Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1995, Page 21
LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995
21
Heilsa
Þingmenn latir
Össur tekur á öllu sínu við framkvæmd kviðæfinganna og fær dyggan stuðning frá Magnúsi Scheving, íþrótta-
manni ársins.
FIKT í DAG-FÍKN A MORGUN
TÓBAKSVARNANEFND
• Innritun á námskeið
fypir bypjendur og lengra komna
• Mopgunnámskeið
- bapnagæsla á staðnum
• Símap: 564 4050 & 564 4051
Dalsmáni 9-11 Kópavogi
- við að hreyfa sig, segir Össur Skarphéðinsson
„Ég er ekki vanur aö gera magaæf-
I ingar, hvað þá á skrifborðinu, en til
skamms tíma var ég fimm sinnum í
viku í líkamsrækt hjá Gústa i Kjör-
& garði. Bæði til þess að reyna að
minnka á mér bumbuna og til þess
að vera svolítið sterkari," sagði Óss-
| ur Skarphéðinsson umhverfisráð-
herra en Magnús Scheving, íþrótta-
maður ársins, kom við í ráöuneytinu
í vikunni og fékk Össur til að gera
magaæfmgar uppi á skrifborði í til-
efni heilsuvikunnar.
Heldur þú að þingmenn geri al-
mennt mikið af kviðæfmgum og þess
háttar æfingum?
„Sumir þeirra held ég að haldi sér
í bærulegu formi. Það eru náttúrlega
fyrst og fremst þeir sem vilja vera
spengilegir og „sexí“ í útliti eins og
Hjörleifur Guttormsson og Ólafur
Ragnar Grímsson. Svo eru aðrir sem
þurfa að gera það vegna þess að þeir
vinna mikið, menn eins og Halldór
Ásgrímsson. Svo eru það bollurnar,
menn eins og ég, jafnvei vinur minn
Einar K. Guðflnnsson, þingmaður
Vestfirðinga, sem geta átt það til að
bæta framan á sig. Við vorum þrír
saman nær dagiega í æfmgum hjá
Gústa Agnars, ég, Einar K. Guðfmns
og Tómas Ingi Olrich. Tómas bar af
okkur. Hann var 10-15 árum eldri en
við en miklu sterkari og vaxinn eins
og fimleikamaður.
Hefur komið til tals að stofna
skokkhóp meðal alþingismanna?
„Það er alltof lítið um að þingmenn
hreyfi sig. Þeir tala oft um að þeir
æth aö fara í líkamsrækt og að þeir
æth í æfingar en það er alltof htiö
um það. Davíð Oddsson er að komast
á þennan sama aldur og ég þar sem
menn þurfa að pæla í þessum hlut-
um. Hann hefur tekið sér tak. Hann
hefur nokkrum sinnum farið í megr-
un en ahtaf mistekist þangað til
núna. Nú er hann aftur orðinn eins
og gamli stórsjarmurinn sem hann
var í MR. Almennt eru menn að tala
um þetta í þinginu en láta ekki verða
af því.
Heldur þú að það myndi mælast vel
fyrir á þinginu ef Salóme tæki nokkr-
ar teygjur með þingmönnum fyrir
fundi?
„Ef ég á að vera hreinskilinn þá
myndi þetta mælast herfilega fyrir
en menn hlýða ahtaf forsetanum. Ef
hægt er að telja hana á það þá mun
ekki standa á okkur.
Rannsóknir í Svíþjóð:
Gerikomplex
eykur starfs-
þrekog
bætir úthald
Rannsóknir vísindamanna víða
um heim hafa leitt í ljós að geri-
komplex eykur andlegt og líkamlegt
starfsþrek. Ástæður þess eru marg-
þættar en meðal annars sýndu próf-
anir á toppþjálfuðum íþróttamönn-
um að súrefnisnýting frumnanna
eykst með inntöku gerikomplex og
önnur prófun sýndi að prófarkales-
arar, sem fengu gerikomplex, afköst-
uðu 12% meira og yfirsást 51% færri
vihur en viðmiðunarhópur sem fékk
lyfleysu.
Öll þau virku efni sem gerikomplex
inniheldur stuðla að viðhaldi heil-
brigðs líkama og þar af leiðandi meiri
lífskrafti og auknu viðnámi gegn
hvers konar álagi. Daglegur
skammtur af gerikomplex með staðl-
aða ginsengþykkningu G-115 sér lík-
amanum fyrir virkum lífrænum efn-
um og eykur þannig starfshæfni
hans og líkamlegt og andlegt þrek.
Prófun sem gerð var við Karol-
inska spítalann á hópi starfsmanna
LM Ericssons gáfu eftirfarandi nið-
urstöðu eftir 8 vikna neyslu á geri-
komplex: Við hámarksálag á þrek-
hjóh er hjartsláttur hægari, minni
mjólkursýra í blóöi (minni þreyta)
og lægri áreynsluþröskuldur. Við
upphaf rannsóknarinnar hafði sá
hópur sem fékk gerikomplex-hylkin
sama þrek og sá sem fékk lyfleysu-
hylkin en eftir meðhöndlun var
þrekið meira en hjá samanburðar-
hópnum. Þessar niðurstöður benda
th að neysla gerikomplex auki starfs-
þrek og úthald við líkamlega
áreynslu.
NýirNike-skór:
Minnkahættuá
ökklameiðslum
Síðan Nike hóf framleiðslu á
skóm með loftpúða (Nike air) árið
1979 hefur átt sér stað stöðug þró-
un í gerð þeirra. Núna er komin
enn ein kynslóð af loftpúða sem
heitir Air Max 2 og er haim aö
finna í þremur línum frá Nike,
hlaupaskóm, körfuboltaskóm og
„cross training". Sú tækninýjung
er i nýja loftpúðanum aö honum
er skipt I tvo hluta. Ytri loftpúð-
inn er með 25 punda þrýstingi
(psi) og innri með 5 (psi). Með
þessari hönnum hefur Nike tekist
að sameina i einum skó mýkt,
stöðugleika og léttustu fjöörun
sem völ er á. Ytri loftpúðinn er,
eins og áður sagði, meö 25 pund-
um (psi) sem gefur skónum meiri
stöðugleika og minnkar hættu á
ökklameiðslum. Innri loftpúðinn
er raeð 5 (psi) sem gefur skónum
mesta mögulega dempun sem völ
er á og um leið minnkar álagið á
ahan líkamann þegar hlaupið er.
Skórnir frá Nike, sem eru með
þessari nýjung, eru Air Max 2
hlaupaskór, Air Max CB körfu-
boltaskór og Air Trainir Max, al-
hhða æfingaskór.