Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1995, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1995, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995 35 - Borís Jeltsín, forseti Rússlands, er fársjúkur alkóhólisti á fylliríi. Drukkinn þjódarleiötogi Heimurinn hefur fylgst furöu lostinn með ævintýraferö Borísar Jeltsíns og félaga hans til Tsjetsje- níu. Myndir sem minna á glæpa- verk Bandaríkjahers í Víetnam hafa birst á ótaí sjónvarpsskerm- um; grátandi konur, skelfmgu lost- in börn, illa útleikin lík og eyðilegg- ing við undirleik stórskotaliðs og skriðdreka. „Hvernigmáþettager- ast?“ segja spekingslegir fréttaský- rendur. „Hvað er á seyði í Kreml?“ segja aðrir sérfræðingar og horfa spurulum augum framan í viðmæl- endur sína. „Þetta er innanríkis- mál Rússa,“ segir Gore, varaforseti Bandaríkjanna, og bætir því viö að Borís kalhnn sé enn málsvari framfara, lýöræðis og efnahagsum- bóta. í augum Nökkva læknis er ein- föld skýring á hremmingum þjóð- anna. Borís Jeltsín, forseti Rúss- lands, er fársjúkur alkóhólisti á fylliríi. Hann hefur til ráðstöfunar fjölmennt og vel vopnum búið her- lið Rússa sér til skemmtunar í partíinu. Menn hafa um langt skeið horft brosandi á drykkjulæti Jelts- íns. Hann var ákaflega drukkinn í Berlín á dögunum, steig dans og stjómaði hljómsveit með mikilli sveiflu. Rauður og þrútinn ræddi hann við fréttamenn og bullaði þvoglumæltur um heimspóhtíkina. Á Dublinarflugvelli gátu menn ekki vakið hann upp af fóstum svefni til að ræða við þarlenda ráðamenn. Prúðbúinn heiðurs- vörður, írskir ráðherrar og skart- klædd smámey með blómvönd biðu árangurslaust eftir forsetanum sem svaf þungum brennivínssvefni inni í flugvél sinni. Heimkominn til Kremlar gaf hann furðulegar skýringar á þessum atburði sem hver íslenskur alkóhólisti í afneit- un hefði veriö fullsæmdur af. Fjöl- miðlar hafa gert sér tíðrætt um svefnleysi forsetans, ofsóknarhug- myndir og tortryggni. Mörgum hef- ur þótt gaman að fylgjast með þess- um villimannlega forseta sem kann að sletta úr klaufunum eins og hress sjómaður í landlegu. En nú er skemmtunin tekin að káma. Eitt helsta einkenni alkó- hólisma er yfirgengilegt dóm- greindarleysi og vanmat á eigin hæfni og möguleikum. Drukkinn maður sem sest undir stýri á bif- reið telur sig vera afbragðs öku- mann. „Mér eru allir vegir færir,“ Á læknavaktiniú segir drykkjuboltinn og gefur skít í úrtölur umhverfisins. „Hef ég ekki alltaf staðið mína plikt?" bætir hann við, glottir ákveðið og stígur bensínið í botn í fyrsta gíri (eins og þar stendur). Oftsinnis vanmeta menn aðstæður og skeyta ekki um úrtölur heilbrigðrar skynsemi. Önnur einkenni era hroki og lítils- virðing á skoðunum annarra. Alkóhólistinn hefur oft megna fyr- irlitningu á samstarfsmönnum sín- um og undirsátum én tröllatrú á eiginhæfileikum. Nökkvi læknir hefur á aldalöng- um ferli sínum séð dómgreindar- lausa alkóhólista reyna að ganga eftir húsmænum, hefja sig flugs, synda yfir Þingvallavatn og leika Hamlet. Sjaldnast hefur Bakkus kóngur veriö þegnum sínum til annars en trafala á slíkum gönu- hlaupum sem oft hafa endað hand- an við móðuna miklu. Herför Jelts- íns til Tsjetsjeníu er dæmi um fyll- irí sem firrir alkóhólistann bæði skynsemi og rökrænni hugsun. Herstjórnin er öfl í molum og ein- kennist af villimannlegum hefnd- araðgerðum og skeytingarleysi um líf eiginn liðsafla og andstæðing- anna. Það er alvarlegt mál þegar slíkir hörmungaratburðir gerast sem kosta þúsundir saklausra borgara lífið og skilja eftir sig sviðnajörð. En í þokukenndum heimi Borísar Jeltsíns er partíið rétt að byija og nóg er til af vodka, vopnum og skot- færum til að halda veislunni áfram langt fram á þetta ár. Vonandi tekst ráðamönnum á Vesturlöndum að stöðva blóðbaðið áður en þaö verð- ur um seinan. Eins og aðrir alkó- hólistar sér Jeltsín fyrst sitt óvænna þegar fokið er í flest skjól. Brýnt er að einangra hann á al- þjóðavettvangi, loka á allan fjár- stuðning og efla þá sem staðiö geta uppi í grásprengdu hári hans. Miklu skiptir að þrengja svo mjög að Jeltsín aö hann láti af herfór- inni, hætti að drekka, fari í áfengis- meðferð á Vog og gerist forvígis- maður AA-samtakanna í Moskvu- borg. Vélaverkstædi Sigurðar hf. Skeiðarási 14, 210 Garðabæ, sími 565-8850, fax. 565-2860. Bjóðum alhliða viðgerðaþjónustu. Rennismíði - fræsingar - plötusmíði. Tökum að okkur skipaviðhald. Viðhald og nýsmíði á vökvakerfum. NORDISK TECKNINGS TRIENNAL 19 9 5 Nordisk Teckningstriennal 1995! Fyrirhugað er að setja upp sýningu á teikningum á ýmsum stöðum á Norðurlöndum. Fyrsti sýningarstaður verður Skellefteá í Svíþjóð og hefst sýningin þar í nóvember 1995. Öllum norrænum myndlistarmönnum er heimil þátttaka. Dómnefnd mun dæma verkin og veita þrenn verðlaun, hver að verðmæti 10.000 sænskra króna. Umsóknarfrestur er til 17/3 ’95. Frekari upplýsingar og umsóknareyðubloð fást hjá: Kulturkontoret Box 703 931 27 Skellefteá Svíþjóð Sími: -910-58829 (Svíþjóð) Fax: -910-38238 (Svíþjóð) Auglýsing um sérstakan fasteignaskatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði á Akureyri Bæjarstjórn Akureyrar hefur ákveðið að nýta heimild til álagningar sérstaks skatts á fasteignir, sem nýttar eru fyrir verslunarrekstur eða skrifstofuhald, sbr. 10. gr. laga nr. 124 frá 20. desember 1993 um breytingu á lögum nr. 90/1990 um tekjustofna sveitarfélaga. Skattskyldan tekur til aðila sem skattskyldir eru skv. I. kafla laga nr. 75/1981 eða laga nr. 65/1982 með síð- ari breytingum. Gjaldstofn skattsins skal vera fasteignamat eignar í árslok ásamt tilheyrandi lóðarmati samkvæmt skrám Fasteignamats ríkisins frá 1. desember 1994. Bæjarstjórn Akureyrar hefur ákveðið að skatturinn skuli vera 1,25% af gjaldstofni og gjalddagar hinir sömu og fasteignagjalda. Akureyrarbær hefur ákveðið að leggja skattinn á sam- kvæmt fyrirliggjandi upplýsingum skráningardeildar fasteigna hjá Akureyrarbæ. Þrátt fyrir það er gjaldend- um gefinn kostur á að koma á framfæri upplýsingum um gjaldstofn hlutaðeigandi eigna sinna. Skil á slíkum upplýsingum skulu hafa borist fyrir 22. janúar nk. Enn fremur er hægt að gera athugasemdir eftir að álagning hefur farið fram. Óski gjaldendur eftir að koma á framfæri athugasemdum við gjaldstofn og eða gjaldskyldu munu liggja frammi sérstök eyðublöð í þessu skyni, sem þeir geta fyllt út. Gjaldstofn og upphæð skatts munu koma fram á álagn- ingarseðli fasteignagjalda og er skattinum deilt á gjald- daga ásamt fasteignagjöldum. Upplýsingar um gjaldstofn, hlutfallslega notkun hús- næðis, og gjaldskyldu eru veittar á afgreiðslu Skráning- ardeildar fasteigna hjá Akureyrarbæ, Geislagötu 9, 3. hæð, sími 21000. Verði ágreiningur um gjaldstofn má vísa honum til Fasteignamats ríkisins og verði ágreiningur um gjald- skyldu sker yfirfasteignamatsnefnd úr, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 90/1990, sbr. 3. mgr. 10. gr. laga nr. 124/1993. Kærufrestur er sex vikur frá birtingu álagningar, sbr. 10. gr. reglugerðar nr. 320/1972. Bæjarstjórinn á Akureyri 13. janúar 1995

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.