Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1995, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1995, Page 4
4 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995 Fréttir Viðvarandi erjur Þorsteins Pálssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar: Rýtingar og rauðar rósir - samskiptasaga í sjö ár Jón Baldvin Hannibalsson og Þorsteinn Pálsson á góðri stund. Þeir hafa háð marga snerruna um hin margvis- legu málefni síðustu sjö árin. Átök Jóns Baldvins Hannibalsson- ar utanríkisráðherra og Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra vegna komu kanadíska sjávarút- vegsráðherrans Brians Tobins í op- inbera heimsókn til íslands verða til þess að rifja upp fyrri átök þessara fjandvina. Allar götur frá því Jón Baldvin var utanríkisráðherra undir forsæti Þorsteins í ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks hefur verið viðvarandi spenna í samskiptum hans og Þor- steins. Það hefur varla komið upp það mál í íslenskri póhtík að gagn- kvæm skothríð hæfist ekki milli þeirra félaga. Eftir að ríkisstjórn Davíðs Oddssonar komst til valda með Jón Baldvin og Þorstein innan- borðs sem fagráðherra hefur það líka vakið nokkra athygli að í deilumál- um þeirra hefur Davíð Oddsson oftar en ekki snúist á sveif með Jóni Bald- vin. Ef htið er aftur til ársins 1987, þeg- ar þreifingar, sem voru undanfari ríkisstjómar Þorsteins Pálssonar, stóðu yfir, kemur í ljós að upphafið lofaði góðu. í viðtah við DV í apríl voru þeir nánast eins og ástfangið par í tilhugalífinu. Á Stöð 2 þáði Þor- steinn rós að gjöf frá Jóni Baldvin sem sagði við það tækifæri. „Það væri gustuk að við og Kvennalistinn leystum Þorstein og þá sjálfstæðis- menn úr framsóknarijósinu,“ og vitnaði þar til ríkisstjórnar Fram- sóknarflökks og Sjálfstæðisflokks. Þorsteinn lét ekki sitt eftir hggja og svaraöi Jóni Baldvin að bragði. „Þú kemst kannski í kynni við fálkann ef þú stendur þig vel.“ Þetta var þó aðeins byrjunin á stormasömu sam- bandi einstakhnga sem lengst af hafa verið saman í ríkisstjóm. Ávöxtur tilhugalífsins Ávöxtur þessa tilhugalífs varð rík- isstjóm Þorsteins Pálssonar sem liföi að vísu skammt. Enda varla búið að setja upp hringana þegar erjurnar hófust. Ríkisstjórnin var mynduð um sum- arið og tók við 8. júlí. Jón Baldvin var fjármálaráðherra og Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra. Stjórnarsamstarfið, sem stóð stutt, bar keim af því að Steingrímur, sem var fráfarandi forsætisráðherra, virtist ekki getasætt sig við að vera aðeins stýrimaour á skútunni. Því sigldi skútan í hlykkjum undir stjórn tveggja skipstjóra og endaði að sjálf- sögðu uppi á skeri. I septemberbyrjun segir DV frá hugmyndum um nýtt stjómarmynst- ur og að Jón Baldvin og Steingrímur séu að kanna möguleika á nýrri rík- isstjóm án Sjálfstæðisflokksins. Þor- steinn Pálsson er harðorður á þess- um tímapunkti: „Þetta skýrir að þeir hafa lagst á eitt um að koma í veg fyrir að hægt sé aö vinna af skynsemi í ríkisstjóm- inni. Mér finnst þetta vera skýringin á því hvers vegna þeir hafa báðir verið að reyna að eyðileggja þessa stjórn.“ Daginn eftir svarar Jón Baldvin Þorsteini fullum hálsi og það er ljóst að hjónabandið er í uppnámi og tími stríðsyfirlýsinga genginn í garð. „Við þessu er einfalt svar. Mér lík- ar illa aö hggja undir ásökunum um óheihndi. Forsætisráðherra ímyndar sér þetta og sér óheihndi í hverju homi.“ Rýtingsstunga í bakið Þessar deilur enduðu í frægu upp- gjöri þar sem Steingrímur og Jón Baldvin blésu ríkisstjómina af í beinni sjónvarpsútsendingu. Þar tal- aði Jón Baldvin um rýtingsstungu í bak sér í tengslum við uppgjöriö. Hann vísaði þar til efnahagstihagna Þorsteins og tillögu um matarskatt. í þessari lotu hófst samstarf Þor- steins og Jóns Baldvins því með rauðri rós en endaði með rýtings- stungu. Eftir stjórnarshtin héldu áfram ýf- ingar með þeim. Jón Baldvin gaf Þorsteini þessa einkunn: „Þorsteinn er vænn maður og sléttur og felldur á yfirborðinu en lokaður og dulur. Honum er ekki sýnt um að laða að sér fólk..." Þorsteinn lét Jón Bald- vin ekki eiga hjá sér og svaraði hon- um: „Með yfirlýsingum sínum að undanfömu hefur Jón Baldvin verið að draga pólítíska umræðu áratugi aftur í tímann þegar hún snerist fyrst og fremst um persónuníð og rógburð. Fréttaljós Reynir Traustason Svona persónuníð hefur maður ekki séð í áratugi.“ Eftir þetta hægist um með þeim í bih enda annar innan stjórnar og hinn utan. Næsti kafh þessa einvígis hefst í raun eftir að ríkisstjóm Daviðs Oddssonar var mynduö. í maí 1991 tókust Þorsteinn og Jón Baldvin á um EES. Þorsteinn vhdi ekki að ís- land gerðist aðili að EES nema ís- lendingar fengju fullt tollfrelsi fyrir allar íslenskar sjávarafurðir. í júlí var tekist á um Tvíhöfða- nefndina og formennsku þar. Þess- um átökum lauk eins og nafn nefnd- arinnar gefur til kynna með því að nefhdin fékk tvo formenn, einn frá hvomm. í framhaldi af þessu dehdu þeir um sjávarútvegsstefnuna í hehd. „Yfirlýsingar Þorsteins eru böl ríkis- stjórnarinnar," sagði Jón Baldvin. „Fæ ekkert nema skítkast frá kröt- um,“ sagði Þorsteinn. í ágúst 1992 deila þeir um íslenska aðalverktaka. Þorsteinn vih leysa upp fyrirtækið og nota þá íjármuni sem th falla th að styrkja stöðu ríkis- sjóðs. Ósammála um Aðalverktaka „Mér finnst að það geti komið tvennt th greina. Annar kosturinn er sá að gera íslenskum aðalverktök- um að faha frá þeirri fimm ára einok- un sem það hefur fengið. Hinn kost- urinn er sá að leysa fyrirtækið strax upp og ríkið fái sinn hlut greiddan út,“ sagði Þorsteinn í febrúar 1992. Jón Baldvin var ekki aldeihs sam- mála þessari skoðun: „Úr því sjávarútvegsráðherra telur sig geta leyst mál Aðalverktaka með patentlausnum þá held ég að hann ætti frekar aö huga að framtiðar- stefnumótun th að koma í veg fyrir þá þjóðarógæfu að útgerðarmenn fái ókeypis kvóta fyrir hundruð mhlj- arða.“ Næsta bomba fellur í endaðan október sama ár í tengslum við LÍÚ- þing á Akureyri. Jón Baldvin sendir þá Þorsteini kveðju vegna yfirlýs- inga Þorsteins um gjalþrotaleiðina svokölluðu sem hann taldi að Davíð og Jón Baldvin leggðu th. Þorsteinn sagði að þessi stefna myndi leggja 37 sjávarútvegsstaði í rúst. Jón Baldvin svaraði þessu auðvitað á sinn máta: „Ég hef ekki séð þessa tímamóta- ræðu sjávarútvegsráðherra, einung- is séð brot úr henni í sjónvarpi. Þaö hvarflaði að mér hvort dómsmála- ráðherra heföi brugðiö sér í gervi sjávarútvegsráðherra með aftöku- lista úr dómsmálaráðuneytinu í far- teskinu." Hér er aðeins tiplað á stærstu mál- unum í þessu einvígi sem staðið hef- ur í rúm sjö ár. Það er þó ljóst að á bak við tjöldin hafa þeir félagar verið að kljást í mun fleiri málum. Þar má nefna stöðu Guðmundar Eiríkssonar þjóðréttarfræðings sem starfaði í ut- anríkisráðuneytinu. Hann var á svipaðri skoðun og Þorsteinn og hafði t.d. efasemdir um Smuguveið- ar. Því hefur verið haldið fram að Jón Baldvin hafi ekki verið hrifinn af ýmsum verkum Guðmundar sem fékk loks leyfi frá störfum í utanrík- isþjónustunni. í framhaldi af því fór hann hins vegar að starfa fyrir sjáv- arútvegsráðuneytið. Fallegt veður Deilur um niðurskurð á þorsk- kvóta settu svip á samskiptin framan af kjörtímabilinu. Þar var Þorsteinn fastur á sínu á meðan Jón Baldvin og Davíð vhdu meiri sveigjanleika. Þeir félagar voru þó hófsamir í yfir- lýsingum í febrúar 1994 þegar Sig- hvatur Björgvinsson lagði til að þorskkvótinn yrði aukinn um 35 til 50 þúsund tonn. DV spurði Þorstein hvernig honum litist á hugmyndina: „Ég hef ekki heyrt neinar thlögur," var svarið. Jón Baldvin var spurður sömu spurningar: „Það er fallegt veð- ur í dag,“ var svar hans. Nýjasti kaflinn í átakasögunni snýst um heimsókn kanadíska sjáv- arútvegsráðherrans, Brians Robins: „Þorsteinn getur sjálfur haft ofan af fyrir honurn," sagði Jón Baldvin. „Höfum ekkert upp úr því að fara í fýlu,“ svaraði Þorsteinn. Framtíðin verður að skera úr um það hvernig samskiptum þeirra Jóns Baldvins og Þorsteins verður háttað í framtíðinni en miðað við reynsluna er líklegt að þau verði frekar kennd við rýtinga en rósir. Kanadíski sjávarútvegsráðherrann sló á léttari strengi í heimsókn sinni: Bið að heilsa öðrum í fjölskyldunni sagði Tobin við Ólaf Hannibalsson eftir að hafa svarað fyrirspum hans „Ég bið að hehsa öðrum í fjöl- skyldunni," sagði Brian Tobin, sjávarúfvegsráðherra Kanada, á ráðstefnu um endurreisn þorsk- stofnsins eftir að hann hafði svarað spumingu Ólafs Hannibalssonar um sela- og hvalarannsóknir í Kanada. Tobin var þama að gant- ast með skyldleika Ólafs við Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra, sem hvorki vhl sjá Kanadamanninn né heyra, og upp- skar skelhhlátur viðstaddra. Þrátt fyrir þessa gamansemi ráð- herrans færði hann íslendingum annan og alvarlegri boðskap. Brian Tobin flutti erindi um ástand þorskstofnsins viö Kanada. Fjöldi manns hlýddi á erindi hans þar sem hann lýsti skelfilegu ástandi stofnsins sem hann taldi að væri tilkomið vegna mistaka stjóm- málamanna og hagsmunaaöila. Hann segir að miðin séu nánast eyðimörk og að það hafi verið grip- ið allt of seint í taumana. Hann sagðist vhja vara íslendinga við að lenda í sömu stöðu með sína fisk- stofna. Hann vhdi ekki tjá sig um deilu íslendinga og Norðmanna um veiðar í Barentshafi. „Hann hefur skýrt afstöðu þeirra og tekið mjög skýrt fram að þeir hafi eingöngu verið að fjalla um afstöðu Kanada til þessa samnings og þeir hafi ekki á nokkurn hátt viljað skerða hagsmuni Islands eða annarra aðha að Svalbarðasam- komulaginu. Hann hefur sagt að Norðmenn hafi ekki thefni til þess að vitna til þessa samnings gegn íslendingum," sagði Þorsteinn Pálsson í samtali við DV vegna samnings Kanadamanna við Norð- menn um gagnkvæmt eftirlit með veiðum. Þorsteinn segir að hann og Tobin hafi átt þriggja tíma fund á heimhi Þorsteins þar sem hann h'afi m.a skýrt fyrir honum sjón- armið íslands varðandi Svalbarða- samninginn. „Hann sagði mér að eftir þennan fund okkar skhdi hann betur okkar afstöðu og okkar stöðu," segir Þor- steinn. Opinberri heimsókn Tobins lauk í gærkvöldi meö kvöldverðarboði sem haldið var til heiðurs honum og konu hans að Hótel Holti. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.