Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1995, Side 8
8
LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995
Vísnaþáttur________
Erlendur hét
maður og var
Gottskálksson
Fæddist hann að Nýjabæ í Keldu-
hverfi þann 24. júlí 1818. Faðir hans
var Gottskálk hreppstjóri Pálsson
og bjó lengi í Nýjabæ og að Fjöllum
í Kelduhverfi en kona Gottskálks
hét Guðlaug Þorkelsdóttir, hrepp-
stjóra, Þorkelssonar í Nýjabæ. Er-
lendi var komið í fóstur því þau
hjónin áttu fjölda barna er upp
komust og ólst hann upp á ýmsum
stöðum í Kelduhverfi.
Eftir að Erlendur varð fulltíða
maður vann hann við vinnu-
mennsku á ýmsum stöðum í Keldu-
hverfi. Tókst honum jafnframt
vinnumennsku að afla sér ein-
hverrar kunnáttu í dönsku og
þýsku. Árið 1848 kvæntist Erlend-
ur fyrri konu sinni, Sigríði Finn-
bogadóttur. Reistu þau bú að Aust-
ur-Görðum og var hagur þeirra
þröngur fyrstu árin enda hlóðst á
þau ómegðin. Erlendur var búmað-
ur góður og tókst honum að auka
efni sín. Að Garði fluttist hann árið
1863 og þar bjó hann í 22 ár og hafði
er hann fluttist þaðan eignast 18
börn með báðum konum sínum.
Erlendur gekk að eiga Þorbjörgu
Guðmundsdóttur frá Grásíðu þann
13. júní 1874. Vísa þessi er úr bréfi
Erlends til konu sinnar en ekki
veit ég hvorrar:
Meðan himinn lætur líf
leika í æðum mínum,
lofaðu mér að vera, víf,
vin í armi þínum.
Er Erlendur var svikinn um hest
sem hann hafði beðið um að láni
kvað hann:
Fótgangandi flækjast má,
féll oft styttan reista.
Það er djöfull, aðra á
eitthvaö þurfa að treysta.
Þessi vísa er brot úr eftirmælum:
Eitrið fló í unglings barm,
ama dró aö kjörum,
breyttist ró í beiskan harm,
brosið dó á vörum.
Eitthvaö hefur Erlendur veriö
raunamæddur er hann kveður
þessa vísu:
AUtaf bætist raun við raun,
réna gleðistundir.
Það er ei nema hraun við hraun
höltum fæti undir.
Um heimspekinginn og lista-
manninn Sölva Helgason kveður
Erlendur:
Sölva fagur gáfnaglans
gyllir alheims veldi,
logar stjama hugar hans
heims á dimmu kveldi.
Vísu þessa yrkir Erlendur gegn
níðkveðskap er beindist að Grími
Thomsen:
Eru kvæðin ekki góö
ansa þvætt í stími.
Langtum betri bera ljóð
Bessastaða-Grími.
Um mann er braut grátur í kirkju
kveður Erlendur:
Drykkjusvín og djöfuls þjón,
dári furðu ljótur,
öfuglíki, erkiflón,
ertu grátubrjótur.
Um óþekkt leirskáld kvað Er-
lendur og ljóst er að ekki hefur
kappa líkað:
Ur arnarskoru slepjað slor
sleikja ei þorir sjálfur
skininn hor og hlands í for
heimaborinn kálfur.
Eftir messu einhveiju sinni kveð-
ur Erlendur um myrkviði sálarinn-
ar:
Vísnaþáttur
Valdimar Tómasson
Þó að uni ýta kind
undir gljáum hjúpi,
því er miður, saurug synd
sálar felst í djúpi.
Er Erlendur missti mjólkurkýr
kvað hann:
Stefnir að mér slysafans,
stundin gæfu dvínar,
ætla nú til andskotans
allar reitur mínar.
Að lokum eru hér vísur er Er-
lendur kvað fyrir vinnumann sinn
er hafði orðið fyrir vonbrigðum í
ástamálum sínum. En vísur þessar
reyndust honum kraftakveðskap-
ur:
Augum mæni ég til þín,
um mig girndin bálar;
þú ert eina unun mín
athvarf lífs og sálar.
Og þessi einnig:
Meðan hnígur heitt í mér -
hjartablóðið rauða,
einni skal ég unna þér,
eins í lífi og dauða.
Áskrifendur DV fá
10% aukaafslátt af
smáauglýsingum
AUGLYSINGAR
wwwv
Þverholti 11 -105 Reykjavík
Simi 563 2700 - Bréfasími 563 2727
Græni síminn: 99-6272
(fyrir landsbyggðina)
OPIÐ:
Virha daga kl. 9-22
Laugardaga hl. 9-14
Sunnudaga kl. 16-22
Athugift!
Smáauglýsingar í helgarblað
DV verða að berast fyrir
kl. 17 á föstudögum.
Matgæðingur vikuimar
Kj ú kl i ngabri nga
í sítrónusósu
„Englendingum þykir oft sem
þeir hafi ekki borðaö góða máltíð
néma þeir hafi fengið roastbeef og
Yorkshire búðing," segir Englend-
ingurinn og verslunarmaðurinn
Paul Newton sem er matgæðingur
vikunnar að þessu sinni. „En þessi
kjúklingaréttur sem ég býð upp á
er bæði mjög bragðgóður og auð-
veldur,“ bætir hann við. Paul
kveðst hafa fundiö uppskriftina er
hann var í fríi í Frakklandi fyrir
tveimur árum.
Kjúklingabringumar
6 kjúklingabringur
sait og pipar (nýmalaður)
125 g smjör
2 tsk. þurrt sérrí eða vermouth
2 tsk. sítrónusafi
2 tsk. rifinn sítrónubörkur
1 bolli sýrður ijómi
12 þunnar smjörklípur
rifinn parmesanostur
Kjúklingabringurnar eru skorn-
ar í tvennt, beinin tekin úr og
skinnið tekið af. Bringumar er
kryddaðar með salti og pipar.
Steiktar í smjöri í 6-8 mínútur.
Kjötið er sett í eldfast mót. Sérrí
eða vermouth, sítrónubörkur og
sítrónusafi sett á pönnuna. Soöið í
eina mínútu og bragðbætt með salti
og pipar. Bætið creme fresh varlega
út í og hrærið í á meðan.
Hellið sósunni yfir kjúklinginn,
setjið amjörklípu á hvern kjötbita
og stráið parmesanosti yfir. Grillið
í bökunarofni við vægan hita í 5-8
mínútur.
Paul Newton.
Hertogaynjukartöflur
750 g kartöflur (stórar)
nýmalaður pipar og salt
25 g smjör
2 egg
Sjóðið kartöflurnar og hellið
vatninu af um leið og þær eru soðn-
ar. Setjið kartöflurnar aftur í pott-
inn og látið pottinn á heita elda-
vélahelluna í eina mínútu til að
losna við raka úr kartöflunum.
Pressið kartöflurnar og setjið í
blandara. Bætið við salti, pipar og
smjöri. Þeytið eggin og blandið
þeim saman við. Blandan er sett í
stóran sprautupoka og henni síðan
sprautað í tólf blóm á smurða bök-
unarplötu.-Smyrjið hvem skammt
með bræddu smjöri. Bakað í 200 gr.
heitum ofni í 10 til 12 mínútur.
Þennan rétt er hægt að undirbúa
fyrir fram.
Bakað ratatouille
1 stórt eggaldin
2 kúrbítar
1 græn paprika
1 gul paprika
1 rauð paprika
1 meðalstór laukur
450 g tómatar
4 hvítlauksrif
4 msk. ólífuolía
1 tsk. þurrkað basilíkum
nýmalaður pipar og salt
Skerið eggaldinið í 2,5 cm þykkar
sneiðar og helmingið sneiðarnar.
Skerið kúrbítana í 1 cm þykkar
sneiðar. Setjið á stóran disk og strá-
ið hálfri teskeið af salti yfir. Látið
grænmetiö standa með saltinu í 1
klst. og skolið það síðan í köldu
vatni. Þurrkið það síðan með papp-
írsþurrku.
Helmingið paprikurnar, takið
kjamana úr og skerið í 2,5 cm bita.
Áihýðið laukinn og saxið smátt.
Afhýðið tómatana (best er að dýfa
þeim fyrst í 1 mínútu í sjóðandi
vatn) og skerið í smáa bita. Blandið
öllu grænmetinu í eldfast mót, setj-
iö pressaðan hvítlaukinn yfir og
kryddið með salti og pipar. Olífuol-
íunni og kryddinu blandað saman
og síðan hellt yfir grænmetið. Setj-
ið ofarlega í 200 gráða heitan ofn
og bakið í 40 mínútur. Bætið ólífu-
olíu við ef með þarf meðan á
bakstrinum stendur.
Paul skorar á Guðnýju Gunnars-
dóttur kennara að vera næsti mat-
gæðingur. „Hún býr til góðan mat
eftir dönskum uppskriftum og hún
gerir einnig góða sushirétti."
Hinhliðin
Prestur í Harlem
fallegastur
- segir Helga Braga Jónsdóttir leikkona
Helga Braga Jónsdóttir leikkona
þótti fara á kostum í Áramóta-
skaupinu á gamlárskvöld. Að und-
anfömu hefur hún verið önnum
kafin viö æfingar á söngleiknum
Kabarett sem frumsýndur var í
Borgarleikhúsinu í gærkvöldi.
,JEg er lausráðin hjá Borgarleik-
húsinu núna en kraftar mínir hafa
aðallega beinst að Frú Emilíu-
hópnum. Ég fékk tveggja ára
starfssamning hjá honum í fyrra,“
greinir Helga Braga frá.
Fullt nafn: Helga Braga Jónsdóttir.
Fæðingardagur og ár: 5. nóvember
1964.
Maki: Enginn.
Börn: Engin.
Bifreið: Suzuki Swift, árgerð ’84.
Starf: Leikkona.
Laun: Alla vega.
Áhugamál: Listin, lystin og ferða-
lög, andleg og veraldleg.
Hefur þú unnið í happdrætti eða
lottói? Eg hef tvisvar unnið farmiða
til Bandaríkjanna í ferðaskrifstofu-
partíi og á eftir að nota annan.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Lifa.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Týna sjálfri mér.
Uppáhaldsmatur: Ég er kolvitlaus
í allt grænmeti. Það er það besta
sem ég fæ þessa dagana.
Uppáhaldsdrykkur: Blávatniö.
Hvaða íþróttamaður stendur
Helga Braga Jónsdóttir.
fremstur i dag? Ég hef ekki hug-
mynd um það.
Uppáhaldstímarit: Ég skoða þau
eiginlega bara á biðstofum.
Hver er fallegasfi karl sem þú hefur
séð? Hann er prestur í baptista-
kirkju í Harlem.
Ertu hlynnt eða andvig ríkisstjórn-
inni? Andvíg.
Hvaða persónu langar þig mest að
hitta? Móður Meeru.
Uppáhaldsleikari: Steinn Ármann
Magnússon og hinir Emilíu-strák-
amir.
Uppáhaldsleikkona: Frú Emilíu-
leikkonurnar, Edda Björgvins,
Lolla, Gunna Gísla og Helen Vro-
egop... Þetta er langur listi.
Uppáhaldssöngvari: Nú, Inga systir
auðvitað!
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ingi-
björg Sólrún.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Þau hjónin Marge og Homer.
Uppáhaldssjónvarpsefni: íslenskt
efni.
Uppáhaldsmatsölustaður: Héma á
íslandi er það Á næstu grösum.
Hvaða bók langar þig mest að lesa?
The Mists of Avalon og Villta svani.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Rás 1.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Guöríð-
ur Haráldsdóttir.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Sjónvarpið.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Krist-
ín Þorsteinsdóttir.
Uppáhaldsskemmtistaður: Það er
ekki staðurinn sem skiptir máli
heldur fólkið og stemningin.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: Pass.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtíðinni? Ég stefni á mörg ferða-
lög í vor með yndislegu fólki á fall-
ega staði. Svo ætla ég að halda
áfram að láta draumana rætast.
Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég
vann mikið og fór svo til New York.
í haust fór ég til Lapplands með
Trítil. Það var „magískt".