Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994 Vísnaþáttur Vísurúr ýmsum áttum í þessum þætti mun ég fara út og suður og hef ég ferð mína undir Jökli. Sagt er að maður nokkur hafi ætlað að yrkja þá hann var nár en það hefur því miður reynst mörgum góðum drengnum torvelt. Víst er að bókmenntir heimsins væru ríkari ef möguleiki þessi væri fyrir hendi. Þá er piltur þessi var kistulagður var vísa þessi kveðin af Ólafi Björnssyni, skipasmið und- ir Jökh: Þó þér væri gáfan góð gefin lífs á vegi, aldrei muntu yrkja ljóð upp frá þessum degi. Margur peningamaðurinn hefur gegnum tíðina orðið að þola hvers kyns hnútur frá hendi þeirra sem óviturlegar fara með fé sitt. Næsta vísa er kveðin af Sigurði Árnasyni frá Raufarhöfn og notar hann þar gullskenninguna Rínarbál. Svo er vísa þessi: Einar fyrrnefndur sinnti lengi innheimtustörfum hjá Olíuverslun íslands. Fékk hann misjafnar mót- Vísnaþáttur Valdimar Tómasson Rínarbáli safnar sér syndum rjálar nærri, Jón á Skálum öUum er okursálum stærri. Víst er það að öll eldumst við með hveijum deginum og veldur þaö jafnan sliti til líkama og sálar. Þó að margir haldi fjöri sínu fram á hinsta dag verða einnig ófáir veg- móðir á göngu sinni. Svo kveður Baldvin Halldórsson: Ellin herðir átök sín enda sérðu litinn. Æviferða fótin mín fara að verða shtin. Jónas Pétursson Skúlasonar úr Laugadal í Húnavatnssýslu orti þessa vísu um konu eina sem þótti málug mjög og var fyrir þær sakir misvel hðin: Skjól fær eigi skötnum hjá, skæö því veldur tunga, rólar vegi Ulum á óláns greyiö Rósídá. tökur er hann var við störf sín. Einhver gæðingurinn hreytti þeim ónotum að Einari að hann sinnti ekki flækingum. Kvað þá Einar: Mærðarskækill miður þarf mig sem flæking kynna. Eitt er að rækja ærlegt starf, annað klæki að tvinna. Um Gvend nokkurn kveður Tryggvi Kvaran: Þú ert góður, Gvendur minn, þótt gáfur séu ei hjá þér. Ég held ég þekkti hundssvipinn þótt hausinn væri ekki á þér. Gróa á Leiti er gömul vinkona okkar íslenskra sveitamanna, jafnt til sjávar og sveita og borg sem í bæ, og ganga heilu dagblöðin í sam- tímanum fyrir slefi og kjaftæði um náungann. Finnst mörgum hinum kristnari mönnum nóg um og lítill gaumur gefinn því sem vel er gert. Bragi frá Hoftúnum segir: Nú er vissara að aka gætilega um götur því bæði er skyggni misgott og hálkan á ferð ef frýs. Kannski myndi slysum og óhöppum hvers konar fækka ef grundaðir yrðu þankar Haralds Zóphaníassonar frá Jaðri. Þessari spumingu varpar hann fram um meðferð þessara mála: Sannleikur er seinn í för, sjaldan nær ’ann hylh. En lygin þýtur líkt og ör landshornanna á milli. Gestur Pálsson skáld var nokkuð hálslangur og um það kvað Káinn visu þessa: Þá sem víða á vegum lands valda lýðum bana. Ætti að hýða andskotans ökuníðingana? Mörg hafa skáld á Fróni fæðst við farkost þrengstan. En þar ber Gestur höfuð hæst og hálsinn lengstan. Margt hefur okkur yngissveinum orðiö til hrösunar bæði fyrr og síð- ar og er oft hált undir fótum og auðvelt að hrasa. Þetta heilræði sendir Einar Þórðarson frá Skelja- brekku ungum phti: Verða munu á vegi þín vellir fagurgrónir, látirðu hvorki víf né vín villa þínar sjónir. Að lokum er hér ein vísa eftir Hallveigu Guðjónsdóttur frá Dratt- halastöðum í Hjaltastaðaþinghá þar sem hún fjallar um hnignun sína: Ég er bara eins og sprek elds frá skari hrykki. Er að fara aht mitt þrek og engin varastykki. 63 27 00 - skila árangrí Matgæðingur vikunnar lifrarlummur ogdajmís Petrún Sveinsdóttir, gangavörð- ur í Brekkubæjarskóla á Akranesi, kveðst ekki vera fyrir það að eyða miklum tíma í matargerð en hefur samt gaman af því að elda. „Ég fer mjög sjaldan eftir uppskriftum heldur nota það sem th er í eldhús- inu í þaö og það skiptið. Þannig er maður alltaf að finna upp á ein- hveiju nýju en árangurinn er auð- vitað misjafn. Það skemmtilegasta sem ég geri er þó að baka,“ segir Petrún. Hún býður upp á lifrarlummur sem nota má sem hamborgara, fiskrétt og dajmís sem er uppá- haldsísinn á heimihnu. Lifrarlummur 1 lifur 1 laukur 7 sneiðar beikon 2 brauðsneiðar 2 egg 3 msk. kjötkraftsduft l'Á tsk. salt 'A tsk. pipar 2 bollar haframjöl 'h bohi kartöflumjöl V, bollar hveiti Gott er að nota matvinnsluvél við gerð þessa réttar. Lifrin og laukur- inn eru fyrst hökkuð í vélinni. Síð- an er beikoni, brauði, haframjöli Petrún Sveinsdóttir. og kryddi blandað saman við. Að lokum er hveiti og kartöflumjöl sett út og allt'hrært vel’ saman. Sett með matskeið á pönnu og steikt á báðum hliðum. Gott er aö bera fram kartöflustöppu og hrá- salat með lifrarlummunum. Þær eru einnig góðar sem hamborgarar í hamborgarabrauð. Fiskur meó rækjum og sveppum 1 soðið ýsuflak 100 g rækjur 1 líth dós sveppir 'A tsk. salt pipar á hnífsoddi 4 msk. majones 1 tsk. karrí 2 dl hrísgijón 2 dl rjómi rifinn ostur Hrísgijónin eru soðin og síðan sett í eldfast mót. Fiskurinn er skorinn í litla bita og settur yfir hrísgrjónin. Vökvinn af sveppun- um er síaður frá og rækjum og sveppum stráð yfir fiskinn. Majon- es, karrí, sait og pipar, sveppasoð og rjómi er hrært saman og hellt yfir fiskinn. Rifnum osti stráð yfir. Bakað við 180 gráður í um þaö bil 20 mínútur. Borið fram með soðn- um kartöflum og salati. Dajmís 3 egg 100 g sykur 'A 1 ijómi 1 poki dajmkúlur Egg og sykur þeytt vel saman. Rjóminn er þeyttur og settur var- lega út í eggjahræruna. Að lokum er dajmkúiunum blandað saman við. Blandan er síðan sett í frysti. Petrún skorar á Guðbjörgu Árna- dóttur, aðstoðarskólastjóra í Brekkubæjarskóla, að vera næsti matgæðingur. Hinhliöin Langar mest til að hitta Vigdísi forseta - segir Anna Sigurðardóttir, nýkjörin „ungfrú Fitness" Anna Sigurðardóttir, sem sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni, var nýlega kjörin „ungfrú Fitness" en það er ný keppm sem hleypt hefur verið af stokkunum. Anna hefur æft þolfimi í fimm ár og er þrefald- ur þolfimimeistari í paraflokki með bróður sínum, Karh Sigurðssyni. Hún er einnig þrefaldur freestyle- meistari. Anna skartar einnig tith frá dans- keppnum því hún er fyrrverandi íslandsmeistari í suðuramerískum dönsum ásamt kærasta sínum, Ingvari Þór Geirssyni. Fullt nafn: Anna Sigurðardóttir. Fæðingardagur og ár: 22. septemb- er 1973. Maki: Ingvar Þór Geirsson. Börn: Engin. Bifreið: Toyota Coroha ’94. Starf: Þolfimheiöbeinandi hjá Aerobic Sport og nemi í FB. Laun: Misjöfn. Áhugamál: Aö njóta lífsins. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottó? Nei. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að njóta samverustunda með skemmthegu fólki og kærastanum mínum. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að læra undir próf eins og Anna Sigurðardóttir. ég er að gera núna. Uppáhaldsmatur: Spagettí a la mamma, það er með hakki og tóm- atsósu. Uppáhaldsdrykkur: Vatn og undan- renna. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Magnús Scheving. Uppáhaldstímarit: Hehsa og sport. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð fyrir utan maka? Pabbi. Ertu hlynnt eða andvig ríkisstjórn- inni? Hlutlaus. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Vigdísi Finnbogadóttur, for- seta íslands. Uppáhaldsleikari: Sigurður Sigur- jónsson. Uppáhaldsleikkona: Goldie Hawn. Uppáhaldssöngvari: Diddú. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Eng- inn sérstakur. Uppáhaldsteiknimyndapersóna; Grettir. Uppáhaldssjónvarpsefni: Góðar kvikmyndir. Uppáhaldsveitingahús: Hótel Holt. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Einhverja góða bók um heilsurækt. Hver útvarpsrásanna fmnst þér best? FM og Bylgjan. Uppáhaldsútvarpsmaður: Anna Björg. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Sjónvarpið. Eg er ekki áskrifandi að Stöð 2. En annars horfi ég mjög lítið á sjónvarp. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Frændi minn, Samúel Örn. Uppáhaldsskemmtistaður: Tungl- iö. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Ekkert sérstakt. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Að verða góö húsmóð- ir og njóta lífsins. Hvað gerðir þú í sumarfriinu? Ég keppti í samkvæmisdönsum í Eng- landi og svo var ég að vinna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.