Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1995, Side 14
14
LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700
FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91)563 2999
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk.
Ríkisstjórn á leiðarenda
Ófriðlegt er í ríkisstjóminni. Forsætisráðherra og ut-
anríkisráðherra deila opinberlega rnn nýjasta og stærsta
Hafnarfjarðarbrandarann. Á sama tíma deilir sjávarút-
vegsráðherra við forsætis- og utanríkisráðherra um
komu kanadíska sjávarútvegsráðherrans til landsins.
Ólíkt höfðust þessir sömu flokkar að á viðreisnarára-
tugnum. Þá féll ekki styggðaryrði milli ráðherra, hvorki
innan flokka né milli flokka. Ráðherrar létu ekki einu
sinni freistast til slíks rétt fyrir kosningar, af því að þeir
stefndu að sama stjórnarsamstarfi eftir kosningar.
Nú er vitað, að stjómarmynztrið hefur runnið sitt
skeið á enda. Alþýðuflokkurinn hefur ekki burði til að
mynda tveggja flokka stjóm með Sjálfstæðisflokknum
efdr kosningar. Sumir ráðherrar krata hafa misnotað
stjómaraðstöðuna meira en þjóðin sættir sig við.
Ágreiningurinn er ekki allur milli flokka. Spennan
milli núverandi og fyrrverandi formanns Sjálfstæðis-
flokksins hefur ekki hjaðnað hið minnsta. Hún skýtur
sífeflt upp koflinum. Þeir virðast ekki vera menn til að
láta tímann lækna persónulega óvild frá fyrri tíma.
Þetta er bagalegt fyrir flokk þeirra, þar sem aðrir for-
ustumenn flokksins komast ekki á blað í vinsældum og
trausti í skoðanakönnunum. Aðrir ráðherrar flokksins
em núll og nix í huga almennings, nema hugsanlega land-
búnaðarráðherra, helzti fufltrúi afturhaldsins.
Sú verkaskipting hefur raunar orðið með stjórnar-
flokkunum, að Alþýðuflokkurinn hefur færzt til hægri
og er flokkur markaðsbúskapar og Evrópuhyggju, en
Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið til vinstri og komið sér
fyrir nokkum veginn á miðlínu Framsóknarflokksins.
Þessi tilfærsla Sjálfstæðisflokksins er eðlilegur und-
anfari samstarfs hans við Framsóknarflokkinn um nýja
ríkisstjóm eftir kosningar á hreinum og ómenguðum
afturhaldsgmndvelfl Framsóknarflokksins. Það er eina
tveggja flokka stjómarmynztrið, sem er í augsýn.
Auk landbúnaðarráðherra hefur sjávarútvegsráð-
herra lengi verið á línu Framsóknarflokksins, enda kos-
inn á þing fyrir landbúnaðarkjördæmi. Nýrra er, að for-
sætisráðherra hefur notað hvert tækifæri til að sveigja
stjómarstefnuna að miðlínu Framsóknarflokksins.
Þetta hefur komið greinilega fram í tilfærslu valds til
landbúnaðarráðherra, sem hefur fengið það kærkomna
hlutverk í ríkisstjórninni að tolla innfluttan mat upp úr
öllu valdi til að tryggja, að neytendur hafi ekki hag af
stofnaðild íslands að Alþjóða viðskiptastofnuninni nýju.
Framsóknarflokkurinn er á grænni grund í þjóðmál-
unum. Annaðhvort myndar hann framsóknarstjóm með
Sjálfstæðisflokki eða framsóknarstjóm með Alþýðu-
bandalagi og Þjóðvaka. Engu máli skiptir, hvor kosturinn
verður fyrir valinu, því að þeir eru alveg eins.
Ríkisstjómaraðild Þjóðvaka breytir engu í þessu
mynztri. Hennar heilagleiki er eðalkrati í ættir fram og
hæfir vel samstarfi við Framsókn, þar sem hún fær sér-
svið með líkum hætti og áður. Henni fylgja í stjóm aðrir
eðalkratar með sömu forræðishyggju í framsóknarstíl.
Mesti örlagavaldur þessa ferlis er utanríkisráðherra,
sem er eini frambærilegi sljómmálamaður landsins á
alþjóðlegum vettvangi, en er um leið gersamlega ófær
um að vera flokksformaður vegna stanzlausrar áráttu
til póhtískra slagsmála og hrokafullrar framgöngu.
Með því að rústa Alþýðuflokkinn og koma óorði á
markaðshyggju og Evrópuhyggju hefur utanríkisráð-
herra gulltryggt fögur ár Framsóknar-afturhalds.
Jónas Kristjánsson
Jeltsín fer í
smiðju hj á
keisurunum
Rússakeisarar voru 150
ár að leggja undir sig Tsjetsjeníu.
Lokahrinan stóð í fjóra áratugi á
síðustu öld. Keisaraherinn varð í
lokin að beita 200.000 manna liði
sem lagði landið í auðn, brenndi
þorpin, brytjaði niður búsmalann,
hrakti fplkið sem eftir lifði til fjalla.
í skjölum frá fundum Nikulásar
I. keisara með ráðgjöfum sínum
sést að til tals kom að eina ráð
Rússa væri að útrýma Tsjetsjenum
með öllu. Stalín reyndi að gera al-
vöru úr því 1944 þegar hann lét
senda þjóðina í útlegð til Mið-Asíu
í gripavögnum, svo milli fjórðungs
og þriðjungs veslaðist upp á leið-
inni.
Meðal útlaganna var Dshokar
Dúdaéf Tsjetsjeníuforseti, þá á
fyrsta ári. Á autt landið voru send-
ir Rússar. Þeir og afkomendur
þeirra bíða nú mestar hörmungar
og afhroð í stórskotahríð og loftá-
rásum Rússlandshers á höfuðborg-
ina Grosní, af því þeir geta ekki
flúið á náðir ættmenna úti á lands-
byggðinni eða í nágrannalýðveld-
unum Ingosetíu og Daghestan eins
og Tsjetsjenar.
Nikita Krústsjoffleyfði Tsjetsjen-
um aö snúa heim, en þeir fengu
hvorki afsökunarbeiðni né boð um
bætur fyrir meðferðina. Þessi
herskáa þjóð á þvi greypilegra
harma að hefna. Þótt Rússar taki
Grosní með miklu mannfalli mega
þeir horfa fram á skæruhernað í
Kákasusfjöllum, svipað og í Afgan-
istan.
Boris Jeltsín Rússlandsforseti
sýnir nú enn að hann hefur rika
túhneigingu til að leita fyrirmynda
í einvaldsstjórn keisaranna. Á mið-
vikudag skýrði Vladimir Shú-
meiko, forseti efri deildar Rúss-
landsþings, frá því eftir fund for-
seta beggja deilda, forsætisráð-
herra og Jeltsíns, að ákveðið hefði
verið að færa yfirherráðið undan
stjórn landvarnaráðuneytisins
undir beina stjórn forsetans, eða í
sama horf og var á tímum keisar-
anna, að breyttu breytanda.
Talsmaður Jeltsíns dró svo í land
á fimmtudag og sagði að engin
ákvörðun hefði verið tekin um
þetta efni, hugmyndin væri aðeins
til umræðu. Hún jafngilti því í raun
að Pavel Gratsjof landvarnaráð-
herra hefði verið settur af, og Jelts-
ín tæki nú persónulega ábyrgð á
herstjórninni. Réði þar að auki
hernum milliliðalaust, hvað sem í
skærist í Rússlandi.
Fréttamaður breska útvarpsins
BBC spurði í fyrradag gamalreynd-
an, rússneskan fréttaskýranda,
Georgi Arbatof, hvort hann teldi
að Rússland væri að breytast í ein-
Erlend tíöindi
Magnús Torfi Ólafsson
veldi. Ég er ekki viss um aö stefnt
hafi verið að slíku af ráðnum hug,
svaraði Arbatof.
En stóra spurningin er hvers
vegna Tsjetsjenía var látin af-
skiptalaus í þrjú ár en nú ráðist til
atlögu í flaustri og á óhentugasta
tíma árs. Það leiðir hugann að
hneykslismáli um fjármálaspill-
ingu í æðstu herstjórn og morð til
aö þagga niður frekari uppljóstran-
ir. Svo og óreiðunni í efnahagsmál-
um og hörmulegum kjörum stórs
hluta landsmanna.
Mér varð ljóst hvert stefndi, sagði
Arbatof, þegar ég tók að heyra,
þrem vikum áður en aðgeröir hóf-
ust, raddir úr tilteknum hópi á þá
leið að nú væri ráð að breiöa hvíta,
eða réttara sagt rauða, blæju yfir
ástandið með því að efna til hent-
ugs, sigursæls stríðs. Vitnað var til
velgengni Thatcher eftir Falk-
landseyjar og Reagans eftir
Grenada.
Allt hefur svo farið á versta veg.
Þá fylgir Jeltsín fyrri áráttu að taka
málin í eigin heldur. Þetta gerði
hann líka þegar efnahagsumbæt-
umar vora í miðju kafi, hrifsaði til
sín stjórnina með þeim afleiðingum
að allt fór úr böndum, við fengum
óðaverðbólgu og lífskjarahrun.
Ég get ekki stutt Jeltsín forseta
lengur, sagði Arbatof, en þrátt fyrir
allt finn ég til með honum.
Ein fregnin af fundi þingforseta,
forsætisráðherra og Jeltsíns er að
þar hafi verið tekin ákvörðun um
að leysa upp ólöglegar, vopnaöar
sveitir um Rússland allt. Þetta taka
menn sem enn eina vísbendingu
um einvaldstilhneigingu á æðstu
stöðum.
Undanfarið lögleysutímabil i
Rússlandi, þegar glæpaflokkar
vaða uppi og lögregla er ýmist í
vitorði með þeim eða gagnslaus,
hafa allir sem eitthvað hafa um-
leikis orðið að koma sér upp líf-
vörðum vilji þeir njóta einhvers
öryggis. Nú er verið að hóta því aö
svipta hvern þann sem er í ónáð
hjá stjómvöldum þessari líftrygg-
ingu, í framhaldi af að sveit úr líf-
verði forsetans réðst á lífverði
Vladimirs Gusinski, kaupsýslu-
manns sem gefur út blað og rekur
sjónvarp gagnrýnin á hernaðinn í
Tsjetsjeníu.
Skoðariir annarra
Spurt um framtíðina
„Það er klofningur í samtökum andstæðinga ESB
um áframhaldandi líf þeirra. Sumir telja að þeim sé
best þjónað með því að hafa aðeins litla skrifstofu í
Ósló til að halda áfram aö upplýsa almenning um
þróunina innan ESB. Aðrir vilja halda í deildirnar
í sveitarfélögunum og fylkjunum og gera þær að
grundvelli fyrir pólitískt samstarf á breiðari grund-
velli. Tveir stjórnarmanna Nei til ESB hafa snúist
öndverðir gegn báðum tillögunum og vilja að sam-
tökin fái „virðuleg endalok".
Úr forustugrein Aftenposten 11. janúar.
Af Rússum og Tsjetsjenum
„Samfélag þjóöanna stendur frammi fyrir miklum
vanda þar sem átökin í Tsjetsjeníu eru annars veg-
ar. Vesturlönd bregðast nokkuð ólíkt við Rússum.
Norðmenn hafa, eins og aðrar þjóðir, fordæmt mann-
réttindabrotin sem stríðsrekstur Rússa hefur í fór
með sér. Á alþjóðavettvangi hefur ESB gengið lengra
með að frysta viðskipta- og samstarfssamninga sem
gerðir hafa verið við Rússa.“
Úr forustugrein Arbeiderbladet 10. janúar.
Sparnaöur í vamarmálum
„Samkvæmt skynsamlegum áætlunum er hægt að
skera niður íjárframlög til varnarmála um 25 til 30
milljarða dollara á ári á næstu árum án þess að
stefna öryggi landsins í voða. Sparnaður í varnar-
málaráðuneytinu mundi ekki útrýma sársaukanum
við að stoppa upp í fjárlagagatið eða bæta upp vænt-
anlegan niðurskurð á framlögum til innanlands-
mála. En hann mundi hjálpa til.“
Úr forustugrein New York Times 12. janúar.
i
c
í
í
í
í
í
í
€
€
€