Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1995, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1995, Side 17
LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995 I>V t 1. ( 3 ) Cotton Eyc Joo Rednex t Z ( 4 ) Think Twico Coline Dion I 3. ( 2 ) Love Me for a Reason Boyzone t 4. (1 ) Stay Another Day East17 t 5. (10) Here Comes the Hotstepper Ini Kamoze t 6. ( - ) Set Me Free N-Trance t 7. (12) TellMewhen Human League I 8. ( 6 ) Whatever Oasis t 9. ( - ) Sympathyforthe Devil Guns N'Roses I 10. ( 5 ) Them Girls Them Girls Zigand Zag New York (lög) I Bretland (LP/CD) Bandaríkin (LP/CD) [ Pink Floyd hefur alla tíö verið brautryðjandi í því sem augað sér fremur en því sem eyrað nemur. Minjagripur væntanlegur um eina glæstustu hljómleikaferd síðasta árs: Pink Floyd með hlj ómleikaplötu Liðsmenn Pink Floyd hafa á tæplega þrjátíu ára ferli sínum eimmgis reynt að skapa tónlist sem hreyfir við fólki. Þetta var haft eftir Dave Gilmour gítarleikara i blaða- viðtali fyrir nokkru. Þar viðurkennir hann líka að margt af því sem hreyfði við honum í gamla daga geri það ekki lengur. Til dæmis tónlistin á Atom Heart Mother-plötunni. Hann nennir ekki að hlusta á hana lengur, hvað þá spila hana. Tónleikaferð Pink Floyd um heiminn var ein hin best heppnaða á síðasta ári. Hvað aðsókn og tekjur snertir var hljómsveitin á hælum The Rolling Stones. Margir vilja hins vegar meina að þremenningamir í Pink Floyd hafi boðið upp á eftirminnilegri skemmtun en keppinautar þeirra. Ljósin hafi verið flottari, hljóðið betra, tónlistin betur samin. Alltént hafa allnokkrir blaðamenn tónlistarblaða útnefnt framlag þremenninganna og aðstoðarfólks þeirra hljómleikaferð síðasta árs. Til dæmis lesendur hins virta breska tónlistarblaðs, Q. Af nægu er að taka Það er því kannski ekki að furða að Dave Gilmour, Nick Mason og Rick Wright hafa ákveðið að gefa út úrval tónlistarinnar í ferðinni á geislaplötu. Platan á að koma út í mars. Endanlegt nafii er ekki komið á hana og lagalistinn hefur enn ekki verið birtin- opinberlega. En víst er að af nógu er að taka, bæði nýjum lögum af Division Bell-plötunni sem kom út í fyrra og einnig eldra efiii, tónlist sem hreyfir ennþá við Gilmour og félögum. Platan verður þó einungis einföld en rétt er að minna á að það má með góðu móti koma yfir sjötíu mínútum af tónlist á eitt slíkt hljómfang. Notuðu einkaflugvél Aðdáendur hljómsveitarinnar - og þá sér í lagi þeir sem fóru og hlustuðu á hana á einhverjum tónleikum 1 Tónlistargetraun DV og Japis Tónlistargetraun DV og Japis er léttur leikim sem allir geta tekið þátt í og hlotið geisladisk að launum. Leikur inn fer þannig fram að í hverr i viku eru birtar þrjár léttar spum- ingar um tónlist. Þrír vinningshafar, sem svara öllum spumingunum rétt, hljóta svo geisladisk að launum frá fýrirtækinu Japis. Að þessu sinni er það disk- urinn Sleeps With Angels með Neil Young, besta erlenda plata síðasta árs að mati íslenskra gagnrýnenda, sem er í verðlaun. Hér koma svo spumingamar: 1. Um hvem syngur Neil Young í titilUaginu „Sleeps With Angels“? 2. Gamla Neil Diamond-lagið „Girl, you’ll be a woman soon“ úr myndinni Pulp Fiction hefur notið mikillar hylli síðustu miss- erin. Hvaða hljómsveit flytur lagið í myndinni? 3. Á nýjustu plötu sinni, Kántrý 7 _ Það besta, syngur Hallbjöm Hjart- arson m.a. um hund sem er ekki púkó. Hvað heitir hundurinn? Dregið verður úr réttum lausnum 19. janúar og rétt svör verða birt í blaðinu 26. janúar. Hér em svörin úr getrauninni sem birtist 29. desember: 1. Vitalogy. Gamla Neil Diamond-lagið „Girl, you'll be a woman soon" úr myndinni Pulp Fiction hefur notið mikillar hylli síðustu misserin. Hvaða hljómsveit flytur lagið í myndinni? 2. Mannakorn. 3. Haukur Morthens. Vinningshafamir í þeirri getraim, sem fá plötuna Olympiu í verðlaun, era: Sigrún G. Hrafhsdóttir Skeggstöðmn, Svartárdal, A-Hún. 541 Blönduós. Jón Engilbertsson Kambaseli 79,109 Reykjavík. Marín Hrafnsdóttir Eiðistorgi 11,170 Seltjamames. Division Bell-ferðinni í fyrra - myndu áreiðanlega einnig verða þakklátir fyrir að geta keypt minja- grip í formi myndbands af hljóm- sveitinni á sviði. Enda var allt í tengslum við ferðina stórt. Meðan Pink Floyd og fylgdarlið ferðaðist um Bandaríkin notaðist hópurinn við eina einkaflugvél, átta langferðabfla og 49 flutningabíla. í sviðsbúnað- inum vom sjö hundmð tonn af stáli. Ekki hefúr verið gefið upp hve mikið af sprengiefni og þurrís var notað til að búa til reyk- og eldeffekta. En sjálfsagt hefur verið slegið met í þeim efiium eins og svo mörgum öðrum sem snerta hljómsveitina. Það er því ljóst að þótt aðdáendur Pink Floyd taki nýju hljómleika- plötunni tveim höndum segir hún ekki alla söguna um gæði hljóm- sveitarinnar á sviði. Þremenning- amir - og Roger Waters meðan hann bar gæfú tfl að spfla með þeim - hafa alla tíð miklu fremur verið braut- ryðjendur í því sem augað sér ffemur en það sem eyrað nemur. Þar af leiðandi hlýtur eitthvað fleira að verða gefið út á þeim tímmn marg- miðlunar sem nú ríkja. nafn vikunnar j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.