Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Síða 48
52 LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994 Iþróttir Ásta B. Gunnlaugsdóttir, fyrsta konan sem er útnefnd knattspymumaður ársins: „Reyndu að koma með eitthvað betra" Ásta B. Gunnlaugsdóttir hélt að einhver væri að gera at í sér þegar Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands islands, hringdi í hana á dögunum og til- kynnti henni að hún hefði verið útnefnd „knattspyrnumaður árs- ins“ af KSÍ. „Ég hélt að þetta væri „djók“. Eggert hringdi og óskaði mér til hamingiu með að vera knatt- spyrnumaður ársins. Ég spurði: Hver er þetta? Hann svaraði: Þetta er Eggert Magnússon, það var ver- ið að velja þig knattspyrnumann ársins. „Djókiö,“ svaraði ég, reyndu aö koma með eitthvað betra. En á meðan ég var aö tala við hann rann upp fyrir mér að það væri KSÍ-þing á næstunni og ég fór að hlusta eftir því hvort þetta væri virkilega Eggert!" Þetta sagði Ásta B. Gunnlaugs- dóttir þegar DV innti hana eftir viöbrögðum hennar viö þeim tíð- indum að hún væri fyrsta konan í sögunni sem hlýtur þennan titil. Ásta lagði í haust knattspyrnu- skóna á hilluna eftir 20 ára feril og því er óhætt að segja að hún endi á glæsilegan hátt. Hvernig tilfinning er það að verða svona heiðurs aðnjótandi? „Það kom mér rosalega á óvart, ég var ekkert að hugsa um þetta því maður sá alltaf fyrir sér ein- hvem atvinnumann í þessari stöðu og þá helst Amór Guðjohnsen. Síð- an hefði maður haldið aö þetta félh öðrum kvenmanni í skaut, til dæm- is fyrirliða landshðsins eða leik- manni ársins, en ég býst við því að það sé ekki endilega verið að verð- launa mig fyrir árið í ár, heldur afrek liðinna ára. Maður ætti kannski að hætta oftar! Þetta hlýtur að vera talsverð við- urkenning fyrir kvennafótboltann enda hefur verið talað um KSI sem mikið karlaveldi. „Það er það vissulega og þetta sýnir að þeir eru farnir að líta kvennafótboltann öörum augum. Okkar afrek háfa skilað sér og þessi kosning sýnir að það hefur verið tekið eftir þeim. Ég vil þó ekki segja að það sé alfarið KSI sem hefur dregið þetta upp því við þurftum að sýna þennán árangur til að vekja athygli á okkur og síðan hafa blaðamenn komið þeim fréttum áleiðis. Hvort sem þeim hjá KSÍ lík- ar betur eða verr erum við komnar fram á sjónarsviðið og það þýðir ekkert að loka dymnum á okkur. Almenningur vill fá að vita meira." Áttu von á slæmum viðbrögðum karla við þessu? „Fyrst á eftir fór ég að hugsa: Hvað gerist núna, verða þeir ekki fúhr yfir því að við séum að taka enn eitt frá þeim. En ég Ut ekki þannig á það, við erum ekki í neinni samkeppni við þá. Þetta er ákveðin samvinna. Við getum ekki borið Arnór Guðjohnsen og Ástu B. saman, við verðum að taka mið af afrekum einstaklingsins miðað við andstæðingana, ekki bera sam- an karl og konu heldur tvo ein- staklinga. Anna María Sveinsdóttir var á dögunum útnefnd körfuknattleiks- maður ársins og nú hefur þú fellt annað karlavígi. Eruð þið að taka völdin? „Þessar útnefningar gefa kven- þjóðinni almennt mikið gildi, að við skulum í allri þessari baráttu vera komnar á pappírana og það er ynd- islegt að það skuU vera tvær mömmur sem eru valdar. Við erum vissulega að fella hvert karlaveldið af öðru en við erum ekki að taka neitt frá þeim. Við erum til og vilj- um vera til. Það vantar í okkur að gera kröfur, þaö kemur kannski með þessu, og nú verða líka gerðar kröfur til okkar," sagði Ásta B. Gunnlaugsdóttir. Asta B. Gunnlaugsdóttir er hætt að spila sjálf og ætlar I staðinn að fylgj- ast með dætrunum, Hólmfríði og Grétu Mjöll, I fótboltanum. DV-mynd Brynjar Gauti Erlendir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni í knattspymu eru orðnir 59 talsins: Norðmenn fjölmennastir Til skamms tíma var ekki mikið um það að leikmenn utan Bretlands- eyja freistuðu gæfunnar í ensku knattspymunni. Helstu ástæður voru takmarkaður áhugi ensku Uð- anna, strangar reglur um erlenda leikmenn og England þótti ekki fýsi- legur kostur vegna knattspymunnar sem þar var leikin og lágra launa miðað við það sem gengur og gerist í Evrópu. í dag eru þessar forsendur hins vegar mikið breyttar. Mun auðveld- ara er en áður fyrir erlenda leikmenn að fara til ensku félaganna eftir að Englendingar urðu aðUar að Evrópu- bandalaginu og í úrvalsdeildinni er boðið upp á skemmtilegri knatt- spyrnu og betri laun en áður. Norðmenn og Danir fjölmennastir Nú leika 59 erlendir leikmenn í úr- valsdeildinni og þeir koma frá 25 löndum og sex heimsálfum. Norður- Frakkinn Eric Cantona er einn af útlendingunum sem hafa sett svip sinn á ensku knattspyrnuna síðustu mlsserin. landabúar eru áberandi, tíu Norð- menn og sjö Danir leika í deUdinni, og síðan koma sex Hollendingar. í vetur hafa Júrgen KUnsmann og IUe Dumitrescu hjá Tottenham og þeir Andrei Kantsjelskis og Eric Can- tona hjá Manchester United verið einna mest áberandi enda þar frá- bærir leikmenn á ferð. Einnig hafa leikmenn á borö við Bryan Roy og Lars Bohinen hjá Nottingham For- est, PhiUppe Albert hjá Newcastle og Stefan Schwarz hjá Arsenal reynst sínum liðum góður styrkur, að ógleymdum snjöUum erlendum markvörðum á borð við Peter Schmeichel hjá Manchester United, Bruce Grobbelaar hjá Southampton, Mark Bosnich hjá Aston Villa, Dmitri Kharin hjá Chelsea og Pavel Srnicek hjá Newcastle. Hér tU hægri sést hvemig þessir 59 útlendingar skiptast eftir þjóðerni og fyrir neðan hvernig þeir deilast á liðin 22 í úrvalsdeUdinni, reyndar aðeins á 19, því þrjú eru einungis skipuð breskum leikmönnum. Erlendir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni 2 Nígeríumenn, Kanadamenn, Zimbabwebúar, Þjóöverjar, S-Afríkubúar og Tékkar. 1 Belgi, Frakki, Búlgari, Svisslendingur, Úkraínumaður, | Rússi, Ghanabúi, Kýpurbúi, i Úrúgvæi, ísraelsmaður, Argentínumaöur og Trínidad/Tobagóbúi. DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.