Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1994, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1994, Side 28
40 MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1994 KE N IWOOD kraftur, gœöi, ending C3!-—/ Ármúla 17. Ravkiavík. sími 688840 GMÞ bílaverkstæðið hf. Fosshálsi 27, sími 672270 Eftir verðkönnun helstu dagblaða landsins á sóluðum dekkjum, neglingu, umfelgun og jafnvægisstillingu kom í ljós að lægsta verðið var hjá GMÞ bílaverkstæðinu, Fosshálsi 27. General Motors þjónustan er í sama húsi og F&A og Opal. Verið velkomin General Motors þjónustan Fosshálsi 27 sími 672270 BB dekk BB dekk dekkin sem duga dekkin sem duga TÆKNI fÆÆÆÆÆÆÆJÆÆÆÆÆÆÆÆÆSÆÆÆÆÆÆÆÆIfM AUKABLAÐ UM TÆKNI Miðvikudaginn 9. nóvember mun aukablað um tækni fylgja DV. Blaðið verður fjölbreytt og efnismikið en í því verður fjallað um fjölmargt sem viðkemur tækni til nota á heimilum og víðar. I blaðinu verður fjallað um sjónvörp, myndbands- tæki, myndavélar, síma- og faxtæki, vakt- og þjófa- varnakerfi fyrir heimili, auk ýmissar hagnýtrar tækni sem nýst getur á heimili og vinnustað. Þeir sem vilja koma á framfæri nýjungum og efni í blaðið er bent á að senda upplýsingar til ritstjórnar DV, Hauks Lárusar Haukssonar, fyrir 1. nóv. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði, vinsamlega hafi samband við Fríðu Lúðvíksdóttur, auglýsingadeild DV, hið fyrsta, í síma 63 27 21. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur augiýs- inga er fimmtudagurinn 3. nóvember. Ath.i Bréfasími okkar er 63 27 27. Fréttir Geðveill maður réðst á foreldra sína og barði þá: Umsátur víkinga- sveitar Umsátursástand skapaðist fyrir utan hús í Vogahverfi á laugardags- kvöld þegar víkingasveit lögreglunn- ar með alvæpni var kölluö út eftir að tilkynning harst um vopnaðan mann inni í húsinu. I húsinu var tæplega fimmtugur maður sem á við geðræn vandmál að stríða. Hann hafði fyrr um kvöld- ið ráðist á aldraða foreldra sína í húsi í Laugarneshverfi með þeim af- leiðingum að móðir hans hlaut áverka á andliti og faðir hans rif- beinshrotnaði. Eftir það hélt hann heim til sín þar sem 19 ára sonur hans er skráður til heimilis með hon- um. Hann mun áður hafa haft í hót- unum um að fremja voðaverk og þótti því vissara að kalla til víkinga- sveit lögreglunnar. Hún kom á vettvang um klukkan 21 og laust eftir miðnætti gaf maður- inn sig fram eftir að náðst hafði sam- band við hann í síma. Þegar mest var sátu um 25 lögreglumenn um húsið. Við leit í húsinu fundust engin skot- vopn. Málið var sent Rannsóknarlög- reglu rikisins og var maðurinn yfir- heyrður þar í gærkvöld. Eins og fyrr sagði hefur hann átt við geðræn vandamál að stríða en hann mun hafa veriö undir áhrifum lyfja og áfengis þegar atvikið átti sér stað. Að kröfu lækna var hann sendur á sjúkrastofnun eftir yfirheyrslur. Kveikt í kamri Eldur kom upp í útisalerni sem stóð á plani við Tryggvagötu síðdegis í gær. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu leikur grunur á að kveikt hafi verið í salerninu þar sem ijóst er að engin sú athöfn, sem að öllu jöfnu fer þar fram, hefur í för með sér eldhættu. Mikill reykur gaus upp og bráðnaði salernið niður á örskammri stundu. DV-mynd Sigursteinn Eyðibýli sprengt - tengsl við sprengiefnaþjófiiað nýlega ekki útilokuð Eyðibýli, sem stóð skammt frá bænum Höfða við Langavatn, fyrir ofan Reykjavík, hefur verið sprengt í loft upp. Eigandi býlisins hafði sam- hand við lögreglu og tilkynnti um atvikið. Lögreglumenn í Reykjavík og tæknimaður frá RLR fóru á vett- vang á laugardag og rannsökuðu rústimar. Eftir þá rannsókn er talið víst að dínamít hafi verið notað í sprengjuna en óvíst er hvenær verkið var unnið. Margt bendir þo til að það hafi verið í septembermánuði. Nokkrir þjófnaðir á sprengiefni eru óupplýstir en nýlega var að minnsta kosti 60 kílóum af sprengiefni, nokkru af hvellhettum, sprengivír og sprengihnalli stolið úr sprengig- ámi við Korpúlfsstaði. Einungis lítill hluti þess sprengiefnis er kominn í leitimar. Fyrir stuttu var pipuhlið fyrir utan Reykjavik sprengt í loft upp með dínamíti og er ekki hægt að útiloka að þar hafi sömu menn verið á ferð. Fulltrúi Vinnueftirhts ríkisins sagði í viðtali við DV sem tekið var í kjölfar þjófnaðarins á dínamítinu við Korpúlfsstaði að þjófamir sem stálu sprengiefninu gætu hæglega komið af staö „þrasusprengingu". Nú virðist ekki útilokað að orð hans hafi orðið að veruleika og þjófamir eigi efni í fleiri sprengingar. AriEdwald: unda himni „Ég er ekki í sjöunda himni. En þó ljóst sé að ég hafi ekki náð því marki sem ég stefndi að, sjöunda sætinu, segja reyndir menn að ég geti vel við unað. Þaö gætír ákveðinnar íhaidssemi í niður- stöðmini þar sem þingmenn, fyrram borgarfullti-úar og þekkt- ur einstakhngur raða sér í tíu efstu sætin. Kosningabaráttan hefur greinilega litlu breytt um niðurstöðuna,“ sagði Arí Edwald víð DV en hann lenti í 11. sæti prófkjörsins. „Ég kom inn nýr og hafði alít að vinna. Ég tel mig eiga framtíð- ina fyrir mér en ég hef aldrei notið jafn mikils stuðnings og nú. Til að ná ehefta sæti þurfti ég nokkur þúsund atkvæði og það er ágætisbyríun fyrir mig.“ „Ég ht á þetta sem baráttusætið og ég hef reynslu af þvi að skipa slík sæti. Ég sat í 11. sætinu við borgarstjórnarstjómarkosning- amar 1982. Það var þá baráttu- sætið og við náðum 12 borgarfull- trúum. Nú er ekkert annað fram undan en að leggja til atlögu við þetta verkefni," segir Katrín Fjeldsted, sem lenti í 9. sæti í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins. Guðmundur Hallvarðsson: Getvelviðunað „Sjöunda sætið er vonandi ekki baráttusæti í komandi alþingis- kosningum. Ég vona að brautar- gengi sjálfstæðismanna veröi betra en svo. Því er ekki að neita að ég sóttist eftir fimmta sæti. Mér þótti sýnt að ég yrði í einu af þremur sætunum þar á eftir. Ég get vel við unað og þakka þann stuöning sem mér var veittur," sagði Guðmundur Hahvarðsson sem varð i sjöunda sæti próf- kjörsins. Guðmundur K. Oddsson: Ósátturviðút- komu unga fólksins „Ég er ágætlega sáttur viö minn hlut enda ekki kostað neinu til. En ég er þó ekki sáttur við hve lélega útkomu ungir frambjóð- endur fengu þar sem enginn þeirra varð meðal tíu efstu. Það skilar sér betur í vor ef ungir frambjóðendur eru í einu af þess- um sætum,“ sgði Guðmundur K. Oddsson, yngsti frambjóðandmn, sem lentí í 14. og neðsta sæti. Isólfur náði Guðni Ágústsson alþingismað- ur mun skipa efsta sætí Fram- sóknarflokksms á Suðurlandi í komandi alþingiskosningum. Það varð niöurstaða kjördæmisþings Framsóknarflokksins á Suður- landi sem fram fór á laugardag. í skoðanakönnun fékk Guðni yfirgnæfandi kosningu í fyrsta sæti eða 140 atkvæði. Isolfur Gylfi Pálmason, sveitarsijóri á Hvols- velh, varð í öðru.sæti með 150 at- kvæði. í þriðja sæti varð Ólafía Ingólfedóttir i Vorsabæ, EUn Ein- arsdóttir í Sólheimahjálegu varð i fjórða, Ágúst Sigurðsson í Birt- ingaholti fimmta og Skæringur Georgsson í Vestmannaeyjum í sjötta sæti. Einhugur var um að raða á listann í samræmi við niö- urstöður skoðanakötmunarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.