Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1995, Qupperneq 35
LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995
39
Sjónvarpið hefur sýningar á Bróður Cadfael:
Frumútgáfur bók-
anna í háu verði
- höfundurinn á við Agöthu Christie og Arthur Conan Doyle
Liklega hefur enginn spennu-
sagnahöfundur í Norður-Evrópu ris-
ið eins hátt á síðustu árum og Ellis
Peters, höfundur sagnaraðarinnar
um munkinn Cadfael. Bækurnar um
Cadfael eru endurútgefnar aftur og
aftur í Englandi og fyrstu útgáfurnar
orðnar mjög verðmætar á fornsölum
og bókauppboðum - meira að segja
eru ljósprentaðar frumútgáfur af
tveimur fyrstu bókunum seldar á
hærra verði en safnarar þurfa að
borga fyrir vel með farin eintök af
frumútgáfu Endurminninga
Sherlock Holmes og Baskerville-
hundsins!
Sjónvarpiö hefur nú fengið til sýn-
inga fiórar fyrstu kvikmyndirnar
sem gerðar eru eftir bókunum um
bróður Cadfael. Aðalhlutverkið,
Cadfael sjálfur, er í höndum stórleik-
arans Sir Derek Jacobi, en stjórnandi
er Herbert Wise, sem stjórnaði kvik-
myndinni Ég, Kládíus, en ITV gefur
myndirnar út. Þær eru 90 mínútur
hver og spannar hver þeirra yfir eina
bók, en bækumar em í raun sjálf-
stæðar hver fyrir sig þó þær séu af
höfundarins hendi hugsaðar í tíma-
röð.
Bækur og
sjónvarpsmyndir
Tvær fyrstu bækurnar em nú
komnar út hjá Fijálsri íjölmiðlun
hf., og fylgjast að við sýningu sjón-
varpskvikmyndanna hér. Fyrst í
þessari röð er bókin Líki ofaukið sem
sjónvarpið tekur til sýningar föstu-
daginn 20. janúar. Önnur í rööinni
er Bláhjálmur sem væntanlega verð-
ur sýnd í febrúar.
En hvað er nú með þessar bækur?
Er þetta eitthvað merkilegt? Ef
marka má viðtökurnar hlýtur svarið
að vera já. Fyrsta bókin kom út árið
1977 og síðan era þær orðnar 19 tals-
ins, endurútgefnar hvað eftir annað,
fyrst eingöngu fyrir enskumælandi
heim, en síðari ár hefur öðrum mál-
svæöum íjölgaö jafnt og þétt.
Sögusviðiö er héraðið Shropshire
og borgin Shrewsbury í Vestur-
Englandi, skammt frá landamærum
Wales. Aðalhetjan er bróðir Cadfael,
grasalæknir í Shrewsburyklaustri og
afar snjall að leysa þær gátur sem
sífellt er að bera fyrir hann á þeim
tímum átaka og undirferla sem hann
var uppi - samkvæmt sögum þessum
- en það var á 12. öld, miklum um-
brotatíma í sögu Englands þegar arf-
takar Vilhjálms sigurvegara börðust
um völdin.
Skrautlegur
ferill munksins
Þó bróðir Cadfael sé munkur í
klaustri er hann engin penpía og
íslenskir sjónvarpsáhorfendur geta fylgst með mynda-
flokknum Bróðir Cadfael en fyrsta myndin verður sýnd
næsta föstudagskvöld. Frjáls fjölmiðlun hefur gefið út
tvær bækur um sama efni.
Hinn framúrskarandi leikari Sir Derek Jacobi fer með
aðalhlutverkið i nýjum framhaldsþætti i Sjónvarpinu.
hefur lifað tímana tvenna. í fyrstu
bókinni er hann nýorðinn 57 ára, en
í bókunum kemur smám saman fram
að hann hafi fæðst í Wales í maí 1080
og hafið feril sinn sem vikapiltur hjá
ullarkaupmanni. 17 ára varð hann
ástfanginn af meynni Richildis, sem
einnig kemur mjög viö sögu í bókinni
Bláhjálmur, en yfirgaf hana til að
fara í pílagrímsferð til Landsins
helga. Sú ferð átti að taka tvö ár en
þau urðu óvart æöi miklu fleiri, því
Cadfael lenti í ýmsum ævintýram og
öðru sem tafði fyrir honum, fyrst
sem hermaður og síöan sjómaður.
Nærri þrítugur kynntist hann serk-
neskri ekkju, Mariam að nafni, og
gat við henni soninn Oliver (sem
móðirin kallaði Daoud, og bæði koma
við sögu í bókunum um Cadfael).
Rúmlega fertugum þótti Cadfael
nóg komið af flakki og ævintýram
og gerðist klausturbróðir í Shrews-
bury. Á ferðum sínum hafði hann
safnaö mikilli þekkingu á grasa-
lækningum og fræi að ýmsum lækn-
ingajurtum. Starfssvið hans í
klaustrinu varð að koma upp jurta-
garði og vinna úr því sem þar óx, auk
þess sem hann safnaði annars staðar
frá. Sem shkur varð hann jafnframt
læknir og í bland sálusorgari fólksins
í Shrewsbury og grennd, íhugull
maður með sterkan persónuleika og
réttlætiskennd, og þar með ekki aö
enn þá. í grein þessari segir hann
meðal annars: Krönikur Cadfaels eru
meinleysislegar sakamálasögur.
meinleysislegar í þeim skilningi aö
allar hryllingslýsingar eru víös
fjarri. Hver saga snýst að sönnu um
a.m.k. eitt morð og þaö mun að jafn-
aði vera allalvarlegt mál fyrir hinn
myrta.....Léttmeti" eru þessar sög-
ur hins vegar tæpast. Morðgátan er
oft og einatt næsta útsmogin ...
Fyrst þegar ég kynntist krönikum
Cadfaels haföi ég nýlesið Nafn rósar-
Úr einu atriði myndaflokksins.
sökum að spyrja, að flókin viðfangs-
efni hrannast að honum eitt af öðru.
Fyrirmyndin að
Nafni rósarinnar?
Einn þeirrá íslendinga sem þegar
hafa kynnst bróður Cadfael er Heim-
ir Steinsson útvarpsstjóri. Hann
skrifaði fyrir nokkru greinarstúf um
bækurnar fyrir íslenskt tímarit -
grein sem raunar hefur ekki birst
innar eftir Umberto Eco í frábærri
þýðingu Thors Vilhjálmssonar. Upp-
haflega fannst mér Ellis Peters vera
að stæla þetta merkilega verk. Svo
er þó ekki. Nokkrar sögur af bróður
Cadfael voru komnar út áður en
Nafn rósarinnar birtist, segir Heimir
ennfremur.
Sérstakt höfundar-
nafn fyrir Cadfael
Höfundurinn, Elhs Peters, heitir
réttu nafni Edith Mary Pargeter,
fædd 1913, einmitt í Shropshire. Rit-’ -
feril sinn hóf hún undir réttu nafni
1936, einmitt með bók um sögulegt
efni. Næstu 25 árin lét hún frá sér
20 bækur í viðbók, þar á meðal sögu-
flokk um „Felse lögregluvarðstjóra",
áður en hún skapaði bróöur Cadfael
1977, sem fyrr segir, og tók sér þá
höfundarnafnið Ellis Peters til aö
skapa þeim bókum sértöðu.
íbúar Shrewsbury hafa ekki látið
sitt eftir liggja. Rústir klausturins
voru til, sömuleiðis kastalans sem
mjög kemur viö sögu í bókunum.
Hvort tveggja hefur nú veriö endur-
reist meira eða minna, með minn-
ingu Cadfaels í huga. Gestir í
Shrewsbury geta komið í jurtagarð-
inn hans og litla kofann, þar sem
hann steytti duft sín, bruggaði lyfin
og hrærði smyrshn, og þeir fá jafnvel
litlar gátur að leysa í hans nafni þar
sem þeir fikra sig áfram frá einni
vísbendingu th annarrar. Cadfael
krúsir, krukkur, bohr og ýmislegt
annað er í boði, og þarna er iðulega
gestkvæmt vel.
Sex kvikmyndir
í viðbót
Elhs Peters/Edith Pargeter er enn -
á meðal vor, orðin roskin nokkuð en
engan bilbug á henni aö finna. Bæk-
urnar gætu því sem best oröið 20
áður en varði, ef ekki fleiri, og aðdá-
endur Cadfaels bíöa með framréttar
hendur eftir því aö svo verði. Ellis
Peters hefur verið líkt við Agöthu
Christie og Arthur Conan Doyle,
þann sem samdi bækumar um
Sherlock Holmes, og aðdáendaklúbb-
ar Cadfaels hafa verið stofnaöir bæði
í Bretlandi og vestan hafs.
Sjónvarpskvikmyndirnar hafa
einnig mætt viðhka vinsældum. Ekki
spihir heldur fyrir að hafa svo dáðan
og mikilhæfan leikara sem Sir Derek
Jacobi í aðalhlutverki. Upprunalega
samdi ITV um kvikmyndarétt á fiór-
um bókanna, sem fyrr segir, en er
þær voru frumsýndar á síðasta ári
vora móttökurnar svo eindregnar að
þegar í september var samið um
kvikmyndun á sex í viðbót - með Sir
Derek í aðalhlutverki þeirra allra.
$suzuki Jeppasýning um
helgina
Nýir og notaðir jeppar á sérstöku tiiboðsverði
Opið kl. 13-16 laugardag og sunnudag
$ SUZUKI
—.............
SUZUKIBÍLAR HF.
SKEIFUNNI 17 ■ SÍMI 685100