Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1995, Síða 47
LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995
51
Afmæli
Magnus Bergsteinsson
Magnús Bergsteinsson húsasmíða-
meistari, Skaftahlíð 42, Reykjavik,
eráttræöurídag.
Starfsferill
Magnús er fæddur í Reykjavík og
ólst þar upp í foreldrahúsum á Spít-
alastíg 8. Hann lauk barnaskóla-
námi í Miðbæjarskólanum, prófi frá
Iönskólanum í Reykjavík og sveins-
prófi 1935 en fékk meistararéttindi
1943.
Síöan starfaði Magnús sem at-
vinnurekandi í Reykjavík og víöar.
Hann hætti sjálfstæðum atvinnu-
rekstri 1978 en hóf þá störf hjá Há-
skóla íslands og varð byggingastjóri
Háskólans.
Fjölskylda
Eiginkona Magnúsar er Elín
Svava Sigurðardóttir, f. 7.8.1920,
húsmóðir. Foreldrar hennar voru
Sigurður Halldórsson, verkstjóri
hjá Reykjavíkurborg, og Marólína
Guðrún Erlendsdóttir, húsmóðir.
Böm Magnúsar og Elínar: Óskírð-
urdrengur, f. 7.11.1939, d. 18.1.1940;
Bergsteinn Ragnar, f. 31.3.1941,
byggingameistari í Svíþjóð, kona
hans er Else M.E. Magnússon, Berg-
steinn Ragnar á fjögur börn af fyrra
hjónabandi; Marólína Arnheiður, f.
24.7.1942, verslunarmaður, gift
Boga Sigurðssyni vélvirkja, þau
eiga tvö börn; Ragnhildur, f. 29.12.
1947, gift Ásgeiri Sveinssyni, vél-
stjóra, þau eiga fjögur börn; Magnús
Svavar, f. 6.1.1954, húsasmiður,
sambýliskona hans er Kolbrún
Birgisdóttir, Magnús Svavar áþrjú
börn, Kolbrún á þrjú börn; Margrét
Halla, f. 9.12.1954, verkstjóri, sam-
býlismaður hennar er Hafsteinn
Kristjánsson verkstjóri. Sonur
Magnúsar fyrir hjónaband er Ragn-
arBergsteinn, f. 11.9.1937;búsettur
í Noregi. Barnabamabörn Magnús-
ar og Elínar eru átta.
Systkini Magnúsar: Arnheiður, f.
3.4.1902, látin, var gift Franz Páli
Þorlákssyni, látinn, skipstjóra, þau
eignuðust sjö börn; Jón, f. 30.6.1903,
byggingameistari, fyrri kona hans
var Marta Guðnadóttir, látin, þau
eignuðust fjögur börn, seinni kona
hans er Svanbjörg Halldórsdóttir;
Jóhannes Ragnar, f. 3.1.1912,
múrarameistari, var kvæntur Dýr-
leifu Hermannsdóttur, látin, þau
eignuðust fjögur börn; Þórir Högni,
f. 2.8.1917, látinn, múrarameistari,
var kvæntur Þuríði Sigmundsdótt-
ur, látin, þau eignuðust þrjú börn;
Gunnar Kristinn, f. 29.8.1923, for-
stjóri Landhelgisgæslunnar, kvænt-
ur Brynju Þórarinsdóttur, þau eiga
ijögurbörn.
Foreldrar Magnúsar voru Berg-
steinn Jóhannesson, f. 6.1.1875, d.
21.5.1940, múrarameistari í Reykja-
vík, og Ragnhildur Magnúsdóttir, f.
Magnús Bergsteinsson.
20.11.1879, d. 29.12.1935, húsmóðir.
Magnús er nú staddur í Svíþjóð
þar sem hann dvelur á Fogdögaten
1,25371, Rydebáck.
Stefán G. Karlsson
Stefán Geir Karlsson, skipatækni-
fræðingur og myndlistarmaður,
Austurströnd 12, Seltjarnarnesi,
verður fimmtugur á morgun.
Starfsferill
Stefán er fæddur á Fáskrúðsfirði
en flutti fjögurra ára til Keflavíkur
og ólst þar upp. Hann lauk gagn-
fræðaprófi 1962 og lærði plötu- og
ketilsmíði í Iðnskólanum í Keflavík
og lauk sveinsprófi. Stefán stundaði
síðan nám í Tækniskóla íslands og
Helsingor Teknikum í Danmörku
og lauk þaðan prófi í skipatækni
1973. Hann fékk meistarabréf í
plötu- og ketilsmíði fimm árum
seinna.
Að loknu námi stundaði Stefán
kennslu við Iðnskóla Suðurnesja,
síðar Fjölbrautaskóla Suðurnesja,
og Tækniskóla íslands og jafnframt
þýðingu kennslubóka fyrir Iðn-
fræðsluráð. Hann var teiknistofu-
stjóri í Skipasmíðastöðinni Stálvík
hf. í Garðabæ 1980-85 og hefur síðan
starfað á tæknideild Sighngamála-
stofununar ríkisins.
Stefán tók þátt í samsýningum
FÍM1979-81 úr hópi leikmanna og
hefur þrisvar haldiö einkasýningar
á málverkum og skúlptúrum.
Skúlptúr hans, stærsta herðatré í
heimi, var skráð í Heimsmetabók
Guinness 1989 og sótt hefur veriö
um skrásetningu annars skúlptúrs
hans, stærstu blokkflautu í heimi, í
þessa sömu bók. Stefán á sæti í
stjórn SGI-ísland og er einn af stofn-
endum samtaka stríösbarna á ís-
landi.
Fjölskylda
Stefán kvæntist 1.1.1969 Magneu
Reinaldsdóttur, f. 25.4.1945, þroska-
þjálfa hjá Félagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar. Foreldrar
hennar: Reinaldo Rivera, f. 15.10.
1918, pósthússtjóri og kaupsýslu-
maður, og Guðbjörg Grímsdóttir, d.
1973, húsmóðir.
Dætur Stefáns og Magneu: Helena
Guörún, f. 16.1.1967, BA í frönsku,
gift Nikulási P. Blin, líffræöingi, þau
eiga tvö börn, Nikulás Stefán, f. 15.9.
1987, og Kolfmnu, f. 31.10.1990; Ilm-
ur María, f. 2.3.1969, nemi í textíÞ
defid MHÍ, unnusti hennar er Valur
Freyr Einarsson, leiklistarnemi.
Systkini Stefáns: María, f. 20.10.
1940, ekkja, og á hún þrjú börn; Jón
Pétur, f. 7.10.1942, látinn, dóttir hans
er Inga Lilja; Kristinn, f. 10.10.1947,
kvæntur Sólveigu Guðmundsdótt-
ur, þau eiga þrjú börn.
Foreldrar Stefáns: Karl Kr. Jóns-
son, f. 8.9.1902, húsgagnasmíða-
meistari og síðar kaupmaöur, bú-
settur á Grund, og Ingibjörg Sigur-
björnsdóttir, f. 18.10.1912, látin.
Stefán og Magnea munu halda upp
á fimmtugsafmæli sín í vor.
Til hamingju með afmælið 15. janúar
85 ára
Nanna Einarsdóttir,
Hjallaseli 55, Reykjavík.
80 ára
Hjálmar Finnsson,
Vesturbrún 38, Reykjavík.
EinarL. Nielsen
vélfneðingur (á
afmæli 16.1),
Hagamel 38,
; Reykjavík.
Kona hans er
Svanhildur Jó-
hannesdóttir.
í>au taka á móti
gestum í Odd-
feilow-húsinu
sunnudaginn
15.janúar frá kl. 16-18.
50 ára
75 ára
Brynjólfur Jönsson,
Borg, Reykhólalireppi,
70 ára
Guðrún Ingibrektsdóttir,
Strandgötu 9, Hvammstanga.
Anna Eyjólfsdóttir,
Merkigeröí 12, Akranesi.
Anna dónsdóttir,
Stóru-Þverá, Eljótahreppi.
Gíslína Jónsdóttir,
Sævangi 13, Hafnarflröi.
Sígriður Þórðardóttir,
Duggufiöru 4, Akureyri.
Þröstur Jónsson,
Brekkubæ 36, Reykiavík.
Hrafnhildur Hámundardóttir,
Engjaseli 52, Reykjavík.
40 ára
60 ára
Guðrún Gunnarsdóttir,
Lyngholti 5, Keflavik.
Guðrún Eriendsdóttir,
Hliðarvegi 49, Kópavogi.
Garðar Karlsson,
Vesturgötu 53b, Reykjavík.
Anton Helgi Jónsson,
Sjaftiargötu 10, Reykjavík.
Jón Pálmi Ðavíðsson sölumaður,
Hæöargari Ub, Reykjavík.
Hann er aö heiman.
Kristinn Bjarnason,
Reykjavegi 58, Mosfellsbæ.
Valgerður Hrólfsdóttir
Valgerður Hrólfsdóttir kennari,
Grenilundi 5, Akureyri, verður
fimmtug á morgun.
Starfsferill
Valgerður er fædd í Reykjavík og
ólst þar upp í Laugarneshverfmu.
Hún gekk í Laugamesskóla en á
sumrin dvaldi Valgerður í Bolung-
arvík hjá móðursystur sinni, Elísa-
betu Hjaltadóttur, konu Einars
Guðfinnssonar útgerðarmanns.
Valgerður lauk verslunarskólaprófi
1964 og kennaraprófi frá Kennara-
skólanum 1967.
Valgerður var kennari við Árbæj-
arskóla 1967-76 en flutti þá til Akur-
eyrar og kenndi þar til 1979. Hún fór
þá til Svíþjóðar en þar var eiginmað-
ur hennar í sérnámi í læknisfræði.
Eftir sex ár kom Valgerður aftur til
Akureyrar og kenndi þar við Lund-
arskóla. Síðustu tvö árin hefur hún
verið starfsmaður á Fræðsluskrif-
stofu Norðurlands eystra.
Valgerður hefur tekið virkan þátt
í félagsmálum og verið form. full-
trúaráðs Sjálfstæðisflokksins, setið
í ýmsum nefndum og verið 1. vara-
bæjarfulltrúi fyrir Akureyrarbæ.
Hún á sæti í sóknarnefnd Akur-
eyrarkirkju.
Fjölskylda
Valgerður giftist 12.8.1972 Kristni
Elís Eyjólfssyni, f. 8.2.1946, lækni.
Foreldrarhans: Eyjólfur Stefánsson
og Ágústa Sigurbjörnsdóttir. Þau
embæðilátin.
Synir Valgerðar og Kristins:
Hróflur Máni, f. 14.8.1973, nýstúdent
og nú við störf í ljósmyndaverslun;
Stefán Snær, f. 10.9.1977, mennta-
skólanemi; Grétar Orri, f. 6.5.1980,
nemi.
Hálfsystir Valgerðar, sammæðra:
Bima Pálsdóttir, f. 9.7.1933, ekkja
Vagns Hrólfssonar frá Bolungarvík.
Valgerður Hrólfsdóttir.
Þau eignuðust sjö börn.
Foreldrar Valgerðar: Hróflur
Jónsson, f. 3.12.1910, sjómaður, bú-
settur í Bolungarvík, og Margrét
Hjaltadóttir, f. 30.4.1905, d. 11.5.1977,
starfsstúlka á Kleppsspítala.
Valgerður tekur á móti gestum í
safnaðarheimih Akureyrarkirkju
laugardaginn 14. janúar kl. 20.
Hafdís Sigursteinsdóttir.
Hafdís Sigursteinsdóttir
Hafdís Sigursteinsdóttir hús-
móðir, Háabergi 13, Hafnarfiröi, er
fertugídag.
Fjölskylda
Hafdís er fædd í Reykjavík en
ólst upp í Hafnarfirði. Hún stund-
aði nám í Flensborg.
Maöur Hafdísar er Theodór Óm-
arsson, f. 18.8.1955, múrari. For-
eldrar hans: Ómar Zóphoníasson
prófdómari og Kristín Theodórs-
dóttir, starfar við símavörslu.
Börn Hafdísar og Theodórs:
Svava Berglind, f. 26.10.1971, versl-
unarmaður; Kristín Guðfinna, f.
21.9.1983; ÓmarÁgúst, f. 23.6.1987.
SysturHafdísar: EmilíaL, f. 8.8.
1951; Heiðdís.f. 14.1.1955.
Foreldrar Hafdísar: Sigursteinn
Jónsson, f. 18.8.1931, múrarameist-
ari, og Ágústína Berg Þorsteins-
dóttir, f. 18.4.1929, leiðbeinandi.
Þau em búsett í Hafnarfirði.
Hafdís og Heiðdís, tvíburasystir
hennar, taka á móti gestum eftir
kl. 20 á afmælisdaginn í sal Hauka-
hússins við Flatahraun í Hafnar-
firði.
Heiðdís Sigursteinsdóttir
Heiðdís Sigursteinsdóttir húsmóðir,
Efstakoti 4, Bessastaöahreppi, er
fertugídag.
Fjölskylda
Heiðdis er fædd í Reykjavík en
ólst upp í Hafnarfirði.
Sambýlismaður Heiðdísar er Vil-
hjálmur Þórðarson, f. 26.9.1956,
sendibílstjóri. Foreldrar hans; Þórð-
ur Hafliðason og Guðbjörg María
Gísladóttir.
Börn Heiðdísar: Sigursteinn I.
Þorsteinsson, f. 15.8.1972, verslun-
armaður; Helma Þorsteinsdóttir, f.
12.4.1980. Sonur Vilhjálms: Andrés
Magnús, f. 5.2.1982.
Systur Heiðdísar: Emilía I., f. 8.8.
1951; Hafdís.f. 14.1.1955.
Foreldrar Heiðdísar: Sigursteinn
Jónsson, f. 18.8.1931, múrarameist-
ari, og Ágústína Berg Þorsteinsdótt-
Heiödis Sigursteinsdóttir.
ir, f. 18.4.1929, leiðbeinandi. Þau eru
búsett í Hafnarfirði.
Heiðdís og Hafdís, tvíburasystir
hennar, taka á móti gestum eftir kl.
20 á afmæhsdaginn í sal Haukahúss-
ins við Flatahraun í Hafnarfirði.
ÆTTFRÆÐINÁMSKEIÐ
Ný ættfræðinámskeið byrja bráðlega (15—21 klst. grunnnámskeið;
einnig námskeið úti á landi og framhaldsnámskeið). Lærið að
rekja sjálf ættir ykkar og notfærið ykkur frábæra rannsóknarað-
stöðu. Verðlag aldrei hagstæðara og skipta má greiðslum. Leið-
beinandi Jón Valur Jensson. Ættfræðiþjónustan tekur að sér gerð
ættartalna, ráðgjöf o.fl. verkefni og býður upp á vinnuaðstöðu
við ættarleit. Á annað hundrað nýlegra og eldri ættfræöi- og ævi-
skrórrita til sölu, m.a. Bergsætt, Briemsætt, Knudsenætt, Múrara-
tal, Reykjaætt af Skeiðum, Víkingslækjarætt, Hjallbjarnarætt, Vig-
urætt, Thorarensenætt, Laxdælir, Svalbarðsstrandarbók, Frá
Hvanndölum til Úlfsdala (Siglf.), Önfirðingar, Ölfusingar, Keflvík-
ingar, Mannlíf á Vatnsleysuströnd, nafnalyklar við manntöl 1801
og 1845 og Ættarbókin. Bóksöluskrá send ókeypis. Uppl. í s.
27100 og 22275.
L "" _ Ættfræðiþjónustan, Brautarholti 4, s. 27100 CE)