Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1995, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1995, Síða 29
LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995 33 Skák Euro-Disney mótið í París: Jón Viktor bestur f slendinga Fjögur íslensk ungmenni tóku þátt í Evrópumótinu í atskák sem fram fór í Disney-skemmtigarðinum í Par- ís skömmu fyrir jólin. Þetta er í ann- að sinn sem keppnin er haldin en hún hefur vakið mikla athygli. Teílt er í flokkum pilta og stúlkna, 13-14 ára og 12 ára og yngri. Alls voru kepp- endur 138 frá 38 þjóðum - framtíðar- skákmenn Evrópu. Hér heima var haldið veglegt úr- tökumót um farseðla á mótið, enda er eftirsótt að komast í tæri við fremstu skákmenn Evrópu í þessum aldursílokkum, auk þess sem skemmtigarðurinn sjálfur hefur efa- lítið sitt aðdráttarafl. Forráðamenn mótsins hafa reynt að gera það sem glæsilegast úr garöi, m.a. með því að bjóða heimsmeistaranum Anatoly Karpov sem sérstökum heiðursgesti. Karpov afhenti verðlaun og tefldi fjöltefli í sjónvarpi við sigurvegarana í flokkunum fjórum. íslensku keppendurnir voru Jón Viktor Gunnarsson og Berta Ellerts- dóttir í flokkum 13-14 ára og Davíð Kjartansson og Ingibjörg Edda Birg- isdóttir í flokkum 12 ára og yngri. Tefldar voru níu umferðir eftir Monrad-kerfi, 30 mínútna umhugs- unartími á skák og stóð mótið í tvo daga. Petroffs-vörn. 1. e4 e5 2. Rf3 RfB 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. d3 Rf6 6. Bg5 Be7 7. Rc3 0 0 8. Dd2 d5 9. Be2 c5 10. 0 0 0 Rc6 11. h3 Be612. Kbl d413. BxfB Bxf614. Re4 14. - Bxa2 + ! 15. Kxa2 Rb4+ 16. Kbl Da5 17. Rxf6+ gxf6 18. Df4 Hfe8 19. Dg4+ Kh8 20. Rh4 Da2+ 21. Kcl Da4 22. Kd2 Dxc2+ 23. Kel Rxd3+ 24. Kfl Dxdl +! - Og hvítur gafst upp. Mát í næsta leik. Hvítt: Jón Viktor Gunnarsson Svart: Cvitanic (Slóveníu) Frönsk vörn. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Rc6 5. Be3 Db6 6. Dd2 Bd7 7. f4 Hc8 8. Rf3 f6 Disney-skemmtigarðurinn i París þar sem 130 ungmenni frá 38 þjóðum tefldu um Evrópumeistaratitla í atskák, þeirra á meðal fjórir íslendingar. Rennum yfir úrslit í flokkunum en þessi nöfn munu trúlega mörg hver koma síðar við sögu í skákdálkum: Drengjaflokkur, 13-14 ára: 1. De Vreugt (Hollandi) 7,5 v. 2. Vajda (Rúmeníu) 7 v. 3. Kundin (ísrael)6,5 v. Drengjaflokkur, 12 ára óg yngri: 1. Bacrot (Frakklandi) 7,5 v. 2. Sebenik (Slóveníu) 7 v. 3. Aronjan (Armeníu) 6,5 v. Stúlknaflokkur, 13-14 ára: 1. Sheldon (Englandi) 8 v. 2. Reisnjétse (Lettlandi) 7,5 v. 3. Jilemnicka (Tékklandi) 6 v. Stúlknaflokkur, 12 ára og yngri: 1. Ismaílova (Aserbaídsjan) 7,5 v. 2. Kaula (Lettlandi) 7 v. 3. Pahtz (Þýskalandi)7 v. Jón Viktor náði bestum árangri íslendinganna, hlaut 5 v. af 9 og varð jafn átta öðrum keppendum í 10. sæti en hreppti 13. sæti á stigum. Keppendur í flokki 13-14 ára pilta voru 38 talsins. Ingibjörg Edda og Davíð hlutu 4 v. í sínum flokkum og urðu jöfn öörum í 21. og 22. sæti. Berta hlaut 2,5 v. og deildi 23. sæti. Athygli vakti að enska stúlkan Sheldon hélt auðveldlega jafntefli gegn Karpov í sjónvarpsfjöltefli hans þótt hún stýrði svörtu mönnunum. Karpov vann aftur á móti hina sigur- vegarana þijá. Rennum sem snöggvast yfir tvær bráðsmellnar skákir Jóns Viktors frá mótinu þar sem hann hristir laglegar leikfléttur fram úr erminni. Hvítt: Fontain^(Frakklandi) Svart: Jón Viktor Gunnarsson ' 9. Be2 cxd4 10. cxd4 Bb4 11. Rc3 fxe5 12. fxe5 Rge7 13. 0-0 0-0 14. Khl Rf5 15. Bf2 a616. g4 Rh617. h3 Re718. Rg5 Rg6 19. Bd3 Be8 20. Be3 Rf7 21. Rxh7! Kxh7 22. Bxg6+ Kg8 Ef 22. - Kxg6 23. Dd3 mát! 23. Bc2 Bb5 24. Hf3 Rh8 25. Hg3 Dd8 26. g5 g6 27. h4 Hc7 28. Kg2 Hcfl 29. h5 Hg7 30. Hhl Be8 31. hxg6 Bxg6 32. Hgh3 Rfl 33. Bxg6 Hxg6 34. Dc2 - Og svartur gaf. Frá Taflfélagi Kópavogs Tafltélag Kópavogs stendur fyrir öflugri skákstarfsemi í vetur í hús- næði félagsins að Hamraborg 5, 3. hæð. Á þriöjudögum kl. 17-18.30 eru barna- og unglingaæfingar þar sem boðið er upp á ókeypis æfingar fyrir Skák Jón L. Árnason stráka jafnt sem stelpur. Veitt eru ýmiss konar verðlaun, s.s. fyrir besta mætingu, bestan árangur og mestar framfarir. Skákþing barna og unglinga verður þriðjudagana 24. og 31. janúar og hraðskákmót Kópavogs í sama ald- ursflokki þriðudaginn 14. febrúar. Sveitakeppni Grunnskóla Kópavogs fer fram þriðjudaginn 28. febrúar og rétt fyrir páska verður páskaeggja- mótiö sem hefur frá upphafi þess verið vinsælasta mótið á hverju vori. Skákæfmgar fyrir fullorðna veröa með hefðbundnu sniði á miövikudög- um kl. 20 og sunnudögum kl. 14. Auk þess verður sú nýbreytni tekin upp aö hafa 15 mínútna skákæfmgar á fimmtudögum kl. 20. Skákþing Kópavogs hefst sunnu- daginn 5. febrúar kl. 14 og er fram haldið næstu þriöjudaga og fimmtu- daga. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad-kerfi, Fyrstu verðlaun verða 25 þúsund kr. og líklegt er að sigur- vegarinn öðlist rétt til þátttöku í áskorendaflokki á Skákþingi íslands um páskana. Hraðskákmót Kópa- vogs verður haidið sunnudaginn 26. febrúar kl. 14, tefldar 5 mínútna skákir og glæsileg verðlaun í boöi fyrir þrjú efstu sætin. Heimasmiðjan Kringlunni flytur í Húsasmiðjuna Skútuvogi 16. í tilefni þess verður hreinsað til í Heimasmiðjunni. Aður 13.537 kr. 3.200 kr. 3.760 kr. 1.199 kr, 2.990 kr. Verðdæmi ~--------- Ryksuga Kaffívél Gufustraujárn Glasasett Núna 9.990 kr 2.450 kr 2.950 kr 899 kr 1.245 kr Hárblásari afsláttur á öllum vörum verslunarinnar, KRINGLUNNI Aðeins 25 kr. mínútan. Sama verð fyrir alla landsmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.