Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1994, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1994, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1994 Sviðsljós f hringiðu helgarinnar Þessir krakkar skemmtu sér vel á hrekkjavökunni sem haldin var í Upplýs- inga- og menningarmiðstöð nýbúa um helgina. Farið var í margs konar leiki og voru flest börnin klædd í skemmtilega búninga eins og tíðkast þennan dag. Eins og flestum er kunnugt hefur jó-jó herferð Vífilfells hf. varað sl. tvo mánuði. Jó-jó meistarinn Ivan Hagen hefur feröast vítt og breitt um landið og haldið fjölda sýninga og keppna í skólum, verslunum, félagsmiðstöðvum, spítölum og víöar. Síðast liðinn laugardag var svo haldin íslandsmeistara- keppnin í jó-jó í Kringlunni og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. Þau Jóhann G. Kristjánsson, Birna Björnsdóttir, Viðar Ólafsson, Ásta Hrólfs- dóttir, Ágúst Haraldsson og Erla Þorsteinsdóttir komu í boð sem haldið var í tilefni útgáfu bókarinnar „Að elska er aö lifa“ eftir þá Hans Kristján Áma- son og Gunnar Dal. í bókinni ræðir Hans Kristján við Gunnar tun marg1 leg málefni og bregður Gunnar upp heimsmynd sinni á mjög skýran skemmtilegan hátt, eins og honum einum er lagið. Mjódd og Lynghálsi 10 Reykjavík Furuvöllum 1 Akureyri na Stillholti 16 Mjallargötu 1 Akranesi ísafirði Gestir sem fóru í Sundlaug Reykjavíkur á laugardaginn í þeim tilgangi að fá sér sundsprett urðu heldur en ekki hissa þegar þeir urðu varir við óvænta gesti undir vatns- yfirborðinu. Þar voru á ferð kafarar úr Sportkafarafé- lagi Reykjavíkur og einnig áhugasamir gestir sém komu til að fá að prófa þetta spennandi sport. Fólki bauðst að prófa köfun í 20 mínútur og eins og sjá má á meðfylgj- andi mynd þótti spennandi að fá að prófa að anda í vatn- Salurinn í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði iðaði á laugardag þegar þar fór fram alþjóðleg dans- keppni undir heitinu The Viking open Hafnarfjörður. Alls tóku um 80 pör þátt í keppninni, á aldrinum 6 ára og upp úr. Mikil uppsveifla er í dansi um þessar mund- ir og sagði Níels Einarsson keppnisstjóri að á milli 20 og 30 þúsund manns stunduðu þessa iðju hér á landi. Meiming Regnboginn - Reyfari: ★★ */2 Gangið á guðs vegum eða deyið í upphafi myndar sinnar Pulp Fiction birtir Quentin Tarantino orðabókarskýringu á orðinu „pulp“. í orða- bók Tarantinos er ein merking þessa orðs „mauk“, svo vitnað sé í ensk-íslenska orðabók Amar og Örlygs, auk reyfaramerkingarinnar sem brúkuð er í heiti myndar- innar og þar vísað í þær mauksuðubókmenntir sem Kaninn kallar Pulp Fiction og segir frá bófum og þvi- umlíku sómafólki. Enda uppsuðan hálfgert mauk. Enn á ný eru þaö bófar og fylgifiskar þeirra sem Tarantino segir frá og horfir á úr ískaldri fjarlægð. Kvikmyndir Guðlaugur Bergmundsson Tarantino, þetta óskabam sem allir hampa, sem hóf leikstjóraferil sinn með eftirminnfiegum hætti í Res- ervoir Dogs, glæpamannamynd sem var afinokkuð öðruvísi en maður átti að venjast. En því miður hefur honum ekki tekist að fylgja henni nógu vel eftir með þessari nýju mynd. Eins og fyrri myndin skiptist þessi í aðgreinda kafla þar sem hefðbundin tímaröð er ekki virt í frásögn- inni. í þetta sinn em sagðar þijár sjálfstæðar sögur sem þó eiga sitthvað sameiginlegt, svo sem ofbeldið og ýmsar persónur sem flakka á milli, jafnvel eftir að hafa látið lífið í næsta kafla á undan. Utan um sögum- ar þrjár er svo hin fjórða sem er framan og aftan við hinar, einskonar rammi utan um þær. Tarantino kynnir okkur fyrir fjölskrúðugu safni persóna: lánlausu pari sem dettur í hug að ræna veit- ingastaðinn þar sem það er að fá sér morgunverð, leigumorðingjunum Jules (Jáckson) og Vincent (Tra- volta) sem ganga erinda bófaforingjans (Rhames), eig- inkonu (Thurman) bófaforingjans sem Vincent fer út meö eina kvöldstund og tvistar við, hnefaleikakappa (Willis) sem svíkur bófaforingjann með því að stúta andstæðingi sínum í síðustu viðureigninni og loks alls- heijarreddaranum Winton Wolf (Keitel) sem bjargar þeim Jules og Vincent úr vondri khpu. Svo aðeins helstu persónumar séu nefndar. Kaflarnir em misáhugaverðir en allir em þeir upp- fuflir af löngum og oft hallærislegum samtölum um fimm dollara sjeika eða erótískt gildi fótanudds eða gullúr sem geymt var í endaþarmi í mörg ár, kannski tfi að sýna okkur að kaldrifjaðir leigumorðingjar em bara rétt eins og við hin, sífeflt blaðrandi um aflt og ekki neitt. Af öllum persónunum sem Tarantino leiðir fram em Bruce Willis I hlutverki boxarans í Reyfara Tarantinos. leigumorðingjamir tveir, þeir Vincent Vega og Jules, áhugaverðastir. Það er ekki síst fyrir frábæra frami- stöðu leikaranna tveggja. John Travolta er ekki lengur þessi sæti súkkulaðihjúpaði og aftursleikti töffari sem hann var í laugardagsfárinu og fitukleprunum. Hér sýnir hann og sannar að í réttu hlutverki og undir stjóm rétts manns getur hann gert jafn vel og hinir aflra bestu. Það má þó vart á milli sjá hvor þeirra er betri, Travolta eða Samuel L. Jackson í hlutverki Júlla, þyljandi texta úr Bibliunni áður en hann pump- ar blýi í einhveija ólánsama aumingja. Og af uppbyggingu myndarinnar og örlögum persón- anna má ráða að Tarantino hvetji okkur öll, að minnsta kosti leigumorðingjana og bófana meðal vor, tfi að finna guð því annars sé voðinn vís og okkar bíði ekkert nema dauðinn. En þótt þetta sé allt voðalega sniðugt og flott og jafn- vel svartfyndið á köflum dugar það ekki til að gera úr bútunum sannfærandi hefid. Reyfari (Pulp Fiction). Handrit og leikstjóm: Quentin Tarantino. Leikendur: John Travolta, Samuel L. Jackson, Uma Thurman, Harvey Keitel, Bmce Willis, Tim Roth, Amanda Plummer, Eric Stoltz, Ving Rhames, Rosanna Arquette, Christopher Walken, Maria de Medeiros.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.