Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1995, Page 18
18
LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995
Dagur í lífi Ágústu Johnson hjá Stúdíói Ágústu og Hrafns:
Viðskiptavinimir tilbúnir að
takast á við áramótaheitin
Ég vaknaöi klukkan níu þennan
mánudagsmorgun þrátt fyrir að
íjögurra mánaöa gamall sonur
minn heföi haldiö mér vakandi til
klukkan þrjú um nóttina. Ég fór
strax fram úr því ég þurfti að
hringja nokkur símtöl. Ég þurfti
aö afgreiða nokkur ófrágengin mál
varðandi breytingar í stúdíóinu
sem við höfðum verið að leggja síð-
ustu hönd á um helgina.
Ég settist svo smástund fyrir
framan tölvuna og notaði tímann
til að vinna svolítið meðan börnin
sváfu enn. Fljótlega vaknaði svo
dóttir mín, þriggja ára, og þá hóf-
ust morgunverkin.
Fitumæling í
beinni útsendingu
Mér tókst að ljúka hluta þeirra
áður en ég átti að gera fitumælingu
klukkan hálftólf í beinni útsend-
ingu á FM í tilefni af sérstakri
heilsuviku. Hrafn eiginmaður
minn tók rösklega við stjórn á
börnum og búi á meðan.
Ég var svo komin heim aftur um
klukkan tólf og klæddi þá börnin
og fjölskyldan kom sér út úr húsi.
Anna Ýr, dóttir okkar, fór á leik-
skólann eins og venjulega klukkan
eitt og viö hjónin fórum i vinnuna.
Rafn Franklín, sonurinn, fer með
og ég set hann út í vagn þar sem
hann sefur fyrir utan stúdíóið á
meðan mamman vinnur.
Aðalvertið líkams-
ræktarstöðvanna
Það var sérstaklega annasamt í
vinnunni þar sem nú er aðalvertíð
líkamsræktarstöðvanna að hefjast.
Tíminn flaug frá mér eins og svo
oft áður þegar mikið er að gera en
dagurinn nýttist þokkalega, fór að
mestu í skipulagningu á námskeið-
Ágústa Johnson, eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Stúdíó Agústu og Hrafns, hefur i nógu að snúast nú þegar aðalvertíð líkamsræktarstöðvanna
erhafin. DV-mynd ÞÖK
um sem nú eru að hefjast.
Sonurinn vaknaði seinni part
dags og þá var vinnufriðurinn úti
þar til amman kom og sótti hann.
Ég fór þá að huga að fræðslu og
kynningarfundinum sem viö höld-
um á átta vikna fresti á fitu-
brennslunámskeiðum stúdíósins.
Tilbúnarað takast
á við áramótaheitin
Fundurinn, sem haldinn var á
Hótel íslandi, hófst klukkan hálf-
átta um kvöldið og þar var fullur
salur af konum, tilbúnum að takast
á við áramótaheitin. Ég ræddi við
þær góöa stund og um klukkan níu
komst ég til að sækja börnin sem
höfðu verið í gæslu hjá ömmu
sinni. Ég settist aðeins niður í for-
eldrahúsum en blessuð bömin
þurftu aö fara í háttinn svo mér
var varla tfl setunnar boöiö og dreif
okkur þrjú heim og kom börnunum
í ró.
Ég settist svo aftur við tölvuna
og kláraði nokkur verkefni. Hrafn
kom heim um tiuleytið og eldaði
pasta handa okkur og við notuðum
það sem eftir var kvöldsins til að
ræða og skipuleggja ýmis mál úr
vinnunni á milli þess sem ég sinnti
syninum litla. Viö fórum seint að
sofa sem má segja að sé daglegt
brauð á okkar heimili.
Finnur þú fimm breytingar? 292
Jú, jú, hún átti von á þér. Hún hljóp út um bakdyrnar fyrir tíu
mínútum.
Nafn:
Heimili:
Vinningshafar fyrir tvö hundruð og nítugustu get-
raun reyndust vera:
1. Hrönn Kristinsdóttir, 2. Ásgeir örn Loftsson,
Nónvörðu 12, Lönguhlið 13,
230 Keflavík. 105 Reykjavík.
Myndirnar tvær virðast við f>Tstu sýn
eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós
að á myndinni til hægri hefur fimm atrið-
um veriö breytt. Finnir þú þessi fimtn at-
riði skaltu merkja við þau með krossi á
myndinni til hægri og senda okkur hana
ásamt naíni þinu og heimilisfangi. Að
tveimur vikum liðnum birtum við nöíh
sigurvegaranna.
1. verðlaun:
Grundig útvarpsklukka að verðmæti 4.860
krónur frá Sjónvarpsmiðstöðinni hf.
2. verðlaun:
Fimm Úrvalsbækur. Bækumar sem eru í
verðlaun heita: Þú ert spæjarinn, Síminn,
Á ystu nöf, i helgreipum haturs og Lygi
þagnarinnar. Bækurnar eru gefnar út af
Frjálsri fjölmiðlun.
Merkið umslagiö með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 292
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík