Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Page 42
46 LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994 Bridge HappamótBridgesambands íslands: Sigurður B. og Gylfi unnu EM-ferð Bridgesamband íslands efndi til fjáröflunarmóts um sl. helgi vegna kaupanna á nýju glæsilegu húsi við Þönglabakka 1. Vegleg verðlaun voru í boði, m.a. ferö á Evrópumeistara- mót í tvímenningskeppni sem haldið verður í nk. marsmánuði í Róm. Þar að auki voru aörir ferðavinningar, happavinningar o.fl. Sérstök verð- laun voru til yngri spilara, kvenna, para og eldri spilara. Keppnin hófst með Mitchell-und- ankeppni 58 para og komust 16 þeirra í úrslitákeppni á sunnudaginn sem var Barometer-keppni. Gylfi Bald- ursson og Sigurður B. Þorsteinsson unnu undankeppnina örugglega og enduðu síðan sem sigurvegarar í Barometer-keppninni. Hlutu þeir að launum farmiða og þáttökugjald á Evrópumeistaramót í tvímennings- keppninni í Róm. í öðru sæti urðu Kristján Blöndal og Stefán Guðjohn- sen, en verðlaunin voru helgarferð til Dublin með Samvinnuferöum- Landsýn. í þriðja sæti urðu Haukur Ingason og Hallgrímur Hallgrímsson sem hlutu ferð innanlands með Flug- leiðum. Fjórða sætið skipuðu fyrr- verandi heimsmeistarar, Guðmund- ur Páll Arnarson og Þorlákur Jóns- son, og fimmtu urðu feðgarnir Jón Sigurbjörnsson og Birkir Jónsson frá Siglufirði. I flokki yngri spilara Sigurður Steinar Jónsson frá Siglufirði og Magnús Magnússon frá Akureyri. Þeir hlutu að launum ferð með Flug- leiðum á mót yngri spilara í Hollandi í byijun janúar. í flokki eldri spilara urðu hlutskarpastir Símon Símonar- son og Björn Theodórsson. Verðlaun þeirra voru innanlandsferð með Flugleiðum. í kvennaflokki urðu hlutskarpastar Dröfn Guömunds- dóttir og Guðlaug Jónsdóttir. Þær hlutu að launum ferð með Fluleiðum á Schiphol-mótið í Hollandi næst vor. Og í paraflokki urðu tvo pör jöfn, Guðrún Jóhannesdóttir og Björgvin Már Kristinsson - Ólöf Þorsteins- dóttir og Sveinn R. Eiríksson. Svenni dró hærra spil og þau hlutu að laun- um ferö með Samvinnuferðum að verðmæti kr. 30.000. Við skulum skoða eitt athyglisvert spil frá Barometer-keppninni. N/allir ♦ DG4 V KD92 ♦ ÁKG * 1052 V 6 ♦ D65 + KDG1043 Umsjón Stefán Guðjohnsen Þar sem Sigurður B. og Gylfi sátu n-s og Stefán Guðjohnsen og Kristján Blöndal a-v, gengu sagnir á þessa leið: Norður Austur Suður Vestur llauf pass lhjarta 21auf 2hjörtu pass 2grönd pass 31auf pass 41auf pass 4hjörtu pass 6 hjörtu pass pass pass Eitt lauf var 16+ , eitt hjarta fimm+ hjörtu og pósitíft, tvö hjörtu spurðu um hjartalitinn, tvö grönd sýndu ásinn fimmta, þrjú lauf spuröu lauffyrirstöðu og fjögur lauf sýndu fyrstu fyrirstöðu. Gylfa var vorkunn að lyfta í sex enda þekktur að öðru en að undirsegja á spil sín. Spilið liggur eins og hjá guði en innákoma vesturs setti strik í reikn- inginn. Gylfi ákvað aö spila vestur upp á spaðakóng og úrspiliö þróaðist hratt og örugglega. Kristján kom út með laufakóng, sem Gylfi drap strax með ás. Hann tók síðan hjartahjón, tígulás, hjartaás og svínaði tígulgosa. Þá kom tígulás og hjörtun og tíglarn- ir teknir. Kristján hafði kastað tveimur spöðum og þremur laufum. Gylfi spilaði sig nú út á laufi en þeg- ar Kristján átti sexlit í laufi var spil- ið einn niður. Óheppni! Ef til vill því Kristján átti í það minnsta fyrir sinni sögn. En ef til vill yfirsást Gylfa þriðja leiðin. Hann drepur laufkónginn, tekur tvisvar tromp og svínar tígli. Síðan tekur hann ás og kóng í tígli. Nú er þriðja trompi spilað, tígultía sér um laufasjöiö og Kristjáni er spil- að inn á lauf. Hann verður að spila frá spaðakóng, eöa í tvöfalda eyðu. keppni BSI Laugardaginn 17. desember verður haldin í Þönglabakka 1 alvöru hraösveitakeppni, þ.e.a.s. 3 spil á 10 mínútum. Keppnin stendur írá klukkan 13-17 og keppnisgjald aðeins 500 krónur á spilara. Spiluð verða forgefin spil og reynt verður að fá fyrirtæki til þess að gefa verðlaun. Skrán- ing er hjá BSÍ í síma 5879360. Bridgefélag SÁÁ Þriðjudaginn 6. desember var spilaður eíns kvölds tölvureikn- aður Mitchell tvímenningur. Spiluð voru forgefln spil. Sextán pör spiluðu 7 umferðir með 4 spil- um milli para. Bestum árangri í NS náðu: 1. Jón Stefansson-Sveinn Sigurgeirs- son 186 2, Hjálmar Hjálmarsson-Sigmundur Hjálmarsson 185 - og hæsta skorið í AV: 1. Birgir Ólafsson-Sturla Snæbjörns- son 190 2. Nicolai Þorsteinsson-Björn Bjömsson 187 2. Yngví Sighvatsson-Jón Hilmar Hilmarsson 187 Þriðjudaginn 13. desember verð- ur spilaður eins kvölds tölvu- reiknaður Mitchell og 20. des- ember verður klykkt út með jóla- sveinaeinmenningi. ^★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★^ »»»★*★★*★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★»^ Nú geturðu yljað þér við þennan skemmtilega rafmagns-arinofn, sem er 1150 W og cjefur frá sér notalegan yl, auk hlýlegrar birtu. Hann er með tveimur hitastilling- um, rofa fyrir sjálfvirkan 70° snúning og er alveq hljóðlaus. Einnig er öryggisrofi, þannig að ef ofninn hallar of mikið eða dettur, slekkur hann sjálfkrafa á sér. Tilval- inn heima eða í sumarbústaðnum. WMM RAÐGREIÐSLUR TIL ALLT AÐ 36 MÁNAÐA TIL ALLT AO 24 MÁNAÐA ImunIlán TIL ALLT AÐ 30 MÁNAÐA jöiatilboö aðeins 14.990, SKIPHOLTI SIMI 91-29800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.