Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1994, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1994, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1994 45 ÁLPA ÁRMANNA b. októecr - 30. ncvanber 1894- Málverk eftir öldu Ármönnu. Gyðjur í íslensku samfélagi Alda Ármanna Sveinsdóttir sýnir um þessar mundir málverk i Sparisjóðnum í Garðabæ og er sýningin opin á afgreiðslutíma Sparisjóðsins. Alda Ármanna sýnir olíumálverk sem eru meðal annars hluti af sýningunni Gyðj- Sýningar ur í íslensku samfélagi og myndir sem eru unnar í framhaldi af því. Myndunum fylgja ljóðrænir textar sem tengjast efni mynd- anna. Alda Ármanna Sveinsdóttir er fædd á Norðfirði og hefur haldið fjölda einkasýninga hér á landi og erlendis, auk þess að taka þátt í samsýningum. Hún var með sýningu á Nordisk Forum í Finn- landi í ágúst og einnig þátttak- andi fyrir íslands hönd í Kollek- tiv International maleri í Finn- landi á sama tíma. Alda Ármanna hefur auk þess unnið aö kennslu- störfum, myndlistarkennslu, sér- kennslu og haldið myndlist- amámskeið frá árinu 1987. Ál var lítið notað framan af. Álið var álitið skrítið efni Franski steindafræðingurirn Pierre Berthier varð fyrstur til að finna fyrstu jarðlög steindar er hann nefndi bauxít og kennt er við borgina Baux í Frakk- landi. Það var síðan danski vís- indamaðurinn Hans Christian 0rsted sem áriö 1825 framleiddi Blessuð veröldin álduft og tveimur árum síðar bjó þýski vísindamaðurinn Friedrich Wöhler til stengur úr áli. Næstu tuttugu árin var álið einungis sérstætt, skrítið efni. Hélt það valda byltingu í vopnaframleiðslu Það var Napóleon III. sem fyrstur veitti verulegan fjárstuðning. til þess að franski efnafræðingurinn Sainte-Claire Deville gæti unnið upp aðferð til framleiðslu á áli í stómm stíl. Hann hélt nefnilega að álið myndi valda byltingu í vopnaframleiðslu sakir léttleika síns. Árið 1854 tókst Sainte-Claire Deville að framleiða ál sem málm með því að nota klór til afoxunar. Næstu framfarir í gerð áls urðu 1886 þegar Frakkinn Paul Héroult og Bandaríkjamaðurinn Char- les-Martin Hall uppgötvuðu sam- tímis að unnt væri að framleiða hreint ál úr bauxíði með rafgrein- ingu. Og þar með fékk áliö loks gildi í iðnaði. Hálka mikil vegna snjókomu Snjóað hefur um mestallt land og því em vegir hálir. Þar á meðal hefur snjóað nokkuö á höfuðborgarsvæð- Færð á vegrim inu og á Suðurnesjum og því mikil hálka þar. Á Suðurlandi hefur þó ekki snjóað í nótt og því lítil hálka þar. Á Vestfjörðum er hafinn mokst- ur á Breiðadals- og Botnsheiði og á Eyrarfjalli í ísafjarðardjúpi og verða þeir vegir fljótlega færir og á Stein- grímsfjarðarheiði er fært en þar er skafrenningur. Annars eru vegir á Vestfjörðum flestir færir. Þungfært er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og einnig á Vopnafjarðarheiði. Lokaö CD Þungfært (g) Fært fjallabilum Loðin rotta á Gauki á Stöng: Á Gauki á Stöng leikur í kvöld hinn kunna hljómsveit Loðin rotta en hún var stofnuö 1989 og hefur allt frá þeirri stundu þótt ein at- hyglisverðasta hljómsveit landsins Skemmtanir og hefur fyrir löngu sarrnað ágæti sitt. Loðinni rottu var upphaflega ætlað að Ieysa aðra hljómsveit, Sköllótta mús, af hólmi í skamman tíma en örlögin höguðu þvi þannig að enn kemur Rottan saman á tylli- dögum og leikur oftar en ekki fyrir fullu húsi. Loðin rotta er skipuð sömu mönnum í dag og síofnuðu sveit- ina. Richard Scobie er söngvari, Ingólfur Guöjónsson sér um hljóm- Richard Scobie, söngvari Loðinnar rottu. borðsleik, Jóhann Ásmundsson er förnu og verður fram eftir vetri og á bassa og á trommur er Halldór er hugur í þeim félögum að leika Hauksson. Loðin rotta hefur verið inn á geislaplötu. virk i spilamennskunni að undan- Veðurstöðvar Vegagerðarínnar . , . , ■ Á ... , . " ' " ; ■ , ýíkurskarö Oxnadalsheiöi Fjaröarheiöi Gilsfjörö' Oddskari • Holtavöröuheiöi —Mýrdalssapöúr Nýjar veðurstöðvar vegagerðarinnar Vegagerð ríkisins hefur í nokkurn tíma verið með í notkun nokkrar veðurstöðvar út um allt land sem hafa komið að góðum notum. Um Umhverfi þessar mundir er Vegageröin að taka í notkun nýjar stöðvar og er þá dreif- ing stöðvanna orðin jafnari. Á kort- inu má sjá hvernig þær dreifast um landið. Þessar veðurstöðvar mæla vind- hraða, vindátt, rakastig og hitastig. Upplýsingamar eru sendar sjálfvirkt í tölvu Vegagerðarinnar og hún send- ir þær síðan áfram í textasíður sjón- varpsins. Þannig hefur almenningur beinan aðgang að þeim upplýsingum sem berast frá veðurstöðvunum. Þessi myndarlegi strákur fáeddist á fæðingardeild Landspftalans 17. október kl. 15.35. Hann reyndist vera 4.700 grönun að þyngd og 54,5 i sentímetra langur. Foreldrar hans eru Gunnhild 0yahals og Páll Guð- mundsson og á hann einn bróður, Karl Robin, sem er fjögurra ára. Jens, vinur Ole, lendir i kröppum dansi í Næturverðinum. Næturvöröur í líkhúsi Næturvörðurinn, sem Háskóla- bíó hefur sýnt að undanfórnu, var aðalmyndin á danskri kvik- myndhátíð fyrr í mánuðinum og hefur aðsókn að þessari dönsku spennumynd verið góð, en Næt- urvörðurinn er ein best sótta kvikmynd Norðurlanda frá upp- hafi. Fjallar myndin um laganemann Martin sem tekur þátt í leik með besta vini sínum. Þeir mana hvor annan til ýmissa ævintýra og eru reglur leiksins þannig að sá sem tapar verður að fórna frelsi sínu og ganga hið snarasta í hjóna- band. Martin er einnig að leita að sumarstarfi og fær vinnu sem næturvörður í líkhúsi. Starfið reynist ekki eins létt og hann hélt í fyrstu því óhugnanlegir at- burðir fara að gerast. Fjölda- Kvikmyndahúsin morðingi og náriðill gengur laus og leikurinn téygir sig í líkhúsið þar sem Martin vinnur. Leikstjóri myndarinnar og handritshöfundur er Ole Borndal og er þetta fyrsta kvikmynd hans. Þess má geta að Næturvörðurinn hefur fengið alþjóðlega dreifingu og eru uppi hugmyndir í HoUy- wood um að endurgera hana. Nýjar myndir Háskólabíó: Isabelle Eberhart - Laugarásbíó: Gríman Saga-bíó: Forrest Gump BíóhöIUn: Bein ógnun Stjörnubíó: Það gæti hent þig Bíóborgin: í blíðu og stríðu Regnboginn: Reyfari Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 250. 31. október 1994 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 66,460 66,660 67,680 107,860 108,180 106,850 Kan.dollar 49,100 49,300 50,420 Dönsk kr. 11,2430 11,2880 11,1670 Norskkr. 10,1170 10,1670 1Q.0080 Sænsk kr. 9,2090 9,2460 9,1070 Fi. mark 14,3880 14,4450 13,8760 Fra. franki 12,8460 12,8980 12,8410 Belg. franki 2,1373 2,1459 2,1325 Sviss. franki 62,7000 52,9100 62,9100 Holl. gyllini 39,2100 39,3700 39,1400 Þýskt mark 44,0000 44,1300 43,8300 0,04296 0,04318 0,04358 Aust. sch. 6,2440 6,2750 6,2310 Port. escudo 0,4300 0,4322 0,4306 Spá. peseti 0,5280 0,5306 0.5284 Jap. yen 0,68260 0,68460 0,68620 106,360 106,900 105.680 SDR 98,59000 99,09000 99,35000 ECU 83,8300 84,1700 83,7600 | Slmsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan Lárétt: 1 peningur, 5 andlit, 7 vafi, 8 hlust, 10 kurteis, 11 traustur, 13 bandvef- ur, 15 halli, 17 eyðsla, 18 sár, 19 matar- veisla, 20 tottaði. Lóðrétt: 1 stærst, 2 betrun, 3 nudd, 4 til- gerð, 5 fremsta, 6 matur, 9 óreiðu, 12 blauts, 14 þiðna, 16 tölu, 18 íþróttafélag. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 þel, 4 ugga, 7 él, 8 æfing, 10 níðsla, 11 unun, 13 dug, 14 söm, 16 auðn, 17 negri, 19 ani, 20 gáöu. Lóðrétt: 1 þénusta, 2 Elín, 3 læðum, 4 ufs, 5 gildur, 6 gnauðið, 9 gegndu, 12 nagg, 15 önn, 18 ei. ►—

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.