri
haíi ekki viljað láta brunahanna jarð-
göngin þótt brunamálastjóri hafi sótt
það fast í einhver ár og segj a menn
að þarna sé lifandi komin togstreita
„kerfiskarla" semláti ekki sinn hlut
fyrr en í fulla hnefana. Kunningi
Sandkoms kom með þá tillögu að
vegna „eðlimálsins“látivegamála-
stjóri núundan, brunamálastjórinn
heiti jú Bergsteinn og þvi eigi j arð-
göng auð vitaö heyra undir hann og
enganannan.
Hannætti aðfá...
Mcnnhafaver-
iöaöskemmtíi
ser viöþaðað .
uhdanförnuað
leygjautaium
mælum Kristj-
ánsJóhanns-
sonarstór-
söngvara í .
Mannlifi nm aö
eftireinnhas-
arinn vegna
launamála hans hjá Þjóöleikhúsinu
hafi hann og Sígurjóna kona hans
farið heim og eiskast innilega. Sigur-
jóna hafi reyndar áður lagt þaö til
málanna að Kristján hefði átt að
heimta eina og hálfa milljón fyrir
hveq'a sýningu í leikhúsi þjóðarinn-
ar. Norður á Akureyri er Birgir Mar-
inósson mágur Kristjáns, spaugari
og hagyrðingur, og honum varð að
orðieftirþetta:
Þegar hann hefur sungið siðasta þáttinn,
Sigurjónu hann rekurrakleitt í háttinn.
Enuppgötvarþá,
hannættiaðfá,
eina og hálfa mílijón fyrir hverja
sýningu.
Engir píkuskrækir
Vikurblaöiðá
Húsavíksagði
aflljörg\-ini
Halldórssyrú,
síjngvara og
stórviniKristj-
ánsstórsöngv-
ara, þegar ::
gamli bítiIUnn
söngáHúsavík
ádögunum.
Sagðiblaðiðaö
búast heföi mátt við mikilli sinfóníu
af miðaldra píkuskrækjum á ballinu
þegar Bjöggi birtist en sú hafi ekki
orðið raunin. „Uklega hafa húsvisk-
ar konur áttað sig á því að Bjöggi
færi burt daginn eftir, en karlarnir
þeirra stæðu áfram þeim við lilið í
uppvaskinu og uppeldinu og til
margra annarrahluta nytsamlegir",
sagði V íkurblaöið. Þessar sömu míö-
aldra konur heföu án efa skrækt óg-
urlega fýrir 25 árum heföu þær kom-
ist í færi við bíölinn með skarð í tönn
oggreittípíku.
Össur Skarp-
héðinsson um-
hverfisráð-
hetTalíturátil-
lögunokkun-a
stjómarand-
stöðuþing-
mannaum
skipun rann-
sóknarnefndar
ölaðkanna
embætös-
færslu sína sem vantraust á sig. Hann
talaði enga tæpitungu öl þeirra í við-
tah við Ðag á Ákureyri og sagði þing-
mennina vera bleyður, aö þora ekki
aö söga skrefiö öi fulls og flytja á sig
vantraust. Össur segist sérstaklega
hissa á að Finnur Ingólfsson, formað-
ur þingflokks íramsóknarmanna,
skuli taka þátt i þessu, það hljófi að
vera gert með samþykki Halldórs
Ásgrímssonar, formanns flokksins.
Össur segir að þessi afstaða hijóö að
hafá áhrif þegar kemur öl stjórnar-
myndunar í framfiöinní, enþeir eru
án efa fleiri sem telja að framsóknar-
menn hafi alls engan áhuga á stjóm
armyndunarviðræðum við krata i
nánusraframtíð.