Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1994, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1994
3
bönnuðsala
Lögreglan á Vopnafirði haíði
aískipti af farandsölum í bænum
í siðustu viku. Farandsalamir
höfðu svokallað landsöluleyfi og
hugðust selja íbúum Vopnaljarð-
ar sælgæti, snyrtivörur og aðrar
smávörur. Kaupmenn voru hins
vegar ósáttir við veru farandsal-
anna í bænum og kröföust af-
skipta lögreglu. Lögreglan vísaði
farandsölunum annað með sín
viðskipti og yfirgáfu þeir bæinn.
Aö sögn lögreglu er kveðið á
um það í lögum að kaupmenn
verða að samþykkja viðskipti far-
andsala með landsöluleyfi í sinu
bæjarfélagi.
Botnsdalur:
múpnaskyttur
íófeyfi
Lögreglan í Borgamesi hafði
afskipti af þremur rjúpnaskytt-
um i Botnsdal fyrir helgina.
Botnsdalur er allur i einkaeign,
að sögn lögreglu, og öll skotveiði
bönnuð að kröfu landeigenda.
Skytturnar voru fluttar í Borgar-
nes þar sem skýrslur voru teknar
af þeim. Einnig voru gerðar at-
hugsemdir við skotvopn eín-
hverra þeirra.
Suðumes:
Haf na greiðslum
húsaleigubóta
Ægir Már Kárasan, DV, Suöumesjum;
Bæjarráð hins nýja sveitarfé-
lags Keflavík, Njarðvík, Hafnir
hefur tekið þá ákvörðun að hafna
greiðslum á húsaleigubótum. í
vor voru samþykkt á Alþingi lög
um húsaleigubætur og sam-
kvæmt þeim á ríkið að greiða 60%
á móti 40% sveitarfélaganna.
Nokkur sveitarfélög hafa neitað
að greiða en þau verða öll að hafa
tekið ákvörðun fyrir 1. nóvember
um hvort þau greiða bæturnar
eða ekki.
Reiðtygiá
Þýskalands-
markað
Garöar Guöjónsson, DV, Akranesi:
„Það má segja að þetta verði
bylting hvað varðar vinnuaðstöð-
una. Við erum fyrir löngu búnir
að sprengja garnJa húsið utan af
okkur,“ segir Ólafur R. Guðjóns-
son, vélsmiðjueigandi á Akra-
nesi. Hann er aö reisa 200 m2 stál-
grindarhús og þegar það veröur
tekið í notkun í næsta mánuði
työfaldast húsnæði fyrirtækisins.
Ólafur hóf rekstur vélsmiöj unnar
í núverandi húsnæði viö annan
mann fyrir sjö árum en nú eru
starfsmennirnir tíu. Tveir til þrír
þeirra sjá um framleiðslu reið-
tygja allt árið um kring og segir
Olafur eftirspurnina í stöðugum
vexti. Meiri hluti framleiðsimm-
ar er fluttur út, mest til Þýska-
lands.
Viðbúnaður
vegna neyðar-
blyss
Tilkynnt var um neyðarblys á
lofti yfir Breiðafirði á fimmtu-
dagskvöld og hófu bátar og skip
í nágrenninu strax eftirgrennsl-
an. Eftir talsverðan tíman kom í
ljós að blysinu hafði verið skotiö
á loft úr bát sem hafði bilaö. Ami-
ar bátur var á leið til aðstoðar og
hafði blysinu verið skotið á loft
til að staðsetja bílaðabátinn. Hins
vegar láðist að láta vita af til-
gangi blyssins.
Fréttir
Markús Öm Antonsson fyrrum borgarstjóri:
Kennt um ósigurinn
stefndi á fjórða sæti en fékk það tíunda
„Það eru nokkur vonbrigði að
lenda í tíunda sæti en ég stefndi á
4. sæti. Ég gerði mér grein fyrir því
aö róðurinn yrði þungur og ekki
auðveldlega höggvið í raðir þing-
mannana. Ég vonaðist til að hljóta
annað þeirra tveggja sæta sem
losnuðu og vonbrigði voru að það
tókst ekki,“ sagði Markús Örn Ant-
onsson, fyrrum borgarstjóri, en
hann lenti í 10. sæti prófkjörsins.
- En hverju er um að kenna að þú
lendir ekki ofar?
„í prófkjörsbaráttunni heyrðust
raddir sem ekki sættu sig við að
ég hefði hætt sem borgarstjóri,
jafnvel þótt það hafi veriö gert ein-
vörðungu með hagsmuni Sjálf-
stæðisflokksins í huga. Þessar
gagnrýnisraddir hafa öðrum þræði
kennt mér um ósigurinn í borgar-
stjómarkosningunum í vor. Eg
held að ákveðið uppgjör hafi komið
fram við mig af hálfu þeirra sem
svona hugsuðu."
- Ætlar þú að taka 10. sætið.
„Já, ef mér býðst það.“
Hagstæðustu
bílakaup ársins!
Verðið á Renault 19 RN
árgerð 1995
er aðeins kr. 1195.000,-
INNIFALIÐ:
Hörkuskemmtileg og sparneytin 1400 vél,
vökvastýri, rafdrifnar rúðuvindur, fjarstýrðar
samlæsingar, útvarp/segulband með fjarstýringu,
styrktarbitar í hurðum, bílbeltastrekkjarar,
málmlitur, ryðvörn, skráning ..
Reynsluaktu
Renaultl
Fallegurfjölskyldubíll á fínu verði.