Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Page 26
26
LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994
„Ég er eins konar
Jón prímus héma"
- segir Ingvar Emilsson, haffræðingur í Mexíkóborg
Ingvar Emilsson haffræðingur hefur búið í Mexíkó í 23 ár ásamt Ásu Guðmundsdóttur, konu sinni.
Ingvar Emilsson haffræðingur hefur
búið í Mexíkó í 23 ár ásamt Ásu Guð-
mundsdóttur, konu sinni. Við upphaf
dvalar sinnar í Mexíkó veitti Ingvar
ráðgjöf vegna uppbyggingar ferða-
mannastaðarins Cancún á austur-
strönd Júkatanskagans. Er Ingvar
kom þangað var engin bygging risin
og hinn 7-laga skagi, þar sem glæsi-
borgin Cancún stendur nú, var ein-
ungis auðn. Verkefni Ingvars var að
skipuleggja frárennsh og leiðbeina
varðandi breytingar a botngróðri
sjávar við hina nýju borg. „Sam-
kvæmt mínum ráðleggingum var
horfið frá því að nema á brott þara-
gróðurinn á hinni verðandi ferða-
mannaströnd því ella hefði verið
hætta á þvi, að mínu mati, að strönd-
inni skolaði burt með lúxushótelum
og öllu tilheyrandi. Annar vankant-
ur á skipulagi í Cancún hefur verið
að koma í ljós á síðustu árum. Þar
er hvorki skóh né sorpvinnslustöð
svo greinilega hefur ekki verið gert
ráð fyrir að fólk byggi þar allan árs-
ins hring!“
Kurteisislygi
Ingvar og Ása komu th Mexíkó eft-
ir sex ára dvöl á Kúbu og sögðu það
hafa verið gríðarleg umskipti.
„Mexíkómenn eru mun flóknari
persónuleikar en Kúbverjar og fyrir
kurteisis sakir ljúga þeir frekar að
útlendingum heldur en að viður-
kenna að þeir viti ekki svarið, séu
þeir til dæmis spurðir til vegar,“ seg-
ir Ingvar. „í hinni yfirþyrmandi bíla-
umferð í Mexíkóborg ghda heldur
engar skýrar reglur, áþekkar þeim
sem við íslendingar teljum sjálfsagð-
ar. Þar skiptir oft sköpum að horfast
í augu við andstæðinginn og hta ekki
undan, hvort sem hann er ökuníð-
ingur, lögregluþjónn eða blásaklaus
bheigandi sem telur sig hlunnfar-
inn.“
Hjákonur og
fólksfjölgun
„Annað er það sem okkur íslend-
ingum þykir óvenjulegt í fari Mexí-
kómanna," heldur Ingvar áfram, „og
það er hversu sjálfsagt þeim þykir
að karlmenn eigi sér hjákonu - og
þær jafnvel fleiri en eina. Hús hjá-
konunnar nefna þeir „casa chica“,
htla húsið, og ekki er óalgengt að
eiginkonan viti um framhjáhaldið og
hafi jafnvel símanúmer þjákvenna
eiginmannsins á takteinum en láti
sem ekkert sé þar sem þetta er nán-
ast hefð.“ Ekki mun þannig óal-
gengt, að sögn Ingvars, að menn eigi
böm utan hjónabands sem jafnvel
era á svipuðum aldri og hjónabands-
bömin. Sérstaklega mun fólksfjölg-
un hafa verið mikh í sveitahéruðum
þar sem kemur fyrir að karlmenn
eigi aht að tuttugu böm með jafnvel
þremur eða fjórum konum. „Þó má
segja að Mexíkómenn hafi nálgast
aðrar vestrænar þjóðir varðandi
fólksfjölgun á síðustu árum því hún
hefur minnkað úr 3,6% í 1,8% á þeim
tíma sem við höfum dvalist hér,“
segir Ingvar.
Salinas hugaður
- En hvað finnst Ingvari um við-
skhnað Salinas forseta sem fór frá
1. desember síðasthðinn?
„Efnahagsástandið hér í Mexíkó
hefur batnað th mikhla muna á síð-
ustu árum. Verðbólgan var 160% fyr-
ir átta ámm en er nú í kringum 6%.
Ég tel Salinas einhvern hugaðasta
forsetann í sögu Mexíkó, jafnvel þó
hann heiti líka Gortari," segir Ingvar
kíminn og bætir við að hann hafi
sagt þetta við Steingrím Hermanns-
son þegar hann kom th Mexíkó í
opinbemm erindagjörðum fyrir fá-
einum ámm. „Salinas hætti verndar-
stefnu og popúhsma fyrri forseta og
opnaði landið.
Popúhsminn gekk m.a. út á það að
ríkið tók yfir fyrirtæki til að fólk
missti ekki vinnuna. í gildi var tvö-
falt efnahagskerfi - annars vegar fyr-
ir innfædda - hins vegar fyrir ferða-
menn. Þetta varð dýrkeypt. Mexíkó
var um tíma orðið dýrasta ferða-
mannaland heims og fólk var hætt
að koma hingað. Þjóðarskuldir vora
komnar upp í 80.000 mhljónir dollara
árið 1982. Salinas lét hins vegar
hætta seðlaprentun sem gerði ekki
annað en að kynda undir verðbólg-
unni. Einnig hætti hann niður-
greiðslum nema á brýnustu nauð-
synjar, eins og maís og brauð, og
verðlagseftirht hefur verið haft
áfram eingöngu með slíkum vörum.
Um aðrar vörar var gerður sérstakur
verðlagssamningur. Eftir að
NAFTA-samningurinn gekk í gildi í
janúar sl. hefur útflutningiu’ aukist
mjög mikið. Sem dæmi má nefna
vefnaðarvöruverslun hér rétt utan
borgarmarkanna sem keypti nýjan
framleiöslubúnað og framleiðir nú
kakíefni sem samsvarar klæðnaði á
aha borgarbúa - 23 mhljónir - á ein-
um mánuði. Efnið er hins vegar flutt
beint th Bandaríkjanna þar sem það
er fuhunnið sem fatnaður - mest-
megnis gahabuxm-. Þetta er bara eitt
dæmi um það að fjárfesting í fuh-
komnari tækjabúnaði getur marg-
borgað sig. En þjóðfélagið er bara að
byija að nútímavæðast. Gömul tæki
og aðferðir standa mexíkóskum iðn-
aðarvörum enn fyrir þrifum og gera
þær lítt samkeppnishæfar við er-
lendan iðnvaming sem nú er farinn
að streyma inn í landið."
Samvinnufélög
lónaveiðimanna
- En hvað með sjávarútveginn hér í
Mexíkó, Ingvar - þú ert nú haffræð-
ingur?
„Já, þetta var nú ansi fmmstætt
þegar ég kom hingað um 1970. Þá
höfðu fiskveiðhög einungis verið í
gildi í þrjú ár og öll fiskveiði var við
strendurnar og í lónum og mest-
megnis rækjuveiði. Það má segja að
sérstaða mexíkósks sjávarútvegs fel-
ist í lónaveiðinni. Strandlengjan er
hvorki meira né minna en 10.000 kíló-
metra löng og það helgast fyrst og
fremst af því hve lónin era mörg, eða
u.þ.b. 7.000. Stíflur vegna neyslu-
vatns hafa reyndar verið á góðri leið
með að eyðileggja lónin - mörg þeirra
hafa nánast þomað upp og það hefur
lengi verið stirt á núlh þeirra sem
búa inni í landi og lónbúanna vegna
shkra neysluvatnsvirkjana.
Regntíminn hér er í júlí og fram í
september og þá fyllast lónin alla
jafna af ferskvatni og gróðri. Rækjan
hverfur þá alveg en kemur aftur þeg-
ar hafið brýtur sér leið inn í lónin á
haustin. Fólk sem bjó við lónin hafði
lengi einkarétt á að veiða þar sam-
kvæmt lögum popúhsmans sem
Cardenas forseti stóð að. Samkvæmt
þessum lögum áttu samvinnufélög -
cooperativas - að stjórna veiði í lón-
unum. Ég hef kannað þessi lón mjög
rækilega, einkum við Kyrrahafs-
ströndina, og samkvæmt mínum at-
hugunum vantaði meira gegnum-
streymi í mörg þeirra th að líf gæti
dafnað þar. Þaö kostaði miklar for-
tölur að koma sjómönnunum í skhn- .
ing um að það þyrfti að gera skurð
th aö auka gegnumstreymiö. Þeir
héldu því fram að þá syntu rækjum-
ar beint út aftur þegar þær loksins
kæmu.
Niðurstaðan varð loks sú að við
útbjuggum rás sem hleypti rækjum
bara inn en ekki út. Þeir urðu svo
furðu lostnir þegar í ljós kom að veið-
in margfaldaðist og hélst allt árið í
stað þess að detta niður yfir sumarið.
Reyndar stækkuðu rækjurnar líka
svo mikið í kjölfarið að það þurfti að
skipta um öskjur í verksmiðjunum!
Lifað á rentum
- En þessi samvinnufélög eru ekki
lengur við lýði, eða hvað?
„Nei, en þetta breyttist ekki fyrr
en fyrir tveimur árum. Japanir
höfðu veitt hér úthafsrækju síðan
1938 en samkvæmt samvinnulögun-
um var úthafsrækja frátekin tegund
handa lónasamvinnufélögunum sem
vom samt of fátæk til að geta fjárfest
í skipum th úthafsveiða. Samvinnu-
hugsjónin lognaðist svo af sjálfu sér
út af þegar gjaldkerar samvinnufé-
laganna létu sig smátt og smátt
hverfa. í þessu upplausnarástandi
gátu fjárglæframenn og auðjöfrar
keypt sér báta og ég þekkti einn sem
átti um tíma 40 báta sem hann gerði
út. Hann fékk 62% en áhöfnin 38%.
Það gerðist hins vegar æ algengara
að áhafnirnar seldu amerískum skip-
um helming aflans í hafi og á hærra
verði en þær fengu heimafyrir, svo
að eigendurnir fengu aldrei nema
brot af því sem þeim bar.
Þau ráð sem stjórnvöld höfðu viö
þessu ástandi fólust í þjóðnýtingu í
anda popúlismans. Ríkið keypti alla
sjófæra báta. Verðbólgan hljóp upp
og margir hættu að vinna og lifðu á
rentum. Eitt fyrirtæki, Ocean Gard-
en, fékk einkaleyfi á að versla með
mexíkóska rækju. Þetta kallaði ein-
ungis á aukið smygl og varð síður
en svo til batnaðar. Nú hafa veður
skipast í lofti og samkvæmt nýjum
fiskveiðhögum mega nú allir veiða
rækju og fleiri tegundir. Menn þurfa
ekki lengur að vera fátækir sam-
vinnumenn th að fá að veiða. Ólíkt
því sem tíðkast á íslandi eru ár í þjóð-
areign fimmtíu metra frá flæðarmáli
en ströndin er öh eign þjóðarinnar.
Útlendingum er nú leyft að fjárfesta
í sjávarútvegi hér en þeir mega þó
ekki eiga meira en 49% í fyrirtækj-
um.
Nefndir frá mörgum Asíulöndum
og líka frá íslandi hafa komið til að
kanna möguleika á slíkum fjárfest-
ingum.“
Leiðangursstjóri
á herskipum
- Hér á skrifstofu þinni í hafrann-
sóknastofnuninni í háskólaborginni
eru tvö líkön af rannsóknaskipum.
Hvaðan era þau gerð út?
„Þau eru gerð út frá Tuxpán í
Veracruz við Mexíkóflóann og frá
Mazátlan við Kyrrahafsströndina.
Þau eru í löngu úthaldi - allt að 307
daga í senn - og hafa siglt í striklotu
30.000 mílur. Þau komu hingað 1980
og 1982. Ég er í stöðugu sambandi
viö þau. Það er haft samband við
mig ef eitthvað kemur upp á um borð.
Það getur verið mikið verk að stjórna
svo stórum skipum. Ég hef reynslu
af slíku því ég var leiðangursstjóri á
herskipum í Brashíu á árum áður.
Einnig var ég um tíma á skipi í eigu
mexíkóska sjóhersins og tæknilegur
ráðgjafi um borð í skipi hjá
UNESCO."
Heim á lýð-
veldishátíðina
Að svo mæltu héldum við ásamt
Ingvari út í blíðuna og gengum um
háskólasvæðið sem er í raun sérborg
með eigin löggæslu, verslanir og
þjónustustofhanir. Þau Ingvar og
Ása búa í San Jeronimo Lídice,
hverfi sem eitt sinn var indíánaþorp
töluvert utan borgarmarka en telst
nú innan þeirra.
„Eiginlega er ég eins konar Jón
prímus hérna í hverfinu," segir Ing-
var þegar við ökum heim að húsi
þeirra hjóna. „Það er nefnhega ahtaf
hringt í mig þegar einhver þarf að
láta laga hjá sér rafmagnið eða gera
við eitthvað smálegt. Það er ekki að
ófyrirsynju því að rafvirkjar era al-
ræmdir hér fyrir að skera á lagnir
til hálfs th að tryggja sér verkefni
eftir svo sem þrjá mánuði."
Handan við múrvegg og fjarstýrðar
hliðgrindur blasti nú húsið við okk-
ur. Þar bauð Ása okkur velkomin inn
á snoturt heimhi með býsna sterkt
islenskt yfirbragð. „Okkur langar
samt ekkert að flytja heim,“ segir
Ása. „Við eram orðin svo vön lífinu
hérna. Við komum reyndar th ís-
lands á lýðveldishátíðina í sumar og
komumst meira aö segja á Þingvöll.
Það var mjög gaman.“
Jaröskjálftinn
- En hvað með náttúruhamfarir á
borð við jarðskjálftann fyrir níu
árum?
„Við erum á nokkuð öruggu svæði
hér,“ segir Ingvar, „á föstu bergi. í
kringum miðborgina er miklu meiri
hætta því þar er víða gljúpur jarðveg-
ur.“ Og Ása bætir við: „Það vildi
reyndar þannig til að hvorugt okkar
var í borginni þegar jarðskjálftinn
reið yfir og fyrstu fregnir vom væg-
ast sagt ógnvekjandi. Sagt var að
ekki stæði steinn yfir steini í borg-
inni en það reyndist sem betur fer
ekki rétt. Einhvern tíma í fyrndinni
gaus hér hka svo maður er kannski
aldrei óhultur og ekkert frekar á ís-
landi.“
Og viö kveðjum þau heiðurshjón
með eldfiahið Popocatepetl fyrir aug-
um en manna á meðal gengur það
undir gæluheitinu „Pop“. Vonandi
verður ekki poppað í Mexíkó í bráð.
Ólafur J. Engilbertsson