Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Side 20
20 LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994 Kvikmyndir_________________________________________ Mel Gibson leikstýrir og leikur í Braveheart: Fjórtándu aldar stríðsmaður Fyrsta kvikmyndin sem Mel Gib- son leikstýrði, Man Without a Face, fékk góðar viðtökur og sýndi nýja hlið á þessum vinsæla leikara. Man Without a Face var frekar lítil kvik- mynd þegar miðað er við þá stærð- argráðu sem kvikmyndir Mels Gib- sons eru yfirleitt af. En það er ekki þessari hógværð fyrir að fara í hans nýjustu kvikmynd, Braveheart, sem hann er að vinna að þessa dagana. Þetta er mannmörg epísk kvikmynd sem byggð er á sönnum atburðum sem áttu sér stað á fjórtándu öld í Skotlandi. Mel Gibson hefur bæði verið í Skotlandi við tökur á mynd- inni og á írlandi og þar kvikmyndaði hann fræga orrustu í sögu Englands, orrustuna um Stirling. Mel Gibson leikur William Wallace, sem stjómaði borgaraleg- um her gegn Englandskonungi í orr- ustu þessari og hafði sigur, en síðar var hann líflátinn. Það er fyrirtæki Mels Gibsons, Icon Production, sem framleiðir myndina. Auk Gibsons leika í myndinni Sophie Marceau, sem leikur Isabellu prinsessu, og er þetta fyrsta kvikmyndin sem hún leikur í þar sem enska er töluð, Patrick McGoohan er leikur Játvarð I, og Peter Hanley sem leikur son hans. Þótt myndin sé látin gerast á aöeins tólf mánuðum ná atburðirnir Kvikmyndir Hiimar Karlsson Á stærri myndinni William Wallace (Mel Gibson) innan um stríðsmenn sína. Á minni myndinni er Mel Gib- son enn i leikbúningnum, en í hlut- verki leikstjórans. í raunveruleikanum yfir mun lengri tíma í lífi Williams Wahaces. „Við höfum tekið okkur skáldaleyfi á sumum stöðum en reynum einnig að halda okkur við staðreyndir á öðrum stöðum," segir Mel Gibson. „Wahace var maður sem neitaði að gefast upp og var ekki hægt að múta. Hann bjó yfir miklu hugrekki en hann var einnig grimmur. Þegar hann hafði unnið orrustuna við Stirl- ing húðfletti hann einn fangann og bjó til belti úr skinninu. Önnur hhð á honum var gáfumaöurinn sem tal- aði iatínu og frönsku og var sérlega trúaður." Mel Gibson segir að þótt Bravehe- art sé allt öðruvísi kvikmynd en A Man Without a Face þá sé hann að gera sömu hlutina, aðeins í öðru umhverfi. Jólasveinnin slær í gegn - Foirest Gump og The lion King að komast yfir300 milljóna dollara múrinn Enn einu sinni hefur Disney-kvik- myndafyiirtækið hitt á rétta strengi í bijósti almennings. Nýjasta kvik- mynd þeirra, Jólasveinninn eða Santa Claus, eins og hún heitir á frummálinu er langvinsælasta kvik- myndin í Bandaríkjunum þessar síö- ustu vikur fyrir jól. Komu meira en helmingi fleiri að sjá hana um síð- ustu helgi, heldur en Star Trek Gen- eration, sem vcir í öðru sæti. Þetta skeður á sama tíma og mest sótta teiknimynd allra tíma The Lion King er ásamt Forrest Gump að kljúfa 300 milljóna dollara markið. Á meðan er „hin jólamyndin" Kraftaverk á jólum (Miracle on 34th Street), sem um þessar mundir er sýnd í Saga-bíó, aðeins að gera þaö rétt sæmilegt. Santa Claus sem fjallar um einstæö- an fóður, sem hefur verið valinn af æðri máttarvöldum að vera jóla- sveinninn. Hann kemst að því að vera jólsveinn er ekki alltaf jafn auð- velt og skemmtilegt og sögumar segja. Lendir hann í ýmsum ævintýr- um. Sá sem leikur aðalhlutverki heit- ir Tim Allen, lítt þekktur hér á landi, en vel þekktur vestanhafs. Þykir hann fara snilldarlega með hlutverk- ið og er honum þakkað þessar miklu vinsældir. The Lion King er meðal vinsælustu kvikmynda í Bandaríkjunum. Hún verður ein af jólamyndunum í Sam-bióum. Hér á eftir fer listinn yfir vinsæl- ustu kvikmyndimar í Bandaríkjun- um um síðustu helgi. Samtals inn- koma í dollurum fylgir með: 1. (1)' - The Santa Claus (84.630.880), 2. (2) Star Trek Generation (57.630,192), 3. (4) Junior (20.313.750), 4. (3) Interviev with the Vampire (91.018.110), 5. (5) A Low Down Dirty Shame (17.856.147), 6. (6) The Lion King (285,973,976), 7. (-) Trapped in Paradise (2.744,653), 8. (10) The Professional (15.036.004), 9. (8) Stargate (63.291.430), 10 (9) Miracle on 34th Street (10.730.119). Tværkvik- myndirum JacktheRipper Þeir virðast seint ætla aö læra í Hollywood. Það sýndi sig með Kólumbus og Wyatt Earp að það borgar sig ekki að gera tvær dýr- ar kvikmyndir um sömu persón- una samtímis. Þrátt fyrir þessar staðreyndir lítur út fyrir kapp- hlaup hjá New Line Cinema og Touchstone um hvor verði á und- an að gera kvikmynd um Jack the Ripper. New Line keypti réttinn af dagbókarbrotum sem nýlega fundust og hefur ráðið Wilham Friedkin til að leikstýra. Á meöan var Touchstone að kaupa réttinn á skáldsögu eftir Alan More, sem hefur Jack the Ripper sem aöal- persónu. Ekki hefur veriö til- kynnt um framhaldið. Fjöldinn aldrei verið meiri Nýlega var frá því skýrt að Bíó- dagar yrðu framlag Islands til óskarsverðlaunanna á næsta ári. Aðeins fimm kvikmyndir munu verða tilnefndar, en þaö eru 57 kvikmyndir sem munu keppa að þessum fimm tilnefningum og hafe þær aldrei verið fleiri. Þessi fjöldi er meðal annars tilkominn vegna falls austurblokkarinnar. Meðal landa sem senda myndir í fyrsta skipti í ár eru Makedóma, Bosnía, Hvíta-Rússland, Guate- mala, Kambódía og Tékkland. Erfið fæðing Langt er síðan Warner kynnti Dead Reconing sem þeirra helsta vopn í bardaganum um metaö- sóknarmyndir. Heldur er þó farið að fara um þá eftir að hver stór- stjarnan af annarri hefur dregið sig til baka. Síðast var það Syl- vester StaUone sem hafði sam- þykkt að leika í myndinni, en hætti við. í fyrstu áttí aðaisögu- hetjan aö vera kona, en þegar bæði Jodié Foster og Geena Ðavis höfðu dregið sig til baka var hlut- verkinu breytt og Steven Seagal lýstí yfir áhuga, en Iiann hætti við og voru þá margir stórleikar- ar orðaöir við myndina. Kvikmyndaiðn- aðurinn svikinn Breski kvikmyndaiönaðurinn hefur átt undir högg að sækja á undanfórnum árum og nú er svo komið að varla er gerð „bresk" kvikmynd nema fjármagn komi frá Bandaríkjunum. Leikstiórun- um Alan Parker, Ken Loach og Mike Leigh er farið aö blöskra svo hvernig farið er með breska kvikmyndagerð að þeir sendu frá sér yfirlýsingu í vikunni, þar sem þeir ásaka pólitíkusa fyrir að vera að eyðileggja breskan kvik- myndaiðnað og að þeir hafi svikið breska kvikmyndagerðarmenn. í viðtah sagði Parker: „Ég er ekk- ert hrifinn af því að þurfa að fara til Bandaríkjanna til að gera kvikmyndir, en þetta er atvinna mín og þar fæ ég tækifæri tíl að stunda hana.“ Dýriingurinn endurvakinn Hver man ekki eftir sjónvarps- þáttunum um Dýrlinginn. Það var Roger Moore sem lék Simon Templar áöur en hann fór í Jam- es Bond hlutverkið. Fyrir nokkr- um árum var reynt að endur- vekja Dýrlinginn en það tókst ekki vel í þaö skiptíð. Nú á aftur á móti að gera kvikmynd af stærstu gerð um hetjuna og hefur Phhip Noyce veriö ráðinn leik- stjóri, en ekki hefur'enn verið ráðið í hlutverk Templars, en aöstandendur myndarinnar gæla við það að Hugh Grant faist til að taka að sér hlutverkið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.