Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1994, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 31. OKTÖBER 1994 Spumingin Lesendur RétUndabarátta leikara Á að banna ofbeldi í sjón- varpi? Elín Ólafsdóttir: Já, alveg tvímæla- laust. Bergrún Gunnarsdóttir: Já, mér finnst það. Skilyrði fyrir fiskeldi í stórum stíl: Skortur á samhæf ingu framleiðslu og sölu Þorkell skrifar: Þessar línur eru skrifaðar eftir að hafa hlýtt á tal leikara í útvarpinu laugard. 22. þ.m. um kaup þeirra og kjör. - Eru leikarar að misskilja hlut- verk leiklistar á íslandi eða eru þeir á villigötum? Það kom fram í þættinum að stétt- arfélag leikara er með 250 félaga inn- an sinna vébanda og af þessum fjölda þiggi um 30-40 laun hjá atvinnuleik- húsunum. Ekkert minnst á alla þá vinnu sem leikarar fá við auglýsing- ar og fyrir að lesa inn á barnamynd- ir o.s.frv. Mikið atvinnuleysi, segja leikarar og bera sig illa hvað varðar framboð og eftir spurn. - Fimm þúsund leikar- ar eru atvinnulausir í London, þeirri miklu borg -leiklistar, sjónvarps- stöðva og kvikmynda. Hvað mega þeir segja! - Er ekki bara offram- leiðsla á leikurum hér sem og í mörg- um stéttum um þessar mundir? Fastráðnir leikarar hér á landi hafa sótt um listamannsstyrki samhliða launaörygginu. Rithöfundar og skáld hafa sótt um styrki, en eru ekki fast- ráðnir á sama tíma hjá einhverjum forlögum. Ég hvet félagsmenn að lesa um reynslu Ingmars Bergmans, er hann dvaldist í London um tíma við leikstjóm og undraðist og dáðist að orku breskra leikara sem léku í átta sýningum á viku og æfðu á daginn. - Hann bar saman kröfur sænskra- leikara við þessi kjör og þorði ekki að hugsa þá hugsun til enda. í áðumefndum þætti kom fram hugmyndin að ráða leikara fyrir hvert leikár með þarfir verkefna hveiju sinni í huga. Þetta fannst mér hið eina góða við þáttinn. - Ég er gamall aðdáandi leikara og minnist þess þegar þeir skunduðu af sínum vinnustaö, bönkum eða annars stað- ar, heim til að borða og síðan beint í leikhúsið og glöddu áhorfendur kvöld eftir kvöld. Ég er ekki að biðja um það sama aftur, en mér finnst réttindabarátta leikara vera komin langt frá takmarkinu. Þessir lista- menn eiga að standa og falla með afrekum sínum og getu, ekki með löngum setum á samningafundum. Andrés Guðnason skrifar: Enn eitt þrotabús-ævintýrið í fisk- eldi er nú í fréttum, á Tálknafirði. Þegar spurt er hins vegar um ástæð- ur er svarið það að ekki hafi tekist að selja eldisfiskinn sem var að mest- um hluta silungur. - Á sama tíma berast þær fréttir frá Bandaríkjun- um að mjög hátt verð sé á silungi og þar vanti þessa vöru tilfinnanlega inn á markaöinn. Það er að vísu löng leiö frá Tálkna- firöi til Bandaríkjanna, en varla hafa menn þó reiknað með því aö geta rekið fiskeldisstöð án þess að selja fiskinn á erlendan markað. Er ekki hér eitt dæmið um hversu íslending- um eru oft mislagðar hendur í að framleiða söluhæfa vöru á erlenda markaði? Fjallið kemur þó ekki til þín, þú verður að klífa fjallið ef þú ætlar að kynnast því. Nú sýnist svo sem ekkert sé sjálf- sagðara en að stunda hér fiskeldi í stórum stíl. Það virðast öll skilyrði vera til þess. En hvers vegna þarf allt að fara í handaskolum þegar til framkvæmdanna kemur? Hvað vantar? Þekkingu, þolinmæði, natni, vandvirkni, - skipulag frá fyrsta stigi til hins síðasta. Sennilegt er að allt þetta haldist í hendur. Kannski ætla menn aldrei að vakna upp úr veiöi- mannasamfélaginu. Það virðist þó liggja ljóst fyrir að það er tilgangslaust að framleiða Hvað vantar? - Þekkingu, þolinmæði, natni, vandvirkni - skipulag frá fyrsta stigi til hins síðasta. vöru sem menn hafa ekkert vit á að selja á mörkuðum sem fyrir hendi eru. Eins er það út í hött að fram- leiða vöru sem enginn vill kaupa. Hjá öllum iðnvæddum þjóðum leggja menn höfuðáherslu á að framleiða fyrir ákveðna markaði, sem þeir hafa kynnt sér til hlítar. - Hér er allt í lausu lofti hvað sölumennsku snertir og tilviljun ein ræður hvort hægt er að selja það sem framleitt er. Hér virðist sannarlega lottó-þjóðfélag. Inga Hrönn Pétursdóttir: Það mætti að minnsta kosti minnka það. Ólafur Þorsteinsson: Mér finnst að það ætti að minnka það. Hólmfríður Bragadóttir: Já, ég get verið sammála því. Skemmtiefni úthýst hjá RÚV Halldór Ólafsson skrifar: Það gerist margt í einu þegar sið- væðingin fer eins og logi yfir akur. Stimplunum er óspart dýft í blekið og menn flokkaðir líkt og kinda- skrokkar í sláturhúsum. En nú fara hinir mögru í úrvalsflokkinn, þ.e. þeir sem ekkert gera og ekkert segja og hafa aldrei gert. Þeir sem láta að sér kveða og hafa eitthvað til mál- anna að leggja, þeir eru stimplaðir með þriðja flokks stimplinum. Ástæðan? Jú, þeir eru alltaf sagðir vera að þjóna einhverjúm ótil- teknum eða tilteknum aðilum sem ekki eigi að þjóna, þeir séu með „meiningar“ og þess vegna beri þeim að víkja. - Þetta er svona í pólitík- inni. Og svona er þetta hjá RÚV, stofnuninni meö almannatengsl að markmiði. Nú hefur alveg ný skilgreining ver- ið sett þar fram af æðsta yfirmanni. - Það á ekki að vera skemmtiefni í dægurmálaútvarpi eða í sjónvarpi! Þetta hefði nú verið ágæt yfirlýsing og tímabær ef í leiðinni hefði verið boðað að í sama mund yrði afnumin skylduáskrift að Ríkisútvarpinu, og alla' vega af sjónvarpinu. Þá þyrftu menn ekki að greiða fyrir drungann og depurðina, nema auðvitaö þeir sem sérstaklega sækjast eftir þessum einkennum, ríkisreknum. Ég tel að aldrei hafi orðið jafn öm- urlegt hlutskipti nokkurrar ríkis- stofnunar, en þau eru þó oft einmitt til staðar hjá ríkisstofnunum, og það að úthýsa þeim pistlahöfundunum Illuga og Hannesi Hólmsteini af dæg- urmálarás RÚV fyrir skemmstu. - Og á þeim forsendum helstum, að „frelsi gengi ekki upp án ábyrgðar“! Hvað er orðið um Ríkisútvarpið? Hver ber ábyrgð á því að svona fór? Hver ber ábyrgð á stofnuninni og frelsinu sem þar á að ríkja, með eða án ábyrgðar? Frá málfundi stúdenta um útvarpsmál. pistlahöfundar. - Útvarpsstjóri og tveir útstimplaðir I>V íslensk verðbréf ahöll Þorsteinn Kristjánsson skrifar: Ég hef oft velt því lyrir mér hvort ekki sé möguleiki á að koma hér upp alþjóðlegri verð- bréfahöll sem með nútíma - og kannski íslenskum - hugbúnaði gæti gefið upplýsingar milli landa og um allan heim og jafnvel þann- íg aö fíárfesta mætti héðan um ísland. Að auki gæti sú miðstöð e.tv. gefið stöðugar upplýsingar um stöðu markaða víðs vegar enda skilst mér að þannig mið- stöö sé ekki enn fyrir hendi svo að gagni sé. ísland er vel staðsett og einmitt þess vegna mætti tryggja slíka þjónustu, ásamt sér- stöðu sem víð hljótum að geta haft um ráðgjafarþjónustu á sviði fiskveiöa og rannsókna. Ökklabrot á 2,6 millj- ónir,nauðguná300 þúsund Stefán Magnússon hi'ingdi: Þeir eru furðulegir dómamir í réttarkerfinu og skaðabætumar til fórnarlamba glaepamanna misjafnlega metnar. - Ég las i DV frétt að t.d. fórnarlambi árásar- manns hefðu verið dæmdar 2,6 milljónir fyrir ökklabrot (sem læknast þó væntanlega ef allt er með felldu) en stúlku, sem hefur verið nauðgað (og það sár grær ekki á lífsleiðinni), dæmdar 300 þúsund krónur! - Þetta er réttar- ríkið ísland! Opniðeinkavín- verslun! Birna skrifar: Ég kaupi ekki oft áfengi en þó hef ég þurft þess, t.d. þegar ég vil bjóða vinum í mat. Ég á hins veg- ar í mestu erfiðieikum með að komast í ÁTVR á afgreiðslutíma hennar. Á laugardögiim og eftir kl. 18 er þar lokað. Ég skora á einhvern hugrakkan mann eða konu í verslun eða viðskiptum að sækja um að fá að selja létt vín og bjór, ásamt þá kannski öðmm vömm samhliða. Fólk verður að eiga aögang að þessum vörutegundum með betri hætti en nú er. Ráðherrannsegiaf eár Friðrik Árnason hringdi: Það er varla þungbærara fyrir forystulið Alþýðuflokksins að knýja ehm sinna ráðherra til af- sagnar en það var fyrir Sjálfstæð- isflokkinn fyrir nokkrum áram að knýja þáverandi ráðherra flokks síns til afsagnar. Ég get engan veginn séð að Alþýðu- flokknum sé stætt á að gegna ráð- herrastarfi ef hann mun þurfa að sæta lögreglurannsókn vegna viðskilnaðar við Hafnarfjarð- arbæ - auk þess sem-á undan er gengið. Ég sé því ekki hvernig félagsmálaráðherra kemst hjá því að segja af sér embætti. Óstéttvísi launastétt- anna? E.E. skrifar: Það fer að verða merkilegt rannsóknarefni fyrir sérfræð- inga að kanna orsökina fyrir þeim doða sem hrjáir forystu- sveitir launastéttanna. Er hugs: anlegt að öll orkan fari í að hamstra í eigin kjötpott? Þeir eru a.m.k. orðnir nokkuð vambsíðir sumir hverjir og þungir til gangs, hvað þá ef þeir þurfa að hlaupa á eftir málaliðum fjármagns og auðlmda. En þeir hafa lika alltaf komið í mark með fenginn langt á undan gamlingjunum, sem hafa verið að snússa sig í startholun- um þegar hinír eru að Ijúka sprettinum. Kannski er orsökin óstéttvísi launastéttanna og þær hafi því við engan aö sakast nema sjálfar sig. En kannski er maginn ekki enn tómur og höfuðið því ekki farið að vinna?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.