Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1994, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1994, Blaðsíða 30
50 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994 A&næli María Karólína Magnúsdóttir María Karólína Magnúsdóttir, fyrrv. ljósmóöir, Sléttahrauni23, Hafnarfirði, varö áttatíu og fimm áraígær. Starfsferill María fæddist aö Njálsstöðum í Vindhælishreppi og ólst upp hjá foreldrum sínum þar og víðar í Vindhælishreppi en lengst af bjuggu þau á Bergsstöðum, Þverá og Sæunnarstööum í Hallárdal á Skagaströnd. María lauk ljósmæðranámi frá Ljósmæðraskóla íslands 1931 en 1939 fór hún í sex mánaða náms- og starfsdvöl til Danmerkur til að kynna sér meðferð ungbarna. María var ljósmóðir í Engihlíðar- umdæmi 1931-36, í Bólstaðarhhð- arumdæmi 1933-35, í Sauðárkróks- og Skarðshreppsumdæmi 1936-79 og jafnframt á Sjúkrahúsi Skag- firðinga á Sauðárkróki 1971-79. Þá vann María við mæðra- og ung- barnaeftirlit á Sauðárkróki. María var stofnfélagi Rauða kross deildar Sauðárkróks og var í fyrstu stjóm hennar. Hún sat í barnavemdamefhd um árabil og var virk í kvenfélagi Sauðárkróks. Fjölskylda María giftist 10.5.1942 Pétri Jón- assyni, f. 19.10.1887, d. 29.11.1977, hreppstjóra frá Syðri-Brekkum í Akrahreppi. Foreldrar hans vom Jónas Jónsson, trésmiður og b. á Syðri-Brekkum, og Pálína Guðný Björnsdóttir ljósmóðir. Dóttir Maríu og Péturs er Pálína Guðný, f. 27.6.1943, hjúkrunar- fræðingur í Hafnarfirði, gift Bjarna Nikulássyni, flugumferðarstjóra á Keflavíkurflugvelli en börn þeirra era María Guðrún hjúkrunarfræð- ingur, Bjarndís sjúkraliði og Bryn- dísogPéturnemar. Systkini Maríu: Steingrímur, b. á Eyvindarstöðum í Blöndudal, nú látinn; Siguröur, verkstjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðár- króki; Guðmann, Guðmundur og Páll, allir b. á Vindhæli í Vindhæl- ishreppi. Foreldrar Maríu vora Magnús Steingrímsson, f. 3.4.1881, frá Njálsstöðum, og Guörún Einars- dóttir, f. 8.8.1879, frá Hafursstaða- koti í Vindhælishreppi. Ætt Magnús var bróðir Páls, ritstjóra Vísis, Páls, b. á Njálsstöðum og Friðriku, húsfreyju á Kagaðarhóli á Ásum. Magnús var sonur Stein- gríms, b. á Njálsstöðum á Skaga- strönd, Jónatanssonar, b. á Marð- arnúpi í Vatnsdal, Davíðssonar, b. í Hvarfi í Víðidal, Davíðssonar Guðmundssonar, hreppstjóra á Spákonufelli á Skagaströnd. Móðir Magnúsar var Anna Guðrún Frið- riksdóttir Schram, b. á Komsá í Vatnsdal, ogMargrétar Stefáns- dóttur frá Hofi í Vatnsdal. Til hamingju með afmæliö 23. nóvember 80 ára Grettisgötu 52, Reykjavík. Hanneraðheiman. Daníel DanieLsson, Spítalastíg6, Hvammstanga. 50ára 75 ára Haukur Pálsson, Sléttuvegi 15, Reykjavík. Óskar J. Lárusson, Bragagötu 35, Reykjavík. Kjartan Friðbjarnarson, Smyrlahrauni 22, Hafnarfirði. Erlendur Eyjólfsson, Álftamýri 54, Reykjavík. Helga A. Claessen, Grandavegi 47, Reykjavík. Auður Bessadóttir, Eskihllð 20a, Reykjavík. Hafsteinn Jóhannsson, Bálkastöðum, Ytri-Torfustaða- Rögnyaldur K. Hjörleifsson, Hringbraut 86, Keflavík. 40ára 70 ára Auður R. Guðmundsdóttir, Unnarbraut 7, Seltjamamesi. Þrúður Guðmundsdóttir, Hjalla, Ölfushreppi. Friðrik Adolfsson, Marargötu 6, Reykjavík. Reinholde K. Kristjánsson, Borgarholtsbraut 1, Kópavogi. Katiea-Zorka Heide, Esjugrund 50, Kjalameshreppi. 60 ára Ólöf Kolbrún Guðbrandsdóttir, Nýjabæ 2, Andakílshreppi. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu áafmælisdaginnfrá kl. 16. Hermann Ármannsson, Sigtúni 15, Patreksfiröi. Ásbjörn Guðmundsson, Ingveldur Jóhannesdóttir, Grundargeröi 6i, Akureyri. Olav Ingvald Olsen, Sandbakkavegi 6, Höfn í Horna- firöi. Jóna Sigurbjörg Einarsdóttir, Eiðum, Gr íroseyj arhreppi. Helena Rut Kristjánsdóttir, Hrauntungu 27, Kópavogi. Arnór Hermannsson, Vestmannabraut 69, Vestmanna- eyjum. Halldór Guðbergsson, Veghúsum 31, Reykjavík. IngvarG. Engilbertsson, Laufvangi 14,Hafnarfiröi. Birna Jónsdóttir, Hólatúni 9, Sauðárkróki. Heiðar Theódór Ólason, Borgarsíðu 7, Akureyri. Wilhelm Sigtu-ðsson, leigubifreiðastjóri hjá Hreyfli, Álfaskeiði 84, Hafnarfiröi. Ásdis Þórðardóttir, Borgarlandi 10, Djúpavogshreppi, Sólveig Ingibjörg Reynisdóttir, Lerkigrund 4, Akranesi. UPPBOÐ Að kröfu Kambs, bifreiðaverkstæðis, verða ca 2.300-2.400 rúmmetrar af hörpuðu rauðmalarefni og ca 2.000 rúmmetrar af óunnu fyllingarefni, í eigu íslandsnáma hf., selt á nauðungaruppboði sem haldið verður á hafnar- bakkanum við suðurbakka, Hafnarfirði, miðvikudaginn 30. nóvember nk. og hefst kl. 16.00. SÝSLUMAÐURINN I HAFNARFIRÐI Guðrún var systir Gísla, sjó- manns á Skagaströnd, og Sigþrúð- ar, húsmóður og Skagaströnd. Guðrún var dóttir Einars, afkom- anda Jóns harðabónda á Mörk, frá Köldukinn á Ásum Jónssonar, b. á Höllustöðum í Blöndudal, Hall- dórssonar, frá Fossum í Svartárd- al. Móðir Guðrúnar var María, systir Guðmundar á Torfalæk, fóö- ur Páls Kolka læknis og Elínborgar á Kringlu, móður Guðrúnar Teits- dóttur, Ijósmóður á Skagaströnd. María var dóttir Guðmundar, b. í Nípukoti, Jónssonar, og Guðrúnar Guðmundsdóttur, smiðs á Síðu í Víðidal og Guðrúnar Sigfúsdóttur Bergmann, hreppstjóra á Þorkels- Ijóli og ættföður Bergmannsættar- innar. María er að heiman. María Karólína Magnúsdóttir. Andlát Sveinn S. Guðmundsson Sveinn Stefán Guðmundsson, verk- stjóri Malarvinnslunnar hf. og fyrr- verandi sveitarstjóri á Vopnafirði, Bjarkarhhð 2, Egilsstöðum, lést 12. nóvember. Útfór hans var gerð frá Egilsstaðakirkju sl. laugardag. Starfsferill Sveinn var fæddur 5.9.1941 að Hrafnabjörgum í Hlíðarhreppi í Norður-Múlasýslu og ólst þar upp. Hann stundaði nám í Alþýðuskólan- um á Eiðum og Samvinnuskólanum á Bifröst og lauk þaöan prófi 1961. Sveinn starfaði sem skrifstofu- maður hjá Skipaútgerð ríkisins í Reykjavík um árs skeið að loknu námi en vann eftir það á Austur- landi. Fyrst á skrifstofu Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöðum í eitt ár, síðan fulltrúi hjá Búnaðarbankan- um í útbúinu á Egilsstöðum í tvö ár og þá við kennslu í Bama- og unglingaskólanum á Eiðum í nokk- ur ár en Sveinn var skólastjóri þar eitt árið. Hann hóf byggingu nýbýl- isins Sellands í Hlíðarhreppi 1965, fyrst í hjáverkum með kennslunni en fluttist þangað alveg 1970. Hann varð sveitarstjóri á Vopnafirði 1984 og gegndi starfinu til 1990 en frá þeim tíma og til dánardags var Sveinn verkstjóri Malarvinnslunn- ar hf. á Egilsstöðum. Sveinn var lengi í stjórn ÚÍA og um árabil í stjóm Kjördæmissam- bands framsóknarmanna og for- maður þess. Hann var oddviti Hlíð- arhrepps 1970-84, formaður skóla- nefndar Brúarásskóla í nokkur ár og í stjórnum Búnaðarsambands Austurlands og Ræktunarsam- bands Austurlands en Sveinn var formaður Búnaðarsambandsins í nokkur ár og fulltrúi þess á þingum stéttarsambandsins um árabil. Hann sat enn fremur í stjórn Kaup- félags Héraösbúa og síöustu árin í stjórn knattspyrnudeildar Hattar á Egilsstöðum. Fjölskylda Sveinn kvæntist 27.12.1964 Sæ- unni Önnu Stefánsdóttur, f. 26.5. 1945, verslunarmanni frá Ártúni í Hjaltastaðaþinghá. Foreldrar henn- ar: Stefán Sigurðsson, f. 22.9.1904, d. 15.12.1984, bóndi í Ártúni f Hjalta- staðaþinghá, og kona hans, Pálína Malen Guttormsdóttir, f. 7.6.1903, d. 14.4.1991, húsfreyja. Böm Sveins og Sæunnar: Malen, f. 14.12.1963, uppeldisfræðingur og starfsmaður Vitans í Hafnarfirði, maki Hafsteinn Pétursson kennari, þau eiga tvær dætur, Ylfu og Ástu Brá; Valborg, f. 2.1.1966, kennari við Menntaskólann á Egilsstöðum, maki Steinþór Þórðarson sálfræð- ingur, þau eiga eina dóttur, Stellu Sveinn Stefán Guömundsson. Rún; Veigur, f. 31.8.1973; Stefán Bogi,f.9.10.1980. Bræður Sveins: Eyþór, f. 4.11.1944, starfsmaður hjá Brúnási á Egils- stööum, maki Kristjana Valgeirs- dóttir, f. 10.3.1954, húsmóðir, þau eiga þijú böm; Jónas, f. 8.3.1946, bóndi á Hrafnabjörgum í Hlíðar- hreppi, maki Ingibjörg Sigurðar- dóttir, f. 18.1.1946, bóndi og húsmóð- ir, þau eiga þrjár dætur. Foreldrar Sveins: Guðmundur Björnsson, f. 1.6.1913, d. 14.10.1992, og Valborg Stefánsdóttir, f. 25.1. 1914, d. 16.4.1991, búendur á Hrafna- björgum. Sigurður Valdimarsson Sigurður Valdimarsson iðnverka- maður, Neðstaleiti 4, Reykjavík, lést í Reykjavík þann 15.11. sl. Útfor hansfórframígær. Starfsferill Sigurður fæddist á Sóleyjarbakka í Hrunamannahreppi 30.5.1914, ólst þar upp og stundaði öll almenn sveitastörf. Hann fluttist til Reykja- víkur 1939 og hóf þar störf viö Kassagerð Reykjavíkur. Síðan starf- aði hann við Fiskimjölsverksmiðj- una Klett en réðst til Steinsteypunn- ar 1943, þar sem hann vann í átján ár eða þar til hún var lögð niður. Loks var hann starfsmaður Reyr- plasts í hðlega tvo áratugi. Fjölskylda Sigurður kvæntist 7.12.1946 eftir- lifandi konu sinni, Sofííu Ingibjörgu Sigríði Sigurðardóttur, f. 4.10.1925, húsmóöur. Hún er dóttir Sigurðar Friöbjörnssonar, múrarameistara í Neskaupstað, og k.h., Hallberu Daníelsdóttur húsmóður, frá Við- borðiíSuðursveit. Böm Sigurðar og Sofflu eru Haha Sigrún, f. 2.8.1947, húsmóðir á ísafirði, gift Hafsteini Vilhjálmssyni kaupmanni; Hilmar, f. 2.9.1949, hús- gagnasmiður í Reykjavík, kvæntur Hrefnu Jónsdóttur; Sigurður Sófus, f. 6.7.1954, kjötiðnaðarmaður í Reykjavík, kvæntur Helgu Harðar- dóttur. Systkin Sigurðar: Brynjólfur, f. 1.1.1896, d. 19.12.1973, bifreiðatjóri á Selfossi; Steindór, f. 4.6.1897, d. 4.10.1975, búsetturíEfra-Langholti; Steindór Páll, f. 16.6.1898, d. 23.10. 1984, verkamaður í Reykjavík; Kam- iha Sigríður, f. 24.7.1899, d. 9.2.1948, húsraóðir í Reykjavík; Jóhann, f. 3.10.1900, d. 8.2.1970, vélstjóri, pípu- lagningameistari og verksmiðju- stjóri í Reykjavík; Valgerður, f. 24.12.1901, d. 9.2.1984, verkakona í Reykjavík; Þórlaug, f. 24.6.1903, d. 9.3.1972, húsmóðir í Reykjavík; Sig- ríður, f. 3.7.1904, d. 13.5.1974, hús- móðir í Reykjavík; Guðrún, f. 18.2. 1906, d. 15.3. s.á.; Jónína Sigríður, f. 15.2.1907, d. 11.6.1983, húsmóðir í Reykjavík; Ólafur, f. 4.3.1908, d. 30.12.1982, kennariogbifreiðastjóri í Reykjavík; Guðrún, f. 11.2.1909, d. 8.3.1910; Guðmundur, f. 11.2.1910, bifreiðastjóri í Kópavogi; Haraldur, f. 9.2.1911, d. 20.2. s.á.; Elín, f. 27.1. 1912, húsmóöir og verkakona í Reykjavík; Helga María, f. 17.2.1913, búsett í Reykjavík; Sóley, f. 28.6. 1915, búsett í Reykjavík; Guðrún, f. 2.3.1917, búsett í Reykjavík. Foreldrar Sigurðar voru Valdimar Brynjólfsson, f. 30.6.1874, d. 20.3. 1958, bóndi á Sóleyjarbakka, ogk.h., Helga Pálsdóttir, f. 26.9.1873, d. 3.7. 1952, húsfreyja. Ætt Valdimar var sonur Brynjólfs, hreppstjóra á Sóleyjarbakka, Ein- arssonar, b. þar, Gíslasonar, b. þar, Jónssonar, b. í Bræðratungu, Guð- mundssonar, ættfööur Kópsvatns- ættarinnar, Þorsteinssonar, b. í Jötu, Oddssonar, b. þar, Jónssonar, lrm. á Grafarbakka, Jónssonar, lrm. á Núpi, Magnússonar, lrm. á Núpi, Jónssonar, lrm. á Krossi í Landeyj- um, Magnússonar. Móðir Jóns á Grafarbakka var Guðrún Jónsdótt- ir. Móðir Þorsteins var Sigríður Sigurður Valdimarsson. Bjamadóttir frá Laugum. Móðir Guðmundar var Sigríður Guö- mundsdóttir. Móðir Jóns í Bræðra- tungu var Rannveig Jónsdóttir. Móðir Gísla var Hahbera Jónsdóttir frá Skipholti. Móðir Brynjólfs var Sigríður Brynjólfsdóttir frá Lang- holtskoti.- Móðir Valdimars var Val- gerður Guðmundsdóttir frá Önund- arholti. Helga var dóttir Páls, formanns í Nýjabæ á Eyrarbakka, Andrésson- ar, hreppstjóraí Syðra-Langholti, Magnússonar, alþm. í Syðra-Lang- holti, Andréssonar, hreppstjóra í Efra-Seh, Narfasonar. Móðir Magn- úsar var Margrét Ólafsdóttir. Móðir Andrésar var Katrín Eiríksdóttir, ættfóður Reykjaættarinnar, Vigfús- sonar. Móðir Páls var Ragnlúldur Pálsdóttir, hreppstjóra í Haukadal. Móðir Helgu var Valgerður Eiríks- dóttir frá Húsatóftum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.