Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1994, Side 6
6
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994
Viðskipti
Þorskur á fiskm.
Fö Má
Þingvísit. hlutabr.
Mi Fi Fö Má
Álverö erlendis
$Aonn þri Mi Fi Fö Má Þri
Dollarinn
Þri Mi Fi Fö Má
Kauph. í Nevv York
Fö M á
Hlutabréf hækka
Þorskverð á fiskmörkuðum
hefur að meðaltali verið frá 106
til 142 króna kílóið síðustu daga.
Á mánudag var kílóverðið 110
krónur.
Þingvísitala hlutabréfa náði
sínu hæsta gildi til þessa sl.
mánudag þegar hún fór í 1020
stig. Hlutabréfaverð hefur ýmist
hækkað eða staðið í stað.
Eins og kemur fram hér til hhð-
ar á síðunni rauf álverð 2000 doh-
ara múrinn í London í gærmorg-
un. Á einni viku hefur verðið
hækkað um 8%.
Fra fimmtudegi til mánudags
hækkaði gengi dohars nokkuð og ■
var 68,40 krónur á mánudag. 0,7
Sölugengi gærdagsins lá ekki fyr- 0 69
ir þegar þetta var skráð.
Hlutabréfaverð í WaU Street 0,69
hækkaði á mánudag eftir stööuga 0,68
lækkun í síðustu viku. Dow Jones 0,68
stóö i 3825 stigum um miðjan dag 0.67
á mánudag. Kr.
Þjóðhagsspá Gjaldeyrismála fyrir 1994:
Of mikil bjartsýni
- segir forstjóri Þjóðhagsstofnunar
Eins og kom fram í DV í gær gerir
ný þjóðhagsspá Gjaldeyrismála ráð
fyrir ríflega helmingi meiri hagvexti
á þessu ári en spár Þjóðhagsstofnun-
ar hafa gert til þessa. Gjaldeyrismál,
sem Ráðgjöf og efnahagsspár hf. gefa
út, birti í gær spá um 4% hagvöxt á
þessu og 2% á því næsta. Þjóðhags-
stofnun hefur spáð 1,9% hagvexti á
þessu ári og 1,4% á næsta. Þetta má
sjá nánar á meðfylgjandi grafi.
„Ég hef ekki mikið um þessa spá
að segja að svo stöddu. Við förum í
gegnum okkar forsendur að nýju í
byrjun desember eins og venja er í
tengslum við afgreiðslu fjárlaga-
frumvarps. Mér sýnist þessi spá
Gjaldeyrismála einkennast af of
miklli bjartsýni. Það bendir fátt til
að hagvöxturinn á þessu ári verði
svona mikill, sérsfaklega þegar litið
er til þróunar innflutnings aö und-
anfómu og veltu samkvæmt virðis-
aukaskattsskýrslum," sagði Þórður
Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofn-
unar, við DV um spá Gjaldeyrismála.
Þjóðhagsspá 1994-1995
Viöskiptajöfnuður
11 milljarðar
10 ;
9
8
7
6
5
4
2 " ' ÍU
i B H—WB M..
i0
Gjaldeyrismál Þjóðhagsstofnun
'94 '95
Cjaldeyrísmál
'94 '95
Þjóðhagssl
Þórður sagði hins vegar að spá
Gjaldeyrismála um viðskiptajöfnuð-
inn gæti orðið nærri lagi.
„Það stafar af meiri tekjum af út-
flutningi sjávarafurða en við höfum
reiknað með. Einnig hafa þættir
áhrif eins og minni aukning innflutn-
ings en við spáðum," sagði Þórður.
Hér eru fulltrúar þeirra þriggja einkafyrirtækja sem tilnefnd voru til Hvatningarverðlauna Gæðastjórnunarfélags
íslands 1994. Frá vinstri eru Ágúst Guðmundsson frá Bakkavör, Elín Agnarsdóttir frá Hans Petersen og Þórður
Sverrisson frá Eimskip. Það var síðan Hans Petersen sem fékk sjálf verðlaunin. Úr hópi ríkisfyrirtækja fékk Iðn-
tæknistofnun Hvatningarverðlaunin en auk hennar voru ÁTVR, Ríkisspitalar og Skýrr tilnefnd til verðlaunanna.
2000 dollara álmúrinn rof inn
Staðgreiðsluverð áls rauf 2 þúsund
dollara múrinn í gærmorgun þegar
verðið fór í 2009 dollara tonnið á
markaði í London. Álverö er núna
helmingi hærra en þaö var fyrir ári
og hefur ekki verið hærra í rúm 4 ár.
Sérfræðingar telja að hér sé um
spákaupmennsku að ræða á álmark-
aðnum þar sem birgðir séu enn tölu-
veröar, eða tæpar 2 milljónir tonna.
Álverð er núna komið langt upp fyr-
ir þau mörk sem Atlantsál-hópurinn
svokallaði setti fyrir því að reisa
nýtt álver á Keilisnesi. Þá var miðað
við aö heimsmarkaðsverð á áh þyrfti
að vera 1800 dollarar tonnið.
Léleg skipasala
Lélegt verð fékkst fyrir íslenskan
fisk í skipasölu í Þýskalandi í síðustu
viku. Tveir togarar seldu þar afla og
meöalverð þeirra beggja var 92 krón-
ur kílóið. Skagfirðingur SK seldi 155
tonn fyrir 15 milljónir og Ottó N.
Þorláksson RE fékk 14,6 mflljónir
fyrir 167 tonn. í gámasölu í Englandi
seldust 203 tonn fyrir rúmar 30 mUlj-
ónir.
Hlutabréfaviðskipti í síðustu viku
námu 13,5 mUljónum króna og tæp-
um 2 mflljónum sl. mánudag. Mest
hefur verið keypt af hlutabréfum
Flugleiða, Þormóðs ramma og Hluta-
bréfasjóðsins. Hlutabréf nokkurra
helstu félaga hefur hækkað þannig
að þingvísitala hlutabréfa hefur
hækkað. Vísitalan náði sögulegu há-
marki á mánudag, 1020 stigum.
Útflutningsafurðir, gjaldmiðlar og verðbréf
2500
2000
1500
500
USD/
tonn 1
2009
0 N
Skipasölur
200
150
100
50
Kr/ <
k« A
92,18
0 N
200
150
50
Kr/ á
Kg A
151,33
0 N
Dollar
70
691
6.8
67
66 XjjJf
65 68,40
Kr. Á S 0 N
104
Kr. i
107,29
0 N
Eimskip
4,9
4,8
4,7
4,6
Flugleiðir
1040
1020
1000
4,5
Á S 0 N
0,5
A S
980/I\ yf
960^1 w
940 1020,27
1 Á S 0 N
138
136
134
132
%
130
Á S 0 N
Landsbréfmeð
nýjaþjónustu
Verðbréfafyrirtækið Landsbréf
hf. kynnti í síðustu viku nýjung
fyrir íslenska fjárfesta sem nefn-
ist AlþjóðlegQárfestingaþjónusta
Landsbréfa. Fjárfestum gefst
núna í fyrsta sinn kostur á fjár-
festingum meö möguleika á flár-
festingarábyrgð fyrir einstakl-
inga. Jafnframt fá íjárfestar tæki-
færi til að sameina umsjón og
eftirlit með allri verðbréfaeign
sinni á einum stað, bæði í inn-
lendum og erlendum veröbréf-
um.
Landsbréf bjóða núna upp á
þrjú verðbréfasöfn; Grunnval,
Fjölval og Framval. í Grunnvali
er 80% safnsins ráðstafað í inn-
lendum verðbréfum, 60% af
Fjölvali fer í innlend verðbréf en
í Framvali er hlutfallið komið
20% innanlands en 80% í erlend-
um verðbréfasjóöum. í Framvali
er mesta áhættan tekin er þar er
líka von á mestu arðseminni.
Verðbréfasöfnin veita aðgang að
28 veröbréfasjóöum, þar af 26 er-
lendum. Fjárfestingarábyrgöin,
sem er íjárfestum að kostnaðar-
lausu, er veitt vegna mikilla
sveiflna á erlendum verðbréfa-
mörkuðum og gengisþróunar
helstu gjaldtniðla gagnvart ís-
lensku krónunni. Ábyrgðin
tryggir aðstandendum fjárfesta
verðmæti verðbréfaeignar ef
hann fellur frá.
Múrari kaupir
matvöruverslun
Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi:
Byggingahúsið hf. á Akranesi
hefur fest kaup á einni helstu
matvöruversluninni á staðnum,
Skagaveri. Verslunin hafði verið
til sölu um skeið og sýndu aðilar
á borð við Hagkaup og Nóatún
henni áhuga.
Aðaleigandi Byggingahússins
er Sveinn Arnar Knútsson
múrarameistari. Hann segir að
áfram verði rekin matvöruversl-
un í Skagaveri og segist setja sér
það markmið að koma rekstrin-
um aftur á rétta braut.
FokkerFlug-
leiðaíParís-
Dakarrallið
Flugleiðir hafa fengið nýtt
leiguverkefni fyrir Fokker 50 vél
sína sem ekki hefur verið notuð
í áætlunarflugi. Samningurhefur
verið geröur við franskt fyrirtæki
um að leigja flugvélinga með
áhöfn og flugvirkja til að fylgja
París-Dakar rallinu frá rásstað í
París og til ýmissa landa í norð-
vesturhluta Afríku allt þar til
keppninni lýkur í Dakar. Frá
þessu er greint i fréttabréfi Flug-
leiða.
Véhn fer utan milli jóla og ný-
árs og fylgir rallköppunum fram
yfir miðjan janúar. Tveir flug-
menn, flugfreyja og flugvirki
fylgja Fokkernum allan tímann.
EHendarskuldir
milljón á mann
Alls varð 7,7 milljarða halh á
þjónustujöfnuði fyrstu níu mán-
uði þessa árs. Halhnn stafar eink-
um af miklum vaxtagreiðslum af
erlendum skuldum þjóðarinnar
sem námu um 230 milljörðum
króna í lok september sl. Það ger-
ir tæp milljón í skuld á hvem ein-
stakling. Langtímaskuldir þjóð-
arinnar erlendis námu tæpum
260 milljörðum í septemberlok.
Það dró úr þjónustuhallanum
að tekjur af erlendum ferða-
mönnum og Vamarliöinu hafa
aukist frá fyrri hluta ársins. Far-
gjaldatekjur jukust í tákt við
fjölgun feröamanna.